Vísir - 05.11.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 05.11.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Þriðjudagur 5. nóvember 1974. 3 Útsendingin trufluð? „Sjón- varps- tœkin sjálf biluð" ef vollor- sjónvarpið er óskýrt — segir talsmaður hersins ,,Hjá okkur sést Vallarsjónvarpið mjög vel”, sagði okkur einn sjónvarpsáhorfandinn i Höfnunum, er Visir gerði smákönnun á þvi, hvernig móttökuskil- yrðin væru á Suður- nesjunum. „Myndin hvarf af skerminum hérna einn daginn, og við héldum, að búið væri að loka á okkur lika. Svo kom bara á daginn, að stöðin hafði bilað”, sagði sá, sem við ræddum við i Höfnum. 1 Grindavikinni var myndin ógreinileg og sums staðar þannig. að ekki var hægt að horfa á hana. I Sandgerði snjóaði sifellt i öllum þeim myndum, sem birtust á skerminum. í Keflavik fengum við þær upplýsingar hjá þeim, sem sjá um að selja og setja upp sjón- varpsloftnet, að viðskiptin væru mjög svipuð og áður. Myndin sést ágætlega viðast hvar i Keflavik. Þó sést hún öllu verr i vesturbænum en i austur- bænum. Við Völlinn sjálfan sést þó myndin eins og hún hefur alltaf sézt, enda ekki auðvelt að bægja sjónvarpsgeislanum frá einu húsinu, þegar það á að sjást i þvi næsta. Viða er þó sú truflun, að hægar bylgjur ganga reglulega yfir skerminn. Þær sögur ganga i Keflavik, að hér sé um að ræða visvitandi truflanir. Blaðið hafði samband við Commander Meade blaðafulltrúa hersins og spurði hann hvort um visvitandi truflun- arsendingar væri að ræða. Hann neitaði, að svo væri, og kunni enga skýringu á fyrir- brigðinu aðra en þá, að sjón- varpstækin sjálf þörfnuðust viðgerðar. —JB Fókur kannast ekki við mölina Vegna fréttar i VIsi I gær um óleyfilega malartöku, vill Hesta- mannaféiagið Fákur taka það fram, að malartakan hafi ekki verið á vegum þess, eins og kom fram i fréttinni. —ÓH Islenzkt flugfélag skiptir um eigendur — Tryggvi Helgason selur Norðurflug — Sex menn kaupa „Ég lét reksturinn af hendi og dró mig út úr Norðurflugi af persónu- legum ástæðum og af því að mig langaði að breyta eitthvað til," sagði Tryggvi Helgason flug- maður á Akureyri. „Það má kannski segja, að ég hefði sízt átt að gera það nú, þegar reksturinn gengur ágætlega og er kannski betur uppbyggð- ur en nokkru sinni áður. En eina breytingin á fyrirtækinu verður sú, að ég sem einkaeigandi sel og við taka nýir eigendur. Ef þeir bæta þjónustuna f rá því, sem nú er, verður enginn ánægðari með það en ég. ,,A fimmtánda afmælisdegi Norðurflugs á Akureyri skipti félagið um eigendur. Sex núver- andi og fyrrverandi starfsmenn flugfélagsins keyptu fyrirtækið af Tryggva Helgasyni, sem stofnaði það fyrsta nóvember 1959 og hefur rekið það siðan. Flugrekstrarstjóri hjá Norðurflugi er nú Sigurður Aðalsteinsson, og sagði hann Visi, að gengið hefði verið frá kaupum á flugfélaginu siðast liðinn föstudag, á afmæli þess. Sigurður sagði, að engin breyting yrði gerð á rekstri félagsins fyrst um sinn, heldur rekið áfram með sama hætti og verið hefur. Norðurflug heldur uppi áætl- unarflugi til Grimseyjar og Vopnafjarðar, en póstflugi til Húsavikur, Kópaskers, Raufar- hafnar og Þórshafnar. Þá annast það einnig leiguflug og sjúkraflug. Flugvélakostur félagsins er þrjár tiu farþega Beechcraft flugvélar og ein fimm manna sjúkraflugvél af gerðinni Piper Aztek. Allar vélarnar eru búnar blindflugstækjum og vel úr garði gerðar á allan hátt.— ,,Ég mun ekki leggja flugið gersamlega á hilluna,” sagði Tryggvi. ,,Ég hélt eftir gömlu sjúkraflugvélinni og gamalli kennsluvél. Ég dunda kannski eitthvað við flugkennslu og annað, sem er ekki i samkeppni við Norðurflug, það eru svo margir möguleikar.” Tryggvi seldi ekki hús Norðurflugs á Akureyrarflug- velli með Norðurflugi, heldur leigir þá aðstöðu, sem þar er, hinum nýju eigendum. Þar er verkstæði, varahlutageymsla, aðstaða fyrir farþega og skrif- stofur. „Það er allt frekar smátt i sniðum, en gerir sitt gagn,” sagði Tryggvi. —SH Norðurflug á þrjár vélar af geröinni Beechcraft. A myndinni er ein þeirra véla, að visu áöur en hún komst I eigu Norðurflugs. Nú ber hún einkcnnisstarfina TF-JMB. Viðburður í menningarlífi borgarinnar: Victor Borge kemur fram á tónleikum hér Hann þarf ekki annað en sýna sig til að koma öllum I gott skap: Victor Borge. Væntanlegur er hingaö til lands hinn heimsfrægi grínisti og listamaður Victor Borge. Hann mun koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit islands í Háskólabíói 17. nóvember kl. 15.00. Victor Borge verður heiðurs- gestur Sinfóniuhljómsveitar Is- lands á sinfóniuballinu 1974, en þaö verður haldið að kvöldi sama dags I Súlnasal Hótel Sögu. Listamannsferill Victors Borge á sér enga hliðstæðu. Hann hóf að læra pianóleik aðeins þriggja ára gamall og 8 ára að aldri hélt hann sina fyrstu hljómleika i Kaup- mannahöfn. Honum var þar fagnaðsem undrabarni, og næstu árin nam hann sem styrkþegi við tónlistarskólann i Kaup- mannahöfn og siðar i Vin óg Berlin, þar sem kennarar hans voru Frederick Lammond og Egon Petri, og var hann einn af fjórum nemendum, sem Petri kenndi árlega. Þegar nasistar réðust inn i Danmörku, var Borge ekki vært þar, þvi hann hafði óspart hæðzt að Hitler og hakakrossinum. Hon- um var þvi nauðugur einn kostur að flýja. Hann fór slyppur og snauður vestur til Bandarikjanna og lapti þar dauðann úr skel i rúmt ár án þess að kunna nokkra ensku i upphafi. Loks gafst honum tækifæri og var boðið að taka þátt i útvarps- þætti Bings Crosbys. Þar með var hann ofan á aftur. 1953 braut hann svo blað i söguna með þvi að leigja sal i Seattle, þar sem hann skemmti fyrir sneisafullu húsi i heila viku. I október sama ár hélt hann svo innreið sina á Broad- way. Þeir, sem gerst þekktu til, sögðu að útilokað væri að halda uppi eins manns skemmtunum á Broadway. Þremur árum seinna hafði hann svo hrundið öllum metum með þvi að eiga 849 skemrrtanir að baki þar. Victor Borge er ekki aðeins skemmtikraftur, heldur lika listamaður. Hann er einnig mjög eftirsóttur hljómsveitarstjóri og hefur stjórnað mörgum frægustu sinfóniuhljómsveitum heims. —SH Handagangur í miðasölunni SKCMMTUN VÍSNA- SÖNGVARA FJÖLGAÐ Aðgöngumiðarnir seldust upp á örskömmum tima, þegar byrjað var i gærmorgun að selja á skemmtanir þeirra Cornelis Vresvijk og Trille. Þau eru nú komin hingað til lands og verður fyrsta skemmtun þeirra i Norræna liúsinu á fimmtudags- kvöldið. Upprunalega áttu skemmt- anir þeirra aðeins að verða tvær, en aðsóknin var svo mikil, að fallizt var á að fjölga þeim. Eru nú allar likur til, að þær verði alls sjö. þar af komi þau fram sitt i hvoru lagi á tveimur. Þessar móttökur gefa til kynna, að óhætt væri að hafa skemmtanirnar ennþá fleiri, þvi margir hafa enn orðið frá aö hverfa. Er það kannski ekki að undra, svo vinsælir, sem þessi söngvarar eru hér, og mun Cornelis Vresvijk hafa þar forskot yfir Trille, þótt hún sé hér einnig að góðu kunn. —SH I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.