Tíminn - 26.05.1966, Page 14

Tíminn - 26.05.1966, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 26. maí 1966 EYJAMENN í SURTSEY Framhald af bls. L €n ferðaútbúnaður frá því fyr- irtæki hefur reynzt þeim félög- um frábærlega vel. Þeir dvöldu á eyjunni á þriðju klukkustund og gengu um hana. Þar sem eyjan var öll svo svört lá bein- ast við að kalla eyjuna Svart- ey og skrifuðu þeir það nafn á tjaldið og á miða. Fjórmenning amir höfðu lofað Þorleifi Ein- arssyni, jarðfræðingi, að taka sýnishorn af gosefnunum, en það gerðu þeir einnig er þeir gengu á Syrtling fyrir tæpu ári. Grófu þeir um hálfs metra djúpa holu og tóku sýnishorn, sem voru send til Atvinnudeild ar Háskólans. Fjórmenningarnir gengu nærri gosgígnum, en skyndi- lega jókst krafturinn í gosinu og glóandi hnullungar féllu rétt hjá þeim og biksvört vikurský- in færðust óðfluga nær. Þeir tóku þá til fótanna og hlupu upp á líf og dauða niður að flæðarmálinu og sluppu naum- lega undan glóandi hnullung- um, en urðu aftur á móti kol- svartir af vikurfallinu. Yfirborð eyjunnar er mjög laust í sér, enda mest vikur- salli. Eyjan er geysilega löng, allt að kílómeter að lengd, en mesta hæð hennar er 40—50 m. Landganga er auðveld í austanátt. Frá því á föstudag hefur vind áttin breytzt og er tjaldið, sem þeir félagar reistu, nú að mestu kbmið í kaf. Taldi Páll, að fall- ið hefði um metersþykkt lag af vikri frá því á föstudag. FRÍMERKI Fyrtr hvert tsienzkt fri merki. sem þér sendið mer fáið þér 3 eriend Sendið minnst 36 stk JÓN AGNARS, P.O Bo> 965. Reykjavfk Svartey liggur í um kílómet- ers fjarlægð vestur af Surtsey. Páll sagði að lokum, að þeir hefðu siglt rétt hjá Surtsey og hefði þá rokið úr gígnum. Á einum stað hefði brotnað framan af klöpp, og glytti þar í glóð. Svo virðist sem sjórinn hafi sorfið allmikið af eyjunni að undanförnu. Þess má geta til gamans, að þegar þeir félagar gengu á land á Syrtlingi, höfðu þeir með sér skilti, er þeir settu upp á eyjunni og á því stóð: „Allir velkomnir. Eyjamenn" og „Komið fljótt aftur“. BARÞJÓNAMÓT FramhaJd af bis. 3. leggja fram drög að lögum fyrir norrænu samtökin. Samtök barþjóna hafa engin af- skipti af kjaramálum meðliima sinna, en vinna að því að efla og bæta menntun og starf barþjóna, og í því skyni hafa þau komið upp skóla í Luxemburg, og gefið út bók um framreiðslu og gerð drykkja og þar eiga íslendingar þrjár uppskriftir. Hér á landi þurfa barþjónár að vera útlærðir framreiðslumenn og þurfa auk þess að vinna í tvö ár á bar áður en þeir eru teknir í Barþjónaklúbb íslands, en stjórn hans skipa nú þessir menn: Símon Sigurjónsson formaður, Daníel Stef ánsson varaform. Viðar Ottesen ritari, Róbert Kristjónsson gjaldk. og Jón Þór Ólafsson meðstj. HUGSANLEG AÐFERÐ Framhald af bis. 9. an kafla í suðurbakkanum: 5.4°, 5,3°, 5,2°, 5,1° 5,0°, 4,1°, 4,0°, 4,4°, 4,3°, 4,2° og 4,1°. Að- eins tvær af þessum tölum (4,1° og 4,0° í miðri röðinni) sýna nokkra óreglu í hinni jafnfall andi hitastigslínu niður eftir gljúfrinu. Þessar mælingar eru teknar upp úr skýrslu eftir Sigur jón Rist, því að hans mælingar, gerðar i sept. 1959, eru bæði fleiri 'og nákvæmari en mínar, gerðar fyrr það sumar/ en hvorum tveggja ber fyllilega saman. ÞAKKARÁVÖRP Mínar innilegustu hjartans þakkir til allra vanda- manna og vina, sem heimsóttu mig á áttræðisafmæli mínu og gerðu mér daginn ógleymanlegan Þakka all- ar gjafir, öll blessuð blómin og heillaskeyti, sem voru áttatíu, dálítið einkennilegt, að þau skyldu fylgja árun- um. Sérstaklega þakka ég Jóhannesi úr Kötlum fyrir kvæði, sem hann flutti. Með hjartans kveðju. í Guðs friði. Steingrímur Samúelsson. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, Björn Jóhann Aðalbjörnsson Skipasundi 35 verður jarðsettur föstudaginn 7. maf frá Fossvogskirkju kl. 10.30 Athöfninni verður útvarpað. Petrína Friðbjörnsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. WWWWIHWIIWIBIIMf, Wliwn Innilegar þakkir sendum við til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts móður okkar tengdamóður og systur, Margrétar Jónsdóttur frá Kirkjubæ. Páll Guðmundsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Hildur Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, tengdabörn og systur. _______TÍMINN________________ Hin mikla, fullkomna lindá Ytri-Rangá, kemur upp í Rangár botnum, skammt austur af Búrfelli en handan Þjórsár. Upptakakvísl- arnar eru tvær og hvor um 1,5 km löng, áður en þær koma sam- saiman. Upptök annarrar nefn ast Eystri-, hinnar Ytribotnar, (einnig í sömu^ röð: Suður- og Norðurbotnar). í hvorum tveggja koma upp margar stórar lindir undan hraunbrúnum. Aðeins 1 km vestar rennur Þjórsá fram um þetta hraunhaf, því. nær samsíða Ytribotnia- kvíslinni. Þjórsá er þar nokkrum metrum hærri, enda rennur hún uppi á yngsta Tungnárhrauninu. iStaðhættir benda eindregið til, að yatnið, sem upp kemur í Rang árbotnuin, sé að einhverju leyti leki úr Þjórsá. En hitastig vatns- ins í lindunum er vísbending unp, hverjar þeirra séu þaðan ættaðar. f Eystribotnum hefur mér mælzt hiti í lindum sem hér segir; 3,1° (maí 1947) og 3,0° í mörgum eða öllum lindunum (júlí 1952.) — í Ytribotnum mældist í efstu lindun um við austurbakka kvíslarinnar 4,0° (í-júlí 1952) og raeðar við sama bakka 3,1° (maí 1947). En við vestri bakkann, í stórum lind um, sem koma úr átt frá Þjórsá, reyndist mun hlýrra, 4,5°, (júní 1948), 4,9° (ágúst 1948) og 4,7° (júlí 1952). Hið háa hitastig lindanna í ytri (vestri) bakka Ytribotna, sem einnig er nokkuð breytilegt og virðist hærra haust en vor, stafar eflaust af því, að þetta vatn hefur áður runnið ofanjarðar. Ekki er þó svo að skilja, að það hafi allt horfið úr Þjórsá á stuttum kafla gegnt Rangárbotnum, heldur heg- ur það sigið niður úr botni henn ar víðs vegar allt ofan frá Tungn ármynni og ef til vill engu síður úr Tungná þar fyrir ofan, og ef- laust er nokkur hluti þess ættaður úr smáánni Ifelliskvísl, sem sígur í Tungnárhraunin og kemst mjög mislangt ofanjarðar eftir tíðarfari. Úr öllum þessum ám sígur mest vatn niður í hlýviðri á sumrin, því að þá eru þær mestar og flæða meira en ella upp úr þeim hluta farvegarins, sem bezt hefur þétzt af leirgruggi þeirra. En í þessum vatnavöxtum eru árnar einnig hlý astar (t.d. oft 10—/15°)), og af þeim sökum verður hiti lindanna í Ytribotnum hærri en meðalhiti ánna, sem vatnið er ættað úr. Um Rangárbotna er mikil mjódd á Tungnárhraununum. Þar hafa þau öll troðizt fram um þrengsli milli Sauðafellsöldu að austan og Búrfells að utan og eru aðeins 2 km breið. Nú vitum við einnig þykkt þeirra, og er það að þakka jarðborun, sem þarna var gerð á vegum raforkumálastjórn arinnar fyrir fáum árum. Hraun- in liggja þarna í sex eða sjö lög um hvert yfir öðru, og er hvert lag runnið í einu eldgosi, hið elzta (neðsta) fyrir um 8 þúsund, hið yngsta (efsta) fyrir um 3—4 þúsund árum. Samanlögð þykkt þeirra er 100 m og eru með talin nokkur millilög og allt að 15 m þykkt yfirlag, hvor tveggja að mestu úr mjög grófum vikri. Öll hraunin eru Tungnárhraun, runn in langt 'að, fyrst um 30 km veg ofan með Tungná og síðan um 18 km niður með Þjórsá, en fyrir neð an mjóddina um Rangárbotna, taka þau enda hvert af öðru, og þegar kemur niður að efstu bæjum í Landsveit, virðist aðeins eitt þeirra eftir, það er hið firnastóra Þjórsárhraun, sem er elzt Tungn- árhrauna og nær alla leið út í sjó fram af Flóanum í Árnessýslu. Eins og þegar er getið, verður Rangá að langmestu leyti til úr grunnvatni, sem seytlar fram um þessi hraun fyrir ofan botna henn ar. En vitaskuld kemur ekki allt það grunnvatn upp þar Einhver hluti þess heldur áfram neðanjarð ar fram hjá Rangárbotnum í hinu 100 m þykka lagi hrauna og vik- urs. Við getum farið nokkuð nærri um heildarrennsli grunnvatns ins fram um þrengslin milli Búr fells og Sauðafellsöldu, því að megnið af því kemur fram aftur í lindum niðri í Landsveit, þar sem hraunin þynnast og flest þeirra enda. Rennsli þessara linda mun ebki hafa verið mælt nema að litlu leyti, en ég mundi áætla það samtals 20—25 m3/sek. Þar af um 12 mVsek í Rangárbotn- um, en að auki eru: Galtalækur, Vatnagarðslækur Bjallalækur, hluti af Lækjarósi, Minnivallalæk- ur og lindir í bakka Þjórsár hjá Nautávaði, Yrjum og Skarfanesi. Á þessu svæði er meðalársúrkoma (samkv. úrkomukorti eftir Öddu Báru Sigfúsdóttur veðurfr.) um 1000 mm og þar sem þetta svæði er 110 km2 að flatarmáli, berast því loftleiðis um 6,7 m3 af vatni á sek. að meðaltali. Nokkuð af því vatni gufar upp. Á hinn bóginn rennur eflaust nokkurt vatn burt neðanjarðar af svæðinu, langmest um hið mjóa framhald Þjórsár hrauns til vesturs hjá Búðafossi í Þjórsá. Að þessu athuguðu má áætla rennsli grunnvatnsins fram um sundið milli Búrfells og Sauða fellsöldu laust ofan við Rangár- botna um 20 m3/sek. Vegna skorts á mælingum (sem er auðvelt að gera) kann þessi áætlun að skakka miklu, þó naumast meira en fjórð ungi. Hitastig lindanna undan hraun- unum í Landsveit er hátt, eins eins og vænta má vegna upp- runa grunnvatnsins þar. Kaldasta lind, sem ég hef mælt þar, 4,0°, hjá Húsagarði við Rangá, kemur undan syðstu totu hraunanna, ein mitt þar sem þess er helzt að vænta, að lekavatnið úr stóránum sé orðið mjög útþynnt af úrkomu- vatni. Annars staðar hefur mér mælzt minnstur hiti í þessum lind um 4,9° (vestan túns í Skarði) og mestur 6,4° (austan túns í Skarði) Hití köldustu lindanna er mjög stöðugur en hinna hlýjustu nokk- uð breytilegur, t.d. frá 5,6° upp í 6,4° í einni og sömu lind. Ekki koma þó fram glöggar missira- sveiflur af mínum mælingum, en trúlegt, að svo yrði, ef oftar væri mælt og reglulegar. Til samanburðar við lindirnar í Landsveit skal á það bent, að í næstu sveit, á Rangárvöllum, kem ur ekki síður upp fjöldi stórra linda undan hraunbrúnum og þar hagar svo til, að óhugsandi er, að vatnið sé leki úr ám. í um 20 lind- um, er ég hef flestar mælt mörg- um sinnum og spretta upp víðs vegar undan yzta jaðri Hekli> hrauna á kaflanum frá Keldum um Geldingalæk að Næfurholti, hef ég fundið lægstan hita 1,7° og hæstan 3,2°. Meðalhiti lindavatnsins undan Hekluhraunum mun nálægt 2,5°, en undan Þjórsárhrauni í Land- sveit nálægt 5,3°. Að síðustu skulum við bregða okkur í snögga kynnisferð austur í Skaftafellssýslu. — Undan hraura breiðunni miklu í Landbroti og Meðallandi spretta upp margar og stórar lindir. Ekki veit ég til, að rennsli þeirra hafi verið mælt, en það er augljóslega margfalt meira en nemur úrkomunni á hraunun- um. Þetta kemur ekki á óvart, því kvíslar úr Skaftá renna út í hraun in og síga þar niður. Flestar hverfa í hraun 15—20 km fyrir ofan (vestan) þær lindirnar, sem ég hef helzt athugað. Þær athugan ir e,ru sorglega fátæklegar, gerðar í júlílok 1944, er ég var þarna á ferð gangandi. Vatnshiti var sem hér segir: 5,8° í Vellinkötlu sunn- an við Þykkvabæ, 5.2° í lind við silungaklakstöð hjá Seglbúðum (því var klakstöðin þar sett, að í hvergi í grenndinni fannst kald-! ara vatn), 10,5° í Sýrlæk og 8 5° i' Eldvatni, stórri lindá í Meðal- landi. Tvær fyrstu mælingarn | ar eru á lindum, sem fólk á næstu ‘ bæjum taldi allra linda kaldastar þar um slóðir. Hinar eru gerðar á lindavatni, sem er nokkuð að runnið ofanjarðar, en þær sýna samt mun meiri hita en gengur og gerist í lindám og lindalækjum jafnlangt frá upptökum. Senni- lega er hvergi á íslandi hlýrra kaldavermsl en í Landbroti og Meðallandi. Raunar er ekki sennilegt, að stærstu lindirnar í þessum sveit- um séu fullkomið kaldavermsl (þ. e. jafnhlýjar vetur og sumar). Skaftá er vissulega miklu hlýrri á sumrin, og svo skammur vegur er á milli þess, sem vatnið úr henni sígur niður og kemur upp aftur í lindunum, einkum vestan til í Meðallandi, að varla eru hitasveifl ur þess með öllu útjafnaðar í þeim. En þetta er órannsakað. Fullvíst er, að rennsli úr þess- um lindum er nokkuð breytilegt, og vart að efa, að það lagar sig fyrst og fremst eftir vatnshæðinni í Skaftá, þar sem hún kvíslast út í hraunið. Með því að Skaftá er jökulvatn, og langt að runnin, hlýt ur hún að vera hlýjust nokkum veginn samtímis því, sem hún er vatnsmest, þ.e. á sumrin. Samt ætla ég, að í lindunum verði hita sveiflurnar nokkuð á eftir rennsl issveiflunum og verður síðar greint frá ástæðunni. Samanburður á rennslis- og hita sveiflum um nokkurra ára skeið, annars vegar í Skaftárkvíslunum og hins vegar í lindunum, sem af þeim nærast, væri stórfróðlegur um rennslishraða og annað hátta lag grunnvatns í hraunum yfir- leitt. í þessum sveitum hefur nátt úran sjálf komið upp stórkostlegri nannsóknarstöð, þar sem ekkert vantar nema allra ódýrustu tækin — og vísindamennina. Þessi inngangur er nú orðinn lengri en góðu hófi gegnir í blaða grein. En sá, sem hefur haft þolin mæði til að lesa hann með nokk- urri athygli, og vænir mig ekki um ósannsögli, mun nú þegar bú inn að finna aðferðina til hita- miðlunar í vatnsfalli. — Hún er í sem stytztu máli sú, að hleypa sólvermdu sumarvatni árinnar nið ur í hraun eða vikra þar sem það verður að grunnvatni, tefst mán- uðurn saman, hitar upp bergið, sem það seytlar um ,og kemur loks fram aftur í líki hlýrra linda með tiltölulega jöfnu rennsli. TYRKLANDSSTJÓRN Framhald af bls. 5. ið á í sambúð Tyrkja og Banda ríkjamanna. Næsta mikilvægt er að slétta misfellur og jafna ágreining, þar sem Tyrkland er nágrannariki Sovét- ríkjanna og jafnframt eru í landinu fjölmargar herstöðvar Atlantshafsbandalagsins. f land inu dvelja að minsta kosti 25 þúsund bandarískra hermanna sem hafa hernaðarlegum skyld um að gegna. Eins og sakir standa virðist þeirri skoðun aukast fylgi i báðum stærstu flokkunum að herinn hafi í hyggju að láta stjórnmálin afskiptalaus með- an stjórnmálamönnunum tekst að veita þjóðinni ábyrga for- ustu. Demirel hefur nokkra sigur- möguleika í sinni baráttu. Hann tilheyrir nýrri gerð leið toga og sýnist vera meiri fram kvæmdamaður en stjómmála maður. Áhugi hans á þróunar- málunum og áþreifanlegum framförum virðist geta leitt til þess, að bæði herinn og íbúar landsins sjái sér hag í þvf að halda honum við völd og'draga þannig vígtennurnar úr ólm- ustu andstæðunum í tyrknesk- um stjórnmálum, en barátta þeirra hefur oft orðið ærið heiftúðug.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.