Tíminn - 18.05.1966, Síða 4

Tíminn - 18.05.1966, Síða 4
M MIÐVIKUDAGUR 18. maí 1966 TÍMLNN Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 3T055 og 30688 BARNALEIKTÆKI ★ ÍÞRÓTTATÆKl VélaverkstsSi BERNHARÐS HANNESS.. Suðurtandsbraut 12. Slmi 35810. * SILLINN Rent an Ioeoar Trúlotunar hringar afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. H A L L O 0 R Skólavörðustig 2. Björn Sveinbjörnsson, hæstaréttarlögmaður Lögfræðiskrifstofa, Sölvhólsgötu 4, Sambandshúsinu 3. hæð Símar 12343 og 23338 LAUGAVEGI 90-Q2 Stærsta úrva> bifreiða á einum stað. — Salan er örugg hjá okkur. Halldór Kristinsson gullsmiður - Sími 16979. j\ /1fr^n SKARTGRIPIR Gull og silfur til ferminaargjata HVERFISGÖTU I6A - SIMI 21355 SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Ms. Esja fer austur um land til Seyðis fjarðar 23. þ.m. Vörumóttaka á miðvikudag ti| Fáskrúðsfjarð ar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar og Seyðisfjarðar. Farseðlar seldir á föstudag. 3ja ferm. ketill með inn- byggðum spíral, ásamt Gil- barco brennara til sölu. Upplýsingar í síma 34107. MlOTlffi TEIKNIBORÐ MÆLISTENGUR MÆLISTIKUR MINNING Þá var Bjarni einlægur og áhuga samur framsóknarmaður til hinztu stundar og Tíminn var honum ævinlega kærkomin sending, og mun hann lengi frameftir hafa lesið þar hvert orð. Það er ekki að undra, þó að jafn framfarasinnaður og heil- steyptur maður eins og Bjarni var og sem unni héraði sínu og landi jafn fölskvalaust og þekkti jafnvel nauðsyn þess að rétta hlut þeirra mörgu, sem örðuga áttu lífsbaráttuna, fylgdi fast þess- um merku félagsmálastefnum, sem að vísu eru af sömu rót runnar. Bjarni Kristjánsson var til mold ar borinn að Reynivöllum í Kjós hinn 2. apríl s.l Fæddur var hann 17 júní árið 1875 15. 4. 1966 Jóhann Davíðsson Hjarðardal fÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. Alls mættu til leiks 27 kylfingar frá G.R. Leikskilyrði voru fremur óhagstæð, völlurinn blautur og illa farinn eftir vetrarhörkurnar. Einsætt er af þátttökunni nú, að mikill áhugi er ríkjandi meðal kylfinga. f ár gekk í gildi nýtt forgjafarkerfi, og mun taka nokk um tíma að koma því í rétt horf. 18 holur voru leiknar að þessu sinni, og urðu úrslit sem hér seg ir: Með forgjöf: 1. Helgi Hjálmarss. 93—36==57. h. 2. Vilhjálmur Ámason 95—36= 59 h. 3. Gunnar Þorleifsson 84—21= 63 högg. 4. —5. Erlendur Einarsson 92—28 =64 h. Sigurjón Jónsson 100—36=64 h. Keppnin var einungis miðuð við forgjöf, en beztum árangri náðu, án forgjafar Einar Guðnason 79 högg (brúttó) Gunnar Þorleifsson 84 h. br. Viðar Þorsteinsson 87 h. br. Ólafur Bj. Ragnarsson 88 h. br. Tómas Árnason 90 h. br. Árangur Helga Hjálmarssonar, sem sigraði í keppninni, var mjög góður, enda lék hann seinni hlut ann, 9 holur á aðeins 38 höggum. Greinilegt var þó, að flestir þátt- takenda voru í óvanalega slakri þjálfun, því að einungis 2 vikur eru síðar völlurinn við Grafarholt varð leikhæfur. En fyrsta ueppn in gefur góðar vonir eigi að síð- ur. MINNING Framhald af bls. 17. sér hann ágætlega. En í skapgerð sinni átti Magnús það, sem hverj- um bónda er nauðsynlegt á 511- um tímum: starfsvilja, hirðusemi og hagsýni. Fáum mundi það hent, eins og Magnúsi, að reisa nýbýli án allra lána og styrkja. Skoðað og metið í Ijósi þeirrar tíðar er það afrek. En nýbýlið reis og bar af flestum 'býlum að húsakosti, sem þá voru í sveitinni. Þar var ekkert nema óræktað land, holótt og lautótt Með skóflu í höndum einni sam- an var jöfnun landsins hafin, þó að síðar kæmu önnur tæki til sög- unnar. Áður en ræktunin nægði heima, varð að sækja heyskap á útengi langt að. „Hver einn bær á sína sögu.“ Saga Sólheima í Landbroti er ekki gömul. Á yfirborði er hún öll í minnum þeirra eldri, sem nú lifa. Hún á engan hrakfalla- bálk og enga „raunabögu" til þessa dags. Þrautir og erfiði manns ins, sem hér vann að, blasa við sjónum sigri hrósandi. Bæjarstæð- ið vekur athygli. Magnús Auðuns- son kunni vel að meta fegurð fjær og nær. Býlið hefur þeirra kosta völ í ríkum mæli. Hinn tigni Öræfajökull blasir óvíða jafn vel við sjónum. Ekki steinsnar frá ! bænum er hóll í túninu, tákn- ;rænn að flestu leyti um gróður- far og alla gerð óteljandi hóla í Landbrotinu. Ég er þess fullviss, að Magnús hefði ekki viljað skipta á honum og sléttum velli, þótt af honum hefðu fengist margar sát ur af heyi. Hóllinn ber ilmsterk- an gróður úthaga sveitarinnar. Magnús var aldrei langdvölum svo fjarri henni. að hann fengi ekki notið þessa ilms á ári hverju með- an hann lifði. Er ég gekk á hól þennan nýlega, kom margt í hug. I laut efst í hólnum, sem varin er næðingi hinnar köldu áttar, en opin mót suðri og sól, hefur birki tré verið gróðursett. Þar sá ég merki þess, að börn hefðu verið að leik og starfi við yndisleg skil- yrði. Hvort mundi Magnús ekki oft hafa litið héðan til lofts og hugleitt veður úti við? Þetta dag- lega og þýðingarmikla viðfangs- efni bóndans, sem allt sitt á „und- ir sól og regni.“ Engan mann þekkti ég veðurgleggri og vel kunni hann að hagnýta sér þá glöggsýni í daglegri önn. Hitt veit ég ekki síður, að sjón hans náði lang upp fyrir asklokið Hann hreifst af sólfögrum degi og stjörnubjartri nótt af fegurðar- skyni einu. Hinn fagri trjágróður, sem prýðir nýbýlið Sólheima, vekur at- hygli. Hann er allur heimaalinn og ekki síður verk húsfreyjunn- ar. Þau hjónin fóstruðu hann af mikilli alúð og þrautseigju. Áður var þess getið, að Magnús væri kjarkmenni. Hann var einn- ig snar í verki og duldist því sjúkleiki hans lengur en ella myndi. Lífið kvaddi hann við starf og það féll honum naumast úr hendi til síðustu stundar. Störf hans voru ekki takmörkuð einung- is við verkefni venjulegs bónda. Kona hans starfaði að barna- kennslu alla þeirra búskapartíð. Húsmóðurstörfin, að vetrinum, hlutu því að hvíla á honum að verulegu leyti. Öllu mátti treysta fullkomlega, er hann tók að sér, barnagæzlu sem öðru. Um persónuleika Magnúsar Auð- unssonar þarf ekki mörg orð við að hafa. Hann kom í Ijós í störf- um hans. Verkleg efni tóku þá ekki hug hans allan. Hann las mikið og hugleiddi andleg efni Trú sína bar hann ekki á stræti. Hún var dulin almenningi að öðru leyti en því, sem góður maður hefur í fari sínu. Menningu and- ans mat hann framar öllu verald- legu vafstri. ÞJL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.