Tíminn - 02.06.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.06.1966, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 2. jwní 1966 í ÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 ’ •- "rnnimmmm'. ■ (Tímamynd Bjarnleifur) Skozka li'ðið undee Utd. við komuna til Reykjavíkur í fyrrakvöld. Næstu leikir 12. júní Leíkjabókin yfir knatt- spymxunót sumarsins er enn ekki komin út, en er hins vegar væntanleg alveg á næstunni. Margir hafa spurt um, hvenær næstu leikir í 1. deild fari fram. Sam- kvæmt upplýsingum, sem íþróttasíðan hefur aflað sér, fara næstu leikir í deildinni fram, sunnudaginn 12. júní. Þá leika á Laugardalsvelli KR og Þróttur — og á Akra nesi heimamenn gegn Val. Þar næsti leikur er svo þriðjudagmn 14. júní og leika þá á Laugardalsvellin um Þróttur og Keflavík. Ráðgert er, að keppnin f 2. deild hefjist í dag, fimmtu dag, með lerk í Sandgerði á milli ÍBS og Hauka. Á laugardaginn eiga svo að leika í 2. deild Vestmanna eyingar og Víkingar og FH og BreiðabHk. DUNDEE UTD. TJALDADI SINU BEZTA OG VANN FRAM 7:2 Alf-Reykjavík. — Skozka liðið Dundee Utd. átti frekar léttan dag í fyrsta leik sínum gegn Fram í gærkvöldi og sigraði með 7:2. Hinir ungu Ieikmenn Fram komu nokkuð á óvart á fyrstu mínútum leiksins, og ekki voru liðnar nema tvær mínútur, þegar Hreinn EU iðason, miðherji Fram komst tvisvar sinnum í dauðafæri, en í bæði skiptin bjargaði McKay í skozka markinu. Fram skoraði svo fyrsta mark leiksins á 15. mínútu og gerði Helgi Númason það með föstu lág skoti, sem McKay náði ekki til. Helgi náði knettinum upp úr aukaspyrnu, sem hann tók sjálfur, en hafnaði í varnarvegg Skotanna og út aftur. Með þessu marki má segja, að hinir skozku og norrænu leik- menn Dundee Utd. hafi vaknað af værum blundi. Ekki leið nema ein mínúta, þegar að Þorbergur í Fram-markinu mátti hirða knött- inn úr netinu, að visu eftir slæm mistök. Það var v. innherjinn, Mitchell, sem skoraði markið. Og fyrir hlé bættu Soktamir þremur EÖP-mót- Hið árlega frjálsíþróttamót, sem kennt er við Erlend heitinn Pét- ursson, EÓP-mótið, verður háð á Melavellinum í kvöld og hefst klukkan 20.30. Keppt verður í 100 m. hlaupi, 400 m. hlaupi, 1500 m. hlaupi, 110 m. grindahlaupi, 4x100 m. boð hlaupi, langstökki, hástökki, stang arstökki, kúluvarpi og kringlu- kasti. Frjálsíþróttamótið í kvöld verð ur þriðja mót frjálsíþróttamanna í Reykjavík á þessu sumri. Fyrsta mótið var Vormót ÍR og náðist sæmilegur árangur á því, og ann að mótið var Sveinameistaramót Reykjavíkur. Hart var barizt við Valsmarkið í fyrrakvöld Þarna þjarmar Baldvin að gripið knöttinn, en Sigurjón, t. v., Halldór og Árni fylgjast með. Valsvörninni. Sigurður Dagsson hefur SkdkpdtturT.R. Rússneski stórmeistarinn Smyslov lætur nú skammt stórra högga milli. Stuttu eftir sigur sinn i Minningarmóti Capablanca á Kúbu kom hann við í Santiago til að hirða 1. verðlaun í móti þar. Fékk Smys lov 11 vinninga af 13 möguleg um, en í öðru sæti varð iandi hans Geller með 1014 vinning. f þriðja sæti var Foguelmann með 10 vinninga. Nýlokið er miklu skákmót í Serajewo, en þar beið Rússinn Tal, sem er okkur íslendingum vel kunnur, ósigur fyrir ungum tékknesk um skákmanni, Jansa að nafni. Yfirleitt heyrir það til stórtið atburða ef Tal tapar gegn skák manni utan Rússlands og er því fróðlegt að líta á viðureign heimsmeistarans fyrrverandi og Tékkans unga. Hvítt: M. Tal Svart.: Jansa 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0—0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0—0 8. a4 . - . Hvítur vill komast hjá Marshatl bragðinu, en því beitti Sþassky m.a. mjög gegn Tal í einvígi þeirra. 8. . . . b4 9. c3 d6 10. a5 bxc3 11. dxc3 Be6 12. Rd2 . . . . Þessi staða kom upp í einvlg inu Tal — Spassky í peirri stöðu lék Spassky Hb8. en eftir Bc2 var peðið á a6 orðinn ■> þægilegur veikleiki. 12.......Bxb3 13. Dxb3 Dd7 14. Rc4 Rd8 15- Bg5 Re6 16. Bxf6 Bxf6 17. Re3 g6 18. Rd5 Bg7 Hér getur hvítur náð aðeins betri stöðu með því að leika Da4 og eftir drottningarkaupin hefur hann litla en varanlega yfirburði.En Tal kýs heldur að halda drotningunum á borðinu. 19. Hadl IIh8 20. Dc2 f5 21. b4 f4 22. Hd2 . . . . Hér hefði Tal betur leikið 22. c4 og ef þá Rd4 23. Rxd4 exd4 24. c5 og hvítur hefur góða t* ramna . - ■.- i-t mörkum við. Miðherjinn danski, Dössing, skoraði á 34. mín. og Mitchell bætti því þriðja við á 35. mín. 4:1 skoraði Dundee Utd. svo á síðustu mín. og gerði v. framvörðurinn Neilson markið með föstu langskoti. Á 15. mín. í síðari hálfleik skor aði Mitchell þriðja mark sitt í leiknum, 5:1, en á sömu mínútu skoraði Helgi Númason annað mark Fram eftir laglegan einleik. Hainey skoraði 6. mark Dundee Utd. og Mitchell það sjöunda. í heild var leikurinn frekar rólegur, og greinilegt var, að Skotarnir lögðu sig ekki af alefli fram í síðari hálfleik. Til gamans má geta þess, að í hálfleik skiptu Skotar 5 mönnum út af og léku því alls 16 leikmenn með liðinu i gærkvöldi. Liðið lék skemmti lega knattspyrnu og verður vissu iega gaman að sjá það leika gegn KR og tilraunalandsliðinu í tveimur síðustu leikjunum. Fram-liðið sýndi góð tilþrif til að byrja með og barðist ágætlega allan leikinn, en átti við ofurefli að etja. Leikinn dæmdi Einar Hjartar son ágætlega. Áhorfendur voru fremur fáir, enda leiðinlegt keppn isveður. Celtic í miklum ham vestanhafs Skozka 1. deildar liðið Celtic hef- ur undanfarið verið I keppnisför í Bandaríkjunum og víðar vestan hafs. Celtic lék gegn landsliði Ber munda og sigraði 13:0! Þá Iék Celtic í Los Angeles gegn „all star“ liði og sigraði 15:1! SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. affi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.