Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 5
5 mÐVZKUÐAGUR 18. maí 1966 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gislason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- ’húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, s£mi 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í iausasölu kr. 5.90 eint. — Prentsmiðjan EDDA hi. Hiim nýi uppdráttur að heildarskipulagi Reykjavíkur- borgar átti að verða skrautfjöður borgarstjórnaríhalds- ins í þessum kosningum. Áratugum saman hafa minni- hlutaflokkarnir barizt fyrir því, að slíkt heildarskipuiag yrði ákveðið. Borgarstjómarmeirihlutinn undir forustu borgarstjóranna Bjarna Benediktssonar, Gunnars Thor- oddsen og Geirs Hallgrímssonar hefur daufheyrzt við þessum kröfum þangað til á seinasta kjörtímabili, þegar finna þurfti eitthvað nýtt til að flagga með næst. En uppdrátturinn af heildarskipulaginu ætlar ekki að reynast sHk skrautfjöður og íhaldið ætl- aðist til. Vafalaust er hann þó hinn athyglisverðasti á margan hátt. Hann hafði hins vegar ekki verið fyrr birt- ur en það kom í Ijós, að ekki yrði unnt að fara eftir hon- um nerna með því að rífa niður meira og minna sum nýjustu bæjarhverfin. Jafnvel læknahúsið, sem hafið var að byggja á seinasta ári, stendur næstum í miðju einnar aðalgötunnar, sem á að koma samkvæmt nýja sMprdaginu. Við aðra aðalgötuna þarf að rífa niður mörg nýleg hús, ef fylgja á uppdrættinum, vegna staðsetning- ar Morgunblaðshallarinnar þarf að ráðast í framkvæmd- m, sem sennilega kostar tugi milljóna króna. Þannig má rekja þetta áfram. Allt stafar þetta af því, að borgarstjórnarmeirihlut- hm vanrækti að skipuleggja borgina í. tæka tíð, jafn- hliða því, sem hagsmunir vissra gæðinga voru látnir hafa forgangsrétt umfram skipulagið, sbr. Mbl.-höMna. Nýja skipulagið afhjúpar þannig óstjórn íhaldsmeiri- hlutans á þessu sviði á undanfömum árum og staðfestir svo að segja alit, sem andstæðingamir hafa sagt um þetta efni. Það sannar vel, hve dýrt það er að búa við stjóm flokks, sem telur sig öraggan í sessi og er búinn að fara svo lengi með völdín, að stjórn hans er orðin sljó, spillt og áhugalaus og hefst því yfirleitt aldrei handa fyrr en andstæðingarnir hafa með áratuga langri bar- áttu neytt hana til athafna. / Það er vissulega þörf, að slíkum borgarstjórnarmeiri- hluta verði veitt áminning og aðvörun. Það gera menn bezt með því að kjósa B-listaim á sunnudaginn kemur. Aðeins eitt svar í hinni þróttmiklu útvarpsræðu sinni sýndi Óðinn Rögnvaldsson mjög ljóslega fram á, að borgarstjórnar- kosningamar í Reykjavík eru tvíþættar. Það er ekki aðems kosið um, hvort hin langvarandi stjórn Sjálf- stæðisflokksins á Reykjavíkurborg eigi að halda áfram, heldur einnig, hvort veita eigi ríkisstjórninni aðstöðu og hvatningu til að halda dýrtíðarstefnu sinni áfram. Ef stjórnarflokkamir halda velli í kosningunum, munu þeir telja það sönnun þess, að þeim sé óhætt að fylgja áfram óbreyttri stefnu. „Með brigðum sínum á júní-samkomulaginu,“ sagði Óðinn, „og stórhækkun neyzluvara seinustu mánuðina og síðan með beiðni um stuðning, er ríkisstjórnin í raun og vera að spyrja: Viljið þið ekki gefa okkur atkvæði ykk ar í kaupbæti og vexti á þetta smáræði, sem við höfum látið dýrtíðarsendilinn okkar sækja til ykkar. Og spurn- ing kosninganna til launþega er einmitt þessi: Ætlið þiö að greiða dýrtíðarstjórninni þessa uppbót á viðskiptin? Ætlið þið að afhenda henni þennan skjöld heimila ykk ar líka? Svarið hlýtur að verða aðeins eitt: Nei — og aftur nei." TÍIVIINN Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Skortur lækna og hjúkrunar- fólks hindrar heilsugæzluna Erfiðleikar við framkvæmd nýju heilsugæzlulaganna í Bandaríkjunum Lyndon B. Jolinson starfsiið en að byggja sjúkra- hús, lækningastofur eða rann- HIN nýja áætlun um að greiða af opinberu fé fyrir heilsugæzlu gamalmenna kem- ur til framkvæmda 1. júlí. Allar horfur eru á, að til alvarlegra erfiðleika dragi vegna stórauk- inna verkefna sjúkrahúsa, lækn ingastofnana og hjúkrunarhæla, svo og uggvænlegs annríkis lækna, hjúkrunarfólks og tækni manna. Áætlunin um heilbrigðisþjón ustuna og Kerr-Miils-lögin, sem þingið samþykkti samtímis hafa í för með sér verulega aukna eftirspurn eftir heilsu- gæzlu. En lögin sjá ekki á neinn hátt fyrir auknum úr- ræðum, hvorki aðstöðu, tækj- um né fjölgun þjálfaðs starfs- liðs, sem þörf er á til þess, að unnt sé að anna auknum verk- efnum. Meginatriðið er, að nýju lög- in gera ráð fyrir framlagi fjár til greiðslu á læknaþjónustu gamals fólks, sem kann margt að hafa þurft á henni að halda, én fcefur ekki verið þess megn- ugt að inna af höndum nauð- synlegt gjald fyrir hana. Þetta er vitaskuld lofsvert markmið í sjálfu sér. En afleiðingin, nýjar og auknar annir sjúkra- húsa, lækna og hjúkrunarfólks o.s.frv skollur einmitt á, þegar svo er í pottinn búið, að úr- ræðin hrökkva næsta naumlega til að anna kröfum og þörfum þeirra. sem fé hafa handa miili til að greiða fyrir heilbrigðis- þjónustuna Allir vita og þekkja af eigin raun, að sjúkra- hús eru þegar yfirfuil og lækn- ar ofhlaðnir störfum. Þrátt fyr- ir allt þetta er von á mikilli fjölgun sjúMinga 1. júlí, vegna heilsugæzIuáætlunariiMiar. ANNIR og ófuilnægð verk- efni eru afleiðingar tveggja staðreynda: Annars vegar hef- ur afkoma fjölda fólks tekið stórfelldum stakkaskiptum til bóta og hefur það því bohnagn tii að greiða fyrir þá heilhrigð- isþjónustu, sem það varð að neita sér um áður. Hins vegar og þrátt fyrir þetta hefur ríkis- stjómin, sem verður að upp- fylla óskir meirihlutans, ekki' séð fyrir fé til þess að kosta aukningu aðstöðu og tækja eða fjölgun starfsfólks. Við getum ekki afsakað van- rækslu okkar með því, að auk- in eftirspurn og aukin þörf hafi komið ofckur að óvörum. Síður en svo. Bilið milli þarfa fyrir aukna heilbrigðisþjónustu og mögulegra úrræða til að anna þeim hefur verið kannað og skjalfest hvað eftir annað. Fyrir fimmtán árum skipaði Truman forseti nefnd til að kanna þarfir þjóðarinnar fyrir heilhrigðisþjónustu og formað- ur þeirrar nefdar var hinn víð- kunni maður dr. Paul Magnuson. Nefndin starfaði heilt ár að því að kanna ástand ið í þessum efnum og undirbúa tillögur sínar til umhóta. í skýrslu nefndarinnar (1952) segir, að „lærðir læknar 1960 verði miklu færri en þörf er á . . . til að anna aukinni heil'brigðisþj ónu stu“ Árið 1959 voru 184 læknar á hverja hundr að þúsund íbúa í landínu Dr. Vernon W. Lippard, deild- arforseti læknadeildar við Yale háskóla, gerði árið 1961 ráð fyrir að til þess að halda í horfinu með lærða lækna til starfa, (hvað þó væri ófullnægj andi), þyrfti að útskrifa 11 þús und lækna á ári. „Eina lausn- in virðist í því fólgin," skrif- aði Lippard, „að stetja á stofn að minnsta kosti 20 nýja lækna skóla á árunum milli 1960 og 1970.“ Síðan dr. Lippard skrifaði þetta hefur útskrifuðum lækn- um til starfa fyrir almenning fækkað hlutfallslega. Einkum er þó alvarlegur skortur á sj úkdómafræðingum, röntgen- læknum og fleiri sérhæfðhm læknum. Hjúkrunarkvennaskorturinn er mjög alvarlegur. Nefndin, sem dr. Paul Magnusson veitti forstöðu, sagli árið 1952 fyrir um. al í ladinu öllu kynni að.„vanta meira en 50 þúsund hjúkrunarkonur áril 1960“ Pormaður sjúkrahúsasambands ins sagði nýlega: „Lausar stöð- ur fyrir útlærðar hjúkrunarkon eru að minnsta kosti 75 þús- und og 25 þúsund hjúkrunar- konur vantar til starfa meðai almennings." SKORTUR á lærðu fólki er hvað alvarlegasta áhyggjuefn- ið, þar sem miklu lengri tíma tekur að mennta og þjálfa sóknarstöðvar. Samt sem aður er þingið miklu fúsara til að veita fé til bygginga en rnennt- unar lækna og hjúkrunarfólks. Árið 1965 var til dæmis varið 17 milljónum dollara af ríkis- fé til menntunar og þjálfunar hjiúkrunarfólks, en 220 milljón- um dollara til styrktar við bygg ingar sjúkrahúsa og anoarra heilbrigðisstofnana samkvæmt Hill-Burton-áætluninni. Eng- inn þarf að draga í efa að þessu fé hafi verið vel varið, þar sem vöntun á sjúkrahúsum og öðr- um heilbrigðisstofnunum er mjög mikil. En byggingar og stofnanir koma ekki að neinu haldi í beilbrigðisþjónustunni ef þjálfaðs starfsliðs nýtur ekki við. Það gefur ekki góða mynd af hæfni okar ti'l sjálfstjórn- ar, að við skulum hafa séð fyrir fé til að auka eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu, án þess að auka hæfnina til að verða við þeirri eftirspurn, enda þótt að við höfum verið varaðir al- varlega og greinilega við fyrir 15 árum. Kinnhest eldflaugar- innar þurfti til að vekja al- menning til vitundar um þörf á opinberu fé til að efla al- menna undirstöðumenntun og framhaldsmenntun. Hið geig- vænlega og grimmilega uppþot í Birmingham þurfti með til að þjóðinni yrði Ijós hin að- kallandi og óuppfyllta þörf fyr- ir mannréítindalögin. Þarf svo að koma til geigvænlegra vand ræða í sjúkrahúsmálunum til þess að við lítum skortinn á heilhrigðisþjónustu alvarlegum augum? y

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.