Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.05.1966, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. maí 1966 TÍMINN Ensku Fordverksmiðjurnar selja nú miklð af hinum nýja Zephyr, enda er billinn ein helzta nýjungin í bifreiða framleiðslunni i Bretlandi um þessar mundir. bar við bætist ,að hann er mjög fallegur útlits og einkar rúm- góður sex-manna bíll. Helzta nýjungin er sú, að bíllinn hefur sjálfstæða gormafjöðrun fyrir hvert hjól. Má geta þess, að það er aðeins Rolls Roye, sem hefur slíka fjöðrun af brezkum bílum. Mercedes Benz er með sams konar fjöSrun og hefur þessi útbúnaður reynst vel og er einkar hentugur og þægilegur fyrir „þvotta- brettin" á okkar ágætu vegum. Zephyr hefur diskhemla sem eru með InnbyggSu vökvahemlunarkerfl tll að- stoðar. í bilnum er Aeroflow loftræstingakerfl, sem hefur reynzt mjög vel i okkar veðráttu í Cortinu-bílunum t. d. Þeir Ford-umboðinu hjá Sveini Egilssyni segjast ekki hafa undan aS selja. FRAM TIL SIGURS Framhald af bls. 1. fögur, enda munu þessar lóSir hafa verið eftirsóttar á sínum tíma og engin gatnagerðargjöld kom- in til sögunnar þá Borgin hefur hins vegar orðið að snara út á þriðju milljón vegna gatnagerðarinnar einnar í Háu- hlíðinni. Þær sjö fjölskyldur, sem þarna búa, eru sjálfsagt borginni þakklátar fyrir milljónirnar, sem fóru í að sprengja götuna inn í hæðina. En á hitt er að líta, að fjöl- margir borgarbúar hafa beðið eft- ir götum áratugum saman og fyrir þetta fjármagn hefði mátt mal- bika fjölmennar götur eins og Hvassaleiti eða Efsfasund, svo að dæmi séu tekin. Ekki fer milli mála að forráða- menn borgarinnar hafa reynzt mis virtir í meira lagi og þeim hafa orðið á stórfelld mistök, sem ekki leynast, þótt reynt sé yfir að breiða. Það er heldur ekki einleikið, hversu hér vantar mikið af þeim framkvæmdum sem borgarinnar er að sjá um. Ekki veit ég þó betur en að Reykjvíkingar borgi útsvör- in sin af mikilli skilvísi, enda hart eftir gengið, ef misbrestur verður með að standa í skilum. Frú Sig- ríður Thorlacius benti réttilega á það hér í umræðunum í gærkveldi, að barnaheimili og leikskólar þyrftu að vera helmingi fleiri en nú eru til að hægt væri að full- nægja þörfinni á því sviði. Ekki á borgin ennþá neitt bókhlöðuhús. Flestar skrifstofur hennar eru í leiguhúsnæði og sumir skólanna reyndar líka Ráðhús er ekkert svo sem kunnugt er. Skólahúsnæði vantar í stórum stíl. S1 vetur var þrísett í á annan hug kennslustofa og þekíkist slík ábyggilega hvergi í nálægum löndum Enn meiri hörgull er þó á ýmsu öðru húsnæði, er til skólastarfsins PILTAR, rFÞlD EICI0 UNIlUSIDNa ÞÁ Á ÉC HRINMNfl / Áfor/M /}ímvnfíssofí\ /ftf+kr//éer/ £ þarf og þekkja víst flest heimili í borginni þá sögu af eigin raun. Um helmingur af því íbúðarhús- næði, sem borgin á, er að dómi borgarlæknis annað tveggja mjög lélegt eða með öllu óíbúðarhæft. Eru þannig í eigu borgarinnar á annað hundrað íbúðir, sem dæmd ar hafa verið heilsuspillandi hús- næði. Eftir malbikuðum götum hafa margir beðið í tvo áratugi eða meira og enn seinna gengur með gangstéttirnar. Og ekki hefur íhald inu í Reytejavík nægt 20 ár til að útrýma herbröggunum úr borg- inni. Hitaveitan er í megnasta ólagi svo sem margix þekkja af biturri reynslu sl. vetur Mér er ekki kunnugt, að annað eigi að gera þar til úrbóta, en að fjölga vatnsgeymunum á Eskihlíðinni Hér er stiklað á stóru og mörgu sleppt. Þó átti þetta sýnishom að niægja til að varpa ljósi á það ófremdarástand sem ríkir í íram kvæmdum borgarinnar á ýmsum sviðum. Það gagnar lítið núna fyrir íbúa Reykjavíkur, þótt reynt sé að skella skuldinni á fyrrver- andi borgarstjóra og talað um að á áratugnum 1950—60 hafi sama og ekkert verið , malbikað, hita- veitan vanrækt o.s.frv Sami meiri hluti stjórnaði málum borgarinn- ar þá og sá, sem núna ræður og biður ákaft um atkvæði Að sjálfsögðu snúast umræður hér fyrst og fremst um borgarmál- in. Ekki verður hins vegar kom- izt hjá að minnast lítillega á lands mál almennt. Ekki sízt, þar sem sömu flokkar hafa ráðið málum á Alþingi og í borgarstjórn síð- ustu árin Fyrir átta árum eða 1958, þeg- ar kosið var til borgarstjómar, tal aði núverandi forsætisráðherra á fundi hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann virtist þá hafa þungar áhyggjur af því, hve lífskjör al- mennings væm bágborin og út- listaði það á marga vegu. Engum blandaðist hugur um, að lífskjör manna hafa stórum versnað síðan 1958 og fólk verður nú að vinna miklu meira en þá til að hafa svipaða afkomu. Mætti nefna opin berar tölur þessu til sönnunar. Áhyggjur forsætisráðherra af lífs kjörunum virðist hins vegar hafa dvínað með árunum Nú finnst honum, að fólk eigi ekki að vera að nöldra þetta og mögla. Það sé bara til þess fallið, að ergja hann sjálfan og ráðherrana, sem allir hafi það gott og blessunarlega hóflegan vinnudag. Skattaálögur ríkisins hafa vaxið óðfluga síðustu árin og frá 1960 úr 1500 milljónum í 3800 milljón- ir króna en sú hækkun nemur 153%. Þetta eru háar tölur og því eðlilegt að annað falli í skugg- ann. Borgarstjómarmeirihlutinil hefur þó gert betur, þótt ekki sé mikið um það afrek talað á þeim bæ Frá 1960 hafa álögur borgar sjóðs og helztu fyrirtækja borgar- innar aukizt úr 420 milljónum í 1260 milljónir eða um rösk 200%. Forsætisráðherrann stenzt því borgarstjóranum ekki snúning, ef farið er í samjöfnuð um það, hvor snjallari að auka álögur á almenn ing. Vissu þó allir um hæfni for- sætisráðherrans í þessum efnum og gátu vænzt þess, að heimsmet væri nefnt í því sambandi fremur en um flest annað. Fyrir síðustu borgarstjórnar- kostningar talaði þáverandi for- sætisráðherra, Ólafur Thors á fundi hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann kom beint að efninu að vanda og sagði umbúðalaust: „Við verðum að verja vígið.“ Og vígið var Reykjavík. Meiri- hlutinn hér skiptir að dómi for- sætisráðherrans öllu máli Hann var Iíka sá maður er gerzt vissi og talaði af reynslu og þekkingu. Augljóst er að úrslit kosning- anna í Reykjavík að þessu sinni geta haft mikil áhrif á landsmálin og verulegt tap Sjálfstæðisflokks ins í höfuðborginni mundi vera þungt áfall fyrir forsætisráðherr- ann og ríkisstjórnina. Hér er sá meirihluti sem ríkisstjórnin bygg ir tilveru sína á. f síðustu alþbjSBT kosningum fengu ríkisstj órnarfftýkk amir aðeins 48% atkvæða ut- an Reykjavíkur og voru þar því í algjörum minnihluta Magir munu á kjördegi næsta sunnudag vilja með atkvæði sínu mótmæla lélegri stjórn á Reykja- víkurborg, miklum útsvarsálögum og vanefndum loforðum borgar- stjórnarmeirilutans. En ætla mætti einnig, að margir þættust þurfa að nota tækifærið til að gera upp sakirnar við ríkisstjórnina. Kvitta fyrir vanefndir þeirra lof- orða að stöðva dýrtíðina og fyrir allar gengisfellingarnar og gerðar dómana undanfarin ár. Kvitta fyr ir það að þurfa að vinna ivöflad an vinnudag til að fjölskyldan Svarbréf til Jóns Snorra Þorleifssonar Heiðraði stéttarfélagsformaður. Ég þakka bréf þitt, en á því skilst mér, að þú ætlist til, að ég kjósi G-listann. Þar sem mér finnst fleira mæla á móti slíkri kosningu en með, en mér þykir að öðru leyti leitt að geta ekki orðið við ósk þinni, þá vil ég nú segja þér hvað aftrar mér frá að verða við beiðni þinni. Þeirri hugmynd virðist aukast mjög fylgi að farsælast yrði fyrir okkur að koma á tveggja flokka kerfi, ég er eindreginn fylgjandi þeirrar hugmyndar og sé raunar enga aðra leið til að pólitískt jafn vægi náist í okkar þjóðfélagi. Til þess að þetta geti orðið þurfum við að efla einn flokk á móti stærsta flokknum sem nú er. Það er vitað mál að Alþýðu- bandalagið er fyrst og fremst heim kynni kommúnista og er þar með útilokað að hann geti orðið sá stóri flokkur sem við þurfum. fs- lendingar eru það frjálshuga og stórhuga að þeir munu aldrei sætta sig við kommúnistaskipulag. (Hvernig kosningar heldur þú að okkur þætti það, að mega aðeins kjósa þann eina sem væri í fram- boði eða engan ella, ætli að okk- ur fyndist valfrelsið ekki lítið? Ef við lítum á þróunina síðustu áratugi dylst það ekki, að komm únistar hafa orðið stjórnmálum okkar til hinnar mestu óþurftar. Við áttum ágætan verkalýðsflokk „Alþýðuflokkinn" hann barðis fyr ir mörgum góðum málum og kom þeim fram í samvinnu við Fram- sóknarflokkinn, mál sem urðu al- þýðumanni til heilla og þar með allri þjóðinni. Síðan koma komm- únistar til sögunnar með aðstoð íhaldsins tókst þeim að lama Al- þýðuflokkinn sem síðan hefur sí- fellt hrakað og er nú rétt og slétt vinnuhjú hjá þeim flokknum sem hjálpaði að koma honupi á kné. í dag er vinnandi fólk eins sundrað eins og frekast má verða, það gengur jafnvel svo langt að eini auðvaldsflokkurinn hefur meirihluta fylgi í sumum verka- lýðsfélögum, — hann hrindir óneit anlega frá sér kommúnisminn! — enda er kommúnisminn lyftistöng auðvalds allra landa (þar sem hann er ekki lögboðinn eða bann- aður) vegna þeirrar sundrungar, sem hann veldur í röðum vinstri manna. Nú hefur það gerst að einn flokkur „Framsóknarflokkurinn“ hefur stóraukið fylgi sitt, sérstak- lega í þéttbýlinu og er það vel, því þar með er ljóst hvaða flokk fólk er iíklegast til að efla svo að pólitískt jafnvægi náðist milli hægri og vinstri afla í landinu. Þegar þú nú hefur kynnt þér þau rök sem ég hef lagt hér fram þá vænti ég að þú sjáir hversu fráleitt það er að kjósa flokk, sem hefur enga möguleika til að verða neins ráðandi í þjóðfélaginu. Straumur vinstri manna virðist liggja til Framsóknarflokksins, eig um við ekki að fylgja straumn- um, það er allt í lagi, þegar hann fer í rétta átt. Með kærri kveðju, Stéttarfélagi. geti lifað. Og síðast en ekki sízt kvitta fyrir afsalssamningana, sem gerðir hafa verið við útlendinga og undirlægjuhátt í viðskiptum við þá.“ Auk Kristjáns töluðu af hálfu Framsóknarflokksins þau Hall- dóra Sveinbjörnsdóttir, banka- gjaldkeri, Guðmundur Gunnars- son, verkfræðingur og Einar Ág- ústsson, borgarfulltrúi. Ræðna þeirra verður getið síðar hér í blaðinu. FLUGFÉLAGIÐ Framhald af bls. 1. Akureyrar, Egilsstaða, Vestmanna eyja oig ísafjarðar hinsvegar. Og fjölfamasta millilandaleiðin er auðvitað Reykjavík — Kaupmanna höfn. Þá ræddi forstjórinn um opnun söluskrifstofu í Frankfurt, Færeyjaflugið, Grænlandsflugið, tilkomu „Blikfaxa”, væntanleg þotukaup og að þau væru á loka stigi. Nýting á flugvélakostinuin var góð á reikningsárinu og skil aði millilandaflugið 13.3 millj. kr. hagnaði, og afskriftir þar namu 8.3 millj. en 5 milljóna halli varð á innanlandsfluginu er 6.9. millj. höfðu verið afskrifaðar. Þetta mikla tap stafar af verulegu leyti af óhagstæðum rækstri Dakota flugvélanna þriggja, en „Blikfaxi'* skilaði aftur á móti hálfri milljón í hagnað þrátt fyrir fullar afskrift ir. Heildarvelta Flugfélags fslands nam 222.5 millj. á árinu 1965. f stjóm félagsins vom lcjömir: Birgir Kjaran, Björn Ólafsson, Bergur G. Gíslason, Jakob Frí- mannsson og Óttar Möller, sem er nýr í stjórninni. Varastjórnin skipa þeir Eyjólfur Konráð Jóns son, Sigtryggur Klemenzson og Tbor R. Thors. Endurskoðendur em þeir Magnús Andrésson og Einar Th. Magnússon. ORGELHLJÓMLEIKAR Framhald af bls. 2. an ei-tt ár við framhaldsnám í Lon don Síðastliðið sumar var hann í París og kynnti sér franska org- eltónlist. Hann hefur leikið opin- berlega á orgel í Danmörku, Sví- þjóð og Tékkóslóvakíu. Nú leikur hann í Sinfóníuhljómsveit íslands á fiðlu Þar sem þetta eru fyrstu tón- leikararnir íkirkjunni, þótti rétt að efnisskráin væri eingöngu org- elverk að þessu sinni, en fyrirhug- að er að hefja strax á næsta hausti reglulegt hljómleikahald, en hafa þá blandaða efnisskrá með orgelleik, fiðluleik og söng eftir atvibum. Aðgangur er ókeypis. Maðurinn minn, Stefán Jónsson rithöfundur, Hamrahlíð 9, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. mal kl. 10.30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. Anna Aradóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.