Vísir - 08.11.1974, Síða 1

Vísir - 08.11.1974, Síða 1
VÍSIR 64. árg. — Föstudagur 8. nóvember 1974 — 222. tbl. Enn óhagstœðari viðskipti við Vestur-Evrópu eftir óramót vegna refsiaðgerðanna GETA EKKI REIKNAÐ TJÓNIÐ Úrslit í Fœreyjum: STJÓRNIN HÉLT VELLI Stjórnarflokkarnir i Færeyjum hlaut 2. Framburösflokkurinn 1 sem fyrr. héldu velli í kosningunum i gær. Þjóðveldisflokkurinn hélt Stjórnarflokkarnir hafa þvi Jafnaöarmenn fengu 7 þingmenn sinum 6 þingmönnum þrátt fyrir áfram 14, en andstaöan 12. eins og áöur, Sambandsflokkur- klofningslista. Klofningsmenn Foringi Sambandsflokksins, inn 5, tapaði einum, en Sjálf- fengu engan. Fólkaflokkurinn aöalræöismaöur tslands, Trygve stýrisflokkurinn vann einn og fékk 5 eins og fyrr, og Samuelsen náöi ekki endurkjöri. Grofa líkin í morguns- órið — Sjá bls. 5 FLUGIÐ „SPRAKK#/ — Sjá bls. 6 Jón Hjaltalín efstur í Sví- þjóð — Axel í Þýzkalandi! — Sjá íþróttir í opnu Dáinn í 52 ár - ennþá sölu- hœsti söngvarinn - NÚ-síða bls. 4 • Páll Heiðar í stórrœðum - bls. 12 „Rjúpan var með hálstau..." — Lesendabréf bls. 2 Engar tollalækkanir verða á útflutningi sjávar- afurða okkartil Efnahags- bandalagslanda um ára- mótin, ef ekki verður samið við V-Þjóðverja í landhelgisdeilunni fyrir þann tíma, Þá hækka tollar i tveim löndum Efnahags- bandalagsins, Bretlandi og Danmörku. „Þetta yrðu verulegar lækk- anir”, sagöi ólafur Jóhannesson viöskiptaráðherra i viötali viö blaðiö i morgun. ,,í Þýzkalandi skiptir tollur á sjávarafuröum milljónum. Tollalækkana njótum viö ekki meðan er staöiö viö þá bókun i sérsamningnum um sjávarafurðir aö semja viö V- Þjóöverja i landhelgisdeilunni.” Þórhallur Asgeirsson, ráöuneytisstjóri viðskiptaráöu- neytisins, sagöi I morgun, aö sem dæmi um tollahækkanir mætti nefna hækkun á tolli á isfiski i Bretlandi. Hann var 10% i fyrra, en veröur 15%. Tollur sem hefur veriö ein milljón, hækkar þvi i eina og hálTa milíjón. Tollur á frystri rækju hækkar einnig um 50%, úr 8% i 12%. Ástæöan fyrir þessari hækkun tolla i Bretlandi og Danmörk, er sú, að þegar þessi lönd gengu i Efnahagsbandalagiö, féllu úr gildi samningar okkar viö þau gegnum EFTA, Friverzlunar- samtök Evrópu. Þeir samningar rýrna þvi óðum. Enn eitt dæmi má nefna. Is- lendingar hafa ekki komizt inn á markaö i Frakklandi meö kaviar vegna tollsins, sem er 30%. En ef sérsamningurinn um sjávaraf- uröir gengur i gildi fyrir áramót, lækkar tollurinn niöur I 12%, og þar meö gæti markaöurinn opn- azt. Þórhallur Asgeirsson sagöi, aö ómögulegt væri aö reikna út nokkrar tölur um hugsanlegt tjón tslendinga af þvi aö fá ekki tolla- lækkanir og af þvi aö tollar hækki i Bretlandi og Danmörk. Þess má geta aö aðalsamning- ur okkar viö Efnahagsbandalagiö er eftir sem áöur I gildi. Um áramótin veröa þvi tollalækkanir á iönaðarvörum, m.a. áli. Útflutningur okkar á iönaöar- vörum til Efnahagsbanda- lagslanda er hins vegar aöeins litiö brot af sjávarútflutningnum. —ÓH NÝ VESTMANNAEYJAFERJA INNAN TVEGGJA ÁRA Gert er ráð fyrir 30 milljónum króna til kaupa á nýrri Vest- mannaeyjaferju á fjár- lagafrumvarpi þessa árs. Vestmannaeyingar stofnuðu i sumar hlutafélag um kaup á nýrri Vestmannaeyjaferju. Hlutafélag- iö nefnist Herjólfur h.f. og lagði bæjarfélagið þar fram 60 milljón- ir, sem sinn hlut i félaginu. Auk þess keyptu einstaklingar I Eyj- um hlutabréf I félaginu. Fariö var fram á það við ríkið, aö þaö legði fram hlutafé jafnt hlutafé bæjarfélagsins og var það samþykkt. 30 milljónirnar, sem nú er gert ráö fyrir að veita til fé- lagsins, eru helmingur þess hlutafjár. Smiði Vestmannaeyjaferjunn- ar hefur verið boðin út, og skulu öll tilboö i smiði hennar vera komin inn fyrir 25. nóvember. Til- boöin veröa þvi væntanlega opnuð i þessum mánuði. I útboðinu var gert ráö fyrir, aö smiöatimi ferjunnar væri 12—14 mánuðir. Þegar reiknað er með þeim tima, sem það tekur skipa- smlöastöðina að búa sig undir smiöina, má gera ráö fyrir, aö eitt og hálft ár liði frá þvi tilboð eru opnuð, þar til ferjan er tilbúin til afhendingar. Sennilegast er, að ferjan verði smlðuð erlendis. Ferjan verður þannig útbúin, aö hægt verður aö aka beint um borð og frá borði og eins má aka gámum beint um borð. Stærö skipsins veröur svipuö og mið- stærö skuttogaranna, en endan- legt mál liggur enn ekki fyrir. Aö vonum þarf slikt skip sér- staka hafnaraðstöðu, en að sögn er ekki mikið vandamál að koma henni upp Vestmannaeyjamegin. Aöstaða fyrir ferjuna mun ekki vera hluti af þeim framkvæmd- um, sem nú fara fram I Þorláks- hafnarhöfn, en þó mun vitamála- stjórn hafa ætlaö ferjunni staö þar. -JB

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.