Tíminn - 19.05.1966, Síða 1
24 síður
112. tbl. — Fimmtudagur 19. maí 1966 — 50. árg.
GEIR BODAR MINNKANDI
FRAMKVÆMDIR í R-VÍK
mifá
■
Þyrlan ífarþega
flutningum
HZ—Reykjavík.
Þyrla Landhelgisgæzlunnar,
TF-EIR, fékk í dag sérstætt verk
efni, en þaS var að flytja farþega
milli Egilsstaða og Seyðisfjarð-
ar. Fór þyrlan tvær ferðir með
farþega frá Seyðisfirði til Egils-
staða í veg fyrir vél Flugfélags fs
lands, og svo eina ferð með far
þega úr þeirri vél til Seyðisfjarð
ar. Gekk farþegaflug þetta að ósk
um. Mun þyrla Landhelgisgæzl-
unnar verða staðsett austur á Hér
aði í nokkra daga við flutninga.
Orsök þessa flugs er ófærð á
Fjarðarheiði og svo bilun snjóbíls
þess, sem undanfarið hefur verið
í flutningum milli Héraðs og Seyð
isfjarðar.
Tíminn sneri sér til forstjóra
Landhelgisgæzlunnar, Péturs Sig
urðssonar og spurði um þessa
nýju tilhögun:
— Nokkrir Austfirðingar fóru
þess á leit við Landhelgisgæzluna
að hún flytti farþega og vörur fyr
ir þá í nokkra daga á meðan sam
göngur eru erfiðar. Helztu for
I vígismenn um þessa tilraun eru
Pétur Blöndal á Seyðisfirði og
Jónas Pétursson. Samgöngurr.ar
ganga mun fljótar fyrir sig með
i þessu móti. Þyrlan flaug 4 tólf
mínútum það, sem snjóbílinn tók
55 klukkustundir. Flugmaður á
þyrlunni er Björn Jónsson, og
auk þess er með honum vélamað-
ur. í dag var send sjúkrakarfa
austur, þannig að unnt væri að
fara í sjúkraflug líka.
TK—Reykjavík, miðvikudag.
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri, boðaSi í útvarpsræðu
sinni minnkandi framkvæmd-
ir á vegum borgarinnar, ef
Sjálfstæðisflokkurinn héldi
meirihluta sínum í borgar-
stjórn. Kvaðst hann reyndar
hafa haft af því mestar á-
hyggjur, að borgin hefði stað
ið fvrir of miklum fram-
kvæmdum á kjörtímabilinu,
sem nú er að Ijúka, enda var
hann búinn að telja upp alla
nýja Ijósastaura, sem settir
höfðu verið upp í borginni á
síðustu árum í ræðu sinni. Vit
að er, að þessi stefna, sem
borgarstjórinn boðaði — að
vísu hóglega og með var-
færnu orðalagi eins og hans
var von og vísa — kemur frá
ráðherrum Sjálfstæðisflokks-
ins í ríkisstjórn. Þeir heimta,
að það verði liðkað til fyrir út-
lendingunum við Álverksmiðj
una og hernaðarframkvæmd-
unum í Hvalfirði. Þar má ekki
skorta vinnuafl, og þeim fram
<væmdum má ekki seinka.
Ríkisstjórninni er nú Ijóst, að
það rnuni ekki duga útlendingun-
um, þótt enn verði hert reksturs
fjárskrúfan á íslenzk fyrirtæki.
Það verði líka að draga verulega
úr opinberum framkvæmdum til
almenningsþarfa og þá ekki sízt
í Reykjavík, stærsta sveitarfélag-
inu.
TK—Reykjavík, miðvikudag.
Það bar við í dag er tilboð voru
opnuð í fyrsta áfanga Sundahafn
arinnar í Reykjavík, að Birgir Frí
mannsson, verkfræðingur, forstjóri
Verks h. f. dró tilboð sitt til baka
til að mótmæla því, að aðilar, sem
unnið hefðu að útboðslýsingum,
væri leyft að bjóða í verkið. Átti
Birgir þar við, að Almenna bygg
ingafélagið h. f- gerði útboðslýsing
ar allar og rannsóknir á hafnar-
stæðinu, en Almenna byggingafé-
lagið hefur verið í nánu samstarfi
við Phil og Sön, m. a. um Efra
Fall, Þorlákshöfn, Njarðvíkurhöfn
Ólafsvíkurenni, Strákagöng og
Búrfellsvirkjun. Það mun vart
þekkjast í hinum siðmenutaða
heimi, að þeim aðila, sem útboðs
lýsingar semur, sé heimilt að bjóða
í verk, ef um meiriháttar fram-
kvæmdir er að ræða. E. Phil og
Sön var einn þeirra aðila, sem
buðu í gerð fyrsta áfanga Sunda
hafnar.
Blaðið sneri sér til Birgis
Frímannssonar og spurðist fyrir
um, hverju það sætti, að hann
hefði haft þennan fyrirvara á um
tilboð Verk h. f. og dregið tilboð
sitt til baka. Birgir kvaðst sem
minnst vilja láta hafa eftir sér af
þessu tilefni, en sagði, að Verk
h. f. teldi með öllu óeðlilegt að
Phil og Sön, Efra Fall eða Al-
menna byggingafélagið byðu í
þetta verk, þar sem á allra vitorði
væri, að mjög náin samvinna væri
milli þessara fyrirtækja en Al-
menna byggingafélagið hefði gert
útboðslýsingarnar. Meira vildi
Birgir ekki segja.
Almenna byggingafélagið eða að
ilar í tengslum við það hefur feng
ið nær öll meiriháttar verkefni til
meðferðar hér á landi undanfarin
ár, eins og getið var hér að fram
an. Oft hafa þessir aðilar verið
með lægstu tilb ^in í verkin. Ekki
hafa þau tilboð þó alltaf staðizt í
framkvæmd. Má þar til nefna, að
Almenna byggingafélagið h. f. og
Phil og Sön buðu 40 milljónir í
Þorlákshöfn og var tiiboði þeirra
tekið 1962. Var gert ráð fyrir, að
verkinu yrði lokið 1964. Nú hefur
þessum aðilum verið greíddar
60—70 milljónir króna og er þó
enn tæpur helmingur verksins
eftir og má búast við, að verkið
muni kosta 130—140 milljónir þeg
ar til kemur.
1959 skipaði ríkisstjórnin nefnd
til að endurskoða lög og reglur
um útboð, útboðslýsingar og til-
boð. Ekíkert hefur heyrzt frá þess
ari nefnd enn þótt liðin séu nær
7 ár, síðan hún tók til starfa, og
er sagt, að vissir aðilar hafi haft
áhuga á því, að nefndin væri ekki
Framhald á bls. 22.
í ræðu sinni í útvarpsumræðun
um í gaarkvöldi gerði Kristján
Benediktsson, borgarfulltrúi, þenn
an boðskap borgarstjórans að am
talsefni. Fórust honum m.a. orð
á þessa leið:
„í Reykjavík blasa við hálfunn-
ar framkvæmdir og algjör vöntun
á nauðsynlegum þjónustufyrirtækj
um, sem borginni ber skylda að
sjá um.
Svo kemur borgarstjórinn í
útvarpið í gærkvöldi og lýsir yfir
eftir að hafa tíundað fjölda ljósa
peranna í borginni að draga verði
úr framkvæmdum til að taka ekki
Framhald á bls. 11.
j FRÁBIÐJA
SÉR HER-
FLUTNINGA-
VÉLARNAR
| FB—Reykjavík, miðvikud.
I Nokkur kurr er nú í ís-
| lenzkum starfsmönnum hjá
I varnarliðinu á Keflavíkur-
| flugvelli, en þeir hafa und-
anfarið verið látnir fara
með herflugvélum, þegar
þurft hefur að senda þá til
Hornafjarðar eða Langa-
ness á vegum varnarliðsins,
og hafa þeir þá yfirleitt ||
ekki verið tryggðir eins og I
aðrir farþegar í flugvélum g
Flugfélagsins. Hafa þeir far 1
ið þess á leit við varnarlið 1
ið, að mega fljúga með flug I
vélum Flugfélags íslands,
en fengið ógreið svör við
þeirri málaleitan. M.a. hef-
ur varnarliðið látið í það
skína, að það hafi ekki ráð
á að láta starfsmennina
fljúga með Flugfélagsvél-
um.
Herflugvélar eru ekki
þægilegar til farþegaflutn-
inga. í þeim er aðeins. einn
járnbekkur meðfram ann-
arri hlið vélarinnar, en hin
um megin í henni er farang
ur allur og flutningur sett
ur. Ef flugveður er ekki því
betra, getur svo farið, að
flutningur vélarinnar fari
af stað og er þá ekki sér-
lega skemmtilegt að vera
farþegi í vélinni. Þá eru
þessar vélar heldur ekki upp
Framhald á bls. 11.
C,- M .■ ..................I