Vísir - 05.11.1974, Blaðsíða 5
Visir. Þriðjudagur 5. nóvember 1974,
5
LÖNDÉ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND ÍMORGUN ÚTLÖND Umsjón Haukur Helgason
Itarleg ácetlun Kissingers
um herferð gegn hungrinu
Henry Kissinger, utanrikisráð- Rómar, þar sem hann talaöi i Bak við hann er Aldo Moro, gegnir einnig embætti
herra Bandarikjanna, veifar tii morgun á ráðstefnu um matvæli. utanrikisráðherra Italiu, sem nú forsætisráðherra.
Ijósmyndara við komuna til
Kissinger ávárpaði matvæla-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i
Róm. Þættirnir i áætlun hans eru
þessir: Að auka matvælafram-
leiöslu rikja, sem flytja út mat,
hraða framleiðslu i þróunarrikj-
unum, bæta dreifingu og fjár-
mögnun matvælaframleiðsl-
unnar, bæta gæði matvæla og
skapa öryggi gegn skorti.
Til að ná siðasttalda mark-
miðinu lagði Kissinger til, að
myndaður yrði fyrir heiminn
allan „varaforði” matvæla, allt
að 60 miiljónum tonna.
t þessu „kerfi” yrðu einnig riki,
þar sem stundum yrðu róttækar
breytingar á þörfum á inn-
flutningi. Með þvi er átt við
Sovétrikin og fleiri kommúnista-
riki.
Skipzt yrði á upplýsingum um
Henry Kissinger utan-
rtkisráöherra Bandaríkj-
anna lagði í dag fram áætl-
un í fimm þáttum, sem
miðar að þvi að bjarga
milljónum manna frá
hungri.
birgðir og horfur, og samningar
gerðir um, hve mikill varaforðinn
skyldi verða.
Kissinger sagði, að riki, er
flyttu út matvæli, og oliuútflytj-
endur ættu að stofna til samtaka
til að framleiða þau matvæli og
skapa það fjármagn, sem þyrfti.
Fyrsta skrefið ætti að vera að
stofna nefnd um fjármögnun á
þessu sviði. Nefndin mundi veita
fjármagn til rikja, sem skorti
matvæli, næstu þrjú ár.
Þá þyrfti að finna leiðir til að
veita umframfjármagni rikja til
þróunarrikja, sem lán til langs
tima eða framlag.
Bandaríkin bjóða 8
milljarða króna
Þróunarnefndin, sem alþjóða-
bankar hefðu nýlega stofnað, gæti
kannað þetta vandamál, sagði
Kissinger.
Bandarikin væru reiðubúin að
vinna með öðrum útflytjendum
matvæla að þvi að auka fram-
leiðsluna.
Bandarikjastjórn hygðist kalla
saman fund útflutningsrikja
strax að lokinni matvælaráð-
stefnunni.
Otflytjendurnir gætu þó ekki
einir uppfyllt þarfirnar.
Rannsóknir og fjárfesting þyrftu
að koma til i þróunarrikjunum,
svo að auka mætti framleiðslu-
aukningu þeirra um 40 prósent,
en það væri lágmarksaukning, ef
mæta ætti þörfunum. Ella yrði 85
milljón tonna skortur á korni árið
1985.
Heilbrigðismálastofnunin ætti
að hafa eftirlit með ástandinu i
þessum efnum og beita sér fyrir
rannsókn á leiðum til að bæta
gæði matvæla.
Bandarikin væru reiðubúin að
leggja fram 65 milljón dollara
(um 8 milljarða króna) til
rannsókna og áætlana til að vinna
bug á næringarskorti og auka
gæði.
AHUGALEYSI
Á KOSNINGUM
Ahugaleysi á þingkosningunum
i Bandarikjunum i dag er talið
geta valdið, að tæpur helmingur
af 145 milljón manna á kjörskrá
greiði atkvæði.
Demókratar gera ráð fyrir að
vinna mikinn sigur, þótt sumt
bendi til, að repúblikanar hafi
sótt i sig veðrið siðustu daga.
Repúblikanar gleðjast yfir
fréttum og niðurstöðum skoðana-
kannana, sem benda til, að þeir
muni halda baráttusætum i
Norður-Dakóta og Utah. En þeir
hafa áhyggjur af viðgangi demó-
krata i tveimur gömium virkjum
repúblikana Colorado og Kansas.
I Colorado virðist Garu Hart
sem stjórnaði kosningabaráttu
McGoverns i $iðustu forseta-
kosningum, munu sigra fram-
bjóðanda repúblikana i
kosningum til öldungadeildar-
innar.
1 Kansas er demókratinn
William Roy sigurstranglegur.
Núverandi þingmaður, Robert
Dole, var náinn stuðningsmaður
Nixons i Watergatemálinu, þótt
enginn hafi vænt hann um afbrot.
Staðan á þinginu og fylkis-
stjóraembættum er þessi:
Alls Demókratar Repúblikanar Kosið um nú
öldungadeild 100 58 42 34
Fulltrúadeild 435 248 187 435
Fylkisstjjórar 50 32 18 35
Fjöldamorðinginn
með barnsandlitið
Lltil 25 ára stúlka, sem er
vcrsti f jöldamorðingi, sem
dæmdur hefur verið, i sögu
Bretlands, hlaut f gær 12 lifstið-
ardóma.
Þetta er harðasti fangelsis-
dómur, sem nokkur hefur hlotið
i Bretlandi.
Judith Theresa Ward, með
barnsandlit sitt, sýndi engin
svipbrigði, þegar dómarinn
taldi upp, hverjir biðu bana i
sprengjutilræðinu, sem hún
hefur hlotið dóm fyrir. Það voru
tvö börn, kona hermanns og niu
hermenn. Sprengja, sem stúlk-
an kom fyrir, tætti I sundur her-
mannabifreið.
Waller dómari sagði, að glæp-
ar hennar væri svo við-
bjóðslegur og hatursfullur, að
enginn fangelsisdómur gæti
jafnað metin. Stúlkan var sek
fundin um 15 afbrot vegna starfs
hennar sem skæruliða IRA.
Réttarhöld i máli hennar stóðu i
bænum Wakefield i 22 daga.
Ekki voru liðnar margar
stundir frá uppkvaðningu dóms-
ins, er maður með irskum
hreim hringdi til fréttastofu og
gaf aðvörun á dulmáli um, að
sprengjur mundu springa á
þrem aðaljárnbrautarstöðvum i
London. „Það er fyrir Judith
Ward,” sagði hann.
Stöðvunum var lokað, og
mikið öngþveiti varð á annatim-
anum. Sprengjur fundust þó
ekki.
Aðvörunin var tekin hátiðlega.
vegna þess að maðurinn notaði
dulmál, sem venjulega táknar
alvöruhotun IRA-manna.
Judith fékk samúð með irsk-
um lýðveldissinnum, þótt hún
væri fædd i Norður-Englandi,
eftir að hún fluttist til starfa á
trlandi.
IRA kom henni i brezka her-
inn, og saksóknari hélt þvi
fram, að hún hefði notfært sér
kunnáttu, sem hún fékk i
hernum, er hún sprengdi bif-
reiðina i loftið.
IRA segir hins vegar. að hún
hafi ekki starfað fyrir hreyfing-
una. Dómurinn væri ..villi-
mannlegur" og afhjúpaði rétt-
arfarið á Bretlandi.
Friðurinn óti í Portúgal?
Að minnsta kosti 30 manns
særðust i skotbardaga I Lissabon i
gærkvöldi, þegar vinstri sinnar
reyndu aðhleypa upp fyrsta fundi
nýstofnaðs „hægri-miðflokks”
landsins.
Lögreglan segir, að hún hafi
hafið skothrið yfir höfuð kröfu-
göngumanna, sem reyndu að
ryðjast inn i Sao Luiz leikhúsið,
þar sem „lýðræðissinnaði mið-
flokkurinn” hélt fund sinn.
Almennir borgarar hófu þá
skothrið, og 34 særðust, en enginn
mikið áð sögn. 18 hinna særðu eru
lögregluþjónar.
Þessi bardagi kemur illa við
herstjórnina i Portúgal, sem
reynir að skapa frið og ýta undir
lýðræðisþróunina, en kosningar
eiga að fara fram i marz næst-
komandi.
„Miðflokkurinn" er talinn vera
öflugastur af þeim nýstofnuðu
stjórnmálaflokkum i landinu,
sem standa utan bráðabirgða-
stjórnarinnar, sem vinstri menn
stýra.
Flokkur vinstri sinnaðra öfga-
manna, sem kennir sig við öreiga,
birti yfirlýsingu i gær. þar sem
hart var gagnrýnt, að fundur
miðflokksins skyidi leyfður.
Sjónarvottar segja. að lögregl-
an hafi skotið táragasi til að
hrekja upphlaupsmenn burt.
Mörg hundruð vinstri sinnar hafi
svarað með grjótkasti.
Bardagar urðu viða um gö(ur.
Miðflokksmenn hvöttu til frelsis
fyrir fjölmiðla og verkalýðsfélög.
Upphlaupsmenn ruddust inn i
aðalstöðvar flokksins. en sér-
þjálfað lögreglulið rak þá á brott.