Tíminn - 03.05.1966, Side 16

Tíminn - 03.05.1966, Side 16
1 REYKVÍKINCAR! KJÓSENDAFUNDUR B-USTANS Reykvíkingar! Annað kvöld, miðvikudagskvöld, heldur B-listinn kjósendafund í Súlnasalnum að Hótel Sögu. Hefst fundurinn kl. .8.30. Fundar- stjóri: Jóhannes Elíasson, bankastjóri. Ræðumenn verða sjö efstu menn á B-listanum í Reykjavík: Einar Ágústsson, bankastjóri, Kristján Bene. diktsson, kennari, Sigríður Thorlacius, húsfreyja,, Óðinn Rögnvaldsson, prentari, Gunnar Guðmundsson, verkfræðingur, Gunnar Bjarnason, leikmyndasmiður og Kristjón Friðriksson, iðnrekandi. — 50. árg. r yveró veqna fá Guójón í IÓjiL ocj pór M/hjálmsson ekkt a$ vera meó ^e/ns ocf irict ? þeir eru ekki eins Oq hif- ir minir -f aUU? STJÓRNARKOSNiNG í BIF- REIÐASTJÓRAFÉL. FRAMA Stjórnarkosning i bifreiða- stjórafélaginu „Frama“ fer fram í skrifstofu félagsins, Freyjugötu 26, i dag og á morgun, og stendur báða dag ana frá kl. 1 til 9 eftir hádegi. Listi andstæðinga félagsstjórn arinnar er B.-listi, og er skip aður þessum mönnum: Formaður: Steingrímur Aðalsteins 1. maí hátíð EJ-Reykjavík, mánudag. Fjölmennt var á 1. maí- fagnaðinum, sem FUF í Reykjavík, og Framherji, félag launþega innan Fram sóknarflokksins, héldu í Súlnasalnum Hótel Sögu í gærkvöldi. Ræðumaður kvöldsins var Óðinn Rögn valdsson, varaformaður Hins íslenzka prentarafé- lags og fjórði maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Margir góðir skemmti- kraftar komu fram á 1. maí- fagnaðinum. Óperusöngvar- amir Guðmundur Guðjóns- son og Sigurveig Hjaltesteð sungu við undirleik Skúla Halldórssonar. Karl Guð- mundsson, leikari, flutti bráðskemmtilegan eftir- hermuþátt og hljómsveit Ragnars Bjarnasonar lék fyrir dansi til kl. 2 eftir miðnætti. Baldur Hólmgeirs son, prentari, stjórnaði skemmtuninni. í heild tókst fagnaðurinn mjög vel. Myndin sýnir hluta gest anna á 1. maí-fagnaðinum. (Tím am vn d -GE1. son, Álfheimum 44. Hreyfill. Varaformaður: Andrés Hjörleifs- son, Efstasundi 56, Bæjarleiðir. Ritari: Daníel Sigurðsson, Safa- mýri 54, BSR. Gjaldkeri: Sigurjón Einarsson, Hrísateig 36, B.B.S. Meðstjórnandi: Magnús Eyjólfs- son, Sigluvogi 3. Hreyfill. Varamenn í stjórn: Hákon Sumarliðason, Skipasundi 5. Bæjarleiðir. Vilhjálmur Guðmundsson, Stiga- hlíð 46. Hreyfill. Endurskoðendur: Sigurður Bjarnason, Holtsgötu 13. Hreyfill. Jóhannes Jónasson, Skipasundi 11. B.S.R. Varaendurskoðandi: Tómas Sigurðssop, Holtagerði 40. Bæjarleiðir. Framhald á 14. sfðu. DREGIÐ ÚR FRAMKVÆMD- UM VIÐ BARNAHEIMILI TK-Reykjavík, mánudag. Þeir, sem þurfa að koma börnum sínum á dagheimili, leikskóla eða gæzluvelli í nám- unda við heimili sín og hefur ekki tekizt skulu taka loforð- in í bláu bókinni íhaldsins, sem brátt mun berast þeim í hendur, með varúð — og hæfi- legri tortryggni. Samkvæmt bláu bókunum fyrir nokkrar undanfarnar kosningar hafa þessi mál öll verið löngu leyst af hinum örugga meirihluta!! Hér koma sýnishom. Bláa 'bókin 1950: „Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því, að reistir verði leikskólar, sem fullnægi þörfum bæjarlbúa. Að fjölgað verði dagheimilum. Að stofnað verði vistheimili barna eftir þörfum. Að fjölgað verði leik- völlum, gæzla á þeim aukin og þeir búnir góðum leiktækjum. Haldið verði áfram undirbún- ingi þess, að komið verði upp útivistarsvæði fyrir börn inn- ar í Fossvogi." Bláa bókin 1954: „Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir að reisa leik- skóla eftir þörfum hinna ýmsu hverfa. Að reisa dagheimili. Að fjölga leikvöllum." Bláa bókin 1958: „Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að fjölga enn leikvöllum eftir þörfum, sérstaklega leikvöllum með smábarnagæzlu. Að gera leik- svæði fyrir börn í almennings- görðum, eftir því sem við á.“ Bláa bókin 1962: „Sjálfstæðisflokkurinn vill beita sér fyrir því, að halda áfram gerð leikvalia, bæði gæzluvalla fyrir smábörn og opinna leiksvæða. Að greiða fyrir sumardvöl barna og mæðra í sveit.“ Þörfin fyrir fleiri leikheim- ili og leikskóla í Reykjavík er afar brýn og geta forstöðu- konur þessara heimila bezt um dæmt, hvernig ástandið er í þessum málum. Þær gerast 'þreyttar á að þurfa sífellt að synja mæðrum um gæzlu Framhald á 14. síðu. Skrifstofur Frams. fl. Skrifstofur Framsóknarflokks- ins Tjarnargötu 26 eru opnar frá kl. 9—12 og 1' til 10 síðdegis- Sím ar 1-60-66, 1-55-64, 1-29-42 og 2-37-57. Kosningaskrifstofa: Vegna utan- kjörstaðakosninganna er í Tjarn argötu 26 símar sömu og getið er hér á undan, ennfremur sími 1-96-13. Sjálfboðaliðar óskast til aðstoð ar við kosningaundirbúninginn, og til starfa á kjördag. Vinsamlegasi hafið samband við skrifstofuna ‘ Tjarnargötu 26, eða hverfaskri stofmmnar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.