Tíminn - 27.05.1966, Side 1

Tíminn - 27.05.1966, Side 1
Gerizt áskrífendur aS Tfanaamm, HringHS í síma 12323. Aöglýsing í Tímanum kenrar daglega fyrir aagu 80—100 þúsund lesenda. 119. tbl. — Föstudagur 27. maí 1966 — 50. árg. BANDARÍSKT BÚKASAFN í HUE BRENNT NTB-Hue, fimmtudag. Stúdentar eyðilögðu bóka- safn bandarisku upplýsingaþión ustunnar í bænum Hue i Suð- ur-Víetnam í morgun. Stúdent arnir, um 200 talsins flevgðu bókunum og húsgögnunum út á götu og kveiktu i öllu sam án. Jafnframt kveiktu þeir í húsinu sjálfu, Hue, sem er helzta menntamiðstöð Suður- Víetnam, hefur verið sá staður, þar sem mótmælaaðgerðir gegn herforingjastjórninni i Saigon hefur verið öflugust. Sagt er, að lögreglustjorinn í Hue hafi, ásamt 20 lögreglu mönnum, verið viðstadd>ir at- burðinn, en ekkert aðhafst. Bandarískar heimildir fullyrða, að lögreglan hafi vitað með nokkrum fyrirvara að student arnir ætluðu að ráðast á bóka safnið- Leiðtogar mótoælagöng unnar, sem i voru um 1000 stúd ' entar, reyndu að stöðva árásina á bandaríska bókasafnið, en það tókst ekki. Leiðtogar búddatrúarmanna tilkynntu í dag, að hinni áætl uðu afmælishátíð til að fagna 2510 ára afmælis Búddha, hafi verið aflýst. Er þetta gert til þess að láta í ljósi andúð sína á herforingjastjórn Kys i Sai gon. Lögregla og herlið herforingjastjórnarinnar í Saigon hefur að undanförnu barið harðlega niður allar mótmælaaðgerðir borgara landsins í Da Nang og Saigon. Mynd þessi var tekin á dögunum, þegar lögreglan réðist með táragassprengjum að um 400 munk- um og nunnum í Saigon, og sýnir grímuklæddan hermann leiða unga stúlku á brott- Spítalalæknar hafa samið SÖMDU UM LAUS- RÁDNINGAR LÆKNA EJ—Reykjavík, fimmtudag. Blaðinu barst í kvöld fréttatií- kinning frá Stjórnarnefnd ríkisspít alanna. þar sem segir frá þvi að samningur hafi verið undirritaður | við Læknafélag Reykjavíkur um' iaun lausráðinna lækna. „Með samningum þessum er lagður grundvöllur að því, að læknar | verði ráðnir í þjónustu ríkisspítal anna með nýjum hætti, þ.e. laus- ráðnir til starfa frá 3 klst á viku og allt upp í fullt starf. Auk þess eru ákvæði í samningnum um vinnu við vaktir“, segir í tilkynn ingunni. Segir einnig, að talið sé, að unnt verði að tryggja með þessu ,,að þjónusta á sjúkrahúsum ríkisins verði jafngóð og áður f fréttatilkynningunni segir m. var”. „Eins og áður hefur komið fram í fréttum báðust 28 læknai við Landspítala og Kleppsso tala lausnar frá störfum sínum á síð- asta vetri, þar af 19 fast.ráðmr læknar. Hefur að undanfðrnu ver i haldið uppi læknisþjónustu á sjúkrahúsunum með bráðabirgða fyrirkomulagi, sem ekki varð un- að við til lengdar. Þegar ljóst var orðið. að læknar myndu ófaanleg ir til að afturkalla iausnarbeiðnir sínar, hafði Jóhann Hafstein, heil brigðismálaráðherra frumkvæði að því, að teknar voru upp viðræð ur um nýtt fyrirkomulag á ráðn ingu lækna. Samningur sá, sem undirritaður hefur verið, fjallar einungis um lausráðningu. og kemur ekki til slíkra ráðninga nema í þeim mæli, sem læknar fást ekki í fastar stöður við sjúkra húsin. Læknar. sem lausráðnir verða. munu ekki njóta þeirra sérstöku réttinda, sem rikisstarfs mönnum eru tryggð með lögum. Engu að síður telur Stjórnarnefnd ríkisspítalanna. að á grundvelli hins nýja samnings muni unnt að tryggja, að þjónusta á siúkrahús- um ríkisins verði jafngóð og áð- ur var. Stjórn Læknafélags Reykja- víkur undirritaði samninginn fyr- ir hönd félagsins, en í henni eiga sæti læknarnir Árni Björnsson. Magnús Ólafsson og Guðjón Lár- usson. Að samningsgerðinni vann einnig launanefnd félagsins. lækn arnir Víkingur Arnórsson. Jakob Framhald á 14. síðu. FIMM NY LONDUNARTÆKI A SEYÐISFIRÐI: Landa 500tonnum á klst. SJ—Reykjavík, fimmtudag. Miklar breytlngar hafa erð ið hjá Síldarverksmiðju rikis- ins á Seyðisfirði að undan- förnu, öll gömlu málin og blöndunartækin hafa verið rifin og í staðinn verið sett upp fimm nýir löndunarkran ar, sem hver um sig getur landað um 100 tonnum á klst. eða samanlagt um 500 tonn- um á klukkustund úr fimm skipum. Síldin er vegin með sjálfvirkum útbúnaði, og eru tvær vogir við hvern löndun- arkrana. Á meðan hleypt er úr annarri voginni er hin fyllt, þannig að löndunin gengur viðstöðulaust. Þessar upplýsingar komu fram 2 viðtali, sem Tíminn átti við Ein ar Magnússon, verksmiðjustjóra | og sagði hann, að sjómenn væru imjög ánægðir yfir þessum breyt lingum. Hann bjóst við, að sams konar tæki yrðu tekin í notkun hjá síldarverksmiðju Hafsíldar, en verið er að stækka þá verk- smiðju eins og síldarverksmiðju ríkisins. Síldarverksmiðja ríkisins hefur þróarrými fyrir 42 þús. mál og er það senn að fyllast. Verksmiðj an mun sennilega hefja bræðslu eftir helgi. Síldin er ennþá mög- ur. fitumagn hennar er að meðal tali um 8%. Ekki þurfti Einar að kvarta yf ir vinnuaflsskorti — hann er þeg ar búinn að ráða allt starfslið verksmiðjunnau um 70 manns Mikil breyting hefur prðið s högum íbúa Seyðisfjarðar að und anförnu og eru miklar bygginga framkvæmdir i gangi vegna batn andi fjárhags. Verður Hess látinn laus? NTB-London, fimmtúdag. Brezkur embættismaður sagði í London í dag, að Bretjand værj reiðubúið til að ræða það, hvort láta skuli nánasta samstarfs- mann Adolf Hitlers, Rudolf Hess, lausan. Hess situr nu í Spandau-fangelsinu í Vest- ur-Berlín, en hann var dæmdur í ævilangt fangelsi. Embættismaðurinn lagði þó áherzlu á, að þetta þýddi ekki, að brezka stjóm in myndi taka frumkvæðið'v um að fá hann lausan. Hess er _nú 72 ára gamall. Ákvörðun um að láta Hess lausan verður að tak- ast af fjórveldunum — Bandarikjunum, Sovétríkjun um, Bretlandi og Frakk- landi — sameiginlega. 4 síldarflutningaskip verða í notkun í sumar KJ—Reykjavík, fimmtudag. í sumar verða í það minnsta fjögur sfldarflutningaskip í ferð um við strendur landsins, oig eru það skipin Dagstjarnan, Síldin, Síri on og Haförninn. Síldarflutningaskipið Sfldin er þegar byrjuð að flytja sfld af mið unum fyrir austan, og hingað til Reykjavikur. Kom skipið hingað í morgun, og er unnið að losun þess, en í fyrra sumar tók losunin venju lega um tvo sólarhringa. í Reykja víkurhöfn liggur líka annað síldar flutningaskip, Dagstjarnan frá Bol ungarvfk. Er verið að gera nokkr ar breytingar á dæluútbúnaði skips ins, en það mun væntanlega halda innan skamms á miðin. og flytja síld til Bolungarvíkur. Þriðja ts- lenzka skipið sem verður í síldar flutningum í sumar er Haförninn. sem Sfldarverksmiðjur ríkisins hafa fest kaup á, en áætlað er að það geti hafið flutninga um mán aðamótin júni — iúli. Heimahöfn þess verður Siglufjörður og skip stjóri Sigurður Þorsteinsson. 1 fyrra var siidarflutningaskipið Polana i förum fyrir Krossanes verksmiðjuna, og svo mun einnig verða í sumar. Skipt hefur verið um nafn á skipinu og heitir það nú Sirion Nauðsynlegar breyting ar voru gerðar á þvi í fyrrasum Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.