Tíminn - 19.05.1966, Síða 5
FHlMTUBAGm 19. maf 1966
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Krlstján BenedLktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þóraiinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriðl
6. Þorstebisson. FnUtrúl ritstjómar: Tótnas Karlsson. Aug-
íýsingastj.: Steingrímur Qfslason. Ritstj.skrifstofur f Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Askriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í
lausasöhi kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hj.
Eflum sterkan flokk
gegn íhaldinu
Frá þeim tíma, er kommúnistar klufu Alþýðuflokk-
inn og hindruðu með því áframíhaldandi samstarf hans
og Frams^marflokksins, hafa völd Sjálfstæðisflokksins
byggzt á sundrungu flialdsandstæðinga. Einkum hefur
þessá sundrung verið mikil í Reykjavík og skapað íhald-
inu möguleíka til að hampa þar sundurleysisgrýlunni.
Vegna sundurlyndis andstæðinganna hefur íhaldið
haft óeðlilega miMl völd og m. a.. notað þau til að
láta verðbólguna vera óbeizlaða, því að ekkert hent-
ar betur hinum fámenna gæðingahópi þess.
Á síðari árum hafa fleiri og fleiri menn gert sér Ijóst,
að til þess að binda endi á þetta ófremdarástand ís-
lenzkra stjórnmáia, ber öðru fremur að efla einn sterk-
an frjálslyndan og þjóðlegan flokk gegn íhaldinu. Fram-
sóknarflokkurinn hefur af eðlilegum ástæðum orðið fyr-
ir valínu. Hann var fyrir stærsti andstöðuflokkur íhalds-
ins. Hann hefur yfirleitt reynzt íhaldinu sigursælli á
þeim stöðum, þar sem þessir flokkar hafa átzt tveir við
Ffcmn fyfgir stefnu, sem fellur frjálslyndu og umbóta-
SHHruðu fðlki vél í geð. Hann styður ekki aðeins laun-
þegasamtökin eindregið, heldur vill jafnhliða veita at-
vimmrekendum stuðning til að treysta rekstur þeirra.
Tfemn er sá flokkur, sem eindregnast styður íslenzkt
framtak og þjóðiega stefnu.
í seinustu kosningum til bæjarstjóma og þings hefur
FramsóknarflokkurBin verið eini flokkurinn, sem hefur
eflzt að fylgi í kaupstöðum og kauptúnum. Hann reynd-
ist næststærsti flokkurinn þar í seinustu sveitar- og bæj-
arstjómarkosningum. Hann styrkti þar enn aðstöðu sína
í þingkosningunum, sem fóru fram ári síðar. Hvarvetna
ríkir nú sú skoðun, að ,hann muni efla vemlega fylgi
sitt á sunnudaginn kemur.
Þetta er hin heilbrigða þróun í íslenzkum stjórnmál-
um. íhaldsandstæðmgar og umhótamenn þurfa að fylkja
sér sem mest um eiim flokk. Þá mun draga úr hinum
óeðlilega miklu völdum íhaldsins. Þá mun margt breyt-
ast til batnaðar frá því, sem nú er.
Sunnudagurinn kemur þyrfti að vera tímamótadagur
í íslenzkum stjórnmálum. Það myndi hann verða, ef 1-
haldsandstæðingar og umbótafólk gerði sigur Fram-
sóknarflokksins glæsilegan. Um það þurfa þeir að sam-
einast í lokaþætti kosningabaráttunnar.
Ótti íhaldsins
Það kom greinilega fram í útvarpsumræðunum, eins
og það hefur áðúr komið fram í Morgunblaðinu og Vísi,
að íhaldið óttast Framsóknarflokkinn mest andstæðinga
sinna. Þess vegna beinir það skeytum sínum fyrst og
fremst gegn honum.
Það er ljóst af þessu, hvað ríksstjórnin myndi telja
mesta áminmngu. Það væri efling Framsóknarflokksins.
Það myndi sanna henni, að fólk vill betri ríkisstjórn og
betri borgarstjórn. Það myndi gera stjórnina ragari við
að halda áfram dýrtíðarstefnunni. Það myndi verða í-
íhaldsmeirihlutanum í borgarstjórninni mest aðhald.
Ótti íhaldsins er bezta vísbendingin um, hvernig bezt-
um árangri verður náð. Honum verður bezt náð með því
að efla Framsóknarflokkinn og gera sigur hans sem
glæsilegastan á sunnudaginn.
TÍMINN 5
Adolph Rastéin, fréttaritari „Politiken" í Bonn:
Er Vestur-Þýzkaland á leið
til einræðislegs stjórnarfars?
Neyðariögin myndu veita stjórninni hættulega mikið vald
VESTUR-ÞÝZKA ríkisstjóm
in ætlar að leggja fyrir þingið
í Bonn í þessum mánuði síð-
ari hluta löggjafar, sem veitir
ríkisvaldin-u umboð til að lýsa
yfir neyðarástandi, afmá lýð-
raeðislegt frelsi, sem stjórnar-
skráin á að tryggja, og stjóma
landinu samkvæmt heimildar-
lögram.
Þarna er um að ræða NOT
STANIDGESETSE, sem mjög
hefur verið deilt um og á að
veita ríkinu öryggi gegn hætt-
um, bæði utan að komandi og
innan frá. En heimildarlögin
veita svo víðtækt vald og ná
til svo margra þátta í daglegu
lífi fólks, að við.liggur í raun
og vera að þau grafi undan
eða þoki til hliðar lýðræðis-
skipulagi ríkisins, sem þau eru
sögð eiga að vernda og verja.
í öðrum vestrænum löndum
er ekki um nein samsvarandi
ríkisverndarlög að ræða, —
nema í einræðisríkjunum á
Spáni og í Portúgal. Vestur-
þýzku neyðarástandslögin veita
ríkisvélinni í Bonn heimild til
að lýsa yfir ófriðarástandi í
öllu samhandslýðveldinu á frið
artímum, — án þess að ófrið-
arhætta þurfi endilega að vofa
yfir, án þess að ríkisstjórnin
þurfi að leita til þingsins og
án þess að hún þurfi að gera
þegnunum grein fyrir nauðsyn
inni á að grípa til hei-mildar-
ákvæðanna.
ÞEGAR ríkisstjómin er bú-
in að fá sína stjórnmálalegu
akbraut lagða með samþykkt
neyðarástandslaganna í þinginu
(en jafnaðarmenn eiga enn
kost á að breyta lagningu ak-
brautarinnar), hefur hún í
raun og veru öðlast óskorað
vald til að stjórna landinu án
aðhalds eða íhlutunar af þings-
ins hálfu.
Þá getur stjórnin teflt fram
varnarsveitum ríkisins, lög-
reglu og landamæravörðum
gegn raunverulegum eða meint-
um óeirðum í lafldinu eða verk-'
föllum af stjórnmálaástæðum.
Hún getur takmarkað og af-
numið prentfrelsið, samtaka-
og samkomufrelsið og málfrels
ið. Hún getur haft friðhelgi
heimilanna að engu, svo og
vernd stjórnarskrárinnar gegn
handtökum án dóms og laga.
Hún getur sett þegnana í ferða
bann og bannað þeim að breyta
um vinnustað. Hún getur lagt
vinnuskyldu á borgarana og af-
máð leynd einkabréfa og póst
sendinga. í sem fæztum orðum
sagt getur ríkisstjórn Vestur-
Þýzkalands lagt átthagafjötra á
íbúa landsins.
Og ríkisstjórnin getur gert
allt þetta á friðartímum og
flest nú þegar. Um er að ræða
12—14 heimildarlög, sem Not-
istandsgesetze ríkisstjórnarinn
ar nær til, og sjö þeirra er
þegar búið að samþykkja. Það
gerðist í fyrrasumar fyrir kosn
ingar, og þar naut við íullting-
is stjórnarflokkanna (kristi-
legra demokrata og frjáls-
lyndra demokrata) og jafnað-
armanna. Einstakir bin^menn
ERHARD
í öUum flokkunum greiddu ým-
is atkvæði gegn lögunum eða
sátu hjá, þar sem fern af þess-
um lögum raska verulega
ákvæðum stjórnarskrárinnar,
en vom lögð fram og sam-
þykkt sem almenn lög.
Þessi fern „almennu lög,“
sem stjórnmálasérfræðingar og
lögfræðingar segja andstæð
stjórnarskránni, veita ríkis-
stjóminni vald yfir efnahags-
Iífi landsmanna svo að segja
á öllum sviðum með auknum
heimildum til að gera kröfur
og leggja hald á eigur, þrátt
fyrir friðartíma.
Hin lögin þrenn, sem þegar
eru samþykkt, mæla fyrir um
stofnun 380 þúsund manna
vemdarsveita borgara . og
skylda 30 mUljónir karla og
kvenna til þjálfunar í sjálfs-
vamaþjónustu, og heimila bygg
ingu varnarstöðva- og stofnana
og birgðastÖðva fyrir almenn-
ar nauðsynjar. Auk þessa hef-
ur ríkisstjómin lýst yfir, að
tvöfalda skuli 100 þúsund
manna lögregluUð landsins og
fjölga í landamæravarðsveitun
um úr 20 þúsund manns í 50
þúsund manns. í varnarliði
Sambandslýðveldisins era 500
þúsund hermenn og þar að
auki er varnarlið sérsvæða,
áUka mannmargt. Vestur-Þjóð-
verjar verða á nýjan leik þjóð-
•einkennisbúninga og stál-
hjálma.
HEIMILDARLÖG Bonn-
stjóraarinnar eru miklu harðn-
eskjulegri en undanþáguákvæð
ið (48. greinin), sem heimil-
aði forseta Veimarlýðveldisins
að stjóma Þýzkalandi með til-
skipunum. Andstæðingar
stefnu ríkisstjórnarinnar í þess
um málum segja NOTSTANDS
GESETZE sama eðlis og ER-
MÁOHTIGUN GSGE SETZE
Hitlers, er einkenndust eink. af
því að veita nazistum lagaheim-
ild til að koma einræðinu á.
Háskólakennarar, rithöfund
ar, blaðamenn og verkalýðsleið
togar hafa mótmælt hástöfum
og dregið hættumerki að hún.
Fast að 300 háskólakennarar
lýsa yfir, að heimildarlögin
nýju innleiði varanlegt stríðs-
undirbúningsástand í sambands
lýðveldinu. Menn eins og Karl
Jasper prófessor og Marti Nie
möller kirkjuhöfðingi lýs&
NOTSTANDSGESETZE rík-
isstjómarinnar sem óútfylltri
en undirskrifaðri heimUd til að
koma á einræði í Vestur-Þýzka-
landi. Aðrir telja heimildarlög-
in leið til „alræðis lýðræðis-
ins.“ Verkalýðssamtökin hafa
rætt um möguleika á gagnráð-
stöfunum, sem ekkert hefur þó
orðið úr til þessa.
Flokkur jafnaðarmanna hefði
getað hindrað samþykkt fyrstu
heimildarlaganna með því að
lýsa þau andstæð stjórnar-
skránni, en í þess stað hugsa
leiðtogar flokksins um flokks-
hagsmunina og hafa á laun sam
vinnu við samhand kristilegra
demokrata. Heimildarlögin
veita jafnaðarmönnum sem sé
möguleika til að ná þráðu mark
miði, eða að gerast þátttakend-
ur í ríkisstjóminni í Bonn og
verða aðilar að „binni miklu
samsteypu“.
EN TIL hvers eru Notstands
gesetze eiginlega?
Þegar Vestur-Þýzkaland var
gert að fullvalda ríki árið 1955
og veitt aðild að NATO varð
ríkisstjórn landsins að • skuld-
binda sig til að koma á lögum,
sem áttu að tryggja varðveizlu
stjórnarskrár landsins og ■
vernda lýðveldið gegn „hætt-
um, bæði innanfrá og utan að
komandi." Þetta var skilyrði
þess, að vestrænu hejmámsveld
in veittu Vestur-Þjóðverjum
fulla framkvæmd fullveldisins.
Þar til slík Iöggjöf liggur fyr-
ir eru það í raun og vem
Bandaríkjamenn, Bretar og
Frakkar, sem geta gert sínar
ráðstafanir, ef „innri eða utan
að komandi hættur“ vofa yfir
Vestur-Þýzkalandi. Vitaskuld
er Bonnstjórninni kappsmál að
vera „húsbóndi á sínu heimili"
í stað þess að eiga yfir höfði
sér beitingu eftirstöðvanna af
hernámsrétti vesturveldanna.
En í stað þess að láta nægja
fáeinar, einfaldar en fullnægj-
andi breytingar á stjórnar-
skránni eða ný ákvæði, hefur
stjórnarvél ríkisins látið stjórn
ast af tíðaranda hins herskáa
skrifstofuvalds og kommúnista
óttasótt kalda stríðsins og lagt
fram risavaxið og þrauthugsað
bákn heimildarlaga, í 12—14
Notstandsgesetze-bálkum, sem
breyta um það bil 450 ákvæð-
um stjórnarskrárinnar. Þetta er
lagabákn, sem gerir kleift að
breyta Vestur-Þýzkalandi úr
þingræðisbundnu lýðræðisríki í
valdastjórnarríki, eða Salazar-
stjórn, eins og vestur-þýzkir
verkalýðsleiðtogar hafa komizt
að orði.
ENGIN ríkisstjórn annars
Vestur-Evrópuríkis norðan Pyr
enneaskaga verður gædd jafn
miklu framkvæmda- og tilskip-
unarvaldi og vestur-þýzka-
stjórnin. Og lykillinn að þessu
mikla valdi felst í ákvæði, sem
heimilar ríkisstjórninni að gefa I
Framhald á bls. 11. I