Tíminn - 26.05.1966, Side 16
118. tbl. — Fimmtudagur 26. maí 1966 — 50. árg.
SKAFTAFELL VERÐUR
GERT AÐ ÞJÓÐGARÐI
SAMNINGUM UM KAUP JARÐARINNAR ER AÐ UÚKA
Utvarpsstjori ræðir við Kempff.
KEMPFF LEIKUR
MEÐ SINFÚNÍUNNI
GÞE-Reykjavík, miðvikudag.
Hinn heimsfrægi píanósnill
ingur Wilhelm Kemff kom
hingað til lands í gær til tón-
leikáhalds. Hann mun leika á
tvennum tónleikum með Sin-
fóníuhljómsveit fslands, fiimmtu
daginn 6. maí og föstudaginn
27. maí kl. 21 og þá heldur
hann píanótónleika 28. maí kl.
5. e. h. Á fimmtudaginn leikur
hann með hljómsveitinni píano
konsert í a-moll eftir Schumann
og á föstudaginn píanókonert
nr. 4 eftir Beethoven. Á efnis
skrá píanótónleikanna á ;augar
daginn verða eftirtalin verk:
Sónata í B-dúr K 281 eftir Moz
art. Sónata í As-dúr op. 110 eft
ir Beethoven, Die Davidsbúnd)
ertánze op. 6. 18 þættir eftir
Schumann og fjögur píanólög
op. 119 eftir Brahms.
Wilhelm Kempff er meðal
þekktustu píanósnillinga verald
ar, og er koma hans hingað
einn mesti viðburður í tónlistar
lífi borgarinar á þessu ári.
Hann er rúmlega sjötugur að
aldri, og hefur gert mjög víð-
reist á sinni löngu ævi, en
allt frá 1920 hefur hann ferð
ast víða um heim og leikið með
frægusitu hljómsveitum austan
hafs og vestan. Hann hefur
Framhald á bls lö
FB—Reykjavík, miðvikudag.
Ekki mun líða á löngu þar til
jörðin Skaftafell í Öræfum hefur
verið gerð að þjóðgarði. Samning
ar hafa þegar verið gerðir við
eigendur % hluta Skaftafells um
sölu á jörðinni, og samkomulag
hefur einnig verið gert milli Nátt
úruverndarráðs og eiganda Mt
hlutans, og verða samningar um
kaup á honum væntanlega gerðir
innan skamms. Landareign jarð-
arinnar Skaftafells er geysi víð-
áttumikil, talin vera allt að 1000
ferkílómetrar, eða sem næst 1%
af flatarmáli fslands.
f fréttatilkynningu frá Náttúru
verndarráði segir, að ráðið hafi
samþykkt einróma í febrúar 1961
að stefnt skyldi að því, að jörðin
Skaftafell í Öræfum í Austur-
Skaftafellssýslu yrði friðlýst sem
þjóðgarður. Var samþykktin gerð
að tillögu dr. Sigurður Þórarins-
sonar, jarðfræðings. Dr. Sigurður
gerði grein fyrir tillögu sinni,
og sagði m.a. í henni:
„Vart leikur það á tveim tung-
um. að náttúrufegurð í Skaftafelli
í Öræfum er stórfenglegri en á
nokkru öðru byggðu bóli á ís-
landi. Þarna er að finna flest það
er prýðir íslenzka náttúru mest.
Stórleikur landskaparins er óvíða
ef nokkurs staðar meiri og útsýn
óviðjafnanleg ti) hæsta fjalls
landsins, yfir stærsta skriðjökul
þess og víðáttumesta sand. Á land
areigninni eru fagursköpuð fjöll
og fjölbreytileg um uppbyggingu
og bergtegundir. Þar er einn af
merkilegustu skriðjöklum landsins
Morsárjökull. í landareigninni
eru fagrir fossar og gil rómuð fyr
ir fegurð. Gróðurinn er grósku-
meiri og fjölbreyttari en víðast
annars staðar, enda mun engin
jörð á íslandi, nema grannjörðin
Svínafell njóta jafnmikillar veð-
ursældar. Landareign Skaftafells
að Skeiðarársandi fráteknum er
svo girt af náttúrunnar hendi,
jöklum og jökulfljótum, að auð-
velt er að verja landið ágengni án
mikils kostnaðar við girðingar. í1
stuttu máli sagt veit ég ekki ann
að landsvæði á íslandi heppilegra
til friðunar sem þjóðvang en
Skaftafellsland”.
Menntamálaráðuneytið féllst fyr
ir sitt leyti á tillöguna um að
stefna að því að friðlýsa Sikafta-
fell. Síðan hefur verið unnið að
því að afla fjár til kaupanna og
Framhatd a bls. 15
Meðfylgjartdi mynd er af
hinni nýju fjallabifreið björg
unardeildarinnar Ingólfs, en
bifreiðin verður tekin í notk-
un á næstunni. Verið er að
koma fyrir í henni talstöðv-
artækjum, en jómfrúrferðin
verður um hvítasunnuna.
Reykvíkingar munu fjðlmenna á
Snæfellsnesiö um hvítasunnuna
GÞEReýkjavík, niiðvikudag.
Svo er að sjá, sem margt verði
um manninn á: Snæfellsnesi um
hvítasunnuhelgina. Að minnsta
kosti ætla fimm stórir hópar að
leggja þangað leið sína, þá verð
ur Slysavarnafélagið með allstóra
björgunaræfingu á þessum slóðum
og einnig má gera ráð fyrir bví
að fjöldinn allur af einstaktingum
hyggi á ferð þangað vestur og
mikill hörgull virðist vera á gisti
rými fyrir þá, sem ekki gista í
tjöldum.
Litli Ferðaklúbburinn leggur af
stað vestur á laugardag kl. 2.
Fyrstu nóttina verður gist að
Breiðabliki, en á sunnudag verður
ekið um Ólafsvíkurenni til Stykk
ishólms, þar sem gist verður næstu
nótt. Á mánudag verður farin
bátsferð út í Elliðaey og víðar,
ef veður leyfir. Að minnsta kosti
60 manns munu taka þátt í þessari
ferð.
Ferðafélag íslands fer með allt
að 60 manns vestur á nesið á laug
ardag. Gist verður í tjöldum ná-
lægt Stapafelli. Þá heldur 60
manna hópur vestur á Snæfellsnes
á vegum ferðaskrifstofunnar Lönd
og Leiðir á laugardag og verður
dvalið þar til mánudags.
Fimmtabekkjarferð Menntaskól
ans í Reykjavík verður einnig far
in vestur á Snæfellsnes. Þátttak
endur í henni verða hátt í tvö
hundruð. Gist verður í tvær næt
100 þátttakendum. Slysavarnar-1 inlegu æfingar upp til að láta
félagið hefur tekið þessar sameig I deildirnar kynnast innbyrðist.
Tilkynning frá
Kosningahapp-
drætti Fram-
sóknarflokksins
f gær var dregið í happ
drættinu hjá borgarfógeta.
Vinningsnúmerin verða birt
í blaðinu n. k. sunnudag.
Þeir, sem hafa fengið
heimsenda miða og eiga eft
ir að gera skil. eru beðnir
um að gera það strax þar
sem skil verða að hafa bor
izt fyrir laugardag í skrif-
stofu happdrætisins að
Hringbrauf 30.
Vegirnir eru mánuði á eftir
Samkvæmt upplýsingum Vega-
málaskrifstofunnar í dag, nefur
ástand vega á Suðurlandi tarið
batnandi að undanförnu. Annars
* T' T , , ... staðar eru vegir í mjög slæmu
ur að Logalandi. LandsprófsdeHd ásigtanulagi vBegna aurbleytu og
snjóalaga. Munu vegirnir vera
mánuði seinna en venjulega að
lagast eftir veturinn.
Fært mun nú vera um þjóðvegi
á Suðvesturlandi og um allt Snæ
fellsnes. Þá er og fært í Þorska
fjörð en ekki lengra vestur. Þorska
fjarðarheiði og Þingmannaheiði
eru báðar lokaðar, en fært er á
milli fjarða á Vestfjörðum, nema
um Breiðdalsheiði.
Fært er um Holtavörðuheiði til
Vogaskóla lýkur prófum á föstu
dag og heldur vestur á Snæfells
nes á laugardaginn í þriggja daga
ferð. Þátttakendur verða líklega
um 8Ó.
Deildir Slysavarnafélagsins úr
Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi
og af Snœfellsnesi auk einnar deild
ar frá Keflavíkurflugvelli munu
ralda sameiginlega björgunaræf-
ingu norðan Hólahóla og á Sand-
imrnn. Gert er ráð fyrir allt að
Hólmavíkur og jeppafært i)l
Djúpuvíkur. Vegir eru sæmilegir
um alla Húnavatnssýslu, en ófært
fyrir Skaga. í Skagafirði er fært
norður í Fljót og í Eyjafirði er
fært til Dalvíkur. Vaðlaheiði er
að verða fær öllum bílum, en leið
in milli Akureyrar og Húsavíkur
refur verið lokuð bílum með meira
en sjö tonna öxulþunga.
Fljótsheiði hefur lokazt aftur og
öxulþungi um Köldukinn hefur
verið takmarkaður við sjö tonn.
Fært er í Mývatnssveit og jeppa-
fært að Grímsstöðum á Fjöllum.
Öræfin suður af Grímsstöðum eru
lokuð öllum bifreiðum
Á Héraði eru vegir færir jepp
um upp að Gilsá og Oddsskað 'er
nýrutt og fært jeppum. Opið er
í Borgarfjörð eystra. Nú er verið
að ryðja Fjarðarheiði og hefur ver
ið unnið að því báðum megin frá.
Er nú aðeins eftir um tíu kíió
metra langur kafli á háheiðinni,
en snjóbíll er þar í förum. IJnnið
er að því að opna Breiðdalsheiði,
en óvíst er, hvenær hún verður
fær bifreiðum. Verið er að laig-
færa Suðurfjarðaveg og er da-
góð færð til Stöðvarfjarðar og
jeppafært á Djúpavog. Þaðan er
góður vegur til Hornafjarðar.
Á Suðurlandi eru allir aðalvegir
opnir, en vegurinn um Grímsnesið
er hálflokaður um þessar mundir.