Tíminn - 25.05.1966, Page 3
MWTOKtJÐAGtm 25.
aí 1966
TÍiyilNN
í SPEGLITÍMANS
Þessi mynd var tekin 1 Cann
es og á henni sjást Þau Orson
Wells og leikkonan Rachel
★
Welsh. Myndin var tekin eftir
að Wells hafði tekið við verð-
launum þeim, sem hann fékk
sem viðurkenningu fyrir Shake
speare kvikmynd sína „Fal-
staff“ og er Rachel að óska
honum til hamingju.
★
Olíu'kóngnum, Jean Paul
Getty var meinað inngöngu í
klúhb nokkurn í Róm. Þegar
hann frétti, að hann fengi ekki
inngöngu, svaraði hann því til,
að það skipti raunar ekki máli,
og þar að auki væri ársgjaldið
í það haesta. Ársgjaldið er um
10 þúsund íslenzkar krónur og
Getty er einn ríkasti maður
heims, dagstekjur hans eru sam
kvaemt skattaframtaii hans um
10 milljónir.
★
Kvikmyndastjarnan Joan
Grawford drakk te með Harold
Wilson og frú fyrir skemmstu
á heimili þeirra í Downing
Street 10. Á blaðamannafund
inn, sem haldinn var af þessu
tilefni, mætti leikkonan í eld
rauðum kjól og hafði málað á
sér varirnar með bláum vara
lit. Þessu til skýringar sagði
leikkonan, að þetta væri bezt
þannig á myndunum. t
★
Innan nokkurra mánaða
verður frumsýnd James Bond
kvikmyndin Casino Royal með
þeim Peter Sellers og Ursula
Andress í aðalhlutverkum. 007
kemur þar fram í margs kon
ar gervi, m.a. Hitlers Napole-
ons og Toulouse Uautrec. Hér
á myndinni sjáum við Peter
Sellers í gervi Lautrecs og Ur
sulu Andress.
Kvikmyndahús í Washing-
ton eru nú farin að sýna kvik
myndina Viva Maria, sem þær
leik aí Rrigitte Bardot og Je-
anne Moreau. f auglýsingum
frá kvikmyndahúsunum má sjá
nafn George Hamilton auglýst
á undan nöfnum þeirra Bri-
gitte og Jeanne þótt hann leiki
Sðeins aukahlutverk. Á það ræt
ur sínar að rekja til þess, að
Hamilton er nú tryggur fylgi-
sveinn Lyndu Birk Johnson,
dóttur Johnsons forseta.
★
Mótmælaaðgerðir þær, sem
áttu sér stað í Hollandi
um það leyti, sem Beatrix Hol
landsprinsessa gekk að eiga
Þjóðverjann Claus von Amsberg
hafa nú haft í för með sér
nokkrar afleiðingar. í fyrra
eyddu um 300 þúsund Þjóðverj
ar páskunum í Hollandi en nú
í ár voru það aðeins 200 þús-
und. Ferðafélög þar í landi ótt
ast nú, að ferðum Þjóðverja
til Hollands nú í sumar fækki
einnig til muna.
i *
Franska vísnasöngkonan,
Francoise Hardy hefur nú gert
þriggja mánaða samning við
Savoy hótelið í London, og
mun hún skemmta gestum þess
með söng í þrjá mánuði. Franc
oise er fyrsta konan, sem kom
izt hefur inn á þetta fræga hót
el í síðbuxum.
★
Albert Fancis Capone, sem
»r sonur bófaforingjans fræga
A.1 Capone hefur nú fengið
[eyfi til þess hjá rétti í Florida
að fella niður eftirnafn sitt, og
íeitir hér eftir Albert Franvis.
Ástæðuna til þessa segir hann
yera þá að það sé sama hvað
hann taki sér fyrir hendur, allt
comist í blöðin vegna hins
fræga nafn hans..
★
Lyndon B. Johnson forseti,
hefur nú tekið upp á því, að
láta lífverði sína taka á móti
alaðamönnum við dyrnar á
Hvíta húsinu, þegar þeir koma
á blaðamannafundu og hvetja
lífverðirnir blaðamennina til
þess, að slök-kva í sígaret-tum
sínum, áður en þeir ganga inn
á fund forsetans. Forset-
inn sjálfur hefur ekki reykt síð
an hann fékk hjartaáfall árið
1955 — og fyrir skömmu
síðan brenndu tveir blaða
menn göt á teppi hans, og
greip hann því til þessa ráðs.
★
Patrick J. Nugent, sem er 22
ára og ætlar að giftast Luci
Bainese dóttur Johnsons forseta
í ágúst, byrjar að vinna þegar
eftir brúðkaupið á útvarps- og
sjónvarpsstöð Jonhsons< fjöl-
skyldunnar í Texas.
★
Gleraugnasmiðnum Peter
Söhnges í Munchen hefur nú
loks heppnazt eftir margra ára
tilraunir að gera kontaktlinsur
fyrir nærsýna hunda og ketti.
Meðal fyrrverandi viðskipta-
vina hans eru þau Baldvin Bel-
gíukonungur og Grace fursta-
frú af Monaco.
★
Ronald og Pamela Johnson
heita ung og nýgift hjón í
Chicago. Þau langaði ein ósköp
til þess að eignast smáteikn-
ingu eftir einn dýrasta málara
heims, Picasso, svo að þau
sendu honum 25 dollara ávís
un og vonuðust til þess, að
hann sendi þeim smáteikningu
til baka. Ávísunin kom til baka
og aftan á hana hafði Picasso
teiknað með grænum tússi smá
höfuð.
★
Franski kvikmyndasjarmör
inn Jean Paul Belmodno hefur
nú tekið upp á því að velja
sér meðleikendur með raf
eindaheila. Fyrir skömmu mat
aði hann heilann með 2000 at-
riðum og út kom nafnið Nadja
Miller. Einhverjir erfiðlei-k
ar verða sennilega á að finna
leikkonu með því nafni, en ver
ið getur, að Jean Paul Bel-
mondo láti sig hafa það að
breyta einum staf í nafninu og
fái sem mótleikara Nadja Till
er í næstu kvikmynd sinni.
3
Á VÍÐAVANGI
Sá tryggi
Morgunblaðið kunngerir
„kosningasigur" sinn með þess
ari stórfyrirsögn framan á
Mogga í gær: „Tryggur meiri-
hluti Sjálfstæðisfiokksins í
borgarstjóm Reykjavíkur". Það
er ofurlítil gestaþraut að átta
sig á því, hvað snilligarparnir
eiga við. Ef til vill finnst þeim
það mcrkilegast við úrslit kosn
inganna hvíiíkt trygglyndi kjós
enda lýsir sér í þvf aa veita*
íhaldinu 386 atkvæða meiri-
hiuta á áttunda fulltrúann til
þess að halda völdunum, sem
aldrei hafa staðið cins tæpt
síðustu tuttugu árin. Eða eiga
þeir ef til vill við það, að þeim
finnist meirihlutinn nú einstak
léga vel „tryggður", með þess
um hætti. En ýmsum mun
finnast, að það sé óvenjulega
þakklátur flokkur og borgar-
stjóri sem telur það alveg ein-
staka tryggð við sig, þegar
kjósendur minnka fylgi sitt við
hann um nálega 5%, eða telja
þeir það alveg sérstaka trygg-
ingu fyrir sig, þegar borgar-
stjómarmeirihlutinn hefur ekki
lengur kjósendameirihluta að
baki sér?
Skýringin á tapinu
Morgunblaðið iýsir eigin
kosningabaráttu í Reykjavfk og
flokks sfns með þessum orðum
í gær?
„Sjálfstæðismenn lögðu
áherzlu á það í þessari kosninga
baráttu að leggja verk sín skýr
lega fyrir kjósendur, skýra frá
því sem gert hefur verið á veg
um Reykjavíkurborgar s. i.
kjörtímabil og hvað fyrirhugað
væri að gera næsta kjörtíma
bil. Þannig hafa kjósendur í
Reykjavík haft góða aðstöðu til
þcss að meta og vega verk
borgarstjómarmeirihlutans“.
Þarna e.v ef til vill fundin
skýringin á tapi íhaldsins í höf
uðborginni. Fólk hefur ef til
vill séð og skilið ósjórnina bct
ur en áður.
„Góða málefna-
aðstaðan"
En Morgunblaðið hefur fleiri
skýringar á boðstólum og
segir:
„Sjálfstæðismenn höfðu góða
málefnalega aðstöðu f þessum
kosningum, ef til vlll betri mál
efnaaðstöðu en í nokkmm kosn
ingum hingað til“.
Og samt fór svona, að meiri
hlutinn hjaraði á örfáum at-
kvæðum og verður að láta sér
nægja minnihluta kjósenda. Lít
illæti íhaldsins kemur enn bet
ur i Ijós í þessum ummælum
Mogga. Menn sjá hvernig fara
hlýtur, ef málefnastaðan yrði
nú svolítið verri í næstu kosn
ingum, og Mbl. „leggur verk
sín eins skýrlega“ f>TÍr kjósend
ur og það telur sig hafa gert
núna. Nú jæja, þá er bara að
grípa til gamla ráðsins á neyðar
stundu og beisla blekkinguna
betur.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.