Tíminn - 20.05.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.05.1966, Blaðsíða 1
12 QÍnnp 113. tbl. — Föstudagur 2w. maí 1966 — 50. árg. BOÐSKAPUR SEÐLABANKANS Lánsf járhðftin stórauk- in eftir kosningarnar? i r f I W8M Kristján Benediktsson Baldur Óskarsson Jón A. Ólafsson Helga Þórarinsdóttir : lii Á aðalfundi Seðlabankans, sem haldinn var í síðastl. mánuði, lét ríkisstjómin boða, að þörf væri á enn víðtækari lánsfjárhöftum en þegar er beitt. Þetta kom m.a. fram í ræðu Jóhannesar Nordals, bankastjóra, sem er aðalmálpípa ríkisstjórnarinnar í efnahagsmái- um. f ræðu sinni benti hann m.a. á ýmsar leiðir til að framkvæma enn víðtækari lánsfjárhöft. Rök ríkisstjómarinnar fyrir auknum lánsfjárhöftum eru eink- um þau, að ofþensla sé á vinnu- markaðinum og verði hún þó miklu meiri, þegar stórfram- kvæmdirnar hefjast í Straumsvík og Hvalfirði. Þess vegna sé ekki aðeins nauðsynlegt að draga úr opinberum framkvæmdum eins og Geir Hallgrímsson hefur þegar boðað varðandi framkvæmdir Reykjavíkurborgar, heldur verði einnig að þrengja að rekstri og framkvæmdum einkafyrirtækja og félaga. Það verði helzt gert með auknum lánsfjárhöftum. Borgarstjórnarkosningarnar eru höfuðástæða þess, að enn hefur ekki verið hafizt handa um aukin lánsfjárhöft, eins og boðað var á aðalfundi Seðlabankans. Sjálf- stæðisflokkurinn veit að það væri allt annað en vænlegt til kjörfylg- is að auka lánsfjárhöftin rétt fyr- ir kosningar. Fjöldi fyrirtækja á í stórfelldustu rekstrarerfiðleikum vegna lánsfjárhaftanna og myndu þessir erfiðleikar vitanlega stór- aukast ef þessi höft væru aukin, enda megintilgangur þeirra að draga saman atvinnureksturinn. Við seinustu áramót nam frysta spariféð í Seðlabankanum um 1300 millj. kr. { herbúðum stjórn arinnar er talað um, að frysta spariféð þyrfti að vera komið vel yfir 2000 millj. fyrir næstu ára- mót, ef lánsfjárhöftin ættu að koma að tilætluðum notum. Það er alveg efalaust, að ríkis- stjórnin mun ekki hika við að auka lánsfjárhöftin, ef flokkar hennar fá sæmilega útkomu í borgarstjórnarkosningunum. í kjölfar þessa myndu fara stórkost lega auknir erfiðleikar fjöl- margra fyrirtækja og minnkandi geta þeirra til að veita starfsfólki sínu kjarabætur Því er það jafnt hagur atvinnurekenda og laun- þega. afs dregið verði úr lánsfjár- höftunum. en sameiginlegur óhag ur þeirra, ef þessi höft verða enn hert. Eina leið atvinnurekenda og launþega til að koma í veg fyrir það er að veita stjórnarflokkun- um þá ráðningu í kosningunum á sunnudaginn, að þeir þori ekki að herða þessi höft, heldur dragi frekar úr þeim. Þetta geta at- vinnurekendur og launþegar gert með því að kjósa Framsóknar- flokkinn. sem einn flokkanna hef- ur alltaf barizt gegn hinum hóflausu og skaðlegu lánsfjár- höftum, sem núverandi ríkisstjórn hefur beitt. Greiðið atkvæði gegn lánsfjár- höftunum á sunnudaginn kemur. Lýsið andstöðu gegn þessuro skaðlegu höftum með því að kjósa Framsóknarflokkinn. Bára Magnúsdóttir Inga Lára Guðinundsdóttir Egill Sigurgeirsson Sigríður Thorlacíus Einar Ágústsson Kjósendafundur B-list- ans í Austurbæjarbíói Almennur kjósendafundur B-listans verður haldinn í Austurbæjarbíói í kvöld, 20. maí og hefst hann klukkan 20.30. Hús i8 verður opnað kl. 20.00, en kl. 20.15 byrjar lúðrasveitin Svanur að leika, stjórnandi Jón Sigurðsson. Ræður og ávörp flytja Kristján Benediktsson, borgarráðsmaður, Baldur Óskarsson, formaður FUF, Helga Þórarinsdóttir, rannsóknarstúlka, Óðinn Rögnvaldsson, varaform. HÍP, Jón Abraham Ólafsson, varaform S.U.F., Sigríður Thorlacius, húsfreyja, og Einar Ágústsson, alþingismaður. Á fundinum syngur Magnús Jónsson, óperusöngvari, einsöng. Undirleik annast Ólafur Vignir Albertsson. Fundarstjóri verður Egill Sigurgeirsson, hrl., og fundarritarar Bára Magnúsdóttir, jazzballettkennari og Inga Lára Guðmundsdóttir, ritari. REYKVÍKINGAR — FJÖLMENNIÐ Á FUNDINN. Magnús Jónsson Óðinn Rögmaldsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.