Tíminn - 26.05.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.05.1966, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 26. maí 1966 TÍMINN VERÐIR LAGANNA 70 Khandgoo að nafni, hvarf. Hann var veiðimaður góður og bjó með móður sinni sem var blind. Fyrst var gizkað á að villidýr hefðu orðið honum að bana, en fuglager vísaði á líkið. Áverkar bentu til að bani Khandgoo væri af manna völdum, og öldungar þorpsins sendu til lögreglustöðvarinn- ar að segja tíðindin. Lögregluforingi kom til baka með sendimanni og hóf þegar í stað rannnókn þar sem líkið fannst. Skammt þaðan var blettur vaxinn háu grasi á árbakka, og þar fundust blóðflekkir á nokkrum stöðum. Virtist þvi árásarmaðurinn hafa lagt til Khandgoo þar, hann reynt að flýja en verið ifur uppi. í þéttu grasi tíu skref frá líkinu fannst blóði drifin öxi, sem Khandgoo reyndist hafa átt. Lögreglumaðurinn var hissa á að jafn hraustur maður og hann skyldi ráðinn af dögum með sinni eigin öxi. Traðk eftir leitarmenn var orðið töluvert á staðnum þar sem líkið fannst, en ein slóð lá í aðra_ átt en hinar, og lögregluþjónninn ákvað að fylgja henni. Á skurðbakka fann hann skýrt far eftir skósóla, og á steini úti í skurðinum voru dökkir blettir líkir storknuðu blóði. Þarna virtist morð- inginn hafa þvegið sér, og lögreglumaðurinn skar fótsporið laust úr leirnum og fór með það heim í þorpið. Fljótlega var gengið úr skugga um að enginn af leitar- mönnum sem þarna höfðu verið á ferð var með skó á fót- um, þá báru ekki aðrir en aðkomumenn á þessum slóðum. Um þrennt gat verið að ræða, hermann í leyfi, lögreglu- mann eða skógarvörð. Enginn hermaður var í leyfi, lögreglumenn höfðu engir verið þarna á ferð, svo þá var ekki um aðra að ræða en skógaverði. Einn þeirra, Ibrahim að nafni, starfaði þarna. Hann var leigjandi í húsi Mahani nokkurs í Kalan. Starf hans var að fara eftirlitsferðir um skóginn, svo ekkert var athugavert við þó spor hans væri þar að finna. En nú kom á daginn, að hann gekk á skóm, sem ekki gátu hafa gert sporið, sem lögregluþjónninn fann. Hann ákvað samt að halda eftirgrennslunum áfram. Ma- haru sem skógarvörðurinn bjó hjá átti dóttur að nafni Vithi. TOM TULLETT Hún var þjónusta Ibrahims, en um skeið höfðu þau Khandgoc- verið að draga sig saman. Þegar Vithi dansaði við Khandgoo á nýfstaðinni hátíð hafði Ibrahim orðið reiður og haft i hótunum. Lögregluþjónninn Iét nú sækja Vithi og yfirheyrði hana gætilega, því hann vissi, að þjóðflokkur hennar hafði ekk ert dálæti á yfirvöldunum. Smátt og smátt tókst honum að vinna traust stúlkunnar og hún skýrði frá, að daginn, sem Khandgoo hvarf, hefði hún komið að Ibraham sitjandi í myrkrinu í húsagarðinum. Hún kveikti í herbergi hans. og sá þá, að blússa hans var breidd til þerris. Plaggið var sótt, og á þeim hluta, sem ekki hafði verið bleyttur, mátti sjá nokkra litla blóðbletti. Einnig gat Vithi skýrt frá því, að Ibraham ætti tvenna skó- Við skoðun kom í ljós, að annar þeirra sem geymdir voru í herbergi hans, svaraði nákvæm- lega til sporsins af skurðbakkanum. Loks skýrði Vithi frá því, að þegar hún hefði spurt skógarvörðinn, hvers vegna hann væri sjálfur að þvo af sér fötin, hefði hann sagzt hafa drepið Khandgoo og beðið hana að strjúka með sér þá um nóttina. Ibraham neitaði öllu fyrst í stað, en lagði árar í bát, þegar hann stóð augliti til auglitis við Vithi og tvær konur, sem höfðu séð hann í fylgd með Khandgoo morðdaginn. Hann þoldi ekki að lítillækka sig í augum þjóðflokksins, því hann vissi, að meðal hans var ósannsögli álitin langtum alvarlegri ávirðing en nokkur glæpur. Ibrham sagðist svo frá, að hann hefði komið að Khand goo, þar sem hann var að höggva við í skóginum. Þetta var óleyfilegt, og honum datt fyrst í hug, að taka keppinaut sinn fastan, en hætti við það og bað hann í staðinn að koma með sér út í skógarjaðarinn fjær þorpinu. Á leiðinni sagði hann, að Khandgoo hefði átalið sig fyrir að reyna að kom- ast upp á milli sín og Vithi og orðið svo æstur, að hann hefði þrifið af honum öxina. Þá hefði Khandgoo gert sig lík legan til að ráðast á hann, en Ibraham greitt honum höfuð högg með öxinni. Síðan sagðist hann ekkert muna, fyrr en hann stóð yfir Khandgoo dauðum. Ibraham var ákærður fyrir morð og dæmdur í lífstíðar fangelsi. DANSAÐÁ DRAUMUM HERMINA BLACK 31 hún léttilega við, þú varst úti. — Já, sagði Jill stillilega, ég var úti. Hún hefði næstum getað hlegið að óafvitaðri kaldhæðninni í orðum Söndru. Hin stúlkan hreiðraði um sig í rúminu. — Hann var bara ekkert mjög vondur við mig. Hann hefur kannski séð, að það var ekki til neins að skamma mig. En hvað um það, þó hann væri í sínum versta ham, gæti hann ekki verið verri en Marvelle Vernoist, sem ég lærði hjá. „Klossarnir ykkar!“ var hann vanur að æða á okkur, þegar við vorum að læra. — Ég vil fá léttar, mjúkar hreyfingar og í staðinn fæ ég blýþungt stapp. Þér — Sandra! Þér getið aldrei dansað — farið og lítið eftir svín um, það er allt, sem þér getið! Svo að skammir frá vesælum lækni hafa engin áhrif á mig. Það var líklega fjarstæða að finna til gremju yfir vanþakklæti Söndru við „vesæla lækninn" og það, sem hann hafði gert fyrir hana, hugsaði Jill Síðan spennti Sandra greipar á hnakkanum og hélt áfram: — En ég vildi ekki láta hann vera virkilega reiðan við mig. Blessaður maðurinn! Hann getur verið elskulegur, þegar hann vill. Þegar hann er það, mundi ég ekki áfellast neina stúlku fyrir að falla fyrir honum en þú? — Ég — veit það ekki sagði JiB. — Æ elskan mín sagði Sandra hlæjandi. — Ég býst ekki við að þú takir einu sinni eftir því, hvað hann er laglegur. En ég býst við, að hjúkrunarkonum finnist lækn- arnir bara vera vélar þrátt fyrir allt sem sagt er. f þetta sinn svaraði Jill engu. Hún vissi efcki hvort hana lang- aði fremur til að gráta eða hlæja að svo barnalegum orðum svo fyr irmannlegrar ungrar konu. Síðan fann hún skyndilega til gremju og hugsaði: Ég verð bráðum geggj uð! og svo fékk kímnin yfirhönd- ina: Kannski er ég þegar orðin það! XIII. kapítuli. Þrátt fyrir loforðið sem hann hafði gefið Söndru kom Vere Carr ington ekki aftur til Fagurvalla þessa viku. Etthvað sérstakt hafði kom- ið fyrir og hann komst ekki burt. f staðinn gaf hann fyrirskipanir í gegnum síma, Eftir áfall byltunn- ar átti Sandra að liggja í rúminu í nokkra .daga skipaði hann síð an mátti setja hana aftur í hjóla- stól — en sem stóð mátti hún ekki standa í fæturna. Sandra nöldraði en þar sem hún vissi að það var henni sjálfri að kenna ef verið var að refsa henni tók hún þessu með aðdáun arverðri þolinmæði. Þó að Falconby læknir væri sam úðarfyllri en Vere hafði kæruleys islegt víðsýni hans orðið fyrir áfalli og þar sem hann var ekki sérlega áfjáður í að vera ásakaður um mögulegt slys gekk hann stranglega eftir því að skipunum skurðlæknisins væri hlýtt. En eftir fyrstu tvo dagana þegar lafði Skeyne var eini gest urinn sem fékk að koma fóru vinir Söndru að streyma að aftur og fékk hún því ekki mikinn tíma til að hugsa eða láta sér leiðast. Samt sem áður hafði Jill það oft ar en einu sinni á tilfinningunni að sjúklingur hennar var langt frá því að vera hamingjusamur eða ánægður en að óhamingjan stæði i engu sambandi við heilsuna eða iðjuleysið Það voru skuggar und- ir augum hennar — eins og hún svæfi ekki vei en hún neitaði al- gerlega að hún þjáðist af svefn- leysi og Systir Farrow sem leit inn til hennar einu sinni eða tvisv ar á nóttunni fullyrti að hún virt ist alltaf vera sofandi. Jill tóik einnig eftir því að Sandra skoðaði bréfin sem hún fékk af ákafa og ef það var bréf frá útlöndum á meðan þeirra opn aði hún það af ákafa en henti því síðan kæruleysislega í hrúg- una þar sem hin bréfin voru og sem einkaritari hennar sótti seinna þegar hún kom til að taka við fyrirskipunum. Bréfið sem hún vonaðist etfir kom auðsjáanlega ekki og Jill velti þvi fyrir sér hvort það væri Glyn Errol, sem Sandra þráði að heyra frá, og hvort það að hann hefði ekki skrifað, væri ástæðan fyrir óhamingjunni í augum dans meyjarinnar. Þar sem Jill var Jill fékk hún samvizkubit yfir að vangaveltur hennar byggðust aðal Iega á von Því að ef Sandra var raunverulega leið yfir að hafa ekki heyrt frá Glyn Errol, þýddi það — Tja, hvað þýddi það? Að stúlka, sem hefur nægilegan áhuga á ein um manni til að vera óhamingju- söm, þegar hann er í burtu, muni að öllum líkindum ekki verða ást fangin af öðrum? Hvað með það? sagði Jill hvass lega við sjálfa sig. Hún vildi þó ekki að Sandra væri niðurdregin En fullkomlega hreinskilnis- legt svar við því var, að það vildi hún ekki. En hún hafði komizt að því, að hún var ekki sú eina, sem tekið hafði eftir óhamingju Söndru. Lafði Amanda bjó nú í nágrenn inu og var tíður gestur hjá guð dóttur sinni Hún kom veiijulega á þeim tíma. þegar hún gat verið viss um. að „klíkan" eins og hún kallaði vini Söndru, var farin. Kvöld eitt mætti hún Jill á stiga _____________________________11 pallinum, þegar hún var á leið út frá Söndru. — Ó, Systir! Gott! Þér eruð ein mitt manneskjan, sem ég þarf að tala við, sagði hún. — Já. Lafði Amanda? Er eitt- hvað að? spurði Jill, sem var far in að kunna mjög vel við hina ber- orðu, öldnu hefðarfrú. — Það er einmitt það, sem ég vil, að þér segið mér! Lafði Am- anda lækkaði róminn og leit um öxl til að fullvissa sig um, að dyr númer 25 væru örugglega Iokaðar. Síðan litu hvöss skarpskyggn augu hennar á Jill: — Hvað er að Söndru? — Það er ekkert til að hafa áhyggjur af. fullyrti Jill. Hún er á góðum batavegi. — Hm! Mér virðist hún dálítið vesældarleg. sagði Lafði Amanda og hleypti brúnum. Það er kannski þess vegna að hún er orð in þreytt, þegar ég kem að heim sækja hana — of tnargir gestir á dag og allir tala þeir eins og páfagaukar i dýragarði. — Hún þreytist ekki svo fljótt núna, saeði Jill Auðvitað verður henni aðeins leyft að fá nokkra gesti fyrst eftir að hún fer að hreyfa sig og nota alla orkuna. En læknarnir hafa endilega viljað að ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 26. maí 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.00 Á frivaktinm Ey dís Eyþórsdótir sjórnar oska lagaþætti fyrir sjó menn 15.00 Miðdegisútvarp 16 30 Sfðdegis- útvarp 18.00 Lög úr söng'eikj- um og kvikmyndum 18 45 Ti! kynningar 19.20 Veðurtregnir. 19.30 Fréttir 20.00 Dagleet mál 20.05 Fjögur frönsk þjóðlog í útsetningu Seibers 20.15 (Jngt fólk i útvarpi Raldur Guðlaugs son stjórnar þætti með blönd uðu efni 21.00 Tónleikar Sinfön íuhljómsveitai íslands f Há- skólabiói 21.50 Ljóð eftir Juð mund Þórðarson Steingerður Guðmundsdóttir les. 22.J0 Fréttir og veðurfregnir 22.15 „Skeiðklukkan*' siðari hluti smásögu eftir Paul Gallico Guð ión Guðjónsson les þýðingu sína 22.35 Djassþáttur Ó1 Steo hensen kynnir 23.05 Bridge þáttur Hallur Simonarson P.ytur 23.30 Dagskrárlok. Föstudagur 7. mal 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há degisútvarp 13.15 Lesin dag- skrá nœstu viku 13 30 Við dnn una 15.00 Miðdegisút- varp 1630 Síðdegisútvarp 17.00 Fréttír 17. 05 f veldi hljómanna Jón Örn Marinósson kynnir sigilda t.ón- list fyrir ungt fólk 18.00 fs- lenzk tónskáld Lög eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og Bjarna Þorsteinsson. 18 45 Til kynningar 19.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir 2000 Kvöldvaka: a. Lestur fornrita Þáttur af Sigurði slembidjákn b. „Hugg B un harmi gegn“ Magnús F. lónsson frá Torfastöðum segir frá Eyjólfi Kolbeins presti á Melstað. Baldur Pálmason flytur þáttinn c Tökum iagið. d. Að yrkia iarðveg Lslenzks máls, Sigurður Jónsson frá Brún flytur hugleiðingu um Ijóðagerð o. fl. e. Kurl Kvæði og stökur eftir Kolbein Högna son frá Kollafirði 1.30 Otvarot; sagan- „Hvað sagði tröllið^“ eftir Þórleif Riarnason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir 2215 fslenzkt mál Jón Aðalsieinn Jónsson cand mag flvtur þátt inn 22 35 Næturhljómleikar: 23.05 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.