Vísir - 08.11.1974, Side 4

Vísir - 08.11.1974, Side 4
4 Vísir. Föstudagur 8. nóvember 1974 Paul Newman hefur alla tiö þótt svolitið sér á báti og taka ekki tillit til þess sem fólk segi eöa geri. Hann haldi sinu striki og sé þaö strik ekki alveg eins og þaö sem „fina fólkið” vill aö þaö sé. Þessi mynd af honum var tekin fyrir skömmu i mikilli veizlu, sem haldin var I New York . Þar drakk Newman bjór af stút innan um alla forstjórana, ráöherrana og hitt ffna fólkiö. Tók hann ekki i mál aö nota glas — sagöist venjuiega drekka bjór á þennan hátt, því hann væri betri úr flösku en glasi....!! RÝMINGARSALA GERIÐ GÓÐ KAUP Á RÝMINGARSÖLUNNI STÓRKOSTLEGUR AFSLÁTTUR Á BUXUM, PEYSUM OG BLÚSSUM Opið til kl. 7 i kvöld og kl. 12 á morgun PÓSTSENDUM CABARET Laugavegi 51 Nauðungaruppboð annaö og siöasta á hluta I Ferjubakka 14, taiinni eign Hrafnhildar Siguröardóttur, fer fram á eigninni sjálfri mánudag 11. nóvember 1974 kl. 11.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Það sfœr enginn Caruso við... Þótt Enrico Caruse sé búinn að liggja 52 ár í gröfinni, er hann samt enn vinsælastur allra sígildra söngvara. Yfir fimmtiu milljón hljóm- plötu meö þessum italska óperusöngvara hafa verið seldar frá þvi hann söng fyrst inn á hljómplötu áriö 1903. „Þetta er ótrúlegt en satt,” segir Sam Meyer, talsmaöur RCA hljómplötufyrirtækisins, sem hefur einkarétt á útgáfu á hljómplötum Caruso, en sá samningur var undirritaður um aldamótin. „Þvi miður hafa gamlar skýrslur um söluna tapazt, en viö getum samt fullyrt að I allt hafi verið seldar yfir 50 milljón hljómplötu með honum, og þær eru enn gefnar út. Það fer heldur ekki á milli mála, að Caruso á heimsmetið og teljum við það vafasamt að það verði nokkurntima slegið. Sá sem kemur næst honum er Mario Lanza með tíu milljón hljómplötu. Það má vera að einhver óperusöngvari geti slegiö það met, en sá má vera mjög góður, sem getur slegið met Caruso.” Enrico Caruso lézt I Napoli á Italiu aðeins 48 ára gamall. Hann lét þá eftir sig eignir upp á niu milljónir dollara — það mesta sem óperusöngvari hefur látið eftir sig til þessa dags, en þá var lika dollarinn meira virði en hann er i dag. Enrico Caruso ^rnsjón.. WATERLOO - NÝR DANS Þaö er ekki nóg meö aö búiö sé aö metta mann I marga mán- uöi meö hinu ágæta lagi „Wat- erloo”, sungnu af sænsk/norsku hljómsveitinni ABBA i ölium óskalagaþáttum útvarpsins. Nú eigum viö einnig aö fá dansinn „Waterloo”. Þessi dans var fyrst sýndur á fundi alþjóðasambands dans- kennara i Liverpool i sumar. Þar fékk hann góðar móttökur og er nú orðinn vinsæll viða um heim. Ekki vitum við hvort þessi dans er nokkuð farinn að sjást hér á landi, en i Noregi mun hann vera orðin álika vinsæll og „Jenka” var á sinum tlma. Og hvernig á svo að dansa þennan dans? Það vitum við ekki heldur enda aldreiséð hann. En sagt er að jafnvel þeir sem aldrei hafi getaö dansað almennilega, séu aldrei I takt og alltaf með vit- lausan fót á gólfinu, geti lært hann á fimm minútum!! i Osló hefur verið opnaöur nýr næturklúbbur, sem á örfáum vikum er oröinn einn vinsælasti skemmtistaöur þar. Osióbúar hafa aö undanförnu keppzt viö aö hressa upp á skemmtanalifið I borginni, sem var búið aö fá þaö orð á sig aö vera heimsins stærsti bóndabær enda þótti skemmtanallfið þar afburða dapurt. í nýja næturklúbbnum er alltaf eitthvaö nýtt aö koma fram, eins og t.d. sýningin „Skemmtun i pels” sem viö sjáum hér mynd úr. Þar má sjá ekta hlébaröa-bikini, refaskottsslá og fleira gott. Herramaöurinn á myndinni er klæddur eftir nýjustu tizku, „Gatsby-tizkunni” sem er nú aö ryöja sér til rúms um allan heim.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.