Tíminn - 02.06.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.06.1966, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 2. júní 1966 M TÍMINN Áttræður, HRÚLFUR ÞORSTEINSSON á Stekkjarflötum Hrólfur frá Ábæ varð áttræður hinn 21. maí 1966. Ég minntist hans í þessu blaði, er hann varð sjötugur. ÞÞví verð ég fáorðari en ella. Enn er hann sem unglamb — og langt til leiðarloka, að því er bezt verður séð. Menn eldast misjafnlega. Sumir verða gamlir löngu fyrir aldur fram. Aðrir og þó miklu fæ,rri, eru ungir allt til hárrar elli, líkam lega jafnt sem andlega. Það eru hamingjusamir menn. Og hamingj an býr í sjálfum þeim. Þeir hafa við fæðingu hlotið þá Guðs gjöf, sem fólgin er í bjartsýni og léttu lundarfari, í óbilandi æsku- fjöri, í óbrigðulli góðvild til alls og allra. Þeir standa uppréttir í öllu andstreyni og koma þaðan óbeygðir. Þessir menn eru salt jarðar. Þeir lifa í sjálfum sér og öðnum til blessunar. Hrólfur á Stekkjarflötum er einn þessara fágætu manna. Ég held, að umhverfið og sam skiptin við náttúruna, náttúru dals ins og öræfanna, samlífið við skepnurnar, hafi hjálpað honum til að ávaxta þær náðargjafir, sem honum voru í öndverðu gefnar. Hann er fjallagarpur og göngu- hrólfur — enn í dag, með sín áttatíu ár á baki. Hann hefur lent í ótal svaðilförum í afdölum og óbyggðum, vaðið beljandi ár 1 hörkufrosti, legið úti í' stórhríð og illviðri, ( og komið heim hress ari og glaðari í geði, heillli á sál og líkama en þorri þeirra, sem nú leggja stund á ferðalög sér til af- þreyingar og skemmtunar. En hér kemur vissulega fleira til. Hrólfur á Stekkjarflötum hefur líka notið veðurblíðunnar í daln um, fundið unað vorsins seytla gegnum æðarnar, séð grasið gróa og lömbin stækkka, notið þeirrar daladýrðar sem er önnur og áfeng ari en annars staðar. Og ennn eitt, sem allra sízt má gleymast: Hrólfur Þorsteins- son hefur notið mikillar ham- ingju í heimilisllífi. Hann átti af bragðs konu, sem var honum sam boðin og samvalin um höfðings- lund. Hann eignaðist sérstaklega myndarleg og mannvænleg börn. Heimilisbragurinn á Ábæ — en þar bjuggu þau Hrólfur og Val- gerður kona hans í tvo áratugi, — hlýjan og alúðin, sem ég átti að rnasta, er ég var þar heimagangur endur fyrir lörigu, er mér og verð EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÉR ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJUIEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120 NITTG JAPðNSKU NITTO HJÓLBARDARNIR f flestgm stærðum fyrirliggjandi f Tollvðrugeymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F. Skipholti 35 —Sími 30 360 ÞAKKARÁVÖRP Innilegt þakklæti til allra, sem sýndu mér vinarhug og glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 90 ára afmælinu, 27. maí. Guð bSessi ykkur öll. Halldóra Sigurðardóttir, Hallkelsstöðum. Eiginkona mín móðir systir okkar og dóttir Sigríður Reykjalín Jónasdóttir VerBur jarðsungln frá Dómkirkiunni föstudaginn 3. júní kl. 1.30. Þorbjörn Jónsson og börn Skipasundi 42 Jónas Jónsson og systkini Þórsgötu 14. Hjartans þökk til allra er sýndu samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför Guðrúnar Jóhannsdóttur Rútsstöðum Guð blessi ykkur öll. Sigurjón Oddsson og börn. I——E3—■ . .........................I ur jafnan ógleymanleg. Þar var gott að vera. Heimilið, umhverfið og allur ferill hefur hnigið í þá átt að ávaxta þær gjafir, sem Hrólfi voru gefnar ómálga barni. Hann er sannkallaður hamingjuhrólf ur. Við öfundum hann, gaml ir sveitungar hans, og vinir, öfund um hann af þeirri giftu sem býr í brjósti hans sjálfs. En í þeirri öfund felst enginn broddur. Öll- um þykir okkur vænt um hann. Okkur leiðist bara það, að við skulum ekki geta varðveitt eld æskunnar eins vel og hann. Hins óskum við af heilum huga, að Hrólfi megi auðnast að varðveita þann eld ófölskvaðan til efsta dags. Gísli Magnússon. SUMARFOTIN DRENGJ AJ AKKAFÖT frá 5 tU 13 ára. MATRÓSAFÖT. MATRÓSAKJÓLAR. DRENGJAJAI£KAR, staklr. HVÍTAR NVLONSKYRTUR. enskar DRENGJA- OG TELPUPEYSUR, mikið úr- val nýkumið FERMINGARFÖT frá 32—37, terylene op ull. fjTsta fl. efni. SÆNGURFATNAÐUR, kodd- ar, sængurver. lök. GÆSADÚNN HÁLFDYNN. FIÐUR. DÚNHELT OG FIÐURHELT LÉREFT PATTONSGARNIÐ i UtavaU. 4 grófleikar, hleypur ekki Póstsendum Vesturgötn 12, simj 13-5-770. Okkur vantar ibúðir af öllum stærðum. Höfum kaupendur með miklar útborganir. Símar 181055 og 16223, utan skrifstofutíma 36714. Fyrirgreiðsluskrifstofan, Hafnarstræti 22. Fasteignaviðskipti: Björgvin Jónsson. iiiiirrr >-< >~* >-< H M M M íslenzk frímerki og Fyrstadagsum- slög. Erlend frímerki. innstungubækur í miklu úrvali. Frímerkjasalan, Lækjargötii 6A. >- >~> >~* >-< >~> >~> >-■< rriiiiiixr: TIF-Flateyri, þriðjudag. Á föstudagskvöldið klukkan átta kom hingað nýtt sklp, ms. Sóley IS 225, 245 lestir að stærð. Skiplð er keypt frá Noregi og er það búið öllum nýjustu siglinga- og örygglstækjum. 600 hest- afla Wichmann-vél er i skipinu. Eigandi skipslns er Haganes h.f., og er aðaleigandi í því Kaupfélag Önfirðinga. Á sunnudagiim fór skipið héðan áleiðis á síldveiðar, og er meðfylgjandi mynd tekin í Reykjavík (Tímamynd GE). Skipstjóri á skipinu er Ari KrisTjáns- son frá Hafnarfirði, 1. vélstjóri Jón H. Jónsson og stýrimaður GorS- ar Þorsteinsson. Góður afli hefur verið hjá færabátum hér aS und anförnu. Fært frá Reykjavík til ísafjarðar SE-Þingeyri, miðvikudag. Laust fyrir kl. 9 í kvöld var lokið við að opna BreiSdalsheiði, en framkvæmdir við það hófust nokkuð fyrir Hvitasunnu og gengu fremur erfiðlega að sögn Guðmundar Þorlákssonar verk- stjóra. Má nú heita að fullfært sé milli ísafjarðar og Reykjavíkur, en fjallvegirnir eru þó ekki færir öðrum bifreiðum en jeppum eins og sakir standa. Óvenju snjóþungt var hér í vet ur og opnuðust vegir töluvert síð ar en venja ex til. Það þykja allt VINNINGS NÚMERIN Hér fara á effir vinnings númer í Kosningahapp- drætfi Framsóknarflckks ins: 6991 — 14 daga hópferð fvr ir tvo til Kaupmannahafn ar, Hamborgar. Amster- dam og Rínarlanda. 9760 — 14 daga hópferð fyr ir tvo til Kaupmannahafn ar, Hamborgar Amster dam og Rínarlanda 6100 — Flugfar ti’ Banda- ríkjanna fyrir tvo 5860 — Flugfar lii Evrópu fyrir tvo. 5234 — Fai með skipi til Evrópu tyrÍT rvo 1115 — Far með skini til Evrópu tyrir tvo 3739 — Far með skipi til Evrópu tyrir r.vo 1533 — Hringferð um Is land með skipi fynr tvo. ~ af mikil gleðitíðindi hér um slóð- ir, er bílfært verður vestur hing að, en þetta er einn afskekktasti hluti landsins og sá, sem vegagerð in vanrækir mest. Enda þótt jeppa fært megi heita um alla fjallveg ina, er mjög mikil aurbleyta á Þingmannaheiði og hún á tak- mörkunum með að vera fær. Eins munaði litlu fyrir skömmu, að Hrafnseyrarheiði yrði ófær vegna úrrennslis en þessu mun hafa verið bjargað við í dag. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. möguleika. Svartur verður m. a. að reikna með skiftamuns- fórn á d 4 seinna meir. 22......g5 23. h3 h5 24. Hedl Had8 25. Dd3 c6 27. Rh2 g4 28. Dc4 gxh3 29. f3 Hg8 30. Khl Bh6 31. Hgl Hg3 32. Dxe6 Hdg8 33. Rc8? Tapleikurinn. Hvítur átti þó um betri leið að velja: 33. Dc4 Dg5 34. Dxe6 hxig2t 35. Hxg2 Hxg2 36. Dxg8t Dxg8 37. Hxg2 De6 38. Rd5 og hvitu peðin drottninigarmegin verða mjög hættuleg. Þegar hér var komilB var Jansa í miklu tíma hraki en Tal átti nógan tíma. 33......Dg5 34. Rxd6 Rd8! 35. De8 hxg2t 36. Hgxg2 Hxe8 37. Rxe8 Rf7 38. Rc7 Rd6 39. Rfl Hxg2 40. Hxg2 Dh4t 41. Kgl Rc4 Og hér gafst Tal upp. Jóliann Sigurjónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.