Tíminn - 26.05.1966, Page 9
FIMMTUDAGUR 26. maí 1966
TIMINN
renningi og miklu endingabetri
en timburgrindur, sem auk þess
eru ófögur mannvirki. — Tillaga
mín um skógrækt verður trúlega
felld á þeirri forsendu, að skógur
vaxi seint, en hér þurfi skjótra
aðgerða. Því skal nú til vara bent
á þá leið að planta trjám í skjóli
snjógrindanna og láta þau taka við
hlutverki þeirra, þegar þær fúna.
Svæðið, þar sem helzt væri þörf
skógræktar til að hefta skafrenn-
ing í Þjórsá, eru árbakkarnir upp
frá fyrirhugaðri virkjunarstíflu
inn að Tungná og jafnvel lengra
(sjá kort). Þar er nú báðum meg-
in nær gróðurlaust hraun vikur-
orpið, 220—230 m hátt y. s." Á
þessum kafla heita Árskógar aust-
an ár, óg bendir nafnið til, að
þag hafi vaxið skógur eftir að
land byggðist. En úti í miðri
Þjórsá er Klofaey skammt fyrir
ofan stiflustæðið. Hún er enn
vaxin skógi, enda alfriðuð af ár-
kvíslunum. Utan ár nefnist hraun
ið Haf, en inn af því og hærra
eru Hólaskógur, Bláskógar og
enn ofar með Þjórsá Fitjaskóg-
ar. Allir þessir „skógar“ eru löngu
eyddir, en mættu endurnýjast.
Þær aðferðir til að draga úr ís
myndun, sem þegar er að nokkru
getið, felast allar í því að breyta
staðháttum við ána hið næsta fyr-
ir ofan virkjunarstað. Mikilsverð
reynsla mun hafa fengizt erlendis
um kosti og takmarkanir þeirra
allra, og nú, er hinir færustu
menn, sem völ var á, hafa rann-
sakað rækilega aðstæður við Þjórs
á, ofan við Búrfell til að finna,
hvernig þessum aðferðum verði
þar við komið, þá ferst mér öld-
ungis ekki að gagnrýna þær. Sú
leið til ísvamar, sem hér verður
bent á, er allt annars eðlis, við
getum kallað hana hitamiðlun.
Ekki veit ég, hvort sú staðhæf-
ing norsku sérfræðinganna, sem
hér var áður vitnað í, að óvenju-
legar aðstæður geri innlendum
verkfræðingum öðrum fremur
kleift að ráða fram úr vandanum,
stendur í skýrslu þeirra eða kem-
ur aðeins fram í viðtölum við
fréttamenn. En þessi orð vil ég
gera að mínum, og í þeirra krafti
leyfi ég mér — raunar sem jarð-
fræðingur, en ekki verkfræðingur
— að benda á „hitamiðlunarað-
ferðina" sem hugsanlega leið út úr
vandræðunum. — Og er ég þá
loks kominn að innganginum að
efninu.
Ilitamiðlun.
Frumskilyrði fyrir ísmyndun í
(eða á) vatnsfalli er vitaskuld það,
að vatnið kólni niður í frostmark
(0°), og loftið yfir vatnsfletinum
sé enn kaldara. Niður fyrir þetta
mark fer vatnshitinn aldrei, (þó
að ísinn geti orðið kaldari). En
oftast er árvatnið mun hlýrra, og
í flestum ám (þ.e. dragám) fylgir
vatnshitinn sveiflum lofthitans
fast eftir, nema í frostum. Af
þessu leiðir, að meðalvatnshiti
allra áa er yfir 0°, og með því er
sýnt, að fullkomim hitamiðlun í
vatnsfalli kemur með öllu í veg
fyrir ísmyndun. — Vissulega er
þetta hægar sagt en gert. En svo
er fyrir að þakka hinum „óvenju-
legu aðstæðum“ á íslandi, að ég
tel hitamiðlun vel koma til greina
til ísvarna á nokkrum álitlegum
virkjunarstöðum hér, þ.á. m við
Búrfellsvirkjun.
Áður en ég minnist á hugsanleg
mannvirki til hitamiðlunar í Þjórs
á, skulu fyrst til tínd nokkur lær-
dómsrík dæmi um náttúrlega hita
miðlun í íslenzkum ám, því að sú
er fyrirmyndin.
í uppsprettum svonefndra lind-
áa, er hitastigið stöðugt að kalla,
hverju sem viðrar, en nokkuð
breytilegt frá einu vatnasviði til
annars, m.a. eftir hæð y.s., víðast
milli 3° og 5°. Vatnasvið (að
rennslissvæði) lindáa eru úr leku
bergi, einkum hraunum innan 10
—15 þúsund ára aldurs Allt vatn
sem þar rignir eða leysir úr snjo,
sígur jafnóðum niður í berg og
rennur sem grunnvatn til upp
sprettnanna. Á þeirri mislöngu og
afar seinförnu leið jafnast bæði
rennsli þess og hitastig, svo að
hvort tveggja verður mjög stöðugt
i uppsprettunum. Lindárnar draga
dám af þessu langt niður eftir
tugi kílómetra. Að undanskildum
jökulám næst upptökum og hver-
um og laugum eru lindár, allra
vatna kaldastar á sumrin og hlýj
astar á veturna, þær leggur sjald
an, helzt í skafrenningi, eða aldr-
ei. Aðeins lindár verða virkjaðar
til nokkurrar hlítar án rennslis-
miðlunar.
Ég skal ekki lengja þetta mál
með því að skilgreina fleiri teg-
undir íslenzkra vatnsfalla, en að-
eins taka það fram, að dragár, sem
eru langalgengastar, eru í flestu
andstæða þess, sem hér var sagt
um lindár, og jökulár líkjast drag
ám í öllum aðalatriðum, nema
þeim, sem eru kunnari en
frá þurfi að segja.
Allvíða ber svo við hér á landi,
að vatnsföll af ýmsum uppruna,
en einkum jökulár, renna í hraun,
siga þar niður og hverfa. Stærst
þeirra mun áin Sylgja (nafngift
dr. Haralds Matthíasonar), sem
. kemur undan vesturrönd Vatnajök
uls og hverfur í Tröllahraun og
Heljargjá. Hitt er þó oftar um stór
ar ár, sem renna út á óþétt svæði,
að þær komast þar í gegn ofan-
jarðar, en ódrýgjast stundum á
leiðinni vegna niðursigs. Þannig
hagar til mjög víða við Tungná og
vig Þjórsá neðan við Tungnár-
mynni.
Vatn, sem hverfur úr á með
þessum hætti, verður að grunn-
vatni og hagar sér samkvæmt því,
þ.e. rennur dreift og afar hægt
undan halla, unz það kemur fram
sem uppspretta. Yfirborð grunn-
vatnsins, grunnvatnsflötur eru þau
dýptanmörk, sem vatnsborðið
stendur við í brunnum og borhol
um.
Með fjölmörgum hitamælingum
í uppsprettum víðs vegar um land
— einkum á tímabilinu 1943-53 —
hef ég komizt að eftirfarandi nið
urstöðu: Grunnvatn undan þeim
svæðum, þar sem vatn úr drag-
ám eða langt að runnum jökul-
ám sígur niður, er hlýrra en und
an hinum, þar sem allt grunn-
vatnið er til orðið milliliðalaust úr
regni og snjó.
Verð ég enn að lengja mál mitt
með allfyrirferðarmiklum dæmum
til staðfestingar þessari veiga
miklu reglu.
Fordæmi náttúrunnar.
Svo hagar til víða hér á landi
um ár, sem renna eftir hraunum,
að áin rennur á kafla uppi á
hrauninu, lítt eða ekki niður graf
in, en fellur síðan ofan í gljúfur,
sem hún hefur grafið niður í gegn
um hraunið og_í þéttara berg, sem
undir liggur. Á efri kaflanum er
vatnsborð árinnar þá alla jafna yf
ir grunnvatnsfleti hraunsins, þann
ig að vatn sígur úr henni í hraun
ið, en á neðri kaflanum, er grunn
vatnsflöturinn yfir vatnsborði ár-
innar, og streyma þar fram lindir
í gljúfurveggnum. Um slíkar lind
ir, sem geta verið-margar í röð
á löngum kafla og allar i svipaðri
hæð, virðist það (algild?) regla,
að þær fara hlýnandi í átt inn eft
ir gljúfrinu. Skýringin er sú, að
innst í gljúfrinu er lindavatnið að
mestu eða eingöngu lekavatn úr
ánni, en því neðar sem kemur,
þeim mun meir gætir jarðvatns,
sem ekki er til orðið úr árvatninu.
— Tvö dæmi skulu nefnd um þetta
fyrirbæri.
í Þjótandagljúfri hjá Þjórsár
brú mældist mér hiti í þremur
lindum í vesturbakkanum á 1300
m löngum kafla. talið í röð niður
eftir: 4,9°, 4,3° og 4,1° (sept.
1954).
í Sigöldugljúfri við Tungná
mældust tólf lindir i sömu röö
dreifðar um h. u. b. 700 m iang-
ramhald á bls 14
Áttræður í dag:
Þórarinn Kristjánsson Eldjárn
hreppsstjóri á Tjörn
f dag, á áttræðisafmæli Þórarins
Kristjánssonar Eldjáms, er mér
það mikið gleðiefni að mega enn
ávarpa hann á stórafmæli, þótt nú
verði það aðeins örfá orð.
Hann er fæddur að Tjörn 26.
maí 1886 og hefir átt þar heima
alla ævi, sonur sáðustu prestsihjón
anna þar, sr. Kristjáns E. Þórarins
sonar og Petrínu S. Hjörleifedólt
ur prests að Skinnastað, Tjörn og
Völlum, bæði af kunnum og ágæt
um stofni. Hann ólst upp í glöð
um og -góðum hópi á ágætu heirn
ili foreldra sinna, var eini sonur
inn sem upp komst og var því
„einn síns liðs“ í fjölskyldunni er
við hittumst un-gir að árum, en
ég langyngstur systkina minna og
þá orðinn foreldralaus.
Það tókst því þegar með o'kk-
ur slíkt fóstbræðralag við leiki og
störf heima, við s-kólanám á Akur
eyri og í Noregi, við félagsstörf í
æsku og samstarf á fullorðinsár-
um, sem aldrei hefir borið sikugga
á. Svo ævilanga vináttu og tryggð
þakka ég nú hjartanlega. Hún hef
ir verið mér styrkur og gleðigjafi
alla ævi, og ein dýrmætasta „perl
an í daganna festi“.
Heim-a í Svarfaðardal munu sveit
un-gar hans hylla hann og bakka
honum. Með þeim hefir hann sta>'f
að alla ævi sem félagi og vinur.
Og þar hefir hann fyrir þá gegnt.
mörgum trúnaðarstörfum um dag
ana, verið bóndi og kenn-ari sveit
arinnar um áratugi, samstaffsmað
ur og valdsmaður í senn, og alls
staðar og ávallt reynst hinn trausti
og drenglyndi vinur og réttsýni
forvígismaður.
Þess skal minnst í dag, að kon
an hans, Sigrún Sigurhjartardóttir,
sem látin er fyrir nokkrum áru-m,
reyndist hans trausta stoð og
ágæti lífsförunautur og átti sinn
mikla þátt í lífshamingju hans og
þess sæmdarorðs, sem jafnan fór
af heimili þeirar.
Blessuð sé minning hinnar mætu
og mikil'hæfu húsfreyju. Og sælir
verði Þórami fóstbróður mínum
allir dagar. sem hann á ólifaða.
Snorri Sigfússon.
26. maí 1886. Þá bju-ggu að Tjörn
í Svarfaðardal hjónin séra Kristján
Eldjám Þórarinsson og , Petrína
; Soffía Hjörleifsdóttir, prests á
Völlum. f Svarfaðardal hafði þá
um veturinn tíðum andað kalt af
norðaustri, snjóbyljir og stundum
afspymurok. Hafís var við Norður
land og fór ekki að fullu fyrr en
í júní. Og enn 26. maf var þar
kuldaveðrátta. Svarfdælir voru
ýmsu vanir og háðu æðrulausir
karlmannle-ga baráttu við náttúru
öflin.
! Séra Kristján Eldjárn var son
ur séra Þórarins Kristjánssónar í
Vatnsfirði- Hann hafði fengið
Tjarnarprestakall 1878, en hafði
áður verið prestur að Stað í Grinda
vík. Þennan kalda vordag, 26. maí
1886, fæddist þeim presthjónum
á Tjöm sonur, er síðar var skírð
ur Þórarinn eftir föðurafa sínum
Nú í dag eru áttatfu ár liðin frá
fæðingu hans. Á æviskeiði hans
hefir orðið gerbylting í atvinnu-
og menningarháttum hér á landi.
En s. 1. vetur hafa samt Svarfdæl
ir orðið að heyja álfka baráttu við
óblíð náttúruöfl sem fyrir átta-
tíu árum. Þótt prestssonurinn frá
Tjöra sé orðinn áttræður öldung
ur. er hann samt óbugaður. 'prátt
fyrir allar vetrarhörkur.Það er held
ur ekki alltaf kuldi í Svarfaðarda).
Svarfaðardalur er meðal fegurstu
byggða landsin-s. Á sumriri eru þar
margir hlýir og sólríkir dagar.
Mi-kill hluti af láglendi dalsins eru
nær samfelld engi og tún, og fjóll
víða grasi vaxin allt að brúnum.
Og á vetrum, þegar láglendi og
fjöll er tjaldað hvítri fönn og stjörn
ur glitra á heiðum kvöld-. og næt
urhiimni, er dalurinn dýrleg íöfra
byggð. Það er stjörnudýrð vetr
arins og blíður blær sólríkra sum
ardaga, sem hafa haft sterkari
áhrif en hríðar og stonmbyljir á
hinn áttræða sveitarhöfðingja
Svarfdæla, Þórarin Eldjárn, enda í
samræmi við áskapað eðli hans.
Þórarinn ólst upp á heimili for
eldra sinna ásamt fjórum systr
um sínum og vandist þegar á upp-
vaxtarárum öllum venjuleguin
sveitastörfum. Fyrir nærfellt 63
árum hittumst við fyrst í Möðru-
vallaskóla, sem þá var fyrir
skömmu fluttur til Akureyrar og
sátu-m þar saman í fyrsta befck.
Veturinn 1904—5 vorum við her
bergisfélagar, ásamt þeim Snorra
Sigfússyni og Þórhalli Jóhannes-
syni, síðar lækni. Þá um veturinn
vorum við þessir fjórir í jólaleyf-
| inu á Tjörn. Þar þótti mér gott að
dvelja. Prestsfrúin tók okkur að-
komupiltunum sem sonum sínum,
og presturinn var meðal þeirra
skemmtilegustu manna, sem óg
hefi fyrir hitt. Hann sagði okkur
margar sagnir úr Svarfaðardal og
1 víðar að, enda hefir Svarfaðardal
ur verið mikil sagnabyggð allt frá
fomöld. Jólin á Tjörn voru sönn
jól, og yfir þei-m er enn töfra-
bjarmi í minninguni.
Þá tvo vetur, sem við voruni
samtíða í skóla, voru aðstæður hin
ar verstu til náms og kennslu.
Fyrri veturinn leigði skólinn
k-ennslustofur barnaskólans, og
gat kennsla þar ekki hafizt fyrr en
kl. 3 á daginn. Síðari veturinn for
kenslan fram í nýja skóla-húsinu
uppi á brekkunni, sem þá var enn
í smíðum, og oft dundu hamars-
höggin í kapp við orð kennaranna.
Við aðkomupiltarnir urðum að
leigja herbergi hingað og þangað
úti um bæinn. og þættu sumar
þær vistarverur nú ekki íbúðarhæf
ar.
Við vorum rúmle-ga þrjátíu,
sem settumst í fyrsta bekk haust
ið 1903, en vorið 1905 útskrifuðust
aðein-s tólf af ofckur. Aðrir höfðu
thelzt úr lestinni af ýmsum ástæð
um. Þessir tólf voru, auk okkar
Þórarins: Áskell Sigtryg-gsson frá
Kasthvammi, fór til Amei-íku;
Björn Jakobsson, síðar skólastjóri
íþróttakennaraskólans á Laugar-
vatni; J-ón Árnason frá Stóra-
Vatns-skarði, síðar bankastjóri; Jón
Finnbogas-on frá Landamóti í
Köldukinn, síðar verzlunarmaður;
Jónas Jónsson frá Hriflu, síðar
skiólastjóri og ráðherra; Konráð
Erlendsson, síðar kennari á Laug-
um; Kristján Bergstson, síðar skip
stjóri og forseti Fiskifélags ís-
lands; Pálmi Þórðarson síðar
bóndi og oddviti á Núpufelli í
Eyjafirði; Sigurgeir Friðri-ksson,
síðar bókavörður Bæjarbókasafns
ins í Reykjavík, og Snorri Sigfús
son, síðar sbólastjóri og náms-
| stjóri.
! Þórarinn var mjög vinsæll I
i skóla, og tel ég, að ég hafi aldrei
! átt einlægari eða elskulegri félaga
ien hann.
j Veturinn 1907—8 sat hann í lýð
'háskólanum í Voss í Noregi, og
hélt þaðan heim aftur að Tjörn.
Um haustið 1909 gerðist hann
fcennari í Svarfaðardal og hélt því
starfi áfram, þar til hann lét af
kennslu vegna aldurs 1955. Hafði
hann reynzt góður kennari, sam-
vizkusamur og afburða vinsæll.
Vorið 1913 gekfc Þórarinn að eiga
unnustu sína, Sigrúnu Sigurhjart
ardóttur frá Urðu-m, fallega og
gáfaða mannkostakonu. Sama vor
hófu þau búsfcap á Tjörn.
Séra Kristján Eldjám var síð
astur Tjamarpresta. Samkv. Iögum
16. nóv. 1907 átti allt Tjarnar-
prestakall að sameinast Vnllna-
prestakalli, er séra Kristján léti
af prestskap. Nokkrum árum siðar
keypti hann jörðina. Hann andað-
ist árið 1917, og var Þórarinn þá
búinn að fá eignarhald á jörðinni.
Þau hjónin, Þórarinn og Sigrún,
bjuggu um áratu-gi blómabúi, unz
Sigrún andaðist í ársbyrjun 1959.
Tjörn hafði að vísu áður verið
ágæt jörð, en þau bættu hana mjög
Framhald á bls. 12