Tíminn - 08.06.1966, Page 10
22
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 8. júní 1966
Síldarseljendur
með kíldvigtina
SJ—Reykjavík, þriðjudag.
Samkvæmt fréttatilkynningu
frá Verðlagsráði sjávarútvegsins,
sem birt er hér á eftir, er nú hætt
að miða verð á síld til bræðslu
við mál, en í stað þess er verðið
miðað við kílóvigt. Lágmarksverð
ið verður kr. 1.71 á kíló, og eftir
því, sem Tíminn hefur frétt, er
þetta hagstæðara verð fyrir síld
arsseljendur en í fyrra, þar sem
síldarseljendur töldu sig tapa u.
þ.b. 10% við það, að vigtað skyldi
í málum í stað kílóvigtar.
í fréttatilkynningu frá verð-
FRÍMERKI
Fyrir hvert islenzki fri-
merki, sem þér sendið mér
fáið þér 3 eriend. Sendið
minnst 36 stk.
JÓN AGNARS,
P.O. Box 965,
Reykjavík.
Vélahreíng«rning
Vanir
menn.
Þægileg
' fGótleg,
vönduð
vinna.
I Þ R I F —
simar
41957 og
33049.
lagsráði sjávarútvegsins segir:
„Á fundum Verðlagsráðs sjáv-
arútvegsins seinni hluta maímán-
aðar var unnið að ákvörðun lág-
marksverðs á síld í bræðslu norð
an- og austanlands í sumar. Sam-
komulag náðist ekki, og var verð
ákvörðuninni vísað til úrskurðar
yfirnefndar á fundi ráðsins þann
30. maí.
Á fundi nefndarinnar í dag var
ákveðið, að lágmarksverð á síld
í bræðslu veiddri norðan- og aust
anlands tímabilið 10. júní til 30.
september skuli vera kr. 1.71 á kg.
Jafnframt varð samkomulag
um, að flutningasjóður síldveiði-
skipa verði starfræktur eftir svip
uðum reglum og gilt hafa tvö und
anfarin ár. Skal greiddur einn eyr
ir í sjóðinn af framangreindu
verði, þannig að útborgunarverð
RULOFUNAR
RINGIB
'AMTMANN S STIG 2
Halldór Kristinsscn,
gullsmiSur — Sími 16979.
BOLHOLTI 6,
(Hús Belgjagerðarinnar).
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
móður okkar tengdamóður og ömmu
Agötu Stefánsdóttur
Jörfa
Jónas Ólafsson, Guðbjörg Hannesdóttir,
Erlendur Ólafsson, Anna Jónsdóttir,
Stefanía Óiafsdóttir, Andres Björnsson,
Gunnar Ólafsson, Inga Björnsdóttir,
Valgerður Ólafsdóttir, Viggó Sigurðsson,
Elísabet Ólafsdóttir, Ingimundur Guðmundsson,
Ingibjörg Óiafsdóttir, Þuríður Ólafsdóttlr,
Ágústa Óiafsdóttir, Helga Ólafsdóttir,
Kjartan Ólafsson, Sigurþór Þórðarson
og barnabörn.
'Pöðurbróðir minn,
Árni Magnús Sigurðsson
er andaðist 3. þ. m., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju flmmfu
daginn 9. júní kl. 10.30 f. h. Athöfninni verður útvarpað.
Sí Guðbjörg Jóhannsdóttir,
Úthlíð 16.
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
, Kærar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og jarðarför móður
; okkar og tengdamóður,
Vigdísar Ketilsdótfur
Halldóra Ólafsdóttir, Alexander Jóhannesson,
Ragnheiður Bogadóttir, Gunnar Ólafsson
Unnur Ótafsdóttir, Óli M. ísaksson,
Ingveldur Ólafsdóttir,
Vilborg Ólafsdóttir,
Ásbjörn Ólafsson.
I
ánægöir
verður kr. 1.70 á kg. Skip, sem
sigla með síld til fjarliggjandi
verksmiðja samkvæmt reglum
sjóðsins, fá greidda 17 aura á kg.
til viðbótar framangreindu verði.
Þá varð samkomulag um heim-
ild til að greiða 22 aurum lægra
verð á kg. fyrir síld, sem tekin
er úr veiðiskipi í flutningaskip
utan hafna.
Verðákvörðunin var gerð með
atkvæðum oddamanns og full-
trúa síldarseljenda í nefndinni,
gegn atlcvæðum fulltrúa síldar-
kaupenda.
f nefndinni áttu sæti:
Jónas H. Haralz, forstjóri Efna
hagsstofnunarinnar, oddamaður,
Guðmundur Jörundsson, útgerðar
maður, fulltrúi útgerðarmanna,
Tryggvi Helgason, formaður Sjó
mannafélags Akureyrar, fulltrúi
sjómanna, og Sigurður Jónsson,
framkvæmdastjóri, og Vésteinn
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
fulltrúar síldarkaupenda".
MEREDITH
Framhald af bls. 13.
fyrir Meredith, og Johnson for
seti hefur gefið dómsmálaráð-
herra sínum skipun um, að sjá
svo um, að allt verði gert til
þess að upplýsa málið.
Robert Kennedy, sem nú er
í Suður-Afríku, var dómsmála
ráðherra, þegar ríkisher-
menn voru sendir til Memphis
til þess að tryggja Meredith
inngöngu, í háskólann, en
Meredith varð fyrsti blökku-
maðurinn, sem komst inn í
þann skóla. Var það_ fyrir fjór
um árum síðan. — Ég starfaði
með Meredith á erfiðum tím-
um, og þekki hann sem for-
vígismann fyrir land sitt og
fyrir jafnrétti allra manna, —-
sagði Kennedy í dag.
Hubert Humphrey, varafor
seti Bandaríkjanna, sagði, að
skotárásin á Meredith væri til
ófrægðar fyrir alla þjóðina.
Maðurinn, sem á sínum tíma
reyndi að útiloka Meredith frá
háskólanum, Paul Johnson,
ríkisstjóri, sagði, að þetta væri
hörmulegur atburður, eink-
um nú, þegar allt virtist ætla
að ganga vel hérna — bætti
hann við.
Martin Lutlher King, þekkt-
asti leiðtogi blökkumanna,
sagði, er hann heyrði um árás
ina, að hryðjuverk ríktu enn
sem fyrr í Suðurríkjunum.
Nicholas Katzenbáck, dóms-
málaráðherra, sagði i Wash-
ington, í dag, að ekki yrði
nauðsynlegt að skera Mere-
dith upp. Hefðu höglin, sem
hann fékk í sig, ekki hitt þýð
ingarmestu líffærin.
Meredith fékk að tala við
eiginkonu sína í síma, seint
í gærkvöldi að bandarískum
tíma, en hún var í New York
og sagði hann henni, að hon
um liði vel. Frú Mary Meredith
missti meðvitund er hún ræddi
við blaðamenní gærkvöldi, eft
ir að henni höfðu barizt frétt
ir af því, að eiginmaður henn
ar hefði orðið fyrir skotárás.
KENNEDY
Framhald af bls 13.
— Við erum hátíðlega
skuldbundin til þess að gera
skyldu okkar gagnvart meiri-
hluta mannkynsins, sem þarfn
ast aðstoðar okkar. Við verð-
um að standa við þessar skuld
bindingar okkar án tillits
til þjóðernis eða hörundslitar,
— sagði Kennedy að lokum.
Fregnir frá Suður-Afríku
herma, að menn telji, að ræða
Kennedys í gærkvöldi í Höfða-
borg hafi haft mun meiri
áhrif en áður var við búizt.
LOKA GÖTUM
Framihald af bls. 13.
armesti vegurinn á þessu svæði.
Mikill hópur ungmenna gerði
starf þeirra aftur á móti ófram
kvæmanlegt, og eftir tveggja tíma
starf urðu hermennirnir að hverfa
á brott.
Hafnirnar við Da Nang og Qui
Nhon lokuðust í dag vegna altaris
mótmælanna. Alaðvegurinn til
bandarísku flotahafnarinnar í
Qui Nlhon var lokað með öltur-
um og varð að hætta vinnu við
affermingu skipa í höfninni, þar
sem umferð um veginn stöðvaðist.
Thich Tam Ohau, sem baðst lausn
ar sem leiðtogi Búddastpfnunar
innar í Saigon í síðustu viku, hef
ur dregið lausnarbeiðni sína til
baka, þar sem stofnunin neitaði að
taka hana til greina. Jafnframt var
tilkynnt, að komið hefði verið á
fót nýrri nefnd til varnar Búdd-
ismanum. Formaður þessar nefnd
ar er Thich Tham Ohau, en fyrr
verandi formaður hennar, Thich
Thien Minh, liggur á sjúkrahúsi,
alvarlega særður, en gerð var til
raun til þess að myrða hann í
síðust viku. Ekki er enn ijóst,
hvort stofnun þessarar nýju nefnd
ar er upphafið að nýjum þætti
í mótmælum Búddatrúarmaana
gegn herforingjastjórninni í Saig-
on.
KEA 80 ÁRA
Framhald af síðu 24.
ember s.l. 5515 talsins, þar af
langflestir, eða 2517, í Akureyrar
deild, en alls eru deildirnar 24
talsins.
Ágóðareikningur á fjárhagsyf-
irliti pr. 31. desember s.l. nemur
rúmum 6.4 milljónum. Niðurstöð
utölur fjárhagsyfirlitsins eru tæp
ar 443 milljónir.
Fastráðið starfsfólk árið 1965
var samtals 544, og beinar og ó-
beinar launagreiðslur félagsins á
árinu námu rúmum 106.6 milljón-
um.
um sláturhúsum félagsins og inn
lagðar til sölumeðferðar 42.799
kindur. Nam kjötþungi 615.165V2
kg. eða 5.4% meira en árið áður.
Hækkun meðalþunga frá árinu áð
ur varð 80 g til jafnaðar á dilk.
Innlagðar gærur voru 47.892 stk.
145.7769 kg eða 9.7% meira en ár
ið áður. Innlögð ull nam 54.395V2
kg, sem er um 2.4% meira en ár
ið á undan.
Á árinu 1965 tók Pylsugerð fé
lagsins líkt og að undanförnu, til
vinnslu og sölumeðferðar allmikið
af landbúnaðarafurðum, eða um
283 tonn af ýmiss konar kjöti,
10.5 tonn af eggjum, auk græn-
metis. Úr hráefninu var fram-
leidd margs konar söluvara, svip-
að því. sem verið hefur undanfar-
in ár.
Árið 1965 tók Reykhúsið á móti
um 140 tonnum af dilkakjöti til
reykingar.
Árið 1965 vann Beinamjölsverk
smiðjan 31 tonn af mjöli og 15
tonn af feiti úr ýmiss konar úr-
gangi frá sláturhúsum félagsins.
Fóðurblöndun félagsins nýtti mjöl
ið, en efnaverksmiðjan Sjöfn feit
ina.
Alls voru mótteknar 7.203 tunn
ur af jarðeplum og 383 tunnur af
gulrófum.
Móttekið mjólkurmagn árið
1965 var 20.172.860 ltr. og var
mjólkuraukningin á árinu 8.5%
í árslok höfðu mjólkurframleið-
endur fengið út'borgað fyrir inn-
lagða mjólk rúmar 111 millj. eða
551.53 aura pr. lítra. Meðalfita
mjólkurinnar var 3.959%.
Af móttekinni mjólk seldust
81.82% fór til vinnslu. Ostabirgð
ir voru í árslok rúmlega 145 þús.
und kg. en smjörbirgðir rúm 432
þúsund kg.
Yfirlitsskýrsla yfir framleiðslu
sjávarafurða árið 1965 sýnir, að
framleiðsla freðfisks hefur minnk
að um 12.54% frá árinu áður, en
framleiðsla saltfisks hefur aukizt
um 15.43%. Framleidd voru tæp-
lega 106 þúsund kg af freðsíld,
sem ekki var framleidd árið áð-
ur. Mjölframleiðslan nam 311.300
kg, skreiðarframleiðslan rúmlega
25 þúsund kg., framleiðsla refa-
fóðurs nam rúmlega 174 þúsund
kg. framleiðsla lýsis 188 fötum og
framleiddar voru 647 tunnur af
hrognum.
Skýrsla yfir uppígreiðslur og
uppbætur færðar í reikninga fram
leiðenda á árinu 1965 sýnir, að
uppígreiðslur 1965 námu 139.5
milljónum. Uppbætur 1964 námu
rúmum 50 milljónum, og sam-
tals var því fært í reikninga 1965
rúmar 189.5 milljónir króna.
FISKRÆKT
Framhald af síðu 24.
þess voru kjörnir Steingrimur
Hermannsson, Jón Sveinsson.
Gísli Indriðason og Björn Jóhann
esson. í varastjórn voru kosnir:
Jónas Rafnar Ingvar Gíslason og
Björn Jónsson, og endurskoðend-
ur Jakob Hafstein og Jónas Pét-
ursson.
YNr 75 þúsund manns
lesa Yimann daglega.
I
Auglýsingar
i Tfmanum koma kaup*
endum samdagurs i
samband við seljand*
ann.
Þegar arður ársins 1965 hefur
verið færður félagsmönnum til
tekna á þessu ári, nema greiðslur
þær, sem félagið hefur frá upp
hafi skilað félagsmönnum sínum
aftur — að mestu í stofnsjóði
þeirra, en einnig beint í viðskipta
reikninga — um 40 milljónum
króna, þar af um 34.5 millj. kr.
á síðustu fimmtán árum.
Niðurstöðutölur Menningarsjóðs
KEA pr. 31. desember s.l. voru
rúm 762 þúsund krónur, Stofn-
sjóðsinnistæða var á sama tima
rúmar 39 milljónir. Niðurstöðu-
tölur Mjólkursamlagsstofnsjóðs
voru rúmar 20 milljónir.
Skýrslur um afurðaframleiðsl-
una sýna m.a.:
Haustið 1965 var slátrað I öll-
VERKFALLSHEIMILD
Framhald af síðu 24.
armanna um að standa fast við
kröfur sínar og knýja fram kjara
bætur.
Margrét sagði, að samuinga-
nefnd félagsins hefði átt einn
fund með vinnuveitendum, þ. e.
ríki og bæ aðallega, og myndi ann
an fundur væntanlega verða hald
inn bráðlega.
Sókn er fyrsta félagið ,sem hef
ur samþykkt verkfallsheimild í
sambandi við þær kjaraviðræður,
sem nú fara fram, og eina félag
ið, sem opinberlega hefur lagt
fram kröfur sinar, en þær fela
m. a. í sér kröfu um 15% kaup-
hækkun.