Vísir - 12.12.1974, Síða 5

Vísir - 12.12.1974, Síða 5
Vlsir. Fimmtudagur 12. desember 1974. 5 I MORGUN UTLOND | MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖNf Umsjón Guðmundur Pétursson IAN SMITH SEMUR VOPNAHLÉ VIÐ FRELSISHREYFINGAR BLÖKKUMANNA Endi hefur nú verið bundinn á skæruhernað i Rhodesiu að minnsta kosti opinberlega. Póli- tiskir fangar stjórnar- innar verða látnir laus- ir, og blakkir og hvitir leiðtogar landsins undir- búa nú ráðstefnu, þar sem reynt skal að leysa klofninginn vegna stjórnarskrár landsins. Þetta var boðskapurinn, sem Ian Smith, forsætisráðherra, flutti landsmönnum sinum i út- varpi og sjónvarpi i gærkvöldi, þegar hann flutti tiu minútna ræðu. Þykir ræða þessi marka svipuð timamót i sögu Rhodesiu og þeg- ar Smith útvarpaði til þjóðarinn- ar 11. nóvember 1965, að stjórn hvita minnihlutans hefði einhliða lýst yfir sjálfstæði brezku nýlend- unnar. Um leið og kunnugt varð, að Salisbury-stjórnin hefði gert vopnahlé við skæruliðahreyfing- una, tilkynntu leiðtogar Afrikönsku frelsishreyfingarinn- ar, Joshua NKomo og NDaban- ingi Sithole, að þeir mundu snúa heim frá Lusaka i dag sem frjáls- ir menn, en þeir hafa verið 10 ár i fangelsi. Þeir hafa verið i Lusaka siðan i siðustu viku til viðræðna við forseta Tanzaniu, Zambiu og Botswana um samkomulag við Salisbury-stjórnina. — Hafði Smith veitt þeim fararleyfi úr fangelsinu til þess að tala máli sinu. Fyrstu viðbrögð við fréttunum um vopnahlé hafa viðast orðið á sama veg. Stjórn Wilsons i Bret- landi fagnaði þessum tiðindum. „Viö fögnum hverju skrefi sem stigið er i átt til friðsamlegs sam- komulags,” sagði talsmaður stjórnarinnar. — Utanrikisráð- herra Breta fer frá London 30. desember áleiðis til sex Afriku- landa til viðræðna við rikisstjórn- ir þar um spurninguna varðandi sjálfstæði Rhodesiu. Mario Soares, utanrikisráð- herra Portúgals, fagnaði vopna- hléstilkynningunni og sagðist vonast til þess að hún gæti á sinn hátt orðið til þess að draga úr kynþáttaspennunni i Suður- Afriku. — ,,Ég held, að hin nýja stefna Portúgals, að veita ný- lendunum sjálfstæði, hafi hugsanlega haft einhver áhrif á þetta,” sagði hann i viðtali við Reuter. Samþykkti 200 milna lögsögu „Ég vona, aö John verði aftur settur til starfa I þágu þess opinbera, þegar hann hefur afplánaö refsingu sina,” sagöi kona John Dean, sem sést sitja fyrir aftan mann sinn og hlýöa á hann vitna fyrir Watergate- nefnd þingsins. — „Playboy” birtir viötal viö þau bæöi i næsta hefti sinu. — „Égersannfærö um, aö John getur látiö mikiö gott af sér leiöa I almannaþágu, ef honum verður veitt tækifæri til,” sagöi frúin. Höfnuðu notkun gálga gegn hryðjuverkunum John Ehrlichman, fyrrum ráðgjafi Nixons forseta, sagði við réttar- höld i Watergatemálinu i gær, að nægar sannanir væru fyrir þvi, að hann hefði verið blekktur af Richard Nixon. Visaði hann á bug fullyrðingum saksóknarans um, að hann hefði blekkt Nixon eða haldið leyndum fyrir honum upplýsingum um Watergate. Ehrlichman sagðist litið hafa vitaö um Watergate og að segul- Brezka þingið hafnaði þvi i gærkvöldi, að dauðarefsingin yrði tek- in upp aftur, þrátt fyrir að þær raddir hafi verið æði háværar að undan- förnu, sem hrópað hafa ,,Hengið hryðjuverka- mennina”, eða „Stillið þeim upp við vegg og skjótið þá”. spólurnar mundu sýna, að hann hafði æ ofan i æ lagt til, að allt yrði sett fram i dagsljósið. Timaritið „Playboy” birtir i næsta hefti sinu viðtal við John Dean, sem var ráðunautur Nixons I Hvita húsinu. Segir Dean, að stærri uppljóstrana sé að vænta um forsetann fyrrver- andi. Dean situr i fangelsi og afplán- ar eins til fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa hindrað gang rétt- visinnar i Watergatemálinu. Hann sagði: „Þessar upp- ljóstranir munu einnig hafa áhrif á mannkynssöguna.” — En hann neitaði að skýra frá þvi, hvaða uppljóstranir þetta væru. Það haggaði heldur ekki af- stöðu þingmanna, þegar tveir vopnaðir menn vörpuðu sprengju I gegnum glugga á klúbbi einum i West End og flúðu siðan, skjót- andi á heila hersingu af leigubil- um, sem reyndu að veita þeim eftirför. Enginn meiddist i sprengju- tilræði þessu. Grunur leikur á þvi, að irski lýðveldisherinn (IRA) hafi staðið að þvi. Leigubilstjóri sá hryðjuverka- mennina tvo og fékk hann fleiri félaga sina i lið með sér tii þess að reyna að króa flóttamennina af, ekki langt frá Buckingham Palace, þar sem Bretlandsdrottn- ing býr. En flóttamennirnir skutu sér þá leið i burtu. Umræðurnar i neðri deild brezka þingsins stóðu i 7 stundir og lauk með atkvæðagreiðslu þar sem þingflokkarnir reyndu á engan hátt að hafa áhrif á, hvor- um málstaðnum þingliðar veittu atkvæði sin. 369 þingmenn, flestir úr Verkamannaflokknum (en þó 55 úr Ihaldsflokknum) greiddu at kvæði gegn þvi að taka upp dauðarefsingu gegn hryðjuverka- mönnum, sem valda mannsbana. 217 voru þvi hins vegar meðmælt- ir. Vakið var máls á þvi i umræð- unum, að taka bæri upp dauða- refsinguna, þvi að annars væri ekkert i lögunum, sem hryðju- verkamönnum stæði stuggur af, þvi að þeir væru alltaf náðaðir og þyrftu aldrei að afplána dóma sina til fullnustu. — Sagði þá Roy Jenkins, innanrikisráðherra. að þeir þyrftu ekki að vænta seinna náðana. öldungadeild Banda- rikjaþings samþykkti i gær að víkka fiskveiði- lögsögu USA úr 12 mil- um út i 200 milur. Fiskiðnaður Banda- rikjamanna hafði sótt það fast — og notið stuðnings þingmanna strandfylkja — að nýtt frumvarp, sem fjallar um varnir gegn ofveiði á landgrunni Banda- ríkjanna, yrði að lögum. Leit frumvarp þetta i fyrsta sinn dagsins ljós i sumar, en bandariskir fiskimenn kviða þvi, að áköf sókn japanskra og rússneskra fiskiskipa á mið þeirra höggvi of nærri fiskistofn- um þar við strendur. Ted Stevens, einn þingmanna repúblikana — eindreginn stuðningsmaður frumvarpsins — sagöi, að samþykkis öldunga- deildarinnar þyrfti með til að senda „kröftug skilaboð” til samningafulltrúa á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um, að samkomulag þyrfti að nást um takmörkun veiða og aðrar fisk- verndunaraðgerðir. Hann viðurkenndi, að litil likindi væru til þess, að fulltrúa- deildin samþykkti frumvarpið einnig fyrir þinghlé, sem verður eftir tvær vikur eða svo. ,,En geti samningamenn haf- réttaráðstefnunnar ekki komið sér saman á næsta þing fulltrúa- deildarinnar einskis annars úr- kosti en lýsa einhliða yfir 200 milna lögsögu,” sagði Stevens. John Stennis, formaður varnar- málanefndar öldunga- deildarinnar (demókrati) varaði við þvi, að erfitt kynni að reynast að verja 200 milna lögsögu. Og auk þess gætu aðrar þjóðir náð sér niðri aftur á Bandarikja- mönnum með þvi að banna siglingu bandariskra skipa um lögsögu þeirra. Þegar frumvarpið var upphaf lega lagt fram á þingi, spáðu þvi allir. að það mundi aldrei ná fram að ganga. Kemur mörgum mjög á óvart að það skyldi þó ná samþykki öldungadeildarinnar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.