Tíminn - 02.06.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.06.1966, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 2. júní 1966 TIMINN 5 'ar <P Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson Fulltrú) ritstjómar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands - í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.l Þjóðin vill vinnufrið, en ríkisstjórnin ekki Forystugrein Morgunblaðsins í gær heitir „Þjoðin vill vinnufrið”. Þetta eru sönn orð, en hitt blasir eigi að slöur við, að ríkisstjórnin vill ekki vinnufrið og hefur aldrei viljað. Að minnsta kosti hafa það verið hennar ær og kýr allt frá því að hún sá dagsins ljós að ausa oliu á þann eld, sem kaupdeilur nefnast, og róa að því öllum ár- um að knýja launþega til þess að rétta hlut sinn með kauphækkunum. Þess vegna hafa í tíð þessarar ríkis- stjórnar orðið þrálátustu kjaradeilur í sögu þjóðarinn- ar, og þess vegna er nú enn ein í uppsiglingu á þessu vori. Það var háleitasta loforð „viðreisnar”-stjórnarinnar, þegar hún kom til valda 1959 að stöðva dýrtíðina og halda verðlagi og kaupgjaldi stöðugu. Launastéttirnar vildu gefa ríkisstjórninni færi á að efna þetta loforð, og þótt stjórnin hefði byrjað á því að taka af þeim kaup- hækkun, héldu þær að sér höndum í hálft þriðja ár, og urðu þá engar kauphækkanir, en dýrtíðin óx svo hömlu- laust, að kaupmáttur launa lækkaði á þessum tíma um 23%, enda hafði gengið verið fellt í febrúar 1960. Þannig biþu launastéttirnar hálft þriðja ár og tóku á' sig alls 23% kauplækkun. En lengur varð ekki setið. og launastéttirnar hófu varnarbaráttu og hækkuðu kaup- ið, ekki um 23% heldur aðeins 12% árið 1961, eða fengu bættan helming kjaraskerðingarinnar. En ríkisstjórnin vildi ekki unna launþegum hálfrar leiðréttingar, hvað þá meira og skellti á hefndargengislækkuninni frægu til þess að taka alla kauphækkunina aftur og meira til. Launastéttirnar höfðu gefið ríkisstjórninni betra tæki- færi en nokkur stjórn á íslandi hefur fengið til þess að stöðva dýrtíðina, en hún vildi ekki og hafði ekki manndóm til að nýta það. Eftir þetta var eldurinn orð- inn að óslökkvandi báli, og dýrtíðin hækkaði stöðugt, og launafólk varð að standa í sífelldri varnarbaráttu, og at- vinnufyrirtækin að glíma við vaxtaokur og lánakreppu stjórnarinnar. Dýrtíðin og ríkisstjórnin höfðu þó jafn- an betur. En þótt verkalýðsstéttirnar hefðu aldrei náð jöfnuði í kaupi, alltaf verið á eftir, sýndu þær enn hófsemi sína og stöðvunarvilja og gáfu ríkisstjórninni enn eilt tæki- færi með júnísamkomulaginu í fyrra gegn heiti ríkis- stjórnarinnar um að stöðva nú dýrtíðina. Gylfi Þ. Gísla- son sagði, að þetta stöðvunarsamkomulag hefði gefið ríkisstjórninni rétt til að sitja áfram. Nú blasa efndirnar við. Dýrtíðin hefur aldrei farið öðrum eins hamförum, og ríkisstjórnin gersamlega gefizt upp við allt viðnám, og kórónaði svo ósóma sinn með fiskhækkuninni frægu. Þessi kollsteypa var svo ferleg, að jafnvel fulltrúar stjórnarflokkanna þorðu ekki annað en lýsa yfir 1. maí, að „verkalýðsfélögin litu það mjög alvarlegum augum, að margítrekuð loforð rfkisstjórnar- innar um stöðvun verðbólgunnar hefðu revnzt mark- laus”. Af þessari sögu síðustu sex ára er það augljóst, að þjóðin og launastéttirnar hafa viljað og vilja vinnufrið og hafa gefið ríkisstjórninni betra tækifæri til þess en nokkurri annarri stjórn, en ríkisstjórnin hefur ekki vili- að vinnufrið og sífellt stofnað til kaupdeilna, jafnframl því, sem hún torveldaði atvinnufyrirtækjunum á allar iundir að standa undir því kaiupgjaldi, sem fólk þarf til þess að lifa af. Úlíklegt að ákvörðun um flutning aðalstöðva NATO verði tekin á ráðherrafundinum í Bruxelles imi (n.iií ' RÁ9HERRAFUNDUR At- lantshafsbandalagsins er í þann veginn að hefjast í Brux- elles. í Bandaríkjunum er ekki búist við að þar verði tekln endanleg ákvörðun um flutn- ing hernaðarlegra eða stjórn- málalegra aðalstöðva bandalags ins. Sennilegt þykir, að ákvörð- un verði frestað unz fyrir ligg- ur niðurstaða viðræðna um áframhaldandi dvöl franskra hersveita í Vestur-Þýzkalandi, en að henni fenginni ætti að vera ljósara en áður, að hve miklu leyti og á hvern hátt Frakkar hyggjast taka þátt í stjórnmólasamstarfinu í fram- tíðinni. Ennfremur er talin nokkur ástæða til að bíða við og sjá til, hver árangur verð- ur af för de Gaulles forseta til Moskvu, enda þótt að sagt hafi verið, að „Sovét-ævintýri franska forsetans breyti land- og stjórnmálauppdrætti Evrópu tæplegá svo mikið, að orð verði á gerandi." Naumast yrði þó unnt að svo stöddu að kveða endanlega á um, hvenær og hvert Atlants- hafsbandalagið flytur aðalstöðv Tjtr'.^ífjgr,, 'j.áfRvel þó ,að óviss- unni um ofannefnd atriði væri ekki til að dreifa. AðlLD ARÞJ ÓðlR Atlants- lafsbandalagsins virðast allar, 'jórtán að tölu, á einu máli im, að stjórnmála- og hern- iðarstöðvarnar skuli ekki að- ikyldar, heldur hafðar á sama stað ef mögulegt reynist, jafn- vel þó að óhjákvæmilegt verði að flytja þær á burt frá París. En um þetta síðasta atriði virð- ast aðildarríkin ekki sammála. Sagt er, að Danir og tvær aðr- ar aðildarþjóðir séu þarna á öðru máli en hinar og líti svo á, að áður en endanleg ákvörð- un sé tekin verði að kanna til þra-utar möguleikana á að stöðva Atlantshafsbandalgsráðs ins verði áfram í París. Hinar þjóðirnar tvær, sem Dönum fylgja að málum, eru Kandamenn og ítalir. Svo virð ist, sem þessar þrjár þjóðir telji æskilegt af vissum ástæð- um að ágreiningurinn við Frakka verði eins lítill og fram ast er unnt. Þær vilja ganga eins langt og mögulegt er til móts við sjónarmið Frakka, en meirihluti aðildarþjóðanna er greinilega ekki þeirra skoðun- ar. REYNIST með öllu ómögu- legt að hafa stjórnmálalegu að- alstöðvarnar áfram í París virð :st meirihlutinn á einu máli im að flytja allar aðalstöðv- ar bandalagsins til Bruxelles. meira að segja hernaðarnef.nd- ina, en hún hefur til þessa haft aðsetur hjá aðalstöðvum varnarmála Bandaríkjanna, rétt fyrir utan Washington. Frank Church öldungadeild- arþingmaður er nýkominn heim til Bandaríkjanna úr at- hugunarferð til Evrópu og hef- ur hann birt langa skýrslu um athuganir sínar. Segir hann Danir, Kanadamenn og ftalir hafa sérstöðu. Bandarískir öldungadeildarþingmenn vilja fækka í hersveitum Bandaríkjanna í Evrópu. Úr hjarta Parísar. þar m.a., að athuga beri, hvort ekki eigi að fela evrópskum herforingja yfirstjórnina í Ev- rópu. Eisenhower hershöfðingi gegndi þessum starfa fyrstur manna og eftirmenn hans hafa allir verið bandarískir. Ennfremur stingur Church öldungadeildarþingmaður upp á, að komið verði upp beinu símasambandi milli allra höf- uðborga NATO-ríkjanna, svo að æðstu menn þeirra geti hindrunarlaust náð sambandi hver við annan, hvort heldur er á nótt eða degi. „Beint sírna samband" eins og þetta er hvergi að finna nema milli æðstu mannanna í Moskvu og Washington. Því var komið á upp úr Kúbu-deilunni. Tilgang urinn var að koma í veg fyrir misskilning vegna síðbúinna eða villandi tilkynninga. í SAMBANDI við rökræður manna vestan hafs um fram- tíð Atlantshafsbandalagsins ber að sjálfsögðu á góma þá ósk margra Bandaríkjamanna, að fækkað verði stórlega í banda- rísku hersveitunum í Vestur- Þýzkalandi, en iðulega hefur verið vakið máls á þessu þar vestra. Eisenhower fyrrverandi forseti lét þessa ósk í ljós fyrst ur manna og áhrifamiklir öld- ungadeildarþingmenn bafa hvað eftir annað reynt að afla hugmyndinni stuðnings, svo sem Mike Mansfield leiðtogi meirihlutans í deildinni og Stuart Symington, fyrrverandi ráðherra flughermála. Við um- ræður fimmtudaginn 26. maí sögðu þeir Church öldungar- deildarþingmaður og John Mc Cloy, fyrrverandi aðalfulltrui í Þýzkalandi, að verulegt brott- hvarf bandarískra hersveita frá Vestur-Þýzkalandi gæti haft mjög aivarlegar afleiðingar og ef til vill riðið NATO að fuiiu. Bandaríkjastjórn hefur ávadt staðhæft að ekki væru á prjón unum neinar fyrirætlanir um fækkun bandarískra hermanna ■ Evrópu. Fréttastofan Associ- ated Press gekkst fyrir skömmu fyrir skoðanakönnun meðal öld ungadeildarþingmanna og leiddi hún í Ijós, að 44 ðld- ungadeildarmenn af 100 eru hlynntir því, að þegar hentugt tækifæri gefst verði fluttur á burt verulegur hluti þeirra her deilda, sem nú eru í Vestur- Þýzkalandi, og í eru um 225 þúsund hermenn samtals. Hins vegar reyndust aðeins 15 öld- ungadeildarþingmenn þeirrar skoðunar, að nú þegar væri tímabært að taka til athugunar, hvort ekki mætti láta eina her- deild í Vestur-Þýzkalandi nægja sem tákn um stuðning Banda- ríkjamanna og nærveru. UMRÆÐUR Bandaríkja- manna um hernaðarlega og stjórnmálalega samvinnu ínn- an Atlantshafsbandalagsis fær ast fyrst að mun í aukana inn an skamms, þegar öldungadeild þingsins byrjar fyrirhugaðar yf irheyrzlur um þessi mál, en við þær á að leggja skýrslu Church öldungadeildarþing- manns til grundvallar. Frá því hetfur verið sagt opinber’.ega, að Johnson forseti hafi íalið Dean Acheson fyrrverandi ut- anríkisráðherra að gera grein fyrir stjórnmálamarkmiðunum. Sagt er og, að við könnunina verði einnig fjallað um þróun viðskiptalegra og stjórnmála- legra tengsla milli Austur-Ev- rópu og Vestur-Evrópu og áhrif þessarra tengsla og mik- ilvægi í sambandi við áform- aðAtlantshafssamfélag. í höfuðborg Bandaríkjanna verður æ fleiri mönnum Ijóst, að de Gaulle sjálfur er ekki eina orsök erfiðleika Atlants- hafsbandalagsins, og Evrópu- menn eru þess mjög hvetjandi, að beitt verði fyllstu kænsku og snilli í jafnvægisleit hern- aðarþarfa og stjórnmálalegra möguleika. Á ráðherrafundin- um í Bruxelles kunna að verða settar fram óskir, sem ganga S þessa átt, og hugsanlegt væri, Framhald á bls. 12. | l—r------------------------ ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.