Tíminn - 27.05.1966, Side 11
FÖSTUDAGUR 27. maí 1966
TÍMINN
VERÐIR LAGANNA
TOM TULLETT
171
í þopinu Tenke í Katanga-fylki í Kongó bjuggu þrjár
systur. Mbaya, sú elzta, var gift kona, miðsystirin Olipa var
hjákona manns að nafni Sampala, en höfðinginn í þorpinu
ákvað, að taka sér þá yngstu, Nosa, fyrir konu. Af þessu
hlauzt morð árið 1950.
Sampala bjó einn í þorpi úti í skógi, því hann hafði slopp
ið við manntal og greiddi enga skatta. Þá skipaði höfðing-
inn svo fyrir, að þau hjónaleysin Sampala og Olipa skyldu
búa í kofa með Nosa, konuefni sínu. Svo fór, að Sampala
og Olipa urðu ósátt og hún hljópst á brott, en yfirgefni elsk
huginn leitaði huggunar í örmum systur hennar. Slókt var
tvöföld yfirsjón, því bæði var hún festarmey höfðingjans og
þar að auki var það frá fornu fari talið höfuðsök að eiga
mök við systur.
Þegar höfðinginn frétti, hvað gerzt hafði, ákvað hann að
Sampala skyldi týna lífi. Hann sendi eftir Kisheta Nowa, eig
ínmanni elztu systurinnar, og bauð honum þúsund franka
fyrir að drepa Sampala. Hann lofaði einnig að láta honum
í té töframeðal, sem verndaði hann fyrir að drápið hefði
nokkur eftirköst. Einnig benti hann á, að þar sem Sampala
væn ekki á manntali, tækju yfirvöldin ekkert eftir því, þott
hann hyrfi. Kisheta lét sannfærast af fortólum höfðingjans
og þeir bundu kaupin fastmælum.
Næstu fimm mánuði beið Kiseta færis og fylgdist með
háttum Sampala. Hann tók eftir, að fórnarlambið tilvonandi
sat stundum á árbakka og dorgaði. Dag nokkurn læddist
hann aftan að Sampala þar sem hann húkti á bakkanum, kom
honum í bönd og fleygði honum í fljótið til krókódílanna.
Að þessu verki unnu, smurði Kisheta sig með töfraáburð
inum, sem höfðinginn hafði fengið honum. Síðan fór hann
á fund glæpafélaga síns og krafðist umsaminna launa. Höfð-
inginn greiddi honum þegar í stað 250 franka, en það var
ófrávíkjanleg venja þessa fólks að hafa vitni við öll skulda
skil, Kallaði höfðinginn því á frænda sinn að nafni Kito-
móbé, sagði honum frá kaupum þeirra og lét hann vera
vitni að greiðslunni.
Hvarf Sampala vakti ekki mikla athygli, bæði var hann
illa liðinn og þar að auki hafði hann gerzt bæði sekur við
höfðingjann og siðareglur fólksins. Málið var að mestu
gleymt, þegar Kisheta veiktist snögglega árið 1952. Honum
kom til hugar, að sjúkdómnum ylli andi myrta mannsins, og
töframeðalið frá höfðingjanum væri gagnslaust. Eftir langa
Iegu sendi hann eftir töframanni þorpsins, skýrði honum
frá málavöxtum og bað hann hjálpar. Töframaðurinn Nyinga
kallaði alla þorpsbúa saman og kvaðst verða að framkvæma
hreinsunrathöfn og skýrði þeim frá tilefninu. Síðan hreins
aði hann Kisheta og þorpsbúa alla með tilheyrandi töfra
brögðum.
Nú vissi hvert mannsbarn af morðinu, cn samt hefði það
líklega aldrei komið fyrir dómstóla, heftft Kisheta getað
greitt Nyinga þá 2000 franka, sem hsnn setti upp fyrir
hreinsunina. Þegar greiðsla dróst, lentu þeir í hnakkrifrildi,
og réttarþjónn sem heyrði til þeirra af tilviljun, skýrði yfir
boðurum sínum frá, hvers hann hefði orðið áskynja. Máls-
rannsókn var hafin og Kisheta tekinn fastur.
Höfðingi þorpsins þverneitaði allri sök, þegar lögreglan
kom að yfirheyra hann, sagði að Kisheta væri atvinnumorð-
ingi og taldi upp mörg morð, sem hann hefði framið, en
þær sakir voru þá allar fyrndar. Hins vegar viðurkenndi
hann, að hafa látið Kisheta í té töfraáburð. Við leit í kofa
höfðingjans fannst byssa Sampala, sem Kisheta hafði fært
honum eftir morðið. Höfðinginn gat enga eðlilega skýringu
gefið á, að hún skyldi vera í sínum fórum og tók þann kost
að játa.
Undirréttur dæmdi þá báða til ævilangrar þrællcunarvinnu
en yfirréttur mildaði dóminn sökum málsbóta. Taldi dómur
inn höfðingjanum nokkra vorkunn, þar sem Sampala hafði
spjallað heitkonu hans. Talið var, að Kisheta hefði verið
nauðugur einn kostur að framkvæmda skipun höfðingjans,
óhlýðni við hann hefði getað reynzt lítshættuleg. Varð það
úr, að höfðinginn var dæmdur í tuttugu ára þrælkunarvinnu
en Kisheta fimmtán.
Fyrir fimmtán árum komst hollenzka lögreglan í kast við
torsóttan afbrotamann. Málið er sígUt dæmi um velgengni
eins manns, sem starfar hjálparlaust, og í skjölum Alþjóða-
DANSAÐ Á DRAUMUM
HERMINA BLACK
32
hún skemmti sér — og hún hefur
gaman af að fá gesti.
— Hm! Lafði Amanda þagði
andartak, síðan sagði hún:
— Ég held, að henni liggi eitt
hvað á hjarta. Auðvitað, bætti hún
við hvasslega, getur það verið
ímyndun ein — þó að ég sé ekki
gefin fyrir að nota hana mikið.
Hún hló lágt. Kannski hún sé ást
fangin. Hvað haldið þér?
— Ég — get ekki sagt um það.
Jill fann, að hjarta hennar barð-
ist. En hvers vegna skyldi spurn
ing gömlu lafðinnar koma henni
uppnám — hafði hún ekki búizt
við því sama sjálf? Munurinn var
sá, að hún var viss um, að Lafði
Amanda átti ekki við Glyn Errol.
og næsva athugasemd gömlu lafð-
innar gerði hana enn vissarí í
sinni sök.
— Hún myndi ekki vera fyrsta
unga konan, sem fellur fyrir mynd
arlegum lækni, eða hvað? Þér
hljótið oft að verða vör við þann
ig atburði.
Augu Lafði Amöndu, skær sem
ungrar stúlku, mættu augum Jill.
Jill var þakklát fyrir að finna. að
hún gat horft óhikað í þau og
brosað á móti.
— Já, heyrði hún sjálfa sig
segja, rólega. En það endist venju
lega ekki lengi. En ég held, að þér
þurfið ekkert að vera áhyggjufull,
Lafði Amanda.
— Ég er ekkert áihyggju-
full, blessaður verið þér, stað-
hæfði lafðin. Og síðan, með óþægi
lega hvössu augnaráði: — Þér lít
ið sjálfar ekkert of vel út. Ég get
ímyndað mér, að þér þarfnizt
hvíldar eftir sex vikur af þessari
elskulegu, en kröfuhörðu ungu
konu.
— Ó, það er allt í lagi með
mig, þakka yður fyrir, mótmælti
Jill.
Lafði Amanda hnyklaði brýrnar
hugsandi. — Fáið þér nokkurn
tíma frí?
— Já. ég fæ tveggja vikna frí
í næsta mánuði.
Lafði Amanda kinkaði kolli við
urkennandi. — Og þér eigið það
vissulega skilið. Þó það sé auðvit
að ekki næstum því nógu langt.
Jæja, haldið áfram að líta eftir
barninu — ég mun ekki sjá hana
aftur í bráð. Ég er að fara aftur
til London á morgun, og síðan fer
ég að heimsækja yngsta bróður
son minn í Sussex. Kona hans er
nýbúin að ala honum tvíbura —
dugleg stúlka — það er slæmt, að
þau skuli ekki vera barnabörn
mín, en ég verð líklega að láta
mér nægja að vera afasystir.
Hún er mesta elska, hugsaði Jill
þegar hún sneri aftur til sjúklings
síns eftir að hafa hringt á lyftuna
og séð teinréttan líkama Lafði
Mandy hverfa inn í hana. Mesta
elska! En hún lét ímyndunaraflið
hlaupa með sig í gönur, hvað sem
hún sagði. Eða — gerði hún það
ekki?
Á föstudagsmorgun tilkynnti
Falconby læknir Söndru, að hr.
Carrington hefði hringt í sig, og
þar sem hún væri alveg búin að
ná sér eftir fallið, ætti hún að
standa á fætur — með hjálp, bætti
hann við með hálf ströngu )g há!f
kímnu augnatilliti — því að fyrst
varð hún að læra að hreyía sig
með stuðningi annarra.
Eftir fyrri reynslu sína hafði
hún ekki einu sinni sjálfstraust
ungbarns, sem hefur ekki hug-
mynd um fallið, sem bíður þess,
þegar það tekur fyrstu sproin.
— Gólfið virðist ve'ra allt of ná
lægt. sagði hún við Jill, — og allt
og hart.
En hún komst fljótt yfir taugu
óstyrkinn og á mánudeginum
þurfti Systirin ekki lengur að
styðja hana hinum megin, og hún
gat gengið hægt yfir gólfið með
handlegg Jill einan sér til stuðn
ings.
f þetta skipti leiddi Jill hana að
[glugganum, þar sem hún settist
niður í hægindastólinn og horfði
hugsi út í garðinn.
— Mér þætti gaman að vita, hve
nær ég kemst þama niður, muldr-
aði hún.
— En hvað þú ert óþolinmóð!
kallaði Jill upp yfir sig! — Ef
nokkurn langaði til að hlaupa áð
ur en hann lærði að ganga, þá
ert það þú! Komstu ekki að raun
um það, að Róm var ekki byggð
á einum degi, þegar þú lærðir að
dansa?
— Ég hataði allan seinagagn-
inn, sagði Sandra hreinskiln
islega. — Ég er viss um það, góða
mín, að ef frúin hefði ekki verið
slíkur hraðstjóri, — hún var rússn
esk og djöfullegur stjórnandi
Hún hafði sjálf lært í „The Imper
ial Ballet School“ sem á tímum
hennar var í Pétursborg, þeg
ar hún var miklu yngri en börn
in, sem hún kenndi, og hún gat
svo sannarlega verið heiftarleg'
Hún var vön að höggva í mig —
og segja mér, að enginn sem væri
eins latur og ég, mundi nokkurn
tíma komast í öftustu röðina
í corps de ballet, ennþá síður að
verða ballerína. „Ballerinur eru
fæddar en ekki tilbúnar — og
þær vinna og vinna og VINTNA!"
var hún vön að æpa á mig — og
dag nokkurn missti ég stjórn á
skapi mínu og æpti á móti, að ég
myndi verða ballerína — að ég
væri fædd ballerína og húo væri
gamall lygalaupur' Hún sló mig
utan undir, Sandra hló, en eftir
það vorum við vinir. Og löngu síð
ar frétti ég, að hún hefði sagt við
n
móður mína, að ég hefði lista-
mannsskap!
— Og engan mundi dreyma um
að skamma þig fyrir dans þinn,
sagði Jill.
— Þú skalt ekki haida það!
sagði Sandra fyrtin. — Þegar ég
sýndi fyrst undir stjórn Errois
gagnrýndi hann mig miskur.nar-
laust. Og hann viðurkennu ekki
ennþá, að ég geti ekki gert betur.
Hann nýtur þess að vera leiðin-
legur við mig.
— En allir aðrir segja, að þú
sért mesta dansmær aldarinn-
ar, sagði Jill.
— Líttu bara á bókina, sem
þessi rússneksi hefur skrifað -um
Þig-
— Errol segir, að það sé allt,
— eða mest af því — bölvuð vit-
leysa. Að það sé persónuleiki
minn, en ekki dansinn, sem hrífi
þá. Hann sver og sárt við leggur,
að ég sé ekki þess verð að vinda
skóþveng Fonteyn! Og stundum
held ég. að hann hafi rétt fvrir
ÚTVARPIÐ
Föstudagur 7. mai
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há
degisútvarp 1315 Lesin dag-
skrá næstu viku 13 30 Við únn
una 15.00
Miðdegisút-
varp 16.30
Síðdegisútvarp 17 00 FrétHr 17.
05 f veldi hljómanna Jón Örn
Marinósson kynnir sígilda t.ón-
list fyrir ungt fólk 18 00 fs-
lenzk tónskáld Lög eftir
Magnús Blöndal Jóhannsson >g
Bjarna Þorsteinsson 18 45 Til
kynningar 19.20 Veðurfregnir
19.30 Fréttir 20 00 Kvöldvaka:
a. Lestur fornrita Þáttur af
Sigurði slembidiákn b .Hugg
un harmi gegn“ Magnús F.
Jónsson frá TorfaRtöðum segiv
frá Eyjólfi Kotbeins Dresti á
Melstað Baldur Pálmason
flytur þáttinn c Tökum 'agið.
d. Að vrkja iarðveg tsienzks
máls. Sigurður lónsson frá
Brún flytur hugleiðingu um
Ijóðagerð o. fl. e Kurl Kvæði
og stökur eftir Kolbein Höana
son frá Kollafirði 1.30 Útvaros
sagan- „Hvað sagði tröllið,“
eftir Þórleif Bjarnason 22.00
Fréttir og veðurfregnir Ti 15
fslenzkt mál Jón Aðalsteinn
Jónsson cand mag flytur pátt
tan. 22.35 Næturhljómleikar:
23.05 Dagskrárlok.
Há
Laugardagur 28. maí
7.00 Morgunútvarp. 12.00
degisútvarp.
13.00 Óskal.
sjúklinga
Kristín Anna Þórarinsdóttir
kynnir lögin. 14.30 í vikulok-
Á morgun
ta, þáttur undir stjórn Jón-
ásar Jónassonar. 16.00 Á nót
um æskunnar. Jón Þór Hann
esson og Pétur Steingrímsson
kynna létt lög. 16.30 Veður
fregnir. Þetta vil ég heyra
Stefán Jónsson bóndi á Grænu-
mýri í Skagafirði veiur sér
hljómplötur. 17.35 Söngvar f
léttum tón. 18.45 Tilkynning-
ar. 19.20 Veðurfregnir. 19 30
Fréttir. 20.00 „Upp á æru
mína og trú,“ smásaga eftir
H. E. Bates. Torfey Stems-
dóttir Islenzkaði. Árni
Tryggvason leikari les. 20.20
Kórsöngur: Karlakór Reykja-
víkur syngur. Söngstjóri: Páll
Pampichler Pálsson. 20.40
Leikrit: „Hrafnar herra Wals
ers“ eftir Wolfgang Hildesheim
er. Þýðandi: Bjarnl Benedikts
son frá Hofteigi. Leikstjóri:
Ævar R Kvaran 22.00 Fréttir
og veðurfregnir. 22.10 Á ýms
am strengjum Guðmundur
Tónsson lætur fóninn ganga í
fimm stundarfjórðunga. 23.30
Dagskrárlok.