Vísir - 05.11.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 05.11.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Þriöjudagur 5. nóvember 1974. cTkíenningarmál Kammersveit Reykjavíkur: Á FULLAN RÉTT Tónleikar I sal Menntaskólans við Hamrahllð 27. okt. Kammersveit Reykjavikur. Einsöngvari: Rut L. Magnússon Upplesari: Matthias Jóhannes- sen Efnisskrá: Mozart: Kegelstatt- trió Herbert H. Ágústsson: Sálmar á atómöld Carl Nielsen: Serenata Ivano A. Casella: Serenata Hin nýstofnaða Kamm- ersveit Reykjavikur hélt sina fyrstu tón- leik á starfsárinu um fyrri helgi. Að visu hafði maður fengið ,,forsmekkinn” að leik þeirra á þjóðhátiðar- tónleikum þeirra á Kjarvalsstöðum, en þetta voru fyrstu áskriftartónleikarnir. Askriftartónleikar þýða i raun, að sveitin ætlar sér að halda áfram starfsemi, og er vonandi að þeim takist það, of margar sveitir hljóðfæraleikara hafa „dottið upp fyrir” vegna ýmissa örðugleika. Áferðarfallegt, en....... TONLIST Eftir Jón Kristin Cortes Nielsen er mjög áheyrilegt verk, fullt af fjöri og gáska. Fannst mér ég stundum að ég væri staddur i Tivoli, en svo fór tónlistin að þyngjast, varð flók- in og torskilin, en eins og réttilega stendur i efnisskrá, þá „reyndi hann að hjálpa eyranu með þvi að láta árekstrana hreinsast og leysast upp”. Hljóðfæraskipan er skemmti- leg, og var verkið mjög vel flutt. Kegelstatt-trió Mozarts var ágætis byrjun tónleikanna. Þetta er vinsælt verk, hvorki auðvelt né flókið, enda samið fyrir nemanda Mozarts. Flutningur verksins var ákaf- lega áferðarfallegur, að visu ekkert sérstakur, en það eina sem skyggði á, var að pianóið vildi kæfa lágfiðluna. Var það sérstaklega i upphafi 2. þáttar, sem hún vildi hverfa. Sorg og söknuður Sálmar á atómöld er magnað verk. Hvorki er það fallegt eða skemmtilegt, enda samið i öðrum tilgangi en til skemmt- unar. Verkið er einlægt, þrungið sorg og söknuði og krafðist athygli hlustandans. Fór vel á þvi að láta ljóðskáldið, Matthias Jóhannessen, lesa á undan og milli þátta. „Tivoli”- tónlist! Serenata Ivano eftir Carl Óörugg ,,Cavatina” Serenata italska tónskáldsins Casella var i svipuðum dúr og verk Nielsens. Fannst mér gæta áhrifa frá Stravinski i sumum þáttanna, sem auðvitað kemur ekki að sök. Er verkið fyrst og fremst til skemmtunar áheyr- endum, og tókst það bærilega. Flutningurinn var ef til vill ekki eins öruggur á hinum verkun- um, sérstaklega var eitthvert ó- öryggi i Cavatina-þættinum, sem magnaðist er leið á þáttinn. Lélegur hljómburður Tónleikarnir voru vel sóttir, og er vonandi að svo verði áfram, þvi Kammersveit Reykjavikur á fullan rétt á sér i tónlistarlifi höfuðborgarinnar. Hljómburðurinn i sal Mennta- skólans er alls ekki góður, en samt ekki svo slæmur, að ekki megi nota hann. Félagar úr Kammersveit Reykjavikur á æfingu. Bif reiðarstjóri óskum eftir að ráða nú þegar reglusaman mann til aksturs og fleiri starfa. Uppl. : veittar i sima. hf. Laugavegi 178. HEKLA H.F. Laugavegi 1 70—172 Sími 21240. FLEIRI STÆRÐIR VÆNTANLEGAR í VIKUNNI. ÖRYGGI í VETRARAKSTRIÁ GOOD YEAR Geríð VERÐSAAAANBURÐ ó Goodyear SNJÓHJÓLBÖRÐUNUM og öörum tegundum í sambærilegum gæðaflokki. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN er í rúmgóðu húsnœði að Laugavegi 172 FELGUM, AFFELGUM OG NEGLUM, meðan þér bíöiö,— eða þér pantið tíma, sem yöur hentar bezt, — í síma 21245. OnÍA mánudag til föstudags til kl. 10 e.h. laugardag til kl. 6 e.h. GOODjfYEAR SNJÓ- HJÓL BARÐAR frá Bandaríkjunum og Svíþjóð fyrirliggjandi Amerískir: Stærð: Verð: A78 —13 4.867.00 C78 —13 6.067.00 E78 —14 6.702.00 F78 —14 6.942.00 G78 —14 7.621 .00 H78 —14 7.429.00 G78 —15 7.678.00 H78—15 9.1 10.00 J78— 1 5 1 1.567.00 L78—15 9.908.00 650x1 6 8.674.00 1000x20 40.245.00 1100x20 43.409.00 Sænskir: 165x13 4.970.00 185x14 6.585.00 155x15 4.892.00 1 65x1 5 4.860.00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.