Tíminn - 02.06.1966, Blaðsíða 2
Hinn kunni franski látbragðsleikari Macel Marccau mun hafa
hér tvær sýningar í Þjóðleikhúsinu mánudaginn 6. og þriðjudag-
inn 7. júní. Þjóðleikhússtjóri sagði á fundi með blaðamönnum
fyrir skömmu, að hann hefði lengi reynt að fá Marceau hingað,
og það nú tekizt að lokum, og væri mikill fengur að fá slíkan
mann til þess að halda sýningu í Þjóðleikhúsinu. Marceau kem-
ur hingað frá París en héðan fer hann til Norðurlandanna, þar
sem hann mun halda nokkrar sýningar. Hver sýning Marceaus
hér mun taka tvær klukkustundir, hann er einn á sviðinu, en
í för með honum eru nokkrir aðstoðarmenn hans. Sala aðgöngu-
miða hefst í þessari viku, en föstum frumsýningargestum Þjóð-
leikhússins er bent á, að þeir hafa ekki forgangsrétt að aðgöngu-
miðum.
Ófremdarástand
í strandferðum
GS-ísafirði f.östudag.
Hér ríkir um þessar mundir
mesta ófremdarástand í strand
ferðamálum. Hingað verður eng-
in ferð með vörur í hálfan mán-
uð. Esja var hér síðast fimmtu-
daginn 19. maí og tók þá ekki upp
vörurnar í Reykjavík. Næsta ferð
verður ekki fyrr en fimmtudaginn
l: júni og er þetta ákáflega baga
legt, þar sem mikið er af vörum
í Reykjavík til undirhúnings síld
veiðanna.
Þess má geta, að engar bíl-
ferðir eru hingað vestur, vegna
þess, að ekki er búið að ryðja
heiðarnar enn.
Esjan er nú að koma frá -Aust
fjörðum, og gefur sér ekki tíma
til þessað losa vörurnar í Reykja
vík, en fer í skemmtisiglingu með
Karlakór Keflavíkur og verður
hann um hvítasunnuna hér á ísa
firði.
Vegna þessa ófremdarástands
er vitað um atvinnufyrirtæki, sem
hafa hreinlega orðið að hætta
rekstri um skeið vegna skorts á
alls konar vörum.
Það er almennt álit hér vestra
að nauðsyn á sérstöku Vestfjarða
skipi sé mjög aðkallandi.
ÞYZK STULKA HELDUR
HÉR MÁLVERKASÝNINGU
GÞE-Reykj avík, þriðj udag.
z
Þýzk stúlka, Edith Paulker,
heldur málverkasýningu í
Ameríska bókasafninu dagana
1.—10. júní. Myndirnar eru 26 að
tölu, 11 linoskurðarmyndir, 9
vatnslitamyndir og 6 monotypes.
Edith Paulke hefur dvalizt hér
á landi tvö undanfarin sumur,
hún er auglýsingateiknari, og hef
ur starfað við auglýsingateiknun,
bæði hérlendis og í heimalandi
sínu. Jafnframt hefur hún fengizt
talsvert við myndlist og tekið þátt
í samsýningum í Þýzkalandi. Þess
ar myndir, sem hún hefur til sýn
is, eru allar nýjar og víða hefur
hún sótt efniviðinn í íslenzkar
bókmenntir og atviflnulíf, m. a.
eru þarna þrjár lino-skurðar-
myndir með myndskreyttum vís-
um úr Hávamálum.
Svo sem fyrr segir, verður sýn
ingin opin dagana 1—10. júní.
Virka daga er hún opin frá 12—
18, en laugardaga og sunnudaga
frá 13—19.
Leiðrétting
Sú prentvilla varð í Tímanum
í gær, að nafn þeirrar stúlku, sem
hæsta einkunn fékk í 2. bekk
Kennaraskólans á vorprófi mis-
ritaðist, og einnig nafn þeirrar,
sem hæsta einkunn hlaut i 3. bekk.
Kristín Aðalsteinsdóttir frá
Skjaldfönn í ísafjahtarsýslu hlaut
hæstu einkunn í 2. bekk. Hún
hlaut 9.01.
Oddný Eyjólfsdóttir hlaut hæstu
* einkunn í þriðja bekk, 8.37. 1
__TlfVIINN____ FIMMTUDAGUR 2. júní 1966
STÍLSKÓLI TEK-
UR TIL STARFA
HZ-Reykjavík, föstudagur.
í gærkvöldi var blaðamönnum,
ýmsum framámönnum skólamóla
og fulltrúum ýmissa þjónustu- og
framleiðslufyrirtækja boðið að
sitja kynningarkvöld á Stílskólan
um, sem er um þessar mundir að
hefja starfsemi sína hérlendis.
Stilskólinn er þaulhugsað svar við
samskiptum mannanna — fyrir ein
staklinginn — stofnanir þjóðfé-
lagsins og þjóðfélagið. Stílskólinn
er miðaður við að gera nemand
ann að betra manni, betri sam-
starfsmanni og betri starfsmanni.
Hann er byggður upp sem nám-
skeið, sem seld eru fyrirtækjum
og stofnunum. Eitt eða fleiri fyr
irtæki geta staðið saman að einu
námskeiði. Skólinn er miðaður
við unglinga 15—20 ára og
sækja þeir námskeið, sem er tví
skipt. Kennslustundir eru alls
42 og efnið sem kennt er, er
mjög margvíslegt. Mlá þar t. d,
nefna sjálfkynningu, framkomu,
fjármál, sölugildi, dómgreind, fé
lagsþroska, mannþekkingu, lífs-
skoðanir, forystu o. fl.
Við kennslu notar stílskólinn um
ræður, kvikmyndir, myndræmur,
kyrrmyndir, segulbandsupptökur,
hópvinnubrögð og einstaklings-
kennslu.
Högnf Egilsson, skóíastjóri ís-
aksskólans sér um yfirstjórn skól
ans. Hann skýrði í upphafi hlut
verk skólans, að auka félags-
þroska, sjálfstraust, góða fram-
komu, samstarfshæfni, og skilning
ó sjálfum sér og umhverfinu, nón
ast sagt að virkja nemandann.
— Það voru sænskir skátar, sem
fyrstir stóðu að því að stofna
slíkan stílskóla, sagði Högni, sið
an tóku Danir og Norðmenn upp
stílskólann og víða þar í löndum
FLUGSYN
FÆR NÝJA
FLUGVÉL
KJ-Reykjavík, miðvikudag.
Á morgun fara flugmennirn
ir Kristján Guðlaugsson og Egill
Benediktsson til Englands til að
sækja Douglas DC3 flugvélina,
sem Flugsýn h.f. hefur fest kaup
á. Jón Magnússon hjá Flugsýn er
þegar farinn utan vegna flugvéla
kaupanna og eru þeir félagar
væntanlegir heim með vélina um
eða eftir næstu helgi. Flugvél
þessi á að fljúga á flugleiðinni
Reykjavík — Norðfjörður, og er
hún keypt vegna hinnar miklu
þarfar á flutnimgum á þeirri leið.
Siglufjarðarskarð
opnað
BJ-Siglufirði, miðvikudag.
Siglufjarðarskarð var opnað í
morgun, en unnið hefur verið við
að ryðja það undanfarnar tvær
vikur. Skarðið hefur verið lokað
síðan sl. haust, en nú er það fært
öllum bifreiðum.
Alltaf er unnið við Strákagöng
og er því verki farið að miða vel
aftur, en eins og kunnugt er, seink
aði framkvæmdum þar nokkuð
vegna aurlags.
er stílskólinn orðinn liður í
þjálfun starfsmanna ýmissa stofn
ana, t. d. hjá Scania Vabis og
Volvo.
— Skólinn tekur til starfa í
sumar og verður hann boðinn öll
um til sölu og fylgja þá sérhæfð
ir kennarar með. Haldin hafa
verið tvö tilraunanámskeið og
hafa þau gefizt vel. Nokkrar
breytingar hafa verið gerðar með
hliðsjón af ábendingum nemend
anna.
— Þessi skóli á erindi til ís-
lenzkrar æsku, því að í núver
andi skólakerfi hérlendis gleymist
þessi þóttur kennslunnar. Þenn
an þátt þarf að gera gildan
og sterkan.
Kennarar skólans, sem eru öll
kennarar að menntun, brugðu upp
sýnis'hornum af ýmsum þáttum
kennslunnar. Kennararnir voru:
Ingólfur Ármannsson, Rúnar
Brynjólfsson, Áslaug Friðriksdótt
ir, Ólofur Proppé og Anna
Kristjónsdóttir.
Að lokinni kynningu var boðið
til kaffidrykkju. Undir borðhald
inu tóku til máls ýmsir fulltrúar
og skólamenn og lýstu þeír yfir
i Kammerniúsík-
i
klúbburinn
heldur tónleika
Kammermúsíkklúbburinn held
ur aðra tónleika sína á þessu
starfsári á miorgun, fimmtudag, í
Kennaraskólanum. Leikin verða
verk eftir Joseph Haydn og Lud-
wig van Beethoven, Guðrún Krist
insdóttir leikur á píanó, Ingvar
Jónasson, fiðlu.og Pétur Þorvalds
son celló.
ánægju sinni með tilkomu skólans
og töldu skólann eiga fullan rétt
á sér. Tveir nemendur af til-
raunanámskeiðunum, Fanney Jóns
dóttir, 17 ára og Haukur Haralds
son, 20 ára kváðust hafa orðið
gagns og ánægju njótandi, sér-
staklega fannst þeim kennslan vera
lifandi.
Bandalag íslenzkra skáta hefur
einkaleyfi á stílskólanum hérlend
is. Hann hefur lagt á annað hundr
að þúsund krónur í þennan skóla,
auk þess hafa kennararnir, sem
eru skátar, unnið sitt starf hing
að til í sjálfboðavinnu.
JÓN Á HOFILÁTINN
Jón Jónsson, óðalsbóndi á Hofi
í Skagafirði lézt á Landakotsspítal
anum í Reykjavík á annan hvíta
sunnudag, 72ja ára að aldri.
Jón á Hofi var í röð mætustu
dugnaðarbænda í Skagafirði, bjó
miklu myndarbúi og var forystu
maður í félagsmálum. Jóns á Hofi
mun verða minnzt síðar hér í
blaðinu. — Útför hans verður
gerð að Hofi.
í dag heldur Sigurður
Benediktsson listmuna
uppboð í Súlnasal Hótel
Sögu. Til sölu er mólverk og
myndir, flestar gerðar af
velþekktum listamönnum, t.
d. Kjarval, Mugg, Ásgrími
Jónssyni, o.fl. Málverkin og
mfndirnar eru 57 að tölu
gamlar og nýjar flest lands
lagsmyndir.
Uppboðið fer fram kl. 5
e. h. stundvíslega.
Hér heldur Sigurður
Benediktsson á málverki eft
ir Mugg.
(Tímamynd GE).
•....................... ............................................................