Tíminn - 21.05.1966, Page 3

Tíminn - 21.05.1966, Page 3
LAUGARDAGUR 21. maí 1966 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR 15 TÍMINN Kemur Hermann nógu snemma? Valur og KR leika á mánudagskvöid. Liðin, sem léku til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í fyrra, KR og Valur, leiða sam- an hesta sína n.k. mánudagskvöld. Þrátt fyrir, að Þróttur hafi mesta möguleika til sigurs í mótinu, get- ur þessi leikur engu að síður haft mikil áhrif, tapi Þróttur stigi eða stigum á móti Fram. Vals-liðinu hefur gengið illa að skora eftir að Hermann Gunnars- son hvarf úr framlínunni, en hann er um þessar mundir í keppnisför í Bandaríkjunum með landsliðinu í handknattleik. Og nú vona Vals- menn, að Hermann verði kominn heim í tæka tíð til að leika með gegn KR. Áætlað er, að landslið- ið komi heim einhvern tímann á mánudag, en auðvitað getur orð- ið um seinkun að ræða, svo engu má muna, hvort Valsmenn fá þennan skæða sóknarmann í fram línuna. Annað kvöld, sunnudagskvöld, leika Fram og Víkingur, en þessi lið reka lestina í Rvíkurmótinu, bæði með 1 stig, en Fram hefur leikið einum leik færra. Það er svo á miðvikudaginn, sem síðasti leik- ur mótsins fer fram, þ.e. leikur Fram og Þróttar cn sá leikur hef- ur úrslitaþýðingu. Eyleifur í hópi aðdáenda eftir leikinn gegn Keflavík. (Tímamynd BB). Skagamaöurinn skoraöi sigur- mark Reykjavíkur gegn Keflavík Ungt Reykjavíkurlið sigraði Keflavík í bæjakeppninni með 1:0 Alf-Reykjavík. — Aðeins eitt mark var skorað í bæjakeppni Keflavíkur og Reykjavíkur, sem háð var á Melavellinum í fyrra- kvöld, og það var hvorki skorað af Reykvíking né Keflvíking held- ur Skagamanninum Eyleifi Haf- steinssyni, sem þarna lék sinn fyrsta leik fyrir Reykjavík. Markið skoraði Eyleifur á 23. mínútu fyrri hálfleiks eftir ágæta sendingu hægri framvarðar Rvíkur, Ómars Magnússonar, fram miðjuna. Ey- leifur hljóp áfram, með þrjá Kefl- víkinga á hælunum og tókst þrátt fyrir erfiða aðstöðu, að lauma knettinum framhjá Kjartani Sig- tryggssyni, Keflavíkur-markverði. Þrátt fyrir mörg tækifæri á báða bóga, urðu mörkin í leiknum ekki fleiri, en hurð skall hættulega nærri hælum við Keflavíkurmark- ið, þegar tvær mínútur voru eft ir af leiknum, en þá skaut Er- lendur Magnússon, vinstri útherji Rvíkur, hörkuskoti í þverslá. Lið Reykjavíkur, sem lék gegn baráttuglöðum Keflvíkingum, var mestmegnis skipað ungum leik- mönnum, flestum um tvítugt, og er ég efins í því, að Reykjavík hafi teflt fram jafn ungu liði í bæjakeppni áður Piltamir stóðu sig vel og náðu ágætum leikköfl- um. Sérstaka athygli vakti mark- vörðurinn, Guðmundur Pétursson, KR, sem varði Rvíkur-markið af stakri prýði. Þrátt fyrir, að Guð- mundur sé ungur að árum og leiki nú í fyrsta skipti með meistara- flokki, getur svo farið, að hann keppni um landsliðssæti í sumar. Hinir gamalkunnu og traustu landsliðsmarkverðir okkar síðustu ár, Heimir Guðjónsson og Helgi Daníelsson, hafa hvorugir verið á sviðinu í vor. Helgi er að sögn hættur, en Heimir hefur átt við meiðsli að stríða. Og þá eru að- eins eftir ungir markverðir, og af islandsmeistarar Ármanns í sundknattleik fslandsmeistarar í sundknatt- leik 1966, lið Ármanns, fremri röð frá vinstri, Siggeir Siggeirsson. Pétur Kristjánsson, Sigurjón Guð jónsson. fyrirl. Sæmundur Sigur- óteinsson og Ragnar Vignir. Aftari röð frá v. Þorsteinn Ing ólfsson, Ingvar Sigfússon, Einar Kristinsson. Stefán Ingólfsson, Guðmundur fngólfsson og Gunnar Hjartarson. Þjálfari Ármenninga er Einar Hjartarson. I Ármann vann KR i úrslitaleik mótsins með 5 gegn 3 og fór leik ! urinn fram í Sundhöll Reykjavík- ur s.l. miðvikudagskvöld Aðrir leikir mótsins fóru þannig: Ár- mannxÆgir 11:2 og KRxÆgir 113:x6 þeim finnst mér Guðmundur lík- legastur til að erfa landsliðssætið. Af öðrum leikmönnum Rvíkur, sem stóðu sig vel í fyrrakvöld, má nefna Anton Bjarnason, sem lék prýðilega, einkum þegar líða tók á leikínn, en í upphafi átti hann í nokkrum erfiðleikum með Jón Jóhannsson, sem gerði mik inn usla. Báðir bakverðirnir Jó- hannes og Þorsteinn komu nokk- uð sæmilega frá leiknum en fram verðirnir, Ómar og Halldór Ein- arsson, voru með daufara móti. í framlínunni var Eyleifur drýgst- ur og Reynir Jónsson gerði margt gott. Axel Axelsson lék í fyrri hálfleik, en varð að fara út af, og kom Erlendur Magnússon Fram, í hans stað. Ekki verður annað sagt en Kefla víkurliðið hafi komið á óvart. Ég hef séð liðið leika nokkra leiki snemma í vor, og var það þá væg- ast sagt lélegt, en núna sýndi lið- ið mikinn baráttuhug og barðist vasklega allt til síðustu mínútu. Ég hygg, að Keflvíkingar geti orð- ið sterkir í 1. deild í sumar með sama áframhaldi. Mesta athygli vakti Magnús Torfason, framvörð- ur, sem lék skínandi vel. Eins og kunnugt er, lenti Magnús í bíl slysi snemma í fyrravor og lék ekkert með Keflavík á síðasta keppnistímabili. Magnús hefur fyr ir nokkru náð sér eftir þetta óhapp og æft manna bezt. Magnús er líklegur landsliðskandidat í framvarðarstöðu. — Nokkrar breytingar voru á Keflavíkur-lið- inu frá síðasta keppnistímabili, t. d .lék nú Sigurður Albertsson í miðvarðarstöðu í stað Högna Gunn laugssonar, og skilaði Sigurður hlutverkj sínu vel. Liðið er með nýja útherja, Einar Gunnarsson og Svein Pétursson en Jón Ólafur er kominn í innherjastöðu og Rúnar „bítill“ lék ekki með. Jón Jóhannsson í miðherjastöðunni var ágætur til að byrja meö, en átti í miklum erfiðleikum að kom- ast framhjá Antoni. Baldur Þórðarson dæmdi leik- inn og gerði það prýðilega. Veður var ágætt til keppni og áhorfendur allmargir. Hafnarfjörður og Akranes leika í dag Ákveðið hefur verið að hefja síðari umferð Litlu bikarkeppn- innar, en venjulega er hún leik- in á haustin. Er þetta gert m.a. vegna þess, að oft hefur verið erf- itt að koma leikjum fyrir á haust- in, sbr. að ekki tókst að Ijúka síðustu keppni. f dag fer fyrsti leikur síðari umferðar fram f Hafnarfirði og leika heimamenn gegn Skaga mönnum Hefst leikurinn kl. 16.30. r ............. ■■ Úrslitaleikur / dag Síðustu leikirnir í Reykja- víkurmóti 1. flokks í knatt ipyrnu fara fram á Melavell- inum í dag. Fyrst leika Fram og KR og er það úrslitaleikur nótsins. Nægir fram jafntefli til að sigra í mótinu, en tapi Fram hins vegar, verður að leika upp að nýju. Að aflokn- •m leik Fram og KR leika Val- ur og Þróttur. Úrsiit i leikjum hafa orðið þau, að Valur sigraði KR í fyrsta leik með 2:1, en síðan vann Fram Val með 3:2. KR sigraði Þrótt með 9:1 og Fram sigraði Þrótt með 6:0. Rekur Þróttur því lestina, en KR og Valur eru bæði með 2 stig. Vinni bæði KR og Valur í dag, verða þrjú lið að leika að nýju, Fram. Valur og KR. Fyrri leikur í dag hefst kl. 2.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.