Tíminn - 25.05.1966, Page 2

Tíminn - 25.05.1966, Page 2
TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 25. maí 1966 Denni dæmalausi á sína föstu iesendur ekki síður en annað efni rímans. — Þessi snáði hér á nyndinni heitir Skúli og á heima vestast á Ásvallagötunni. Hann lefur klippt Denna úr Tímanum undanfarið og límt inn í sérstaka bók er hann kallar Dennabókina. Núna eru komnar yfir 40 myndir í bókina og fjölgar með degi hverj- um, því að sjaldan lætur Denni sig vanta í blaðinu, þótt kosning- ar og pólitík þrengi nú að hon- um. Annað hefti bókarinnar mun koma út í sumar. (Ljósmynd: Þorvaldur Óskarss.) Náðum meirihluta tlííí: EJ-Reykjavík, þriðjudag. Framsóknarmenn unnu mjög á bæjarstjórnarkosningunum í Vest mannaeyjum, bættu við sig 98 at- kvæðum og einum bæjarfulltrúa. Er því fallinn meirihluti Sjálfstæð ; ismanna þar í bæjarstjórninni. Blaðið hafði í dag samband við Sigurgeir Kristjánsson, efsta mann á lista Framsóknarflokksins í Eyjum, og ræddi við hann um úrslit kosninganna þar. — Við Framsóknarmenn erum ánægðir með úrslitin, — sagði Sig- urgeir. — Við bættum við okkur tæplega 100 atkvæðum, og erum nú orðnir Yast að því hálfdrætt- ingar við Sjálfstæðisflokkinn, sem um langan tíma hefur verið hér lang stærsti flokkurinn. Það mun- aði aðeins einu atkvæði síðast, að við næðum meirihlutanum af Sjálf stæðisflokknum, og nú tókst okk- ur þetta óneitanlega með nokkr- um glæsibrag. — Um hvað var einkum deilt í kosningabaráttunni? — Við deildum að sjálfsögðu á meirihlutann fyrir skipulagsleysi í framkvæmdamálum og fjármálá- stjórn bæjarins, og það hefur sýnt sig, að eftir átta ára stjórn Norræna bridgemótiö Sigurgeír Krkfiiftssttn Sjálfstæðisflokksins í bænum í miklu góðæri, hefur fólk verið far- ið að þreytast á flokknum og vilj- að breyta til. Og við höfðum byr inn með okkur og náðum meiri- hlutanum af Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað spilar svo óánægja með stjórn landsins einnig sitt hlut- verk, en sú óánægja hefur hér, sem einnig víða annars staðar, komið sérstaklega niður á Sjálf- stæðisflokknum, en Alþýðuflokk- urinn hefur hér haldið sínu, og meira að segja bætt við sig. — Hafa einhverjar viðræður haf izt um myndun bæjarstjórnarmeiri hluta? — Nei, menn eru svona að jafna sig eftir kosningabaráttuna. Við Framsóknarmenn höfum lagt á það sérstaká áherzlu, að sem bæjar- stjóri yrði fenginn maður, sem gæti helgað sig að því starfi ein- göngu, en væri ekki leiðtogi í nein um pólitísku flokkanna. Við vilj- um fá óháðan mann í það starf. Annars myndaðist töluverð sam- staða milíi okkar, sem vorum í ! minnihluta síðasta kjörtímabil, gegn Sjál&tæðisflokknum og gæti ég vel hugsað mér heilshugar sam- starf við þá vinstri menn, sem nú eru, ásamt Framsóknarflokknum, i meirihluta. Hins vegar get ég ekki neitað því, að meðai bæjar- fulltrúa Sjálfstæðismanna eru líka álitlegir menn, sem • hafa sína kosti, og við Framsóknarmenn telj um, að skynsamlegt sé að ná sam- stöðu á sem breiðustum grund- velli — ekki sízt vegna þeirra geysilegu verkefna, sem framund- an eru, og sem eru að miklu leyti óleyst. Á ég þar alveg sérstak- lega við vatnslögnina frá landi hingað til Eyja. — En ekkert hef- ur sem sagt enn verið rætt um myrjdun meirihluta. Ég vil svo að lokum, — sagði Sigurgeir, — þakka öllu því fólki, sem vann að sigri okkar í kosn- ingunum. Ég er því fólki ákaflega þakklátur, og eins þeim mörgu, sem studdu okkur, og gerðu þenn- an sigur okkar mögulegan. HZ-Reykjavík, þriðjudag. Norræna bridgemótinu var hald ið áfram í gærkvöldi. Spiluð var 3. umferð í opna flokknum. Úr- slit urðu sem hér segir: Finnland n-fsland I 2—4 Svíþjóð I-Noregur I 0—6 Svíþjóð II-Danmörk I 5—1 ísland n-Finnland II 4—2 Frönsk herskip í Reykjavík Dagana 27. til 31. maí n.k. heim- sækja Reykjavík þrjú frönsk her- skip undir stjórn Salmons aðmír- áls Skip þessi eru frá franska sjó- hernum, „Marine Nationale Fran caise.“ Nöfn skipanna eru: „Surcouf," Bouvet“ og ,Le Picard." Tvö hin síðarnefndu eru tund- urspillar 2.750 tn. 130 metrar á lengd og 13 metrar á breidd. ,„Surcouf“ er sérstaklega útbúið sem aðmírálsskip, og var tekið í þjónustu flotans árið 1955. Skip- ið er búið 6 127 m/m og 4 57 mm loftvarnabyssum, einnig 6 tundurskeytahlaupum sem beint er gegn kafbátum. „Bouvet," sem tekið var í þjón- ustu 1956, er búið vopnakerfi bæði til loftvarna og fyrir sjóorustur. Auk þess hefur skipið stórskota- útbúnað með 57 m/m byssum, 6 tundurskeytarör, og sexfalda sprengjuvörpu gegn kafbátum. „Le Picard" er hraðskreiður tundurspillir, 1.290 tn og 100 m á lengd og 10,30 m á breidd. Skip- ið var tekið í þjónustu 1956 og er búið 6 57 m/m loftvarnarbyss um, 12 tundurskeytarörum og sex- faldri eldflaugavörpu gegn kafbát- um. Áhafnir þessara þriggja skipa eru samtals 821 maður. „Surcouf“ dregur nafn sitt af Robert Surcouf, sem er fæddur í Saint Malo árið 1775 og dáinn 1827. Var hann frægur sægarpur í styrjöldum Frönsku byltingarinn ar og keisaratímabilsins. Pierre Bouvet, þekktur aðmíráll fæddur 1775 og dáinn 1860. Barð ist einkum í Kyrrahafinu. Almenningur mun fá tækifæri til þess að skoða skipin „Bouvet“ og „Le Picard“ 28. o'g 29. maí eftir hádegi báða dagana. 60 skip farin til síldveiða SJ—Reykjavik, þriðjudag. Talið er a ðum 60 skip séu hald in til síldveiða, en síldarleitarskip ið Hafþór hefur ekki fundið telj andi síldarmagn fyrir austan. f kvöld hafði ekki frétzt af veiði, en veður er gott á miðunum. Síldarverksmiðjan á Vopnafirði er tilbúin að taka á móti síld. Af- köst verksmiðjunnar eru nú um 6000 mál á sólarhring og þróar rými fyrir um 50 þúsund mál. INNBROT HZ—Reykjavík, þriðjudag. í nótt var brotizt inn í Radíóver s. f. á Skólavörðustíg 8. Stolið var 3 ferðaútvarpstækjum og einum ferðaplötuspilara. Þjófurinn hafði brotið rúðu til þess að komast inn. Loktö var annari umferð kvenna í dag. Úrslit urðu þau, að Svíþjóð vann Danmörk 6—0 og Noregur vann ísland 6—0. 4. umferð var spiluð í opna flokknum í dag og urðu úrslit þessi: Sviþjóð I - Finnland II 6—0 Svíþjóð II-ísland I 0—6 fsland II-Noregur I 0—6 Noregur II-Danmörk I 0—6 Danmörk II - Finnland I 0—6 I í kvöld verður lokið 3. umferð í kvennaflokki og í opna flofekn um verður spiluð 5. umferð. Sýnd- ur verður leikur milli Danmörk II og Noregur I á sýningartöflunni. Leikir byrja kl. 8 í Súlnasal. í gær var haldinn fundur og mættu á honum fulltrúar allra landa. Ákveðið var að halda næsta Norðurlandamót í bridge í Svíþjóð 1968. Einnig var ákveðið að lækka kostnað við mótin með því að fella niður lokahófin. Staðan í mótinu í opna flokkn- um er þannig eftir 4 umferðir. Noregur 40 Finnland 23 Svíþjóð 21 fsland 20 Danmörk 16 í kvennaflokki er staðan eftir 2 umferðir þannig: Svíþjóð 11 Noregur 7 fsland 3 Finnland 3 Nefnd skipuð til að undirbúa 1100 ára afmæli isl.byggðar Hinn 10. desember s.l. var sam- þyfckt á Alþingi ályktun um að kjósa sjö manna nefnd til að íhuga og gera tillögur um, með hverjum hætti minnast skuli á ár- inu 1974, 1100 ára afmælis byggð- ar á íslandi, en forsætisráðherra skyldi skipa formann nefndarinn- ar., Á fundi í sameinuðu þingi 5. þ.m. voru kjörnir í nefndina Matt hías Jóhannessen, ritstjóri, Gísli Jónsson, ^ _ menntaskólakennari, Höskuidur Ólafsson, bankastjóri, Gunnar Eyjólfsson, leikari, Guð- laugur Rósinkranz, þjóðleikhús- stjóri, Indriði G. Þorsteinsson, rit- höfundur, og Gils Guðmundsson, alþingismaður. Matthías Jóhannessen, ristjóri, hefur verið skipaður formaður nefndarinnar. Forsætisráðuneytið 24. maí 1966. KARLAKORINN VÍSIR HELD- (JR SÖNGSKEMMTANIR HÉR SJ-Reyfejavík, þriðjudag. Karlakórinn Vísir frá Siglufirði hefur að undanförnu verið á söng- ferðalagi í Danmörku og við heim komuna mun hann syngja í fé- lagsheimilinu Stapa í Njarðvík- um á annan í hvítasunnu og á þriðjudagskvöld í Gamla bíói í Reykjavík. Þá mun kórinn syngja inn á plötur fyrir Fálkann. Stjórnandi kórsins er Gerhard Schmidt, en hann var ráðinn kenn ari við Tónlistarskóla Siglufjarð- ar 1961. Einsöngvarar með kórn- um eru Guðmundur Þorláksson, i Sigurjón Sæmundsson og Þórður j Kristinsson og sölo-kvartett skipa! Guðný Hilmarsdóttir. Guðmund- | ur Þorláksson, Magðalena Jóhann j esdóttir og Marteinn Jóhannesson. \ Hljóðfæraleikarar með kórnum eru Elías Þorvaidsson, Gerhard Schmidt, Jónmundur Hilmarsson, Tómas Sveinbjörnsson og Þórhall- ur Þorláksson. Á söngskránni eru lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda. Gerhard Sehmidt VONUM AÐ SAMI MEIRIHLUTI STJÓRNIÁFRAM SEYÐISFIRÐI EJ-Reykjavík, þriðjudag. Á Seyðisfirði bættu Framsókn- armenn við sig einum bæjarfull- trúa og hafa nú tvo. Fengu þeir núna 84 atkvæði, en höfðu 68 at- kvæði. Blaðið hafði í dag samband við Hörð Hjartarson, efsta mann á lista Framsóknarflokksins á Seyð isfirði, og ræddi stuttlega við hann um úrslitin. — Við erum að sjálfsögðu ánægðir með úrslitin, — s.agði Hörður. við jukum fylgi okkar nokkuð og bættum við okkur bæi- arfulltrua. — Um hvað var aðallega kosið á Seyðisfirði? — Það var einkum um þær framkvæmdir. sem bærinn hefur staðið að hér að undanförnu, en verklegar framkvæmdir bæjarins hafa verið miklar á mörgum svið- um. — Verður sami meirihluti áfram í bæjarstjórninni, — Það hefur ekkert verið rætt um það ennþá, en ég býst við að við höldum viðræðufundi bráð- lega og ræðum þá um myndun meirihluta Aftur á móti vonum við Framsóknarmenn. að sami meirihiuti haldi áfram að fara með stjórn bæjarins, — sagði Hjörtur að lokum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.