Vísir - 12.12.1974, Page 1

Vísir - 12.12.1974, Page 1
64. árg. —Fimmtudagur 12. desember 1974. — 251. tbl. TEKJUR EYJAMANNA JUKUST MEIRA EN MEÐALTALIÐ Brúttótekjur Vestmannaey- inga jukust um 38,2 prósent á eidárinu I fyrra. Þetta var nokkru meiri aukning en mebal- talið á iandinu, sem var 36.9%. Meðaltekjur framteljenda i Reykjavfk voru 584 þúsund krónur árið 1973. Það var heldur lægra en meðaltalið á landinu, sem var 585 þúsund. Hér er um að ræða brúttótekjur, áður en lögleyfður frádráttur til skatta kemur til. Gullbringusýsla var efst á blaði. Þar voru meðaltekjur framteljanda til skatts um 700 þúsund. t Kjósarsýslu voru þær 680 þúsund, 671 þúsund á tsa- firði, 669 þúsund á Húsavfk, 656 þúsund i Keflavfk. Siðan komu Kópavogur, með 651 þúsund, og Vestmannaeyjar með 656 þús- und. Neðst var Austur-Barða- strandarsýsia með 388 þúsund. — Sjá á baksiðu nánar um með- altekjur manna. — HH. 12 DAGAR TIL JÓLA Árstími kvefsins — baksíða • Hundrað sendibílar rannsakaðir vegna hvarfs Geirfinns — baksíða • SMITH SEMUR FRIÐ VIÐ SVARTA — sjó bls. 5 Tefja Rússar Sigöldu- virkjun? — baksíða LEITAÐ AÐ BÁTI MEÐ TVEIMUR MÖNNUM “ Leit stendur yfir að litlum báti, sem fór i róður frá Keflavik klukkan fjögur i gær- morgun og ekkert hef- ur spurzt til siðan. Þegar báturinn kom ekki fram i til- kynningaskyldunni i gær, var þegar hafin leit að honum og gengnar fjörur. | í birtingu i morgun var siðan haldið áfram að leita, og taka þátt i leitinni yfir 20 skip og varðskip. Þyrla mun fljúga með ströndinni og önnur flugvél út á flóann. Björgunar- sveitir úr Keflavík, Gerðum og Sandgerði leita fjörur. Tveir menn eru á bátnum. _______ — SH. Þetta er fyrsti rafallinn, sem tekinn var I notkun á tslandi. Hann er nú varðveittur I aðveitustöð Rafveitu Hafnarfjarðar. A mýndinni viröa fyrir sér þennan merka grip Albert Kristjánsson, yfirverk- stjóri, og Jónas Guðlaugsson, rafveitustjóri. •• w w w Afþakkaði hjálp ór landi — liggur í fjörunni og bíður flóðs „Ætli þeir noti ekki timann fram að flóðinu til að leggja sig,” svar- aði Vestmannaeyja- radió, þegar Visir leitaði frétta hjá þeim af strandi báts við Land- eyjasand i nótt. Verðandi KÓ 40 liggur nú uppi i fjöru skammt austan við Hólsárós á Landeyjasandi og biður flóðs seinni partinn i dag. Þá standa vonir til, að unnt verði aö draga bátinn út aftur. Báturinn strandaöi a íag- sjávuðu I nótt i heldur góöu veðri. Skipverjar afþökkuðu aðstoð úr landi en ákváðu að biðá næsta flóðs og freista þess á að fá bátinn dreginn út. Blaðið hafði i morgun samband við húsráðendur á Sigluvik, sem er næsti bær við strandstaöinn. Þá hafði ekkert sézt til bátsins, en er birti gekk bóndinn niöur að honum, þar sem hann liggur á þurru. Hann snýr i vestur, þvert á fjöruna og stendur alveg réttur. Bóndi sá menn um borð og spurði, hvort þeir væru að fá hann, en þeir svöruðu að hann væri tregur, fóru siöan inn og lokuðu á eftir sér. Veður var þá hið bezta á þessum slóðum og ekkert brim. Búizt er við, að Lóðsinn frá Vestmannaeyjum muni freista þess að draga Veröanda á flot á háflæðinu i dag. Verðandi er 165 brúttólesta netabátur, með um 10 manna áhöfn, hét áður Jón Finnsson. -SH. „Öngþveiti framundan" — segir rafveitustjóri Austurlands — baksíða Norðurlínan bjargar eftir tvö ór _ bis. 3 SJOTIU AR SIÐAN FYRSTU RAF- LJÓS VORU KVEIKT Á ÍSLANDI — 16 hús í Hafnarfirði fengu rafmagn til Ijósa 12. desember 1904 Fyrstu rafljósin voru kveikt á tslandi fyrir réttum sjötiu árum I dag. Það var Jóhannes Reyk- dal, trésmlðameistari I Hafnar- firöi, sem beizlaði Hamarskots- lækinn I Hafnarfirði, og fengu 16 hús þar ljós frá þessu fyrsta raf- orkuveri landsins. Stööin var ekki stór, aðeins niu kilówött, en dugði til þess sem henni var ætlað. Það var 12. desember 1904, sem straumnum var hleypt á i fyrsta sinn, og ferðaðist fólk alla leiö úr Reykjavik suður i Hafnarfjörö til aö sjá þetta undur tækninnar með eigin augum. Árið áður hafði hann hafiö nýtingu vatnsaflsins úr læknum, með þvi að láta það knýja tré- smiðavélar á verkstæði sinu með reimdrifi. Þaðan var skref- iö yfir I raforkuframleiðslu ekki ýkja langt. Tveimur árum seinna, haust- iö 1906, reisti hann aðra rafstöö að Hörðuvöllum ofan viö Hafnarfjörð og gat hún fram- leitt allt að 37 kilówött. Þá fékk allur Hafnarfjörður rafmagn til ljósa frá rafstöð Jóhannesar Reykdal. Árið 1909 seldi hann Hafnarfjarðarkaupstað rafstöð- ina, og tók til við önnur við- fangsefni. Ekki hafði hann þó alveg lok- ið afskiptum af stöðinni, þvi árið 1926 keypti hann rafstöðina aft- ur og notaði orku hennar sem aflgjafa á trésmiðaverkstæði sinu. Á þeim sjötiu árum, sem liöin eru siðan Jóhannes Reykdal reisti fyrstu rafstöð á Islandi og lýsti upp 16 hús i nágrenni við sig, hefur mikið vatn runnið til sjávar — en töluvert af þvi hefur veriö beizlað. Enn er þó orku- skortur viða um land og bætt úr honum með dýrri diseloliu og samt verður að skammta, þegar mest á reynir. — SH I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.