Vísir - 08.11.1974, Síða 13
Vlsir. Föstudagur 8. nóvember 1974
13
Hvernig væri að gera gat á hita-
vatnsrörið? — Þá er ekki eins kalt
fyrir þig að vaða þarna.
— Ég hefði ekki átt að fara I þetta kokkteilboð
til menntamálaráðherrans.
* útvarpsins leikur, Jean skjaldbakan. Þýðandi og
UTVARP Fournet stj. a. „Siðdegi þulur GIsli Sigurkarlsson.
W fánsins”, forleikur. b. ..Iberia”. svita. (Nordvision — Sænska sjón- vamið) Ht
14.30 Miðdegissagan: „Fann-
ey á Furuvöllum” eftir
Hugrúnu.Höfundur les (5).
15.00 Miðdegistónleikar Sin-
fóniuhljómsveit Lundúna
leikur „Parade”, ballett-
músik eftir Satie, Antal Do-
rati stj. Beverly Sills syngur
ariur úr frönskum óperum
við undirleik Konunglegu
fllharmóniusveitarinnar i
Lundúnum, Charles Mac-
kerras stj.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(Veðurfregnir kl. 16.15)
16.25 Popphornið
17.10 tJtvarpssaga barnanna:
„Hjalti kemur heim” eftir
Stefán Jónsson . Gisli Hall-
dórsson leikari les (6).
17.30 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Þingsjá Umsjón: Kári
Jónasson,
20.00 Frá hollenska útvarp-
inu: Tónlist eftir Debussy
Filharmóniusveit hollenska
20.30 Þjóðarbúið og hagur
þess- Páll Heiðar Jónsson
stjórnar þætti i útvarpssal.
22.00 Fréttir.
22.15 Húsnæðis- og bygging-
armál.Ólafur Jensson ræðir
við Svavar Pálsson og Guð-
mund Ó. Guðmundsson,
framkvæmdastjóra Sem-
entsverksmiðju rikisins, um
islenska sementið.
22.35 Bob Dylan.Ómar Valdi-
marsson les úr þýðingu
sinni á ævisögu hans eftir
Anthony Scaduto og kynnir
hljómplötur, annar þáttur.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
21.10 Frá Listahátið ’74. Ein-
leikur á pianó i Háskólabiói
9. júni. Daniel Barenboim
leikur Impomptu i Ges-dúr,
op. 51, og Scherzo nr. 3 i cis-
moll, op. 59 eftir Chopin.
21.30 Lögregluforinginn.
Þýskur sakamálamynda-
flokkur. A elleftu stundu.
Þýðandi Auður Gestsdóttir.
22.25 Kastljós. Fréttaskýr-
ingaþáttur. Umsjónarmað-
ur Eiður Guðnason.
23.00 Dagskrárlok
SJONVARP
8
Föstudagur
nóvember 1974
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrárkynning og.
auglýsingar
20.40 Eldfuglaeyjarnar.
Fyrsti flokkur fræðslu-
myndaflokks um dýralif og
náttúrufar á Trinidad i
Vestur-Indium og á nær-
liggjandi eyjum. Risa-
-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-K-k-k-k-K-K-k-k-k-k-it-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-K-K-K-k-k-k-ki
1K
m
Spáin gildir fyrir laugardaginn 9. nóv.
Hrúturinn, 21. marz — 20. april. Greiði sem þú
gerir öðrum orsakar gleðilegt atvik. Settu á þig
leiðir til að spara peninga og athugaðu alltaf
hvort þú hefur raunverulega þörf fyrir það sem
þig langar að kaupa.
Nautið,21. april —21. mai. Skemmtilegheit fara
mest eftir þér sjálfum. Reyndu að taka daginn
snemma svo þú hafir nógan tima fyrir þér.
Leyfðu unglingunum að taka þátt I þvi sem er að
gerast.
Tviburarnir, 22. mai — 21. júni. Reyndu að gera
umhverfi þitt eins hlýlegt og fallegt og þú getur.
bað hefur mikil áhrif á sálarástandið og þar með
starfsþrekið að liða vel heima hjá sér.
Krabbinn,22. júni — 23. júli. Þú ert sniðugur að
sjá hluti út. Þér tekst vel að skipuleggja áætlan-
ir.bæði i sambandi viö starf þitt og I einkalifinu.
Vertu trúr i ástamálum.
Ljónið,24. júli — 23. ágúst. Þú ættir að sækjast
eftir eða skapa hagsýn atriði bæði fyrir heimilið
og i viðskiptum. Mikilvæg samskipti er bezt að
eiga snemma dagsins.
Meyjan,24. ágúst — 23. sept. Jafnvel þó þú sért
öruggur um persónuleg málefni ættir þú að hafa
vakandi auga með kunningjunum. Reyndu að
leita uppi staði og fólk sem hæfa þlnum persónu-
leika. Þannig færðu mesta ánægju út úr lifinu.
Vogin, 24. sept. — 23. okt. Þetta er góður dagur
til að vinna bug á erfiðleikum og taka ákvörðun
sem vitnar um hagsýni. Þú munt styrkja ein-
hverja góðgerðastarfsemi i dag.
Drekinn,24. okt. — 22. nóv. Þetta er sérlega góð-
ur dagur til að njóta samfélags við skemmtilegt
fólk. Einhver vel hugsuð áætlun mun takast
prýðilega i framkvæmd.
Bogmaðurinn, 23. nóv. — 21. des. Byrjunin á
langvarandi sambandi gæti skapazt i dag. Ýttu á
eftir hlutum sem varða frama þinn og pólitiska
stöðu, en vertu samt ekki frekur.
Steingeitin, 22. des. — 20. jan. Hugur þinn mun
hvarfla að fólki eða stað sem er i þó nokkurri
fjarlægð frá þér. Ef þú ætlar I ferðalag, skaltu
leggja af stað eins snemma og kostur er.
Vatnsberinn,21. jan. — 19. feb. í dag ættir þú aö
ræða sameiginleg vandamál við maka þinn og
sækjast eftir að niðurstaða fáist. Undirstaðan
fyrir góðu sambandi er að geta rætt hlutina i
rólegheitum.
Fiskarnir,20. feb. —20. marz. 1 dagskaltu byrja
snemma ef þú vilt koma einhverju i verk. Þú
færð fréttir langt að. Stjörnurnar ráðleggja þér
að fara varlega i umferðinni.
| í PAB | I KVÖLP | í PAB | í KVÖLD | I DAG |
búsins,” hélt Páll áfram.
Hann sagðí að umræðurnar
'yrðu I beinni útsendingu. Einnig
yrði skotið inn á milli efni frá
stöðum úti á landi, aðallega
Vestfjörðum og Austurlandi.
Þar svara sveitarstjórar og
stjórnmálamenn spurningum
um ástandið á viðkomandi stöð-
.um. Þannig verður útvarpað I
bland umræðum, tilbúnu efni af
landsbyggðinni, spurningum
utan úr sal, og að siðustu verð-
ur, ef timi vinnst til, skotið inn
spurningum frá útvarpshlust-
endum, sem þeir geta hringt
inn. Mun Kári Jónasson frétta-
maður taka á móti spurningun-
um, meðan á útsendingunni
stendur.
„Áheyrendurnir i salnum eru
úr ýmsum áttum, sumir aðilar
sem gott er að hafa til taks, ef
spurningar koma varðandi
þeirra svið. Þá verða einnig
nemendur úr þjóðfélags- og við-
skiptafræðideildum Háskólans I
salnum,” sagði Páll.
Aðspurður sagðist Páll halda
að þessi þáttur væri með þeim
viðameiri I seinni tið, sem send-
ir eru beint út.
„SHk vinnubrögð hafa minnk-
að á siðustu árum. Nú er mest-
allt unnið á segulbönd og klippt
til fyrir útsendingu. Með þess-
um þætti datt mér i hug, ef svo
má að orði komast, að nota alla
útvarpslega möguleika til fulln-
ustu. Ég vona, að með þættinum
fái þjóðin nánari upplýsingar og
vitneskju um hvernig við stönd-
um I dag,” sagði Páll Heiðar
Jónsson að lokum. —OH
Sjónvarp
kl. 21,30:
DÆMDUR MORÐINGI
HYGGUR Á HEFNDIR
Keller lögregluforingi og
menn hans fá nokkuð óvenjulegt
mál að glima við. Ekki er um að
ræða afbrot, sem búið er að
fremja, heldur er spurningin
hvort það verði framið.
Maður nokkur, sem setið hef-
ur i fangelsi i 6 ár, er látinn laus.
Hann var upprunalega dæmdur
i fangelsi fyrir morð. En hann
viðurkennir ekki að hafa átt sök
á verknaðinum. Hann er
grunaður um að ætla sér að
hefna sin á þeim sem komu hon-
um I fangelsi.
Myndin gerist að mestu i .og
kringum næturklúbb einn, en i
þessum næturklúbbi var
morðið einmitt framið. Einnig
kemur við sögu eiginkona
mannsins og bezti vinur hans,
sem hafði tekið saman við
konuna, eftir að maðurinn var
dæmdur.
Þeir Keller og félagar fá
mörgum svitadropanum að út-
hella i viðureign sinni við þetta
erfiða mál. -ÓH.
Keller lögregluforingi (t.v.)
ræðir við einn þeirra sem við
sögu koma i myndinni.