Vísir - 08.11.1974, Síða 7
Vlsir. Föstudagur 8. nóvember 1974
7
Frísklegt útlit
að vetrí til
riiMiM i
i SÍOAIM i
Allar konur langar til að hafa
hraustlega og ferska húð og þá
ekki sfður á veturna en sumrin.
En kuldinn og vetrarveðrið yfir-
leitt er ekki það bezta fyrir húð
ina og þess vegna er ástæða tii
að leggja sérstaka rækt við
hana einmitt á veturna. Við er-
um oft fölar og glærar i andlit-
inu og oft liða vikur með algjört
sólarleysi. Hitamismunur úti og
inni hefur lika slæm áhrif á húð-
ina. Þegar veður eru slæm,
höldum við okkur lika meira
inni og fáum ekki nóg af fersku
lofti sem er einmitt svo nauð-
synlegt húðinni. A veturna borð-
um við lika þyngri mat og það
eykur ekki beinlinis blómleika
húðarinnar.
Mikilvægustu
fegrunarmeðulin
Þegar sólin loksins gægist fram,
gefur hún frá sér kalda vetrar-
birtu og allir hlutir koma skýrt i
ljós, lika andlitið á okkur. Til að
við getum gefið þvi hraustlegri
svip þurfum við fyrst og fremst
ferskt loft, hreyfingu og nægan
svefn. Það kostar enga peninga,
og öll likamsstarfsemin hefur
gott af þvi. En við þörfnumst
lika vltamína til þess að húðin
meðal annars taki sig betur út:
A-vitamin fyrir slimhimnurnar
og augun, B-vitamin fyrir húð-
ina, hárið og neglurnar, C-vita-
min fyrir frumurnar og gegn
kvefi, sem vissulega hefur ekki
bætandi áhrif á útlitið, D-vita-
min fyrir beinin, E-vitamín fyr-
ir betra blóðstreymi til vöðva og
til að styrkja vefina. Þar sem
við erum ef til vill ekki vissar
hvað stóran skammt af hverju
vitamini við þörfnumst daglega
til að halda okkur I toppformi er
öruggast að taka töflur sem
innihalda öll vltamlnin en I þeim
á að vera hæfilegur dags-
skammtur. Ef sérlega kalt er I
veðri, eða kvef að ganga, er
óhætt að taka smávegis C-vIta-
mln aukalega. Mikilvægast er
auðvitað i sambandi við vitamín
að neyta vltamínrikrar og hollr-
ar fæðu. Sleppum sætabrauð-
um, gosdrykkjum og sælgæti og
eyðum peningunum heldur I
hollari mat,ávexti, grænmeti og
slikt.
Hreyfum
okkur meira.
Hoppum hressar fram úr rúm-
inu á morgnana. Það er ekki svo
erfitt ef við förum i rúmið á
skikkanlegum tlma. Það er
mjög hressandi að gera nokkrar
léttar morgunæfingar. I
morgunútvarpinu eru yfirleitt
létt lög og ekki sakar að taka
nokkur dansspor á leiðinni fram
á bað. Enga áreynslu, aðal-
atriöið er að koma vöðvakerfinu
I gang. Reynum að ganga I vinn-
una ef það er ekki mjög langt,
eöa bara einhvern hluta af leið-
inni. Ef vinnan útheimtir miklar
setur er gott að standa upp öðru
hverju ef mögulegt er og hreyfa
sig. Bæði starfið og þú sjálf
græöa á því.
,, Skrúbb’ ’-aðf erðin.
Þetta er gamalt og þrautreynt
meöal til að fá starfsemina i
gang, og þú kemst strax i
æfingu. Sá litli timi sem I þetta
fer margborgar sig, þvi þú finn-
ur hvað þér liður miklu betur á
eftir. Notaðu grófan bursta,
samt ekki svo grófan að hann
særi húðina, og burstaðu með
hringhreyfingum frá höndum og
fótum I átt til hjartans. Settu
handsturtuna á fullan kraft og
bunaðu á þig. Það kemur líka
blóðinu á hreyfingu.
Klapp á kinnina.
Til að fá frískan svip á andlitið
byrjar þú daginn með þvi að
klappa kinnarnar með mjúku
kremi neðanfrá og upp eftir
andlitinu. Skolaðu andlitið með
köldu vatni og þerraðu það sið-
an með þvi að klappa bleytuna
burt með þurrkunni. Húðin
verður friskleg og eins og nýút-
sprungin rós.
Vatn.
Vatn er ekki aðeins gott formi
bununnar úr sturtunni, heldur
Uka til að drekka það. Sér-
fræðingar ráðleggja okkur að
drekka tvo til þrjá litra á dag.
Ef til vill blöskrar einhverjum
þetta vatnsþamb, en þið ættuð
þá bara að prófa að reikna sam-
an allt kaffisullið og gosdrykk-
ina sem þið svaliö þorstanum
með yfir daginn. Hér á tslandi
er enginn of góður til að drekka
þetta stórkostlega vatn sem við
höfum. Það er alveg tilvalið að
hafa vatnskönnu og glas á borð-
inu hjá sér I vinnunni. Þá getur
þú fylgzt með hvað mikið þú
drekkur. Það eru svona fimm til
sex vatnsglös i tveim litrum.
Fyrir utan það að vatnið bætir
engum hitaeiningum á þig, skol-
ar það með sér ýmsum úr-
gangsefnum úr lfkamanum sem
bezt er að losna við og þar með
verður þú frlskari og húðin
fallegri.
Fegurðin innan frá.
Eins og við vitum fer ferskleiki
útlitsins aðallega eftir þvi sem
ofan i okkur fer og gott ráð til að
fá hraustlegan (gulbrúnan) blæ
á húðina er að drekka á hverj-
um degi safa af pressuðum gul-
rótum. I þeim er karótín sem
hefur þessi áhrif og ef ófriskar
konur til dæmis borða nóg af
gulrótum, fær litla barnið
fallegan litarhátt. 1 gulrótum er
A-vitamin og heilar eru þær
mjög góðar fyrir tennurnar.
Maski.
Ýmsir maskar hafa bætandi
áhrif á húðina og er annaðhvort
hægt að búa þá til sjálfur eða
kaupa þá tilbúna. Þeir hreinsa
burt dauðar húðfrumur og fitu,
en ekki má nota þá of oft þvi
húðin notar fituna sem vörn, og
hún heldur við teygjanleika
hennar. Varizt llka að setja
maskann of nálægt augunum
þvi húðin kringum þau er þunn
og viökvæm. Þetta gildir um
flesta maska. Bakstrar bleyttir
i köldu tei verka vel á húðina.
Einnig eiga marðar agúrkur að
vera góðar og gefa húðinni nær-
ingu. Góð sápa, ekki mjög sterk,
er nauðsynleg húðinni öðru
hvoru, en skola verður hana vel
af á eftir. Bezt er að nudda löðr-
inu neðan frá og uppávið eftir
andlitinu. Þetta gildir sérstak-
lega fyrir feita húð, en ef húðin
er þurr er sápan aðallega notuð
á nef og höku og ekki oftar en
tvisvar i viku. Munið að skola
vel andlitið á eftir og bera á það
gott rakakrem. Sumir vilja
halda þvi fram að bezt sé að
sofa með algjörlega hreint and-
lit, það er að segja ekki bera á
það næturkrem eða annað,
þannig að húðin fái að anda al-
veg frjálst yfir nóttina.
Sólbruni eða ekki?
Flestar litum við betur út þegar
við erum sólbrúnar. Það yngir
okkur og friskar upp, það er að
segja ef sólbruninn er jafn á
andlitinu og þurrkar ekki húð-
ina. Fyrr eða siðar hættir húðin
Umsjón:
Júlía Hannam
að þola sólina og við verðum
þurrar og hrufóttar og oft flekk-
óttar i andlitinu. En yngri
stúlkurnar, sérstaklega þær
sem hafa feita húð, eru aldrei
ánægðari með húðina en einmitt
I sólinni. Það er ekki aðeins
liturinn i andlitinu heldur einnig
áferðin á húðinni. Margar okkar
stunda skíði á veturna og ef sól
er þá verða geislar hennar mjög
sterkir við endurspeglun frá
snjónum. Við verðum þvi að
bera á húðina gott krem áður en
lagt er i hann.
Sólbruni án sólar
Nú eru á markaðnum alls konar
krem sem draga fram nokkurs
konar „sólbruna” án þess að sól
komi þar nokkurs staðar nærri.
Aður en þau eru notuð verður að
hreinsa húðina vel, annars hætt-
ir henni til að verða flekkótt.
Passa verður upp á augun og
gæta 'þess að fá kremið ekki i
augabrúnirnar, sérstaklega þær
Ijósu. Berið kremið vel niður á
hálsinn og undir hökuna og
reynið að láta hvergi myndast
skörp skil. Munið lika að þvo
hendurnar vel á eftir, annars fá-
ið þið sólbrúna lófa. Þessi „sól-
brúnka” endist i 3-4 daga ef
kremið er haft á nokkra tlma.
Dökk andlitskrem.
Dagkrem.
Nú er lika hægt að fá i snyrti-
vörubúðum dagkrem með lit
sem litur út alveg eins og sól-
brúnka og flestar láta sér það
nægja. Margar nota kinnaroða
og gefur það oft frlsklegan svip
ef rétt er með farið. Svo það er
alveg orðið ástæðulaust að vera
næpulegur i sólarleysinu á
veturna. Gætið þess aðeins að
það er ekki sama hvort þið eruð
aö fara I vinnuna á morgnana
eða eitthvað fint á kvöldin. And-
litssnyrting litur mismunandi út
eftir ljósinu.
Augun.
Þegar rignir ættir þú að nota
augnaháralit sem stenzt bleytu.
Þá losnar þú við að fá „glóðar-
augu”. Mundu að hreinsa hann
af á kvöldin, annars er hætt við
að augnahárin verði stökk og
brotni. Þú getur notað sama
hreinsikremið og þú notað til að
hreinsa sjálft andlitið ef augun
þola það. Annars eru á
markaðnum sérstök hreinsi-
krem fyrir augun. Smávegis
næringarkrem á toppa augna-
háranna yfir nóttina mýkir þau
og gerir þau sterkari.
Varirnar.
Varirnar verða yfirleitt þurrari
á veturna og getur það bæði
stafað af efnaskorti og af þurru
lofti ef hitaviftur eru á vinnu-
stað. Þurrkurinn gerir það að
verkum að við sleikjum oftar
varirnar og ástandið versnar.
Einnig þurrkar liturinn i sum-
um varalitum húðina. Þess
vegna er betra að nota sem
feitasta varaliti á veturna, eða
„lipgloss”.
Sumar hugsa ef til vill að þetta
nostur taki allt of mikinn tíma
og þið megið ekkert vera að
þessu. En æfingin skapar
meistarann og eftir að þið hafið
tamið ykkur eitthvað af þessum
atriðum og þau verða daglegur
hlutur hættið þið að taka eftir
þeim.
Og að siðustu: Brosið sem oft-
ast. Það getur virkað eins og
smásólargeisli og hressir bæði
ykkur og alla i kringum ykkur.
riiMiM i
I SÍÐAIM I