Vísir - 05.11.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 05.11.1974, Blaðsíða 13
Vísir. Þriðjudagur 5. nóvember 1974. — Ég er komin i mjög strangan megrunarkúr — ég má ekki smakka smákökur fyrsta klukkutimann! — Hvað kostar þessi? — Hún er ekki til sölu, Boggi! glugginn! Þetta er SJÓNVARP • Þriðjudagur 5. nóvember 1974 20.00 Fréttir 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Hjónaefnin. Itölsk fram- haldsmynd, byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir Alessandro Manzoni. 3. þáttur. Efni annars þáttar: Hettumunkurinn Kristófer heitir Renzó og Lúciu aðstoð sinni, og heldur þegar til fundar við don Rodrigó. Eft- .ir harða en árangurslausa orðasennu visar valdsmað- urinn munkinum á dyr. Að- ur en hann fer á brott, kem- ur aldraður maður i þjón- ustu don Rodrigós að máli við hann og heitir honum aðstoð sinni og upplýsingum um fyrirætlanir húsbónd- ans. Agnes, móðir Lúciu, ræður þeim Renzó til að taka hús á klerkinum don Abbondio, sem læst vera veikur og hleypir engum inn til sin. Segir hún, að með þvi aö lýsa sig sjálf hjón i viður- vist klerks og tveggja vitna sé hjónabandið löglegt. Þessi fyrirætlan fer þó út um þúfur. Þjónar don Rod- rlgos gera tilraun til að ræna Lúciu, en gripa I tómt. Mæðgurnar og Renzó flýja nú til klaustursins, og Kristófer munkur sendir þau til reglubræðra sinna i Monza handan Como-vatns. 21.55 Sumar á norðurslóðum. Bresk-kanadiskur fræðslu- myndaflokkur. Hreindýr i Kanada. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson 22.20 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Sonja Diego. 22.50 Dagskrárlok. ÚTVARP # 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Frá getnaöi til fæöingar. Annar þáttur um meö- göngutimann. Umsjón: Guðrún Guðlaugsdóttir. 15.00 Miðdegistónleikar: ís- iensk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (Veðurfregnir kl. 16.15). Tónleikar. 16.40 Litii barnatiminn. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburöarkennsla I spænsku og þýsku á vegum Bréfaskóla Samb. ísl. sam- vinnufél. og Alþýðusamb. ísl. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Heiðrekur Guðmunds- son skáld. Bragi Sigurjóns- son flytur erindi og les ljóð eftir skáldið. 20.00 Útvarp frá Alþingi. Stefnuræða forsætisráð- herra og umræður um hana. í fyrri umferð talar Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra i allt að hálfa klukku- stund. Fulltrúar annarra þingflokka hafa til umráða 20 minútur hver. 1 siðari umferð hefur hver þing- flokkur 10 minútna ræðu- tima. 22.45 Veðurfregnir. Fréttir. 23.00 Harmonikulög / Mogens Ellegaard leikur. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 13 -Mc-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-K-Mt-K-K-k-k-k-K-K-k-k-k-K-k-k-K-k-k-k-k-k-k-k-k-K-K-it-K^ í ★ I I ★ ★ ★ ★ ★ t ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ i ★ ★ 't i ■A ★ ★ i i it * ★ i t i ★ ★ * ★ t i I k t i •k -4 ! I 1 $ ¥ ! i ¥ I ea te\ 1m & Spáin giidir fyrir miðvikudaginn 6. nóv. Hrúturinn, 21. marz-20. april. Einhverjar breytingar gætu orðið i sambandi við ástalifið. Ekki láta þá afskiptalausa, sem þér þykir vænt um. Taktu daginn frekar snemma. Nautið, 21, april-21. mai. Fjórðungstunglið ráð- leggur þér að gefa þér meiri tima til að sinna fjölskyldunni og sérstaklega maka þinum. Láttu ekki smámuni eyðileggja skapið. Tviburarnir 22. mai-21. júni. Þú gætir orðið kjaftasöguefni nágrannanna. Mundu, að flan er ekki til fagnaðar. Það getur valdið mistökum og aukið slysahættuna til muna. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Þú ert i verzlunar- stuði i dag. Hafðu gætur á stöðu þinni i ýmsum málum þennan morgun. Hætta er á, að eitthvað verði fyrir skemmdum. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Þú sérð persónuleg vandamál og fjölskylduvandamál i nýju ljósi. Taktu tapinu með sóma. Gættu þin á öllum stöðum, þar sem slysahætta er fyrri part dags- ins. Meyjan, 24. ágúst.-23. sept.Þér eykst skilningur og viðsýni, og þér tekst að gera gott úr hlut- unum. Smám saman tekst þér að sigrast á per- sónulegu vandamáli. Vogin, 24. sept.-23. okt. Þú ættir að reyna að spila á rétta strengi á mannamótum. Gerðu enga samninga snemma i dag. Lán til vina eða kunningja gætu valdið erfiðleikum. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Varastu að láta keppnisandann fá of mikið yfirhöndina. Það er ljótt að öfunda aðra af stöðu þeirra og áhrifum. Þú getur náð jafnlangt, ef þú ert þolinmóður. Bogmaðurinn, 23. nóv.-2l. des. Ferðalög gefast vel seinni hluta dagsins. Liklegt er, að þú sjáir mikilvægt málefni i nýju ljósi. Taktu tillit til erfðavenja annarra. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Byrjaðu ekki á neinu, sem aðeins er hálfhugsað. Reyndu að at- huga málið i rólegheitum. Þú gætir flækzt óvart, inn i peningamál annarra. Vatnsberinn, 21. jan.-l9. feb. Þú verður að sýna ' sérstaka þolinmæði i dag i viöskiptalífinu og I sambandi við maka þinn. Þú ættir að varast að týna þér i draumórum. Fiskarnir, 20. feb.-20. marz Athugaður alla tæknilega möguleika betur. Komið gætu upp vandamál i sambandi við samstarfsmenn. Farðu varlega i kringum allar vélar á vinnustað. ¥ ¥ ¥ ¥ $ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ■¥■ ■¥ ¥■ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ , ¥ í DAG | Q KVÖLD | D □AG | Q KVÖI L □ □AG | Útvarp kl. 20.00: Stefnurœða forsœtisráðherra Margir biða spenntir eftir stefnuræðu forsætisráðherra, sem hann flytur á Alþingi kl. 20 I kvöld. Ræðunni og umræðum um hana verður útvarpað beint. Forsætisráðherra, Geir Hall- grimsson, fær um hálftlma til ræðuflutningsins. Tvær um- ræður eru, og hafa hinir flokk- arnir 20 minútur hver til um- ráða i þeirri fyrri, en 10 min. i þeirri seinni 1 stefnuræðu forsætisráðherra mun væntanlega koma fram i smáatriðum, hverjar verða næstu ráðstafanir rikisstjórnar- innar i efnahagsmálum. Þá má einnig geta þess, að niðurstöð- um viðræðna við V-Þjóðverja um landhelgismálið hefur verið skilað til rikisstjórnarinnar, þannig að eitthvað mun væntan- lega koma i ljós i kvöld, hvert stefnir I þvi máli. —ÓH Sjónvarp kl. 21.55: Frœðslumyndir fœrast á þriðjudaga Fræðslumyndir, sem venju- lega hafa verið á miðvikudögum I sjónvarpinu, hafa færzt yfir á þriðjudaga. 1 kvöld verður á dagskrá mynd frá CBS, Canadian Broadcasting Service. Þýðandi og þulur er Oskar Ingimarsson. Myndin fjallar um hreindýra- hjörð I Kanada, sem upphaflega átti heimkynni i Alaska. Fyrir 40 árum voru þessi hreindýr rekin frá Alaska til Kanada og átti að rækta þau þar. Sú ætlun hefur þó ekki gengið sem bezt. 1 myndinni verður sagt frá lifi þessara dýra að vor- og sumar- lagi. Það er sýnt, þegar kýrnar bera, og hvernig lifi dýranna er háttað. Inn á milli er sagt frá ferðalaginu frá Alaska fyrir 40 árum, en það verk tók langan tima og var mjög erfitt. —ÓH Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.