Tíminn - 08.06.1966, Side 6

Tíminn - 08.06.1966, Side 6
18 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 8. iúní 1!)66 Þórbergur heiðraður Á húsgagnasýningu i Danmörku fyrir skömmu vakti húsgagnasería tveggla íslenzkra húsgagnaarkitckta, Júns Ólafssonar og Péturs B. Lúterssonar fédæma athygli, vegna þess hversu einföld og snföug hún er. ASaluppistaÖan í þessari barnahúsgagnaseríu er rammakerfl, en úr því má setja saman barnarúm meS skúffum og leikboröi. Rúmbotninn má faera neðar eftir því sem barniö eldlst og þá má einnig nota þessa ramma til skrifborös, koja og sófa, o. fl. Arkttektarnir hafa numiS húsgagnaarkltektúr í Kaupmannahöfn og unnis þar s. I. tvö ár, en von er á þeim helm I haust. Á þessarl mynd sést notkun rammakerfisins. RúmiS og sófinn eru elns nema hvaS framhliðina vantar á sófann. LelkborSiS á rúminu má taka af og einnig skúffurnar. Kassinn fremst á myndinni er ætlaður fyrir lelkföng og getur hann staðið undir stolnum. --------- - - - --------------------------------------- -----------------" Ödýrar hvíldarferðir til Jótlands ' H'Z-lteykjavik, fiimintudag. Nú er kominn sá tími, að fólk fer að taka sumarfrí. Margir Ihyggja á utanlandsferðir, enda hefur ferðakostnaður til útlanda farið Iækkandi með tilkomu ferða- skrifstofa. í dag var blaðamönnum boðið á fund með Guðna Þórðar- syni og Gunnari Eyjólfssyni hjá ferðaskrifstofunni Sunnu. Ástæða þessa fundar var koma Ole Sören- sen, sem er danskur ferðaskrif- stofustjóri í Danmörku. í fyrra hóf ferðaskrifstofan Sunna nýja ferðaáætlun, sem koan- ið var í kring með aðstoð danskr- ar ferðaskrifstofu í Frederifcshvan í Danmörku. Ole Sörensen er ferða skrifstofustóri þessarar ferðaskrif stofu. Hann skýrði í stuttu máli frá Iþessari ferðaáætlun, sem upp- haflega var ætluð fyrir Norður- löndin. Um er að ræða skemmti- og hvildárferð til Danmerkur. Að- altilhögunin er sú, að ferðamenn dveljist á baðstrandarhóteli á á Norður-Jótlandi, annað hvort menn dvalið í Kaupmannahöfn eða á hótelunum í Norður-Jótlandi í viku og svo geta menn dvalið í Kaupmannalhöfn eða á hótelunum í Norður-Jótlandi, annað hvort eða hvort tveggja í viku í viðbót. Danmörk er orðinn vinsælt ferða mannaland um sumartímann, sök um þess hversu mátulega heitt er þar. í Suður-Evrópu er yfirleitt um 40 stiga hiti í júlí og ágúst, en í Danmörku er 25—30 stiga hiti. Veldur þetta því, að fólk frá Spáni og Ítalíu leitar til Danmerk- ur á þessum tíma. Fyrir fslend- inga er það hins vegar aðalatriði hvensu ódýrar þessar ferðir eru. Vikuferð með dvöl á baðstrandar- hóteli kostar kr. 9.200. Vikidvöl á baðstrandarhóteli og vifca í Kaup mannahöfn bostar kr. 11.318.00 Viðbótarvika á baðstrandarhóteli eða í Kaupmannahöfn kostar kr. 2.430.00 Innifalið í þessu verði eru flugferðir milli íslands og Dan imerkur, hótel og þrjár máltíðir á dag á baðstrandarhótelum, hótel og morgunverður í Kaupmanna- höfn. Framlengja má dvölina í Kaupmannahöfn. Farseðill gildir heim með öllum Flugfélagsvélum og leyfilegt er að stanza í Glasgow á heimleið. Verð þetta miðast við góð hótel í túristaklassa, en unnt er að dvelj- ast á dýrustu lúxushótelum og greiða þá aðeins mismuninn. Ferðaskrifstoanan Sunna hefur fulltrúa í Kaupmannahöfn, Geir Aðils, og sér hann um fyrirgreiðslu þar. Farþegar, sem taka þátt í þessum hagfcvæmu ferðum, fara frá Reykjavik á hverjum föstu- degi með Flugfélagsvél og er pláss fyrir 20 farþega í hverri ferð. Flogið er stuttu eftir fcomuna til Kaupmannahafnar með SAS vél til Álaborgar og tekur sú ferð tæpa klst. Þaðan er ekið til bað- strandaihótelanna á tæpri klst. Fyrir hið fasta verð er unnt að velja um tvö úrvals hótel í fögru umhverfi við Jótlands- ströndina og einnig er unnt að divelja í sumarbústöðum rétt hjá Thisbed. Skemmtanallf er fjorugt og góð aðstaða er til sjóstangar- veiði og fiskveiða í vötnum. Á dýrustu lúxushótelum má dvelja með lítilli aukagreiðslu og þar um að velja 4 hótel, sem eru fræg fyrir gæði og þjónustu. Börn á aldrinum 2—12 ára, sem eru í fylgd með foreldrum greiða aðeins hálft gjald. f fyrrasumar fóru á vegum Sunnu i þessar ferðir um 50 manns ; og rómuðu þau mjög ferðirnar. I Aðalfundur Rithöfundafélags ís-l lands var haldinn laugardaginn 7. maí 1966. Þórhergur Þórðarson rithöfund-1 ur var kjörinn heiðursfélagi á! fundinum og þökkuð stórvirki í íslenzkum bókmenntum. Félagið varð 25 ára 3. maí s.l. og minntist þess í fundarlok með samkvæmi félagsmanna og nokkurra gesta, þar sem formaður félagsins, frú Ragnheiður Jónsdóttir flutti ávarp og auk hennar form. Rithöfunda- sambands íslands, Björn Th. Björnsson, og form. Félags ís- lenzkra rithöfunda, Þóroddur Guð- mundsson. Björn Th. Björnsson afhenti gjöf frá Rithöfundasam- bandinu, gjörðabók skrautbundna af Helga Tryggvasyni, hina mestu gersemi, heillaóskir og fagrar blómakörfur bárust frá mennta- málaráðherra og frú hans, og frá Bóksalafélaginu og Almenna bóka- félaginu. Fundinum varð ekki lokið og var framhalds aðalfundur haldinn lauigardaginin 14. maí. Framhaldsaðalfundur Rithöf- undafélags fslands var haldinn að Café Höll 14. maí s.l. Fundurinn minntist Stefáns Jónssonar rithöf- undar nýlátins. í stjórn félagsins voru kosnir Thor Vilhjálmsson, formaður, Þorsteinn frá Hamri, ritari, Kristinn Reyr gjaldkeri og aðrir meðstjórnendur Jón Óskar og Elías Mar. Einar Bragi var kosinn fulltrúi félagsins til úthlut- unar úr Rithöfundasjóði útvarps- ins. Endursboðendur félagsins voru kosin þau Sigriður Einars og Jóhann Kúld.' í stjóm Rithöfunda- Aðalf. félags út- varpsvirkja í Reykjavík Á aðalfundi í Félagi íslenzkra útvarpsvirkjp, sem var haldinn 24. marz, var auk venjulegra aðal- fundarstarfa skýrt frá lagabreyt- ingum, sem voru gerðar á liðnu starfsári og höfðu í för með sér breytingar á heiti félagsins, sem var Félag útvarps- vikja í Reykjavík, en er nú Fé- lag íslenzkra útvarpsvirkja. Stjóm félagsins var öll endurkjörin, en hana skipa: Formaður: Viliberg Sigurjónsson ritari: Jóhannes Helgason, gjald- keri: Bjarni Karlsson. f vara- stjórn: Ámi Sigurðsson og Jón Már Riehardsson. Samfcvæmt skipulagsskrá fyrir Snorrasjóð, sem birt er í B-deild Stjómartíðinda 1931, nr. 99 verð- ur allt að 3/4 ársvaxta sjóðsins kr. 8.000,- varið til styrktar ís- lenzkum náms- og fræðimönnum til lærdóms- og vísindaiðkana í Noregi. Sbúdentar og kandidatar, sem leggja stund á norræn fræði, og fræðimenn, er hafa með hönd- um ákveðin verkefni úr norrænni sögu og bókmenntum skulu að öðru jöfnu ganga fyrir um styrk- veitingar. Umsóknir um styrki úr sjóðnum ásamt námsvottorðum og meðfnæl- um, sendist forsætisráðuneytinu fyrir 1. júlí 1966. Forsætisráðuneytið, 27. maí 1966 I Samkvæmt skipulagsskrá Kan- I sambandsins voru kosnir Björn Th. Björnsson, Þorsteinn Valdimars- son og Kristinn Reyr. — Á fyrra I fundinum, 7. maí, var og minnzt ! Vilhjálms S. Vilhjálmssonar látins; fagnað var dómnum í Eyrstra Landsrétti um íslenzku handritin. Sólarflex úti- lokar upplitun I-IZ-Reykjavík, miðvikudag. Fyrir skömmu var blaðamönn- um boðið til þess að kynnast nýju efni, plastefni, sem nefnist Solar- flex og er notað til þess að húða rúður með. Það er Ólafur Kr. Sig- urðsson, Hverfisgötu 42, sem hef- ur umlboð fyrir Solarflex. Eiginleikar þessa efnis eru marg víslegir. Það hindrar upplitun um rúmlega 90% minnkar blindu og útilokar hita. Efni þetta fæst í mörgum litum, allt frá glæru upp í döfcfcblátt eftir því sem við á. Solarflex er mikið notað í Amer- íku og hefur gefið góða raun. Solarflex er sprautað g rúður með rafknúnum tækjum og það er fljótgert. Verðið er nokkuð breyti- legt eftir rúðustærð, en að jafnaði er það um kr. 330 kr. á fermetra. Góður árangur á flugnámskeiðum f vetur hafa staðið yfir 4 nám- skeið hjá Flugsfcöla Flugsýnar og er þeim lokið. Rétt fyrir páska lauk Siglingafræðinámsfceiði, luku þar 25 nemendur prófi. Þann 22 apríl lauk atvinnuflugmannsnám- skeiði. Luku þar 19 nemendur prófL Á námskeiðum þessuim náðist mjög góður árangur, meðaleink- unn var 84% á báðum námskeið- unum. 5 hæstu menn í Siglingafræði- prófi voru: Sigurður E. Guðnason 93,1 stig, Hallgrímur Jónasson 92,3 stig, Kjartan Norðdal 91,0 stig, Friðrik M. Hjartarson 88,5 stig, Birgir Karlsson 87,5 stig. 5 hæstu menn í Atvinnuflug- mannsprófi voru: Önundur Jóhannsson 94,0 stig Guðmundur Daníelsson 91,8 stig Sigmundur Andrésson 90,4 stig Haraldur Jóhannsson 89,0 stig Páll Stefánsson 88,8 stig. f / adasjóðs til styrktar íslenzkum námsmönnum, sem birt er i B- deild Stjórnartíðinda 1933, nr. 90, verður hluta af ársvöxtum sjóðs- ins varið til þess að styrfcja ís-- lenzka náms- og fræðimenn til há- skólanáms í Kanada. Þar að auki verður greiddur viðbótarstyrkur samkvæmt fjárveitingum i fjárlög- um 1966. Samtals nemur styrkur- inn að þessu sinni 45 þús. kr. Námsmenn, er leggja stimd á fræðigreinar, er hafa sérstaka þýð- ingu fyrir atvinnulíf á íslandi, skulu að öðru jöfnu ganga fyrir um styrkveitingar. Umsóknir um styrki úr sjóðnum ásamt námsvottorðum og meðmæl um, sendist forsætisráðuneytinu fyrir 1. júlí 1966. Forsætisráðuneytið, 27. maí 1966. 22 FDSTRUR Póstruskóla Sumargjafar var sagt upp laugardag 21. maí s.l. Brautskráðar voru 22 fóstrur. Skólastjórinn frú Vallborg Sigurð- urðardóttir minntist þess í skóla- slitaræðu sinni, að 20 ár eru liðin Barnaskóla Kefla- víkur slitið GS-Keflavik, fimmtudag. Barnasfcóla Keflavíkur var slitið 25. þessa mánaðar. í skólanum voru 810 nemendur í 33 bekkjar- deildum. Udir barnapróf gengu 118 nemendur og hlaut Bergþóra Ketilsdóttir næStu einkunn, 9.48. Að venju voru veitt verðlaun fyrir námsafrek og voru þau gefin af Bókabúð Keflavikur, Rotary- klúbbnum og sófcnarprestinum, séra Birni Jónssyni. Bamaskólinn hefur á undan- förnum árum átt við mikil hús- næðisvandamál að striða. f vetur voru t. d. 33 bekkjardeildir í sfcól anum en aðeins 14 kennslustofur. Ætlunin er að bæta úr þessu að einhverju leyti í sumar. ÚTSKRIFAÐAR síðan skólinn var stofnaður. Hafa nú alls 149 fóstrur hlotið menntun sína við skólann. Nöfn hinna ný- brautskráðu fóstra fara hér á eftir: Fóstrur brautskráðar frá Fóstru- skóla Sumargjafar Iaugardaginn 21. maí 1966: Aðalheiður Dröfn Gísladóttir, Skagafirði, Anna Þuriður Krist- bjömsdóttir, Reykjavík, Ása Mar- grét Finnsdóttir, Mýrarsýslu, Ásta Sigriður Alfonsdóttir, Kópavogi, Brynhildur Sigurðardóttir, Reykja- vífc, Guðrún Valgarðsdóttir, Reykja vík, Halldóra H. Hálfdanardóttir, Reykjavík, Helga Magnúsdóttir, Borgarfirði, Helga J. Stefánsdóttir, Húsavík. Hjördis Hannesdóttir, Borgarfirði, Hrefna Óskars Óskars dóttir, Vestmannaeyjum, Ingigerð ur Þorsteinsdóttir, Reykjavík, Mar grét Steinþórsdóttir, Ámessýslu, María Bjarnadóttir, Neskaupstað, I'aría Þorgrimsdóttir, Húsavík, Sig- ríður Hauksdóttir, Seltjarnarnesi, Isigríður Kristinsdóttir, Rvk. Sól- veig Björnsdóttir, N-Múlasýslu, Sólveig Ólafsdóttir, Reykjavík, Stefanía Jóhannsdóttir, Siglufirði, Þórelfur Jónsdóttir, Akranesi Þ'j>- líður Sigurðardóttir, Reykjavik. STYRKVEITINGAR UR SNORRA- SJÚÐI OG KANADASJÖÐI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.