Tíminn - 26.05.1966, Page 8

Tíminn - 26.05.1966, Page 8
I * 8 TÍMBNN GUÐMUNDUR KJARTANSSON: FIMMTUDAGUR 26. maí 1966 FYRRI HLUTI Hugsanleg aðferð til ísvarna við virkjun vatnsfalla „Óvenjulegar aðstæ®ur.“ Það er nú kunnara orðið en frá þurfi að segja, að hætta á skað- legri ísmyndun í Þjórsá um og ofan við fyrirhugaða Búrfellsvirkj un er nokkru meiri en þá menn varði, sem helzt hefðu þurft að vita betur. Þessi vitneskja fékkst af skýrslu norsku • vatnafræðing- anna dr. Deviks og Kanavins, sem nú hafa rannsakað fyrirbærið um nokkurra missira skeið. Ekki komu þessi tíðindi öllum á óvart og sízt þeim mönnurú íslenzkum, sem bezt máttu til þekkja. Skýrslu þeirra Nor'ðmannanna þekki ég raunar ekki að öðru leyti en því, sem blöð og útvarp hafa frá henni sagt. En þó að það sé harla lítið, þykir mér allt benda tU, að hér hafi nauðsynlegar og gagnmerkar rannsóknir verið gerð ar af færustu vísindamönnum. Sér stakt traust vekja mér eftirfar- andi drengileg ummæli, sem Magn ús Kjartanss. hefur eftir dr. Devik að „aðstæður hér væru svo óvenju legar, að jafnvel reyndir erlendir verkfræðingar gerðu sér ekki grein fyrir þeim, íslenzkir verk- fræðingar hefðu þá reynslu af landi sínu sem gerði þeim kleift að vinna slík verk öllum öðrum betur.“ (Þjóðv. 6. marz 1966). í þessu greinarkorni skal fyrst í mjög stuttu máli, rétt til fróð- leiks ókunnugum, bent á megin- kjarnann í þeim „óvenjulegu að- stæðurn" sem dr. Devik minnist á. Síðan verður bollalagt um hugs- anlega leið til að draga úr ísmynd- un — ólíka þeim leiðum, sem norsku sérfræðingarnir hafa mælt með. Þær rannsóknir og athuganir, sem hér verður getið og dregnar af ályktanir, eru ekki nema að nokkru leyti mitt verk. Veiga- mestu heimildir mínar eru rann- sóknarskýrslur starfsmanna Raf- orkumálaskrifstofunnar, ein’sum frá Sigurjóni Rist vatnamælinga- manni og Hauki Tómassyni jarð- fræðingi — en raunar líka frá sjálfum mér, því að á árunum 1949—59 vann ég eitthvað að jarð fræðirannsóknum á vegum þeirrar stofnunar í flestum sumarleyfum mínum. Ágizkanir um mér vitan- lega ómældar eða lítt mældar stærðir eru frá sjálfum mér, og ber ég jafnt ábyrgð á þeim þeirra, sem ég hef farið með í smiðju til Sigurjóns Rist. — Við samningu þessarar greinar, sem því miður er flýtisverk, eins og !hún ber með sér, hef ég vanrækt um of að afla mér heimilda, einkum nýrra, frá Raforkumálaskrifstofunni, og veit ég þó, að þær eru þar til um margt, sem hér skiptir máli. Ég styðst tiltölulega meira við eigin athuganir, sem eru mér tiltaekari en annarra. Þetta miðúr vísirida- lega val á heimildum stafar ein- faldlega af takmörkuðu vinriuþréki og tímaskorti vegna skyldustarfa. Með tilliti til virkjunar er- það engan veginn skaðleg ísmyndun, þó að vatnsfall leggi. fshella yfir löngum kafla árinnar er ekki að- eins meiniaus heldur einnig hin bezta vörn gegn frekari ísmynd- un, og þó að ekki sé nema spöng á ‘hyl eða lygnu ofan við virkj- unarstað, þá er það til bóta. Hinn skaðlegi ís er sá, sem myndast í auðri á, bæði sem grunnstingull 1 botni og krapi, sem skríður ofan á, stundum í samfelldri breiðu, stundum í sundurlausum jökum, en í fossum og flúðum hrærist krapinn saman við árvatnið, svo að úr verður grautur. Krapaskrið í á stöðvast helzt á mjóum hylj- um. Þá er kallað (austan fjalls) að „standi á ánni“ og frýs krap- inn fljótt saman í trausta spöng. Það sem veldur óvenjulega miklu krapaskriði í Þjórsá innan við Búrfell eru fyrst og fremst tveir eiginleikar hennar: 1. Hún er mjög breið að tiltöiu við dýpt, þ.e. kæliflötur vatnsins í frostum er mjög stór að tiltölu við vatnsmagn. 2. Hún er ströng, straumhrað- inn kemur í veg fyrir, að standi á henni og hana leggi, en örvar krapamyndunina með því að tæta sundur þann krapa sem skríður ofan á, svo að loftkuldinn á greið- an aðgang að vatninu. Ekki er þó breidd árinnar og því síður straumhraðinn með nein um fádæmum, heldur hitt, að slík breidd og slíkur straumhraði fari saman. f halllendi er það ekki eðli vatnsfalla að renna dreift, held ur að skera sig niður í þrengsli. Það gerir Þjórsá raunar líka. En henni hefur lítið áunnizt, vegna þess hve farvegur hennar er ung- ur. Hraunið, sem er hvarvetna i botni hennar og báðum bökkum a um 18 km löngum kafla frá Trölí konuhlaupi upp undir Tungnár- mynni, er aðeins 3—4 þúsund ára gamalt (sennil. um 3600 ára). At augljósum ástæðum, sem hé'r er ekki þörf að greinar nánar frá, er það háttur áa, þar sem þær renna á hrauni, að breiða úr sér með litlu, en oft mjög jöfnu dýp’ bakka á milli. Til dæmis skal a það bent, að öll beztu vöðin a stærstu ám landsins eru á hraun- klöpp. Svo er um Náutavað og Hagavað á Þjórsá, Tangavað og Hófsvað á Tungná, vaðið á Skaft- árdalsvatni, sem er kafli af Skaftá, og loks hefur sjálf Þjórsá oft ver- ið vaðin á þeim kafla, sem hér er um að ræða, og er nú naumast talið til frægðarverka. Úr þeim tveimur ágöllum Þjórs ár, sem þegar er getið, breidd og straumhörku, er unnt að draga 1) með því að hlaða garða út í ána þannig, að þeir þrengi að henni og minnki kæliflötinn, og 2) með því að stífla hana um þvert, svo að myndist lygnar uppistöður, sem getur lagt. Skilst mér, að norsku sérfræðingarnir mæli fyrst og fremst með slíkum mannvirkjum til ísvarna í þjórsá, en búist þó við, að þau verði bæði mikil og kostnaðarsöm áður en þau koma að fullu gagni. Það má enn telja til „óvenju- legra aðstæðna" við Búrfellsvirkj- un, að á svæðinu upp með Þjórsá og Tungná er skafrenningur meiri Guðmundur Kjartansson og tíðari en menn eiga að venj- ast í flestum löndum, en þó varla nema eins og gengur og gerist víða hér á landi. Þessu veldur fyrst og fremst skógleysi landsins. Það er bæði alkunn reynsla og auðskilið, að snjór, sem fýkur út á autt vatn, kælir það feikilega (1 kg af snjó kælir 80 kg af vatni um 1°C), ef það er yfir frostmark, en hafi það áður kóln- að að því marki, verður allur snjór inn að krapa. Til varnar við skaf- renningi hafa Norðmenirnir stungið upp á snjógrindum. Ekki mun veita af heilum skógi af slíku grindverki á breiðu belti á ár- bökkunum til að stöðva skafrenn- ing. Því er mér spurn: Kemur ekki til mála að rækta þarna lif- andi skóg í staðinn fyrir að slá upp grindum? Þó að ekki væri nema kræklótt kjarr eða runnar á víð og dreif, mundi það að minni skoðun sízt minni vörn fyrir skaf- 5andcH féll \ f&l&r Skéljafell VALáf BURmtóVIRKJUN^ aflstöött----^ ■BjaUctvxnb Búj* féll$ ?Rf*.'19&rbotnat' 's AouSafetH- dxx 10 kjsx - Kort af Tungná og Þjórsá frá Bjallavaði niður fyrir öurleii Punktað: hraun: tvöfaldar örvar: sennilega neðanjarðarleið þess vatns, seni væri veitt í hraunið úr' Tungná hjá Bjallavaði; litlir hringar: lindasvæði, þar sem helzt eru líkur til, að þaö vatn kæmi aftur fram; svartar örvar: lækir úr þeim lindum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.