Vísir - 04.12.1974, Side 9

Vísir - 04.12.1974, Side 9
Vlsir. Miðvikudagur 4. desember 1974. Vlsir. Miðvikudagur 4. desember 1974. B Hœttur að y stökkva! Maðurinn, sem á heimsmetið i skíða- stökki-réttara er vist að segja skiöaflugi — Austur-Þjóðverjinn Manfred Wolf — hefur ákveðið að hætta að keppa I sklða- stökki og ieggja heldur meiri áherzlu á námið, sem hann segist hafa trassað á undanförnum árum. Hann er ekki nema 25 ára gamall og þykir mögum það fljótt hjá Iþróttamanni, sem tilkynnir að hann sé hættur keppni i austantjaldslöndunum, ekki eldri. Sagt er að það sé ekki námiö, sem hafi þvælzt fyrir Wolf, heldur annar sklðastökkvari, Hans Georg Aschenbach, og ungir stökkv- arar, sem séu að koma upp á yfirboröið. Telji Wolf sig ekki hafa nokkurn mögu- leika á að ná i skottið á Aschenbaeh og hinum. Heimsmet Wolf I skiðafiugi er 165 metr- ar. Schön betri en Herberger? Er Helmut Schön betri en Sepp Herberger? — Eða hafði Schön dr betri mannskap að veija en gamli þjálfari og einvaldur vestur-þýzka landsliðsins I knattspyrnu. Sepp Herberger var þjálfari vestur-þýzka iiðsins á tlmabilinu 1950 til 1964. Helmut Schön tók við af honum og er enn þjálfari. Tölulega er útkoman hjá þessum tveim meistaraþjálfurum þannig: Undir stjórn Herberger léku Vestur-Þjóð- verjar 97 landsleiki : 52 sigrar, 14 jafntefíi og 31 tap (meðal sigurleikjanna er 5:0 á móti tslandi) Undir stjórn Schön hafa Vestur-Þjóð- verjarnir leikið 102 landsleiki: 68 sigrar, 18 jafntefli og 16 töp! Aston Villa í undanúrslitin Einn leikur I átta-liða úrslitum enska deildabikarsins var háður I gær. Colchester tapaði á heimavelli fyrir Aston ViIIa 1-2 og er Birmingham-liðið þar með komiö I undanúr- slit. Þrlr leikir verða I kvöld I deilda- bikarnum —Newcastle-Chester, Middlesbro- Manch. Utd. og Norwich-Ipswich. Þá var einn leikur háður I 3. deild I gær. Bournemouth lék I Huddersfield og varð jafntefli 2-2. t 2. deild varö að fresta leik Oldham og Bolton vegna bleytu á leikvellin- um I Oldham. Middlesbro á I nokkrum erfiðleikum með uppstillingu liðs sins I kvöld gegn efsta liðinu 12. deild, Manch.Utd. Þeir Mills, Murdock og Cragg geta ekki leikið vegna meiðsla. Manch. Utd. er með alla sina beztu menn — Greenhoff hefur náð sér eftir meiðsli, sem hann hlaut gegn Sunderland á laugardag. Litla liðið Chester, sem sló Leeds út, fær erfiðan leik I Newcastle — og sama er að segja um Ipswich gegn hinu stóra liðinu frá Austur-Angliu, Norwich. Ipswich hefur tapað siðustu sex leikjum sinum á útivelli. —hsim. Swansea fer yfir... — Nema að Arsenal kaupi bezta leikmann félagsins Arsenal hefur tekið hinn 17 ára gamla miðherja frá Swansea, Robbie James, I mánaðar reynslutlma. Forráðamenn Swan- sea vona, að Arsenal kaupi hann áður en þessi mánuður er liðinn, þvi annars er það bókstaflega farið á haustinn. Swansea er nú neðarlega I 4. deild —áhorf- endur koma ekki lengur á leiki þess og kass inn er orðinn svo til tómur. James er eini leikmaðurinn, sem félagið á eftir, sem ein hverjir peningar eru I, og ef Arsenal kaupir hann á þá upphæð, sem Swansea hefur sett upp, cr þvi borgið um sinn. Hann er talinn mjög efnilegur leikmaður lék sinn fyrsta deildarleik með Swansea nokkrum dögum eftir að hann varð 16 ára — skoraði þá 3 mörk — og hefur nú leikið um 40 leiki fyrir félagið og skorað I þeim flestum. Þannig er „keyrt’’ I heimsbikarnum I alpagreinum. Frakkinn frægi, Jean-Noel Augert, I brautinni 22 íslandsmet hjá þeim sterkustu! — íslandsmetin féllu eitt af öðru í kraftlyftingum Hvorki meira né minna en 22 tslandsmet voru sett I anddyri Laugardalshallarinnar á föstu- dagskvöldið, en þá komu þar saman flestir af sterkustu mönn- um landsins til þátttöku i Reykja- vlkurmótinu I kraftlyftingum. 1 léttasta flokknum, sem keppt var I — fjaöurvigt — setti Kári Elisson Armanni 10 íslandsmet, þ.e.a.s. setti met, sló þaö I næstu tilraun og hélt þannig áfram meö allar þær lyftur, sem hann mátti taka. Þá setti Skúli Óskarsson UIA 3 tslandsmet I millivigt, Friörik Jósepsson ÍBV heil 7 met i milliþungavigt og Cskar Sigurpálsson 2 met I þungavigt. Kári Elisson var Reykjavíkur- meistari I fjaöurvigt og var hans bezti árangur þessi: Hnébeygja 117,5 kg-bekkpressa 87,5 kg-rétt- stööulyfta 170 kg-samtals 375 kg. I léttvigt varð Brynjar Gunnarsson Armanni meistari, meö 15 kg meira i samanlögöu en fimleikamaöurinn góökunni, Grétar Franklinsson, sem er aö leika sér I lyftingunum. Brynjar var meö 150 kg I hné- beygju, 100 kg i bekkpressu og 185 kg i réttstöðul., samtals var hann þar meö 435 kg. Grétar var meö 130-90-200 eða samtals 420 kg. 1 millivigt sigraöi Skúli Óskars- son, en hann keppti sem gestur á mótinu og var I góðu formi. 1 hné- beygju tók hann 240 kg, I bekk- pressu 130 kg og i réttstöðulyftu 270 kg eöa samtals 640 kg. Meistari i þessum flokki varö Þorvaldur Stefánsson Ármanni meö 152,5-90-175 eöa samtals 417,5 kg. sem er liölega 220 kg minna en Skúli náöi i samanlögðu. 1 léttþungavigt varð Ólafur Emilsson Armanni Reykjavikur- meistari með 210 kg i hnébeygju, 150 kg I bekkpressu og 240 kg i réttstööulyftu, sem gerir nákvæmlega 600 kg i samanlögöu. Friörik Jósepsson keppti i milliþungavigt sem gestur og setti sjö Islandsmet, enda i miklu keppnisstuöi. 1 hnébeygju tók hann 245 kg, bekkpressu 165 kg og réttstööulyftu 272,5 kg. Saman- lagt gerir þetta 682,5 kg, sem er mjög gott met I þessum flokki. Óskar Sigurpálsson varö meistari I þungavigt, var meö samtals 750 kiló, þar af glæsilegt met I réttstööulyftu, 310 kg, og fór létt meö þaö. 1 hnébeygju var hann meö 290 kg, sem einnig er íslandsmet, og i bekkpressu 150 kg. Eins og árangur gefur til kynna var þetta mót mjög vel heppnað, og má fullvlst telja, að okkar sterkustu menn verði i miklum ham i vetur I báðum geröum lyftinganna-kraftlyfting- um og tviþraut. —klp Sigrar Anna-María 5tg qrið í röð? — Keppnin um heimsbikarinn í alpagreinum hefst í dag í Val d'lsere í Frakklandi og cllir hinir beztu með — Svíar búast við miklu af Ingemar Stenmark Bezta skiöafólk heims hefur I dag keppni um heimsbikarinn I alpagreinum — keppni, sem stendur langt fram á næsta ár. Með afrekum sklðafólksins er fylgzt um allan heim og Anna Marla Pröll verður meira I sviðs- Ijósinu en oftast áður. Tekst henni að sigra fimmta árið I röð?, er stóra spurningin. Engin kona stenzt henni snúning I bruni, þar sem hún hefur aðeins tapað einni keppni tvö slðustu keppnistima- bilin — en I svigi og stórsvigi er hún ekki eins örugg, þó oftast hijóti hún stig I slðari greininni. I karlakeppninni veröa ítalirn- ir Gustavo Thoeni og Piero Gros stóru nöfnin ásamt Austurrikis- mönnunum Zwilling, Hinterseer og Klammer — og Svlar búast viö miklu af Ingemar Stenmark frá Neustift, sem stóö sig svo vel i siöari hluta siöasta keppnistima- bils. En hvaö er heimsbikarinn, sem hefst i dag? Svar. • Niu mót I bruni. • Sjö mót'I stórsvigi • Sjö mót i svigi A þessum 23 mótum eru gefin stig. • Sigurvegarinn fær 25 stig. • Annað sætiö gefur 20 stig • Þriðja sætiö gefur 15 stig Fjórða sæti gefur 11 stig — og fimmta sæti 8 stig. Sjötta sæti sex stig — og sjöunda fjögur stig Áttunda sæti þrjú stig, niunda tvö stig og tiunda sæti eitt stig. En það er erfitt aö hljóta stig I keppni, þar sem 50 hinna beztu keppa. Ekkert má út af bregöa — sigur, sem viröist I höfn, getur allt I einu þeytzt á brott. Heimsbikarnum er skipt I tvö timabil. • Fyrra timabiliö tekur yfir 11 mót allt frá Val d’Isere i dag til stórsvigskeppni I Adelboden, sem veröur 11. janúar. Keppendur fá aðeins reiknuö stig fyrir sex þessara móta. • Siðara timabiliö nær frá Kitzbuhel 18. janúar fram til úrslitakeppninnar i Val Gardena 21.-24. marz. Keppt er á fimm stööum fyrra timabiliö — sjö hiö siöara. Bruniö þykir tilkomumest I keppninni um heimsbikarinn — „hættulegast” og þess vegna greináhorfenda. Alls niu mót, þar sem brautir eru milli 2 og 3 km — oft hrikalegar, og fallhæö 800-900 metrar. Brautin er „keyrö” einu sinni — og þar má ekki sleppa hliði, sem eru þó mun færri en i sviginu. 1 sviginu eru 75 hliö — beygjur krappar — og stundum 75 senti- metrar milli hliða. Þá er eins gott að hafa sveifluna I lagi! Tvær ferðir e:’u I sviginu. I stórsviginu er lámarksvega- lengd milli hliða fimm metrar. Brautir 1500 til 2000 metrar, þar sem 80hliðum er skellt niöur. Þar reikna Sviar einkum meö Sten- mark — en Hka Guömundi „okkar” Södelin og hinum 17 ára Torsten Jacobsson. Þátttakendum er skipt i „grúbbur” og fer það eftir árangri þeirra hve góöri grúbbu þeir lenda i. Auðvitað er bezt aö keppa I þeirri fyrstu — þaö veit allt skiöafólk og 15 keppendur eru þar. Þaö er ekki hlaupiö aö komast i hana — og keppendur veröa aö „verja” sæti sitt þar, hafi þeir einu sinni náð þvi. Æfingamót var I Val d’Isere I gær og þar náöi Cindy Nelson, USA, beztum tima I bruni kvenna 1:26.73 en Anna-Maria Pröll var skammt á eftir, 1:26.88 min. 1 þriðja sæti kom Micola Spiess, Austurriki, á 1:27.09 min. En það er sem sagt I dag, sem alvaran hefst. Komin I brautina? Þá byrjum við. — hslm. VESTUR-ÞYZKALAND VILL FA AÐ HALDA HM í FRJÁLSUM! Vestur-Þýzkaland hefur sótt um að fá að halda fyrstu heims- meistarakeppnina i frjálsum iþróttum, sem ákveðið er að fari fram sumarið 1979, sagði tals- maður vestur-þýzka frjáls- iþróttasambandsins á sunnu- daginn. Hann sagði að sambandið gerði sér góðar vonir um að fá að halda þessa keppni — það væri það fyrsta sem bæði um þaö, og hefði mjög góða aðstöðu og reynslu til að sjá um svona mót. Ef af þvi verður, að Vestur-Þjóðverjar fái keppnina, mun hún fara fram á Rheinsstadion, sem er einn full- komnasti frjálslþróttaleikvangur i heiminum — með tartan- brautum og öllu þvi bezta, sem hægt er að hugsa sér fyrir frjáls- iþróttafólk. Rheinsleikvangurinn var i sumar vettvangur fyrir fimm leiki I heimsmeistarakeppninni I knattspyrnu. —klp— Hvítir og svartir í sömu laug Svartir og hvitir sundmenn munu I fyrsta sinn keppa saman á meistaramóti Suður Afriku, sem haldið vérður I Jóhannesarborg I lok febrúar. Formaður „hvita sund- samband”. Suður-Afrlku. Roy Clegg, tilkynnti þetta fyrirnokkrum dögum. Hefur þetta vakið mikla athygli, þvi til þessa hafa svartir og hvitir sundmenn ekki fengið að keppa saman I Suður- Afriku frekar en Iþróttafólk I öðrum greinum. Yfirvöld I landinu hafa ekki sagt neitt, og er talið, að þau ætli ekki að skipta sér af þessu, enda er nú svo komið að Suður-Afrika hefur veriö rekin úr nær öllum alþjóða- samböndum iþróttafólks, og hefur það vakið mikla óánægju meðal iþróttafólks og iþróttaunnenda I landinu. Clegg tilkynnti einnig, að bæði sundsamband svartra og hvitra I suður-Afriku yrðu lögð niður, og stofnað eitt samband fyrir alla. —klp Guömundur Arason, forseti Rotaryklúbb Kópavogs, afhendir Karli West Fredriksen hinn fagra verð- launagrip, sem er farandgripur. Styttuna inn I rammanum fær „Iþróttamaöur Kópavogs” hins vegar til eignar hverju sinni. Valur Fannar gullsmiður, hannaði verölaunastyttuna. Ljósmynd Bjarnleifur. Sá bezti í Kópavogi — íslandsmeistarinn í hástökki, Karl West, hlaut viðurkenningu frá Rotaryklúbb Kópavogs Hinn fjölhæfi Iþróttamaður Karl West Fredriksen var I gær kjörinn bezti Iþróttamaður Kópa- vogs áriö 1974. Rotaryklúbbur Kópavogs gekkst fyrir þessari ÚÞ nefningu og afhenti Guðmundur Arason, forseti klúbbsins, Karli fagra verðlaunastyttu I hófi I gær. Guömundur gat þess þá, að á umdæmisþingi Rotary-klúbbanna á Akureyri sl. sumar, heföi veriö samþykkt, að klúbbarnir á ís- landi reyndu — hver með sínum hætti — aö örva æsku landsins til heilbrigörar tómstundaiöju. Rot- aryklúbbur Kópavogs heföi i tilefni þessarar samþykktar staöiö fyrir, að valinn var Iþrótta- maöur ársins I Kópavogi. Veröur slikt gert árlega i framtiöinni. Skilyrði til aö geta hlotið hinn fagra verðlaunagrip, sem Valur Fannar, gullsmiður, hannaöi, er, aö viökomandi sé félagi i þrótta- félagi I Kópavogi og hafi keppt fyrir það félag, þegar hann vann þau afrek, sem miðað er viö i vali hans. Sérstök dómnefnd skipuð Guttormi Ólafssyni, Iþrótta- fulltrúa Kópavogs, Guömundi ÞórÖarsyni, knattspyrnukappan- um kunna, og Páli Bjarnasyni, stjórnarmanni i KSI, valdi Karl West sem iþróttamann Kópa- vogs 1974. Þaö val hefur ekki verið erfitt, þvl árangur Karls var góöur á frjálsiþróttamótum i sumar. Hann varð Islandsmeistari i hástökki —stökk bezt 2.01 metra, sem var bezta afrek Islendings i hástökki á árinu, Kópavogs- og UMFÍ-met. Þá var Karl i þriöja Belgíski stórhlauparinn Emile Puttemans, heimsmethafinn I 5000 metra hlaupi, sigraði heims- methafann I 10000 metrum, Dave Bedford, I viða vangshlaupi I Van- ves I Frakklandi á sunnudag. Það var 3ja árið I röð, sem Puttemans sigrar i þessu hiaupi. Heimsmethafarnir hlupu samhliða þrjá-fjóröu hluta vega- lengdarinnar, sem var átta kiló- sæti á afrekaskrá Islands I stang- arstökki meö 4.20 m, þriöji i langstökki meö 6.80 m og þriöji I tugþraut með 6739 stig. Fjölhæfur Iþróttamaður, sem stóð sig vel i islenzka landsliöinu. Karl West Fredriksen er 22ja ára, fæddur 2. marz 1952 — loft- skeytamaöur aö atvinnu. Hann hefur verið félagi i frjálsíþrótta- deild Breiðabliks frá 1969 og jafnframt tekiö mikinn þátt i félagsstarfi hennar — er nú gjald- keri. —hsim. metrar — en þá sagði Puttemans takk fyrir samfylgdina og Bed- ford átti ekkert svar — varö 24 sekúndum á eftir I mark. Úrslit urðu þessi: 1. Puttemans, Belgiu, 23:56.0 2. Bedford, England, 24:20.0 3. P. Standing, Engl. 24:35.0 4. Lavaillant, Frakkl. 24:36.0 5. Hertoghe, Belgiu, 24:39.0 —hsiin. Puttemans sigraði Bedford Best kann enn sitt fag! Skoraði tvö mörk á móti Manchester City og lagði önnur tvö upp á sinn gamla góða máta KEMST VALUR AF BOTNINUM? — Tveir leikir í 1. deild karla í kvöld og úrslitaleikurinn í Reykjavíkurmóti kvenna Tekst Val að næla sér i stig I leiknum gegn nýliðunum af Sel- tjarnarnesi 11. deild tslandsmóts- ins I handknattleik karla I kvöld, og komast þar með af botninum I deildinni? Þetta er ein af þrem stórum spurningum, sem hand- knattleiksunnendur munu velta fyrir sér, áður en þeir halda inn I höllina i kvöld. Hinar tvær eru: — Tekst Armannspiltunum að vinna FH og Ármannsstúlkunum að brjóta aftur einveldi Vals og Fram i handknattleik kvenna með þvi að vinna Val i úrslitaleik Reykjavik- urmótsins i meistaraflokki kvenna. Ef þeim tekst það, er það I fyrsta skipti i mörg ár, sem annað félag en Valur eða Fram sigrar i handknattleikskeppni kvenna hér á landi. Þessi leikur fer fram á undan leik Vals og Gróttu i karlaflokki, en hann á að hefjast kl. 20,15. Báöir þessir leikir ættu að geta oröið hressilegir en þó varla eins og leikur Armanns og FH, sem er þriöja stóra spurningamerkið i handboltanum i kvöld. Bæði þessi lið náðu sér i stig um siöustu helgi eftir harða baráttu. FH er öllu liklegra til að sigra i leiknum i kvöld, en þó getur það oröiö erfitt ef Ragnar Gunnarsson veröur i eins miklum ham I leiknum gegn Viking á sunnudag- inn. Myndin hér til hliðar er frá þeim leik og er þarna verið að skora annað markið hjá honum i leiknum, en þá var fýrri hálf- leiknum alveg að ljúka. George Best kann enn þá að sparka i boltann og leika með hann betur en margir aðrir. Það fengu þúsundir Manchesterbúa að sjá i siðustu viku, er saman- sett stjörnulið sigraði Manchester City í „ágóðaleik” fyrir Tony Book fyrirverandi fyrirliða Manchester City og núverandi framkvæmdastjóra Best, sem hefur litið komið nálægt fótboltanum i nær ár, skoraði tvö mörk I leiknum og lagði tvö önnur svo vel upp, að vörn Manchester City stóð öll og klappaði fyrir honum ásamt öllum áhorfendaskaranum. Lék hann varnarmennina oft svo grátt, að þeir sátu eða lágu eftir á jörðinni, og kom hann þá gjarnan til baka — aðeins til að geta platað þá aftur. Leiknum lauk með 6:4 sigri „stjörnuliðsins”, en auk George Bestskoruðu þeir Kevin Keegan og Frank Worthington fyrir „stjörnurnar” —klp—

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.