Tíminn - 20.05.1966, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.05.1966, Blaðsíða 10
10 TÍMINN FÖSTUDAGUR 20. maí 1966 66 peningaseðlana sem hann ætlaði að taka með sér. Þar gerði hann skyssu. Meðal seðlanna voru nokkrir þeirra sem stolið hafði verið frá starfsmanni Celanes Mexicana, en númer þeirra allra voru skráð þegar þjófnaðurinn var fram- inn. Þetta kom Corelos á óvart, hann missti kjarkinn, játaði allt og skýrði nákvæmlega frá stuldunum sem hann hafði framið ásamt félaga sínum. Hann skýrði svo frá að þeir hefðu lagt leið sína frá Suður-Ameríku til Mexíkó vegna þess að þeir hefðu vitað að þar væri aðferð þeirra ókunn. Corelos nafngreindi félaga sinn við lögregluna. Hann hét José Fernandes og var sömuleiðis alþjóðlegur vasaþjófur frá Chile. Eftir nokkurra sólarhringa leit var hann einnig handtekinn. Hann játaði umsvifalaust fyrir lögreglunni, en neitaði svo öllu þegar fyrir rannsóknardómarann kom. Core- os tók þá alla ysökina á sig og var settur í fangelsi, en Fernandes var sleppt þar sem engar sannanir voru gegn honum. Hann hófst þegar í stað handa að frelsa félagá sinn, sem beið dóms fyrir þjófnað, samsæri og að ganga með falsað vegabréf. Án þess að lögreglan yrði vör við auglýsti Fernandes i blaði eftir tveim „ungum mönnum til aðstoðar efnarann- sóknastofu.“ Margir voru um boðið, og Fernandes, sem nú þóttist vera kaupsýslumaður frá Kolumbíu, valdi úr tvo sem virtust hraustlegir en ekki ýkja vel viti bornir. Þeim var báðum greitt eins mánaðar kaup fyrirfram og fengin húsakynni í þokkalegu gistiheimili. Fernandes heimsótti þá daglega, fór með þá í ökuferðir í bíl sínum og aflaði sér algers trausts þeirra á fáum dögum. Þegar hann sagði þeim dag nokkum, að tveir frændur sínir sætu í fangelsi, trúðu fíflin því og féllust á að he’imsækja fangana. Fjórum sinnum heimsóttu þeir „frændurna“ í fangelsinu, en það voru auðvitað Corelos og þjófur sem dvaldi í klefa með honum. Á gamlársdag 1954 keypti öðlingurinn Fernand- es ný föt á starfsmenn sína, sem féllust fúslega á að fara með gjafir til frændanna í fangelsinu. Vegna þess hver dagur var stóð heimsóknartíminn til miðnættis. Piltunum hafði tekizt að lauma inn koníaksflösku frá Fernandes og hún var strax tekin upp. Kvöldið leið við glaum og gleði, en vínföngin fóru mestöll niður í gestina, og þeir tóku ekkert eftir bragðinu af svefnlyfinu sem Cre- los laumaði í drykki þeirra. Um tíuleytið voru báðm stein- sofnaðir. Næsta morgun vöknuðu þeir í fangafötum læstir inni í fangaklefa. Glæpamennirnir höfðu gengið út um fangelsishliðið klæddir fötum gestanna. Þetta var snjall flótti, en sagan var ekki þar með búin. Einn af leynilögreglumönnum Mexíkóbanka, Alvarez del Castillo, komst að raun um að þjófarnir höfðu komizt til Brazilíu, og hann útvegaði sér styrk frá S.þ. til námsdvalar í Sao Paulo. Þar notaði hann meðal annars tímann til að látast vera mexíkanskur glæpamaður nýkominn til borg- arinnar. Á drykkjustofu í glæpamannahverfinu var honum vísar á Corelos.'Mexíkómaðurinn vísaði brasilísku lögregl- unni þegar í stað á strokufangann, og skömmu síðar var Fernandes handsamaður, einnig í Sao Paulo. Vasaþjófnaður hefur þekkzt frá því sögur hófust og er síður en svo einskorðaður við karlmenn. Kvenvasaþjófar hafa margsinnis sýnt engu minni hugvitssemi og leikni. Á öndverðri átjándu öld var uppi í London stúlka að nafni Mary Youngs, sem gerðist vasaþjófur á barnsaldri. Hún var tekin af vergangi í þjófaflokk og hóf sjálfstætt starf eftir mánaðar nám. Brátt gerði hún að sérgrein sinni að stela af söfnuðinum við guðsþjónustur. Hún lét búa sér til gervihendur, svo hún gat setið í kirkjubekknum með spenntar greipar í kjöltu sinni, meðan lifandi hendurnar könnuðu vasa sessunauta hennar. Þetta bragð dugði henni árum saman, en loks var hún gripin og hengd. Rúmum tveim öldum síðar notaði ítali að nafni Francesco sama bragð með miklum árangri í Róm. Hann gekk eðli- lega klæddur í venjulegum jakka, en 1 hægri erminni var gervihandleggur. Sína eigin hendi notaði hann til að kanna vasa og töskur farþega í strætisvögnum. Það varð honum að falli að óeinkennisbúinn lögregluþjónn sá við honum. Alþjóðalögreglan sendir sífellt út um heiminn tilkynn- ingar um reynda og víðförla vasaþjófa. Margir þeirra k'omu úr flóttamannabúðum í stríðslok. Þjófaflokkur sem enn er að starfi var í fyrstu eingöngu skipaður Rúmenum en síðar bættust í hann menn af öðrum þjóðum Suðaustur-Evrópu f ■ ■ J DANSAÐÁ DRAUMUM 27 anum. Hún greip andann á lofti og varð enn einu sinni vór við tryllta dans hjarta síns. Síðan fékk hún það á tilfinn- inguna, að einhver væri að horfa á sig, sneri sér snöggt við og leit upp í tröppurnar, beint í augu Vere Carrington XI. kapituli. I Fyrsta hugsun hennar var — hve lengi hafði hann verið þarna? — Hr Carrington, stamaði hún og hljóp upp tröppurnar. — Eg vissi ekki — ég hafði — enga hugmynd um að þér munduð koma upp eftir í dag. — Auðsjáanlega ekki. Rödd hans var ísköld — Ég hafði held- ur ekki ætlað mér að koma hing- að fyrx en á morgun, en það var áður en hringt var í mig. — Hringt í yður, endurtók hún, síðan, þegar hún mætti aug- um hans, uppgötvaði hún að aldr- ei fyrr höfðu þau verið svo köld og fjandsamleg. Fyrsta áfallið við að sjá hann var liðið hjá og allar áhyggjur hennar skullu aftur á henni sem risastór hræðslualda. — IHvað hefur komið fyrir? HERMINA BLACK spurði hún. — Er eitthvað að? — Eitthvað að — ! Dyravörðurinn kom í ljós í hin- um enda anddyrisins á leið til klefa síns Vere snerist á hæli og benti reiðilega til hennar. — Það er bezt fyrir yður að koma hingað inn, skipaði hann hörkulega. Jill fylgdi honum inn í auða biðstofuna Hún hafði alltaf kunn að vel við þetta herbergi með bleikrauðu veggjunum síðar fyrsta daginn sem hún kom að rafa við- tal við 'yfirhjúkrunarkonuna — það var eitthvað við það sem var gjörólíkt venjulegum biðstofum. En núna virtist vingjarnlegt og notalegt andrúmsloftið skyndilega hafa fallið ofan í frostmark, þó hún gerði sér grein fyrir því að það neistaði þrátt fyrir kuldann. Hún sneri sér að reiða, kulda- lega manninum sem var nýbyrj- að loka hurðinni og spurði: — Gjörið svo vel að segja mér hvað kom fyrir. Ungfrú St. Just — — Ungfrú St. Just datt — það er ómögulegt að segja strax um afleiðingarnar. — Datt — Vere hafði verið að fást við hrædda, móðursjúka stúlku og hann var í engu skapi til að þola taugaveiklun annarrar. — Vinsamlegast standið ekki þarna eins og kjáni og endurtak ið orð mín, bað hann. — Jill dró djúpt andann. — Ég — mér þykir það leitt — — Leitt! Drottinn minn dýri! Yður ætti að þykja það leitt, sagði hann og var að springa af reiði. — Vanræksla yðar — það dð þér snúið baki við ábyrgð yðar af ásettu ráði, hefur haft i för með sér slys, sem gerir e.t.v. allt starf mitt að engu og hefur orsakað, guð einn veit hve miklar, þján- ingar. Sjálfstjórnin sem hann hafði tamið sér, sem hafði hulið reiði hans og óþolinmæði fram að þessu, brast skyndilega og hleypti fram reiðiöldu sem skall á stúlk- unni sem hann var sannfærður um að ætti sökina á því sem hafði gerzt, og með hræðilegum orðum sem virtust flá af henni skinnið eins og svipa, ásakaði hann hana — um algeran skort á ábyrgðar- tilfinningu, að vanrækja starf sitt og stofna sjúklingi sínum í hættu, og hún hlustaði, náföl og veik af hryllingi yfir því sem hafði kom- ið fyrir. Að síðustu bað hún: — Lofið mér að útskýra. Ég vildi ekki fara út í dag. — Hvers vegna fóruð þér þá? — Vegna þess — hún bandaði hendinni vonleysislega — að yfir- hjúkrunarkonan krafðist þess. — Viljið þér fá mig til að trúa, sagði hann hörkulega, — að sjálf yfirhjúkrunarkonan hafði krafizt þess að þér yfirgæfuð sjúkling yð- ar! Ég trúi því ekki. Þér eruð einfaldlega að reyna að afsaka sjálfa yður — Þrátt fyrir vesældina rykkti Jill til höfðinu. — Ég lýg ekki hr. Carrington — Hann þusaði áfram. — Yfir- hjúkrunarkonan gaf yður líklega leyfi til að fara út vegna þess að þér báðuð hana um það. Þér hljót- ið að hafa getað beðið dálítið leng- ur með að hitta — vin yðar. — Ég fór ekki til að hitta neinn. Jill var svo særð, að hún gleymdi öllum hegðunarreglum. Ég vildi komast fljótt til baka — ég var áhyggjufull yfir að vera í burtu — — Samvizka yðar hefur sagt nokkuð seint til sín! Þetta er nóg, Systir. Þó að augu hans leiftruðu enn hættulega, var rödd hans köld og róleg aftur — og einhvern veg- inn voru orðin full enn meiri fyr irlitningar. — Mér hefur dottið í hug að þér væruð e.t.v. ekki hæfar til að takast ábyrgð á herðar — að þér væruð ekki færar um, að beina athygli yðar óskiptri að vinnunni. Mér þykir leitt að ég skyldi gleyma þeim grun og vera svo heimskur að treysta yður. Ég er — því miður — ekki einn af stjórnendum þessa staðar, og ég hef ekkert vald til að fá óskir mínar uppfylltar, en hvað sjúkling minn snertir krefst ég þess að fá hjúkrunarkonu sem ég get treyst — ég mun benda ungfrú Travers á það á morgun. — Eigið þér við. spurði Jill og vætti burrar varirnar, — að — þér viljið ekki að ég hjúkri ungfrú St. Just? Hann hafði snúið sér að dyrun- um og leit kuldalega við. — Það er einmitt það sem ég á við. — En þér eruð óréttlátur! hún gat ekki haldið aftur af sér — Ég hef gert allt sem i mínu valdi stendur — — Nema að taka minnsta tillit til óska minna, og efna lofordin sem þér voruð svo fljótar að gefa, og án þess að gefa henni tæki- færi til að svar opnaði hann harð- ina og fór út. Jill steig ósjálfrátt fram, stað- næmdist og fann að hún skalf frá hvirfli til ilja. Hnn rétti út hend- ina sem í leiðslu, tók fast um sto'i- bakið og stóð og studdi sig upp vig það með lokuð augun. Henni fannst sem hún hefði ver- ið barin unz hún var hálf með- vitundarlaus og fann ekki lengur fyrir sársaukanum. Vaninn og viljastyrkurinn komu henni von bráðar til bjargar. Sið- an tók hugur hennar til starfa og hún uppgötvaði að ennþá — þrátt fyrir úthellingu Vere — vissi hún ekki einu sinni hvað haíði komið fyrir. Hún varð að komast að því. Hún gekk hratt og örugglega út í anddyrið og var lögð af stað til skrifstofu yfirhjúkrunarkonunnar, þegar henni datt í hug, að Vere væri kannski þegar kominn þang- að. — Veiztu hvort að yfirhjúkrun arkonan er ein, Patrik? — Hún er ekki við, fröken. Fór til London eftir að þér voruð farnar út, sagði dyravörðurinn. — Hún ætlaði að fara í leikhúsið i kvöld og kemur ekki aftur fyrr en seint. — Áttu við að hún hafi farið áður en hr. Carrington kom? spurði Jill. — Einmitt, sagði Patrik. — Yfirhjúkrunarkonan fór allt- af í bæinn einu sinni í máuðu, og auðvitað hafði hún ekki þurft að segja Jill, að það væri einmitt þessi dagur. hugsaði hún dauflega. ÚTVARPIÐ ! dag Föstndagur 20. maí 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna 15.00 Miðdegisútvarp. 16-30 Síð degisútvarp 17.00 Fréttir 17.05 Stund fyrir stofutónlist. Guðmundur W. Vilhjálmsson. 18.00 íslenzk tónskáld. Lög eftir Pál fsólfs son 18.45 Tilkynningar 19.30 Fréttir 20.00 Kvöldvaka: a. Lestur fornrita: Þáttur af Sig urði slembidjákn. b. Uppreisn in á Skelinni. c. tökum lagið! d. Frá Hörðalandi Ásta Valdi marsdóttir segir frá kvenfélags hátíð og fleiru i Indre Arna. e. Kvæðalög Þórður Jónsson fer með nokkrar stemmur. 21.30 Útvarpssagan: „Hvað sagði tröllið?“ eftir Þórleif Bjarna- son Höfundur flytur (6) 22.00 Fréttir og verðurfregnir. 22.15 íslenzkt mál Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag. flytur þáttinn. 22.35 Næturhljómleik ar. 23.25. Dagskrárlok. Laugardagur 21. maí. 7.00 Morgunútvarp 12.0OHádegls- útvarp 13.00 Óskalög sjúklinga 14.30 í vikulokin 16.00 Á nótum æskunnar 16.30 Þetta vil ég heyra 17.35 Tómstundaþáttur barna og unglinga 18.00 Söngvar ( léttum tón 18.45 Tilkynningar 19.20 Veðurfregnir 19.30 Fróttlr 20.00 Laugardagskonsert. 20.50 Leikrit leikfélagsins Grimu: Fan- do og Lis eftir Fernando Arrabal 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22. 15 Danslög 24.00 Dagskrárlok. morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.