Tíminn - 25.05.1966, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 25. maí 1966
séu
TÍMINN
Gengið er eftir því, að þær séu
þokkalega útlítandi.
— Er hart gengið eftir því,
að þið séuð snyrtilega til fara
og vel greiddar og slíkt?
— Erna Hjaltalín er yfir
flugfreyja hjá Loftleiðum og
hún hefur gott eftirlit með því
að stúikurnar líti hreinlega og
þokkalega út, enda er það al-
veg sjálfsagt._ Margir kynnast
ekki öðru af íslandi en okkur
flugfreyjunum, og það væri
slæm landkynning, ef við gengj
um til fara, eins og subbur.
Lítið verður vart flughræðslu.
— Verður þú oft vör við
hræðslu hjá farþegum?
— Það telst til undantekn
inga. Ef við verðum þess var
ar, reynum við að tala við fólk
ið og okkur tekst alltaf að róa
það.
— Hvernig verðið þið varar
við þennan kvíða hjá farþeg-
unum?
— Oft gefur fólk sig fram
við okkur, eða við sjáum það
á framkomu þess. Þá spjöllum
við við það og ég segi til dæm
is, að ég hafi nú flogið í fjög
ur ár, og sé ekki farin enn.
Þá róast fólk smám saman
Sumir eru með innilokun
arkennd í flugvélum, en við
reynum að gera hvað við get
um fyrir þá, sem sýna einhver
merki vanlíðunar. Stundum
gera karlmenn sér upp hræsðlu
bætir Jóhanna brosandi við —
bara til að fá flugfreyjurnar til
að tala við sig og snúast meira1
í kringum sig-
Englendingar allra beztu far-
þegarnir.
— Hverjir eru erfiðastir far
þega? Og hverjir beztir?
— Ég veit ekki, hvort við
eigum að fara mikið út í þá
sálma. En því er etaki að leyna,
að Þjóðverjar geta verið býsna
erfiðir á stundum. Þeir viija
fá allt fyrir engan pening. En
við reynum að koma til móts
við kröfur þeirra eftir megni.
Englendingar eru allra beztu
farþegar, sem ég get hugsað
mér. Fái þeir bara cup of tea
— eða tebollann sinn, þá eru
þeir himinlifandi og kalla okk
ur vænuna sína eða góuna í
öðru hverju orði.
— Hvað gerir áhöfnin sér
helzt til afþreyingar í erlend
um borgum, þegar stoppað er
til dæmis einn dag? Ekki eruð
þið alltaf í búðum?
— Nei, minnstu ekki á búð-
ir við mig. Við flugfreyjurnar
förum saman í bíó, leikhús eða
út að borða- Stundum leigir
áhöfnin sér bát eða bíl og fer
[ sight-seeing ferðir. Þetta fer
allt eftir því, hversu samstillt
áhöfnin er. í New York búum
við á 24. hæða hóteli og sjá-
umst kannski ekki nema þeg-
ar við komum og förum.
hýddi ekki að húka úti í horni
og vera feimin.
— Varstu aldrei feimin, þeg
ar þú byrjaðir í þessu starfi?
— Kannski í fyrstu ferðinni.
En mér skildist strax, að það
þýddi ekkert að húka úti í
horni og vera feimin eg upp-
burðarlaus. Enda er samstarsf-
fólkið alltaf svo elskulegt og
yfirleitt finnst mér ríkja góð-
ur andi meðal starfsfólksins.
Annars er það orðið svo fjöl
mennt núna, að við kynnumst
ekki nándar nærri öllum. Þær
sem elztar eru í starfi minn-
ast með söknuði hinna góðu,
gömlu daga, þegar allir þekktu
alla og Loftleiðir var eins og
ein og stór fjölskylda.
H.K.
ff
SUMIR HNEYKSLAST
ADRIR ERU HRIFNIR
áá
SEGIR PALMER LEIKSTJÓRI „ÞETTA ER INDÆLT STRÍГ
Síðasta viðfangsefni Þjóð-
leikbússins á þessu ári, er hið
fræga og nýstárlega leikhús-
verk O, What a Lovely War, er
í íslenzkri þýðingu Indriða G.
Þorsteinssonar hefur hlotið
nafnið, Ó, þetta er indælt stríð.
Til þess að annast leikstjórn
hefur verið fenginn enskur
maður, Kevin Palmer, en
hann stjórnaði fyrstu uppsetn
ingu verksins sem gerð var í
Theatre Workshop í marz 1963
og síðan hefur hanp sett verk
ið upp víða um heim. Við hitt
um Mr. Palmer að máli fyrir
skemmstu og sagði hann okkur
lítils háttar frá leikritinu.
— Þetta er eiginlega ekki
leikrit í orðsins fyllstu merk
ingu, og það er ekki heldur
hægt að kalla þetta söngleik,
en söngatriði eru mörg í verk
inu. Verkið er í alla staði
óvenjulegt og hefur vakið
feikna athygli, hvar sem það
hefur verið sýnt. Áhorfendur
skiptast alveg í tvö horn um
verkið, sumir eru yfir sig hrifn
ir, aðrir yfir sig hneykslaðir.
— Er þetta ekki ádeiluverk?
— Ég veit ekki, hvað skal
segja ,það er áhorfendanna að
dæma um það. Sumir hafa vilj
að halda því fram, að þetta sé
rammasta ádeila, krydduð hæfi
lega mikilli kímni, aðrir segja,
að þetta sé hreinn og beinn
gamanleikur. Mína skoðun á
þessu ætla ég ekki að láta uppi
hún skiptir engu mái.
— Verkið snýst um tímana,
fyrir heimsstyrjöldina fyrri og
stríðið sjálft. Þarna er dregin
upp mýnd af almenningi á þess
um tímum, hugsunarhætti hans
og gerð er grein fyrir orsök-
um stríðsins. Þetta er gert á af
ar sérkennilegan hátt, allir leik
endurnir klæðast trúðabúning-
um, og sumir vilja halda því
fram, að það sé til að hæðast
að þessu öllu saman. Hugmynd
in að þessu er komin af því,
að á stríðsárunum gerðu Eng
lendingar mikið af því að
senda trúða til meginlandsins.
til að skemmta hermönnunum.
Allt sem kemur fram í verk-
inu, á sér sögulegar staðreynd
ir, svo að þetta er ekki skáld
verk, enda á það sér engan eig
inlegan höfund. Það er þannig
til komið, að Gerald Raffolds,
sem er starfandi við Theatre
Work Shop heyri eitt sinn í út-
varpinu söngva frá heimsstyrj-
öldinni fyrri, og honum kom
til hugar, að þarna væri ágætt
efni í leikhúsverk. Til að
hrinda þessari hugmynd sinni
í framikvæmd, fékk hann í lið
með sér Charles Chilton, for
stöðumann tónlistardeildar B
BC, Joan Littlewood leikhús-
stjóra í Theatre Workshop og
sex eða sjö leikara. Þessir fram
angreindu aðilar, eru þar af
leiðandi allir höfundar verks-
ins, að svo miklu leyti, sem
hægt er að tala um höfunda.
Leikritið var frumsýnt 19.
marz, 1963, og voru flytjend-
ur allt fastráðnir leikarar við
Theatre Workshop, sem er
minni háttar leikhús i London,
en ég var fenginn til að stjórna
uppfærslunni. Er skemmst frá
því að segja, að verkið vakti
þegar í upphafi gífurlega at-
hygli, og sýningartími varð
miklu lengri en áætlað hafði
verið í upphafi. Þá fórum við
í leikhúsför til Parísar og sýnd
um verkið á leiklistarhátið, og
síðan hef ég stjórnað mörgum
uppfærslum á því, bæði austan
hafs og vestan, m.a. víða í Aust
ur-Evrópu. Þá hefur verkið ver
ið þýtt á margar tungur, og í
Danmörku, Svíþjóð, Noregi,
Þýzkalandi og Nýja- Sjálandi,
hefur það verið sýnt undir
stjórn þarlendra manna.
— Hvernig lízt þér á ís-
lenzku leikarana?
— Þetta er bezti leikflokkur
sem ég hef starfað með að
þessu leikrití fyrir utan leik-
arana við Theatre Workshop.
Það kann að stafa af því, að
bæði við Þjóðleikhúsið og
Theatre Workshop starfa ár
eftir ár, sömu fastráðnu leik-
ararnir, sem með árunum eru
farnir að gjörþekkja hver ann
an. Á Broadway og við stóru
Palmer
leikhúsin í London eru leik-
ararnir aftur á móti ráðnir í
eitt og eitt hlutverk í senn,
eru kannski einn mánuð við
eitt Ieikhúsið og næsta mánuð
við annað. Þetta gerir það að
verkum, að þeir þekkjast lítið
sem ekkert innbyrðis og það er,
alltaf erfiðara og jafnframt
tímafrekara að starfa með
þannig leikendum.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Það þykja jafnan merkistíðindi
og góð, þegar Þjóðleikhúsið tek-
ur til flutnings meiri háttar söng-
leiki, óperur. Slíkt er að sjálfsögðu
ekki hrist fram úr erminni fyrir
hafnarlaust. Hvorttvegja er, að
það kost^ar mikið fé og oftast hef
ur þurft að fá söngkrafta erlendis
frá, að einhverju leyti. Það vakti
því almenna ánægju, þegar það
fréttist, seinni partinn í vetur, að
Þjóðleikhúsið ætlaði að taka til
flutnings Ævintýri Hoffmanns eft
ir Offenbach, og það því fremur,
sem þetta verk skyldi flutt ein-
göngu af íslenzku söngfólki. Og
þegar flutningur óperunnar var
hafinn og gagnrýnendur voru sam
mála um, að uppfærsla óperunnar
hefði tekizt svo vel, að til mikils
sóma væri fyrir Þjóðleikhúsið, og
alla aðila, er að flutningi verks-
ins stóðu, að jafnvel stórþjóðir
mættu vera vel sæmdar af, þá var
slíkt óblandið gleðiefni öllu söng-
unnandi fólki. Það er gott að
vinna sigur, sem er vel fenginn,
og er til menningar landi og lýð.
En það er ekki síður vandi að
gæta hans, halda honum í fullu
horfi. Ég get ekki orða bundizt,
hve þetta mistókst hjá Þjóðleik-
húsinu síðastliöið sunnudagskvöld.
Og þetta segi ég meðal annars af
því, að ég virði Þjóðleikhúsið og
þykir vænt um það og vil veg þess
sem mestan, og á það falli enginn
skuggi. Hins vegar verð ég að
átelja það, að hefja flutning óper
unnar þetta kvöld, þegar þannig
var ástatt, að aðalsöngvarinn er
haldinn þeim sjúkleik, sem söng
mönnum er mest mein af, hæsi.
Það duldist engum, sem heyrt
hafði Magnús Jónsson syngja, að
þegar hann hóf söng sinn, þá var
það ekki hans rétta, bjarta tenor
rödd. Að loknum fyrsta þætti var
tilkynnt um sjúkleika hans og til
kynnt, að læknir hans kæmi að
nokkrum mínútum liðnum til að
ráða bót á meini hans. Allt gekk
eins og í sögu, læknirinn kom og
tilkynnt var, að nú væri allt í lagi
og sýningin héldi áfram. Og áfram
hélt hún, en það var ekki allt í
lagi, söngvarinn hafði enga bót
fengið, og kom það engum á óvart.
Allt listafólkið tók þátt í óham-
ingju hans og því fór öll sýning-
in að meira og minna leyti úr því
jafnvægi, sem maður átti von á, að
bæri hana uppi, og var þó finnan
legt, að allir gerðu sitt bezta.
Það er hreint furðulegt, og
mjög móðgandi að reyna að
blekkja leikhúsgesti með því. að
læknir geti læknað hæsi á einu
augnabliki, svo auðveld er hún
ekki viðureignar, slíkt væri krafta
verk, en þau eru ekki hversdags
viðburður nú á dögum. Vitanlega
bar Þjóðleikhúsinu að aflýsa þess-
ari sýningu í tíma, þvi óhugsandi
er, að söngvarinn hafi ekki verið
þess vitandi, að hann var ekki heill
í hálsi, fyrr en hann kom fram á
leiksviðið.
Síðasta tækifæri til að aflýsa
sýningunni var eftir fyrsta þátt.
Þá var sýnt, að hún gat ekki orð
ið öðru vísi en til vansa f>TÍr Þjóð
ieikhúsið. Og vilji það halda fullri
virðingu sinni, á það að bæta fyrir
þessi leiðu mistök, með því að
Framhald á bls. 14.
6. SVNING PÉTURS
FRIDRIKS I RVÍK
HZ-Reykjavík, föstudag.
Pétur Friðrik, listmálari,
apnaði á laugardag sýningu á
málverkum sínum í Listamanna
Skálanum. Myndir þær, sem
hann sýnir eru olíumálverk
sem hann hefur málað á undan
förnum 2 árum og eru 56 tals-
ins. Flest öll olíumálverkin eru
Iandslagsmyndir og eru flest
mótívin úr nágrenninu
Kleifarvatn ÞingvellirGrinda
vík Gálsahraun os ekki sízt
maðurinn sem kunnugt er.
Þetta er sjötta sýningin sem
Pétur Friðrik heldur í Reykja
vík en auk þess hefur hann
tekið þátt í samsýningum hér-
lendis og erlendis. Myndirnar
eru til sölu og er verð þeirra
allt frá kr. 28 þúsund niður í
8.500 kr. Einnig verða til sölu
nokkrar vatnslitamyndir á sýn
ingunni.
Sýningin verður opin frá kl.
13—22 daglega. Sýningin stend
ur til 30. maí.