Tíminn - 20.05.1966, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 20. maí 1966
mmm
TÍMINN
ISPEGLI TfMANS
í enskum dagblöðum mátti
lesa það nýlega að til stæði að
útvarpa lýsingu af keppninni
um heimsmeistaratitilinn í
þungavigt milli þeirra Cass-
iusar Clay og Henry Cooper,
*
Jacqueline Kennedy tók fyr
ir skemmstu þátt í kappreið-
um og varð í fjórða sæti þar.
Dóttir hennar, Caroline, fetaði
í fótspor móður sinnar og
keppti einnig í kappreiðum,
sem fram fer í London á laug
ardag. Verður það auðvitað
BBC, sem sér um þessa lýs-
ingu og verður útvarpið að
greiða 8.000 pund fyrir að fá
að útvarpa lýsingunni beint.
sem haldnar voru fyrir börn.
Hestinn, sem hún sat, átti hún
sjálf, og hann heitir Macaroni.
Það fór eins fyrir Caroline og
móður hennar. Hún hafnaði
í fjórða sæti.
Sjónvarpi hefur þegar verið
neitað um að senda beint frá
keppninni, en nokkur einkafyr
irtæki hafa fengið leyfi til að
taka kvikmynd af henni og
verða þær síðan sýndar í kvik-
myndahúsum. Ýmis sjónvarps-
fyrirtæki hafa nú hækkað til-
boð sín og sagt er að þau nemi
allt að því 6.3 milljónum kr.,
og er búizt við, að forráða-
menn keppninnar hugsi sig
tvisvar um, áður en þeir hafni
þessum tilboðum.
Cassius Clay er blaðamönn-
um allerfiður að vanda, og
þegar hann kom til London,
neitaði hann að tala við þá
blaðamenn, sem ekki ávörpuðu
hann sem Mohammed Ali, en
það er það nafn, sem hann tók
sér, þegar hann gerðist Múham
eðstrúar. Skömmu eftir komu
hans til London var honum til
kynnt, að Wilson forsætisráð-
herra myndi tak á móti kepp-
endunum á laugardag áður en
keppnin hefst til þess að taka
í hönd þeirra, þar sem Wilson
sæi sér ekki fært að vera við-
staddur sjálfa keppnina.
★
Heidi Adenau, sem er 25 ára
fegurðardís og staðgengill An
itu Ekberg í kvikmyndum neit
aði að afklæðast og stökkva
nakin út í sundlaug, þegar kvik
mynda átti nektaratriði í kvik
mynd einni. — Ég vil ekki
hefja kvikmyndaferil minn
nakin, sagði Heidi.
En út af þessu atviki spunn
ust þó engin sérstök vandræði,
því að ung stúlka kom aðvíf
andi og bauðst til þess að
stökkva út í sundlaugina nak-
in, ef hún fengi fyrir það 1000
krónur.
— Þetta er ekki mikil upp-
hæð þegar maður tekur til-
lit til þess að þetta verður áreið
anlega vinsælasta atriði kvið
myndarinnar, sagði stúlkan, sem
var fegurðardrottning frá Sax
landi.
★
George Harrisson bítill eyddi
hveitibrauðsdögum sínum í
Vestur-Indíum og þar var auð-
vitað teikið við hann blaðavið-
tal. Meðal þess, seim hann var
spurður að var hvað hann
myndi gera, þegar The Beatles
hætta að vera vinsælir. Svar
hans var: Það fyrsta, sem ég
geri er að klippa hár mitt.
Viðskiptavinur skósmið nok
urs f Nörrebrogade í Kaup-
mannahöfn lenti í ákafri deilu
við skósmiðinn og endaði deil
an með því, að hann varð svo
æstur að hann fór úr öðrum
skónum og sló skósmiðinn af
alefli í höfuðið með beim af
leiðingum að skósmiðurinn
fékk stóran skurð á ennið og
varð að fara á slysavarðstofuna.
Þegar lögregla kom á vettvang
vildi skósmiðurinn enga skýrslu
gefa og sem minnst um þetta
atvik ræða.
★
Verksmiðjueigandinn Bart-
holomew Casey var grunaður
um það að hafa stolið veð-
hlaupahundinum Hi Joe, sem
er talinn minnst 600 þúsund
króna virði, en þar sem sam-
kvæmt enskum lögum er ekki
hægt að ákæra fólk fyrir að
stela hundum var Casey á-
kærður fyrir að hafa stolið
hálsbandi hundsins, en það er
um 60 króna virði.
Dómaranum, sem fjallaði
um málið, þótti þetta nú ein-
um of mikið og hann valdi
þann kostinn að vísa málinu til
kviðdómendanna og fór fram
á það, að hann yrði dæmdur
saklaus. Um leið notaði dóm-
arinn tækifærið til þess að
gagnrýna þau lög, sem um
þetta fjalla. Samkvæmt hegn-
ingalögunum er það einungis
talinn þjófnaður að stela dýr-
um, svo fremi sem hægt er að
borða dýrin, og eru hundar og
kettir grqinilega undanskildir.
Lög 'frá 1861 minnast þó á
hundaþjófnað en þá á að
dæma í því máli innan sex mán
aða frá því hundinum var stol
ið. Hi Joe fannst hins vegar
ekki fyrr en eftir þrettán mán
uði svo að ekki var hægt að
færa sér þessi lög í nyt að
þesu sinni.
★
Vínveitingar í Lídó
Mbl. er að reyna að gera
unga Framsóknarmenn tor-
tryggilega vegna þess að á hin
um glæsilega fundi þeirra i
Lídó um daginn var vínstúka
opin meðan á fundinum stóð.
Mbl. sér líka ástæðu til að nofa
þetta til árása á frú Sigríði
Thorlacius. Það hefur jafnan
smekklegt verið Mbl.
Af þessu tilefni er rétt að
upplýsa að hér var um mis-
tök að ræða. sem forráðamenn
FUF harma. Ástæðan var su,
að veitingahúsið hefur sem
kunnugt er ekki haft leyfi til
vínsölu nú um nokkurt skeið.
Þess vegna töldu þeir, sem
S sömdu um leiguna af hálfa
I fundarboðenda ekki ástæðu til
að gera neinar sérstakar ráð-
| stafanir til þess að koma í veg
| fyrir vínsölu í húsinu umrætt
| kvöld.
| Húsið hafði hins vegar fyrir
| alllöngu sótt um að endur-
| heimta Ieyfið, og vildi svo til
f að leyfið var einmitt veitt þenn
an sama dag.
| Það hefur aldrei verið og verð
ur aldrci á stefnuskrá Fram-
sólcnarmanna að halda áfengi
að ungu fólki, og það veður,
sem íhaldið hefur gert út af
þessu óhappi, sýnir betur en
flest annað málefnafátækt þess
og hugsunarhátt.
í alerhúsi
Rétt er að nota þetta tæki-
færi til þess að varpa fram
þeirri spurningu, hvort ckki
hafi verið opnar vínstúkur á
hinum svokölluðu hádegisfund
um Heimdallar í vetur og ejf
til vill lengur. Mbl. getúr svar
að því. Það lætur sér hvort
eð er svo einkar annt um æsku
lýðsmálin þessa dagana.
Sjálfstæðismenn hafast við
í slíku glerhúsi í þessu máli,
að Mbl væri sæmst að þegja,
því að frekari umræður um
áfengisneyzlu á opinberum vett
vangi verða þeim tæplega íil
ávinnings.
Það sem borgarstjór-
inn minntist ekki á
í ræðu sinni í útvarpsumræð
unum lagði borgarstjóri áherzlu
á að rafmagnsverðið hefði ekki
hækkað nema um 40% og hita
veitutaxtar um 28.5% og fannst
auðheyrilega mikið til um
þetta.
Borgarstjóri liefði þurft að
hafa þessa upptalningu lengri
ef hann vildi gefa borgarbúum
rétta mynd af þeim gjoldum,
sem þeim er gert að greiða til
borgarinnar.
Hann hefði átt aö geta þess,
að fasteignaskattur hefður ver
ið hækkaður um 100%, vatns-
skattur um 87% lóðaleiga um
200%, gatnagerðargjöldin marg
földuð svo ég nefni fátt eitt
af því, sem vantaði í upptalning
una.
Hann hefði einnig átt að upp-
lýsa ,að hlutur borgarinnar af
söluskatti hefur hækkað um
marga milljónatugi og að
Reykjavík fær nú hluta af-
benzínskatti, en hvort tveggja
þetta verða Reykvíkingar að
greiða eins og aðrir.
Þrátt fyrir þessa nýju og
auknu tekjustofna hefur borgar
stjórnarmeirihlutanum tkki
tekizt að lækka útsvörin .ílut-
fallslega. Enn eru þau 10% af
nettótekjum heimilanna, jafnt
af nætur- og helgidagakaupi
sem öðrum tekjum.