Tíminn - 08.06.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.06.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Ifiingið i síma 12323. 24 síður Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 127. tbl. — Miðvikudagur 8. júní 1966 — 50. árg. 5-600 MANNS Á BÆNDAFUNDI MIKLAR UMRÆÐUR UM VERÐLAGSRÁÐ LANDBÚNAÐARINS Á FUNDI Á SELFOSSI IGÞ-Reykjavík, þriðjudag. Mikið fjölmenni var samankomið í Selfossbíói í kvöld, á almennum bændafundi, sem boðaður hafði verið til að ræða verðlagsmál iand- búnaðarins. Gestur fundarins var Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, en fram- sögumenn voru Stefán Jasonarson, Vorsabæ, Pétur Sigurðsson í Aust- urkoti og Guðmundur Eyjólfs- son á Húsatóftum. Eftir að ræðum framsögumannanna lauk urðu fjörugar umræður, og þegar blaðið fór í prentun voru horfur á því að fundurinn, sem hófst kl. 21,30, stæði til kl. 3—i i nótt. >að voru fjórir sunnlenzkir bændur ,sem boðuðu til þessa fundar á Selfossi, þeir Lárus Ágúst Gíslason, hreppstjóri í Mið húsum í Hvolshreppi, og stjórnaði hann fundinum, Pétur Sigurðsson í Austurkoti í Hraungerðishreppí í Flóa, Stefán Jasonarson í Vorsa- bæ á Skeiðum og Guðmundur Ey- jólfsson á Húsatóftum á Skeiðum. Eins og fyrr segir mun Tíminn skýra nánar frá umræðum á fund inum síðar. SILUNGSVEIÐI TREG ÞAÐ SEM AF ER HLOÐU- HRAFNAR SJ—Reykjavík, þriðjudag. Myndin hér að ofan er tekin af tveimur hrafnsungum, er liggja í hreiðri sinu í fjárhús- hlöðunni að Bakkakoti í Rang árvallasýslu. í aprílmánuði var skýrt frá þeim merkilega at- burði í Tímanum, að hrafnar gerðu sér hreiður í byggingu, en það muna menn ekki eftir, að gerzt hafi fyrr. Systir bóndans að Bakkakoti Sigríður Arsælsdóttir og mað ur hennar, Marteinn Davíðs- son, Kambsvegi 1, Reykjavík, gerðu sér ferð að Bakkakoti um helgina til að líta á hrafns hjónin og ungana. í viðtali við Tímann sagði Sigríður, að ung arnir væru orðnir alfiðraðir, Framhald a ols 11 J SJ—Reykjavík, þriðjudag. í vor hefur silungsveiði í vötn um hér á nágrenninu verið með tregasta móti, að því er Albert Erlingsson í Vciðimanninum tjáði Tímanum í dag. Silungsveiðimenn fara á stjá strax í apríl, og ef vel vorar, má búast við allgóðri veiði í maímánuði, t. d. er þá ágætur tími til að veiða væna fiska í Þing vallavatni. f ár virðist mun ininna ! um fisk en oft áður, og greinir ! menn á hvað valdi. í Ölfusá hafa rnenn sett í sjó birting við og við, en í Hliðar- jvatni hefur fiskurinn tekið illa. Framhald a U siðu NEYÐIST KEA TIL AÐ LECGJA NIÐUR IÐNFYRIRTÆKI VEGNA STEFNU RlKISSTJÓRNARINNAR? EJ-Reykjavik, þriðjudag. í skýrslu stjórnar og fram- kvæmdastjóra KEA fyrir árið 1965, segir, að stjóm KEA muni athuga á yfirstandandi ári, hvaða framleiðslufyrirtæki þess hafi möguleika á áframhaldnadi rekstri, og draga úr framleiðslu hinna, eða leggja þau niður, ef hún telur enga von um breytta stjórnarstefnu í málefnum ís- lenzks iðnaðar. í skýrslunni segir m.a.: „Þær verksmiðjur, félagsins og fyrirtæki, sem hafa getað aukið sína sölu í samræmi við dýrtíð- ina, sýna sæmilega útkomu, en hin, sem standa í stað með sölu eða lækka frá fyrra ári, eru með taprekstur, meiri eða minni. Inn flutningur á ýmiss konar iðnvarn ingi hefur aukizt verulega á árinu, og veldur því, að innlendar iðn aðarvörur dragast aftur úr í sölu. Úr framleiðslukostnaði verður aft ur á móti ekki dregið, án veru legs undirbúnings og er þá rekstr arihalli óhjákvæmilegur. Ekki er útlit fyrir annað en dýrtíðin fáilýmsum þeim innlenda iðnrekstri áfram að leika lausum hala og því sem á undanförnum árum hefur fyrirsjáanlegt, að hætta verðurlverið byggður upp og talinn nauð synlegur í íslenzku efnahagslífi. Mun stjórn KEA athuga á yfir- Framhald a bls. 11 AÐALFUNDUR SÍS 10.-11. Aðalfundur SÍS verður hald inn að Bifröst dagana 10. og 11. júní. Fulltrúum skal bent á að bílferð verður frá Sambands húsinu kl. 16.00 á fimmtudag 9. júní og ef til vill önWyr kl. 18.00 ef nauðsynlegt reynist. Fulltrúar, sem þurfa á ferð inni að halda eru beðnir að láta skrá nöfn sín á skrifstofu forstjóra fyrir hádegi á fimmtu dag 9. júní, til að tryggja sér far. Brynjólfur Sveinsson setur aðalfund KEA. Jakob Frímannsson, er Gísli KonráSsson, sem var fondarstjórL kaupfél agsstjórl situr honum til vinstri handar, en næstur ræSumannl til hægri (Tímamynd HS)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.