Tíminn - 20.05.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.05.1966, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. maí 1966 TÍMINN GERUM VIÐ40 REIKNINGANA ÍHALDSSTJÓRN Ræða Guðmundar Gunnarssonar, verkfræðings, í útvarpsumræðunum um borgarmálin Góðir Reykvíkingar! Þann 22. maí göngum við að kjörborðinu og veljum 15 full- trúa í borgarstjórn. Það er ætlun löggjafans að full- trúar í borgarstjórn séu úr sem flestum starfsgreinum, og hafi sem víðtækasta þekkingu á þeim viðfangsefnum er til afgreiðslu eru í borgarstjóm. Framsóknarflokkurinn hefur að sjálfsögðu þetta, sem meginreglu við val fulltrúa sinna í væntan legum kosningum. Deila má um það, hve margir fulltrúar skuli vera í borgarstjóm. Þó virðist augljóst að eftir því sem borgin stækkar og starfsemi hennar verður víðtækari þá fjölgi fulltrúunum. Þetta virðist borg- arstjórnarmeirihlutinn hér í Reykjavík ekki geta samþykkt, það er afstaða út af fyrir sig, enda ætíð afstaða íhaldsafla að vera á móti sjálfsögðum endurbót- um og lagfæringum fjöldanum til handa. En annað mál og alvar- legra er að skjóta upp kollinum hjá okkur hér í þessum kosning- um, og það er sú stefna borgar- stjóraarmeirihlutans að gera eina stétt manna, lögfræðinga, allt að því allsráðandi um borgarmálefni. Ekki má skilja orð mín svo að ég hafi neitt á móti lögfræðingum sem slíkum, því að með lögum skal land byggja, .en er lagamál- efnum borgarinnar virkilega svo komið eftir nær 40 ára stjóm íhaldsins hér, að borgarstjóri telji að hann verði að hafa í borgar- stjómarmeirihlutanum 4—5 lög- fræðinga. Við hljótum að spyrja hvað á að gerast hér á næsta kjörtíma- bili er krefst slíks fjölda lögspek- inga í borgarstjórn, og við óskum svars fyrir kosningar. Meirihluti borgarstjórnar klifar mjög á því hve mikið eigi að gera á næsta kjörtímabili og hefur að því tilefni gert og birt margar sundurleitar og loðnar áætlanir, svo sem gatnagerðaráætlun, gang stéttaráætlun, áætlanir um skóla- byggingar, barnaheimili . leikvelli, höfn og ýmislegt fleira. Já, og ekki má gleyma rúsínunni í pylsu endanum, sjálfu heimsins bezta skipulaginu, sem á að gjörbreyta svo borginni að dæmi eru ekki til um slíkt. Og kjörorð borgarstjórn armeirihlutans er áfram. Áfram á þeirri braut er þeir hafa markað í borgarstjórn og ríkisstjórn og alþjóð er nú kunn í gervi óða- verðbólgu og stjórnleysis. En við Framsóknarmenn segj- um: Stöldrum við og athugum ofckar gang. Kapp er bezt með forsjá. Hver borgar brúsann? Er það borgarstjórnarmeirihlutinn og stóreignamennimir. Nei, það eruð þið launþegamir, sem nú vinn ið myrkranna á milli til þess að hafa ofan í ykkur og á, þið eigið að herða sultarólina og borga. Meirihluti borgarstjóraar skal sjá fyrir því að koma útsvörunum í lóg. Stöldmm frekar við og hug- leiðum hvemig stendur á því að gera þarf öll þessi reiðinnar ósköp nú. Því það er staðreynd að þetta þarf allt að gera og meira til. Hefur þá ekkert verið gert af því sem borgarstjómarmeirihlutinn hefur lofað að gera fyrir hverjar Guðmundur kosningar hingað til, og ef svo er hvers sök er það? Stöldrum enn við og lítum í kring um okkur og spyrjum hvers vegna verða Reykvíkingar að vera áu þeirra hluta er allar aðrar borg ir telja sjálfsagða, svo sem, svo að- eins eitt sé nefnt, varaniegar göt- ur og gangstéttir. _ Lítum á nýja skipulagið, hvem- ig stendur á því að alls staðar vantar skóla, barnaheimili og leik velli svo eitthvað sé nefnt, i þau bæjarhverfi sem annars eru löngu fullbyggð. Og enn segi ég staldr- ið við og lítið á borgarreikning ana og athugið hvað fer mikið fé í eyðsluhítina, og hvað fer úl framkvæmda og þá um leið hvern ig er framkvæmdunum háttað. Hvernig stendur á því að ekki er hægt að samræma framkvæmd- ir borgarinnar og lagður níður sá siður er nú virðist ríkja meðal borgarstofnana að hvert borgar- fyrirtæki vinni fyrir luktum dyr- um án samráðs við hin fyrirtæk- in. Heyrzt hafði að uppi væru há- værar raddir innan borgarstjórn- armeirihlutans aS þessu yrði að kippa í lag, en nú virðast, þær raddir hafa verið kæfðar. Þvi svo langt er nú komið að einn af ágæt- ustu og mikilhæfustu starfsmönn- um borgarinnar sjálfur, borgar- verkfræðingurinn lætur hafa það eftir sér í Morgunblaðinu, sem svar við gagnrýninni á þann fram kvæmdamáta að borgarfyrirtæki grafi hvort í hælana á öðru, að þetta sé allt í lagi, því að með tilkomu stórvirkra vinnuvéla sé svo ódýrt að grafa fyrir lögnun um að þetta skipti engu máli. Kjósandi góður, ef þú treystir ekki dómgreind þinni gegn svona rökfærslum, þá farðu og spurðu verktakana hvað það kosti að grafa upp göturnar. Spurðu raf- veituna, símann, vatnsveituna og holræsadeildina, hvað það hafi kostað í viðgerðum og breyting- um á lögnum þeirra að hitaveit- an er lögð svo seint sem raun ber vitni. Já. kjósandi góður, stöldrum við og lítum á hitaveituna, óskabarn og stolt okkar Reykvíkinga. Það er ef til vill að bera i bakka- fullan lækinn að gagnrýna hita veituframkvæmdir, en seint er góð visa of oft kveðin. Nú er loksins svo komið að hitaveitulagnir í göt- ur þeirrar Reykjavíkur er risin var 1964 em langt komnar þó nokkuð vanti þar á ennþá. En ekki er nóg að hafa hitaleiðslurn- ar þegar þær eru vatnslausar eða vatnslitlar, þegar mest á reynir og menn sitja skjálfandi í kulda strax og kul gerir. Hér fór sem oftar hjá meir:- hlutanum, það hefur gleymzt að sja hitakerfinu fyrir nægilegri varmaorku, bæði með nýjum fjar- veitum og kyndistöðvum er nýtt- ar verða þegar kaldast er. Enn heldur skipulagsleysið áfram. Árbæjarhverfið er að rísa án hitaveitu, en henni er lofað að ári (ári of seint), þannig að nú verða húsbyggjendur að leggja tvöfaldan kostnað við að byggja kyndiklefa, kaupa katla og kýndi tæki. Hvernig verður hugsað fyr- ir þessum málum í Fossvogshverf- inu, Breiðholtinu og þeim nýju hverfum er rísa á næstu árum. Á sarna sagan að endurtaka sig þar? Að lokum þetta: Framsóknar- menn í borgarstjórn munu leit- ast við að stuðlað verði að hag- kvæmni og sparnaði í rekstri borg- arstofnana. Framkvæmdaáætlun verði gerð til lengri tíma. Nýja skipulagið verði athugað gaum- gæfilega áður en lengra er haldið. Reykjavíkurborg hafi forystu í hitaveitumálum Stór-Rvíkur og leiti samvinnu við nágrannasveit- j nar um fjarveitu frá næstu háhita svæðum. ÖIl eða flest verk á veg um borgarinnar verði boðin út, og útboð þannig uppbyggð að öruggt sé að borgin njóti beztu fáanlegra kjara, bæði varðandi efni og vinnugæði. Kjósandi góður, staldraðu ögn við við kjörborðið 22. maí og gerðu upp reikningana við 40 ára íhalds stjórn í Reykjavík með þvi að kjósa B-listann. Guðmundur Gunnarsson. IHALDIÐ HEFUR ALLTAF BRUQDllT UNGU FÓLKI í HÚSNÆDISMÁL UNUM Úr ræðu Halldóru Sveinbjörnsdóttur, bankagjaldkera, í útvarpsumræðunum. Menningarástand þjóða má oft ráða af því, hvernig þær búa að þegnum sínum, hverja aðstoð þær ljá fólkinu til að gegna því hlut- verki að byggja upp heilbrigt þjóð félag. Þar sem manngildi er hæst metið, er að því stefnt,/að engan einstakling skorti fæði, fatnað eða húsnæði. Við þurfum ekki lengi að hug- leiða þessa upptalningu, til að sjá, hvaða atriðið hefur orðið tilfinn- anlegast útundan hjá þeim mönn um. sem meirihluti Reykvíkinga hefur að undanförnu valið til for- sjár nauðsynjamála okkar. Það eru tvímælalaust húsnæðismálin. Á hverjum morgni blasa við okkur í Morgunblaðinu myndir af ungum og glaðlegum piltum og stúlkum. sem hafa bundist eigin- orði og eru að takast á hendur það erfiða hlutverk að leggja hönd að b.vggingu þjóðfélags okk ar Þetta unga fólk er fullt á áhuga á að gegna sínu hlutverki sem bezt, og það væntir þess líka, að samfélagið leggi þeim eftir megni lið til þessa starfs, sem þvi rfður svo mikið á að vel takist til um. Fyrsta viðfangsefni hinna ungu hjóna er að verða sér úti um samastað, húsnæði, og um leið byrja erfiðleikamir. Eigi þau ekki til efnafólks að telja, verða þau yfirleitt að taka húsnæði á leigu og þá tíðast að sæta afarkostum. Þvi að í skjóli alltof lítils fram- boðs á leiguhúsnæði, líðst húseig- endum svo að segja hvað sem er. Húsaleigubyrðin verður ungu hjónunum tíðast það þung, að enginn möguleiki er á að spara sér saman fé til að geta byggt eða keypt eigin húsnæði, nema þurfa að grípa til hreinna örþrifa- ráða, svo sem óhæfilega iangs vinnutíma beggja hjónanna. Þar við bætist sú staðreynd, að verð- bólgusjúkt þjóðfélagið gerir spari- fé þeirra stöðugt verðminni, þvl lengur sem það er nt á vöxt- um. sem kallað er eóa með öðr- um orðum; Það stelur nokkrum hluta af svarifé þeirra, til að borga Halldóra af skuldasúpu þeirra manna, sem hafa afstöðu til að taka lán til langs tíma. Nú er það ekki annað en eðli legur hlutur, að hinum ungu hjón um fæðist barn. Við það aukast erfiðleikarnir um allan helming. Barnafólk er víðast hvar óveikomn ir leigjendur. Ennfremur leiðir af sjálfu sér, að kona, sem annastl þarf imgt barn getur ekki lengur unnið utan heimilisins, og þvf fell ur sá möguleiki til fjáröflunar tíð- ast fljótt úr sögunni, nema hjón- um takist að koma barni sínu til gæzlu og þá oftast hjá foreldrum eða nánum vandamönnum, því skortur á barnaheimilum er það mikill, að svo til engin hjón með eitt barn geta fengið þar nokkra aðstoð. Verður því oft þrautarlend ing ungu hjónanna að hefja bú- skap sinn í litlu og ófullnægjandi húsnæði hjá foreldrum annars hvors þeirra. En þótt færa þurfi slíkar fórnir, leggja ungu hjónin samt á bratt- anna, í þeirri von, að þeim auðn- ist fyrr eða síðar að koma á lagg- irnar sínu eigin heimili. Og hver er nú líklegasta lausn- in á þeim þungbæra vanda sem unga fólkinu ber svo brátt að höndum? Lausnin getur ekki orðið önn- ur en sú, að gera ungu hjónunum jkleift að- eignast eigið húsnæði, lán þess að þau þurfi að takast á herðar þær þrælabyrðir, sen slíta þeim út löngu fyrir tímann, hamla eðlilegu uppeldi barnann? og rýra möguleikana á þeirri lífs- hamingju, sem þau eiga tvímæla laust heimtingu á. Og hverjar eru svo horfurnar í þessum málum i dag? Er þess að vænta, að úr þeim greiðist bráð Iega? Nei, síður en svo. Ástand- ið hefur aldrei verið verra en nú, og ekki verður annað séð en það eigi enn eftir að versna til muna. Byggingarkostnaður hefur aldrei fyrr verið svo himinhár, sem hann er í dag, og lánamöguleikarnir hafa aldrei verið minni í hlutfalli við byggingarkostnað. Að vísu er mikið byggt, en þau hús eru ekki ætluð til íbúðar, heldur til aðset- urs og athafna fyrir kaupsýslu- fólk og hvers konar braskaralýð, sem 'eru eftirlætisstéttir núverandi valdhafa. Og þær byggingar eru ekki smáar í sniðum, og til þeirra skortir ekki lánsfé, því það eru þessar stéttir, sem í raun og veru Framtoald á 9. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.