Tíminn - 20.05.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.05.1966, Blaðsíða 6
TÍMINN FOSTUDAGUR 20. maí 1966 40 ■ • ;y' Togarinn Princess Anne, 421 tonn, á að fara í reynsluför með kraft- blökk. BRETAR REYNA SENN KRAFTBLÖKK- INA 0G SÍLDARNÓTINA „Leikvöllurinn" — stórgrýti og drullupollar. ,Leikvöllurínn' vii Stangarhoit KJ-Reykjavík, miðvikudag. Það líður varla orðið sá dagur núna í seinni tíð að borgarstjóm- aríhaldið vígi ekki einhverja stofn un, sem flestar eru orðnar mörg- um árum á eftir í framkvæmd, og hafa farið langt fram úr öll- um kostnaðaráætlunum. Einn er þó sá staður í borginni sem íhaldið hefur ekki fjölyrt mik- ið um núna, og það er stórgrýtis- þríhymingurinn sem afmarkast af Stangarholti, Nóatúni og Skipholti. íbúarnir þarna í kring hafa beðið i ofvæni núna í rigningatíðinni að bongarstjórinn og allt hans lið kæmi nú og vígði stórgrýtið og drullupollana á þessu svæði til af- nota fyrir bömin, en hirðin sú hefur ekki enn látið sjá sig. Þetta svæði er ætlað útivistarsvæði fyrir börn, en þótt meira en áratugur sé liðinn frá því flutt var í flest húsin þarna í kring, hefur heldur lítið orðið_ úr framkvæmdum á svæðinu. íbúarnir héldu nú að Óskar Hallgrímsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins myndi reyna að beita áhrifum sinum í þá átt að gert yrði við svæðið en annað hvort hefur ekki verið hlustað á hann í borgarstjóminni, eða þá hann hefur aldrei minnzt á málið, þar — og nú er hann fluttur úr hverf- inu, og í nýtt hús í öðm hverfi. í eitt horn svæðisins hefur verið dritað niður tveim rólum og tveim söltum, auk sandkassaimyndar, en skammt frá þessum tækjum er svo bílastæði, sem býður hættunni heim. Það er krafa íbúanna þarna í kring, þegar verði hafizt handa iim að girða svæðið, og komið verði upp gæzluleikvelli, svo foreldrar geti látið böm sín út á svæðið án þess að eiga á hættu að þau týni gúmmístígvélunum sínum í dmllusvaðinu, meiði sig á stórgrýt inu eða komist auðveldlega út á göturnar, þar sem stöðug þunga- umferð er allan daginn. 3J-Reykjavik. The Fishing News slær því upp á forsíðu 25. marz sl., að uú ætli brezkir síldarsjómenn að taka tæknina í sína þjón- skipstjóri Breta, dvaldi nýlega tvær vikur í Noregi og fór á veiðar. „Þetta er stórkostlegt,“ sagW hann. „Við fengum 350 tonn ustu og hefja innan skamms á 3 Vi tíma og ég býst við að veiðar með kraftblökk og síld- amót, eins og fslendingar og Norðmenn hafa notað undan farin ár. Allt fram til þessa dags hafa verið stundaðar reknetaveiðar frá austurströnd Englands. Ensku skipstjórarnir hafa horft á norsk skip drekkhlaða sig á stuttum tíma, á meðan þeir fengu sáralítinn afla í reknet- in. Nú finnst þeim nóg kom- ið, og hafa sent nokkra skip- stjóra til Noregs og íslands til að kynnast nýjung ísíldveið- um. Skipstjórinn Göorge Draper, sem er einn kunnasti síldveiði- við höfum sleppt 150 tonnum, þar sem veðrið fór versnandi.“ Síðar í greinni er réttilega bent á, að íslendingar og Norð- menn hafi mtt brautina í þess- um efnum. Myndin hér fyrir ofan er af togaranum Princess Anne, og er hann af millistærð, 421 tonn. Hann verður búinn kraftblökk og bergmáls dýptarmæli, eis og norsk og íslenzk skip. í greininni segir, að ef togarinn reynist eins vel falliiin til veiða og síldveiðiskipin norksu, þá geti það haft í för með sé ger- byltingu fyrir togara af minni gerðinni. REISA MINNISVARÐA UM NORRÆNA LANDKÖNNUD! Forseti Landkönnuðaklúbbsins í Bandaríkjunum (Explorers Club), f S.l. föstudag var hleypt af stokkunum hér hjá Skipa- vík h.f. nýjum 35 lesta eik- arbáti, en hann var smið- aður í gömlu dráttarbraut- inni. Báturinn er búinn 160 hestafla GM vél og sigl- artækjum af fullkomnustu gerð ásamt sjálfvirkum síld arleitartækjum, en hið síð- astnefnda mun vera nýjung í svo litlu skipi. Frú Lilja Guðmundsdótt- ir, eiginkona Þorvaðar Guð- mundssonar, verkstjóra gaf skipinu nafn, en það nefnist Ver KE 45 Eigendur eru Er- lendur Sigurðsson o.fi., Keflavik. Dr. Edward C. Sweeney, hefur til-1 landkönnuði íslands, Svíþjóðar, kynnt, að klúbburinn sé að hefja Danmörku, Noregs og Finnlands, sjóðssöfnun — allt að $500.000 — undir forystu Bernt Balchens, ofursta, sem er kunnur flugmað- ur og landkönnuður, í þeim til- gangi að reisa varanlegan minn- isvarða til heiðurs merkum nor- rænum landkönnuðum, svo og til stuðnings áætlun, sem landkönn- unarmiðstöð klúbbsins hefur gert. Minningarsjóður amerisík-skandi navíska landköimuða verður þátt ur í Heimsmiðstöð til að heiðra er lagt hafa sögufrægan skerf til framfara heimsins. Tékjum sjóðs- ins mun verða varið til styrkveit- inga einstaklingum til handa, eink um menntaskólanema og stúdenta, til starfa við frumrannsóknir og ný landkönnunarverkefni, og með því móti á að hvetja unga menn og konur til að velja sér að lífs- starfi vísindasvið, er snerta land- könnun. Framhald á 9. síðu. TEKUR FRÆÐSLUKVIK- MYNDIR UM ÍSLAND KT-Reykjavík. Um þessar mundir er stadd- ur hér á landi Bandaríkjamað ur, Harry Reed að nafni, í þeim tilgangi að taka hér fræðslukvikmynd um land og þjóð. Þegar töku myndarinnar lýkur, mun Mr. Reed ferðast með myndina viða um Banda- ríkin og sýna hana, og mun jafnframt halda stutta fyrir- lestra við hverja sýningu mynd arinnar. Blaðamaður Tímans hitti Harry Reed að máli nú fyrir skemmstu á City Hótel, þar sem hann dvelst um þessar mundir, og var tilgangurinn að fræðast dálítið um hina fyrir- huguðu kvikmynd. Harry Reed hefur talsverða reynslu í gerð fræðslumynda. Hann hefur unnið að töku slíkra kvikmynda í 28 ár. og hefur hann tekið fræðslumynd- ir í Bandaríkjunum, Alaska og á Norðurlöndum. Þessar kvik- myndir hefur hann tekið á sín- um eigin vegum, en samið við fræðslustofnanir i Bandaríkj- unum um sýningar á þeim. Til dæmis hefur hann sýnt myndir sínar á vegum National Geo- graphic Society, American Mes eum of Natural History, svo og á vegum margra háskóla, safna o. fl. Um kvikmynd þá, sem Reed ætlar að taka hér á íslandi, sagði hann, að undirbúningur undir tökuna hefði tekið þrjú ár. Hefði hann þurft að lesa allt, sem tiltækt var um ís- land til þess að myndin gæti orðið sem sönnust heimildar- mynd. Þá hefur hann komizt að samkomulagi við yfirmenn fjölmargra stofnana hér á landi um samvinnu við töku mynd arinnar. Sýningar á kvikmyndinm um fsland eiga að hefjast i haust, og sagði Harry Reed að hann byggist við því að hún kæmi fyrir augu 25 millj. áhorí enda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.