Vísir - 12.12.1974, Side 6
6
Vfatr. Fimmtudagnr 12. deaember 1874.
visir
trtgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjónsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: • Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 ilnur
Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands.
1 lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf.
Heitur rétttrúnaður
Reynslan sýnir, að erfitt er að hvetja til um-
ræðu um f jármál og stöðu landbúnaðarins hér á
landi. Úr slikum tilraunum verður sjaldan annað
en eintal, þvi að talnarunur bita ekki á þá menn,
sem telja landbúnaðinn vera yfir hagfræði
hafinn.
Þrir Visisleiðarar i nóvember um nokkrar
tölur úr landbúnaðarþætti fjárlagafrumvarps
rikisins urðu ekki tilefni neinna efnislegra varna
af hálfu þeirra, sem telja röksemdafærslu Visis
ranga að einhverju eða öllu leyti.
Það kom i ljós, sem vita mátti, að umræðuefni
þetta er ekki á sviði skynseminnar, heldur trú-
málanna. Landbúnaðurinn er ekki fyrst og
fremst atvinnuvegur, sem hægt er að ræða um i
tölum, heldur er hann heilög, kýr, tilbeðin af hópi
rétttrúaðra.
,,Hann vill útrýma bændum” æptu prestar
hinna rétttrúuðu og fjölyrtu i dagblaðinu
Timanum um hinn hneykslanlega hugsunarhátt
villutrúarmannsins. Að minnsta kosti einu sinni
var látið að þvi liggja, að sennilega vildi hann
leggja niður islenzka tungu þar að auki. Runnu
landbúnaðurinn og islenzk tunga saman i eitt i
skrifum þeiira, sem mest fóru á kostum, ritstjóra
Timans.
tJr þessum skrifum er orðið bráðskemmtilegt
úrklippusafn, sem ætti að geta sannað öllum, að
heitur rétttrúnaður er enn til i okkar landi, rétt-
trúnaður, sem er yfir tölur og rök hafinn.
Villutrúarmennirnir ætla samt áfram að leyfa
sér að benda á, að fjárlagafrumvarpið gerir ráð
fyrir, að á næsta ári verði fimm milljörðum
króna varið til beinna framlaga til iand-
búnaðarins eða um það bil einni milljón króna á
hvern bónda.
Þar við bætast 800 milljónir króna i
frumvarpinu, sem renna til landbúnaðarins á
annan hátt en sem bein framlög og liklega um 700
milljónir króna, sem fengjust i tolltekjur af
innfluttum landbúnaðarvörum, ef þær væru
notaðar i stað innlendra og væru seldar á sama
verði. Að öllu samanlögðu má þvi slá fram
tölunni sex og hálfum milljarði sem hinum árlega
aukakostnaði við að hafa framleiðslu á kjötvör-
um og mjólkurvörum hér heima.
Auðvitað má gagnrýna þessa tölu og segja, að
óraunhæft sé að tala um innflutning á mjólk, svo
að dæmi sé nefnt. En prestar hinna rétttrúuðu
hafa ekki áhuga á sliku smáræði og endurtaka
aðeins i sibylju: „Hann vill útrýma bændum.”
í leiðurunum þremur lagði Visir sérstaka
áherzlu á, að erfitt væri að finna lausnir á þessu
hrikalega fjármáladæmi landbúnaðarins. Blaðið
benti þó á nokkur atriði, sem gætu stuðlað að
lausn.
Bændum, sem vilja bregða búi á erfiðum
jörðum, þarf að veita myndarlega aðstoð til að
festa rætur i þéttbýlinu. Afnema þarf smám
saman niðurgreiðslurnar, svo að söluverð land-
búnaðarafurða sé i samræmi við tilkostnaðinn.
Beina þarf styrkjakerfi rikisins til þeirra héraða,
sem bezt eru til landbúnaðar fallin. Og hefja þarf
innflutning á þeim landbúnaðarvörum, sem
óhagstæðast er að framleiða hér heima.
Þessi atriði, sem Visir hefur áður nefnt, eru
spor i þá átt að draga úr milljarðakostnaðinum
við að halda uppi átrúnaði á heilagar kýr. Við
þurfum eins og Indverjar að sigrast á þessum
átrúnaði og fara að tala um landbúnaðinn eins og
hvern annan atvinnuveg, er mældur verði með
tölum og rökum. —JK
t bók, sem nýlega kom
út í London, skrifuð af
óánægðum fyrrverandi
foringja i CIA — leyni-
þjónustu Bandarikjanna
— er þvi haldið fram, að
Luis Echeverria, forseti
Mexikó, hafi verið á
mála hjá CIA.
Bók þessi var gefin út af
Penguinbókaforlaginu i London,
vegna þess að höfundurinn, Philip
Agee, telur sig hafa verið undir
þrýstingi frá fyrri atvinnurek-
endum sínum um að gefa bókina
ekki út. Forðaðist hann ætt-
jörðina, meðan hann skrifaði
bókina.
Höfundurinn skellti skolleyrum
við tiltölulega nýsettum lögum
um, að fyrrverandi starfsmenn
CIA yrðu að gangast undir rit-
skoðun stofnunarinnar og leyfa
fyrrverandi yfirmönnum sinum
að lesa yfir handrit. áður en þau
yrðu gefin út.
Þessi 600 blaðsiðna bók, sem
ber heitið „Innan fyrirtækisins
dagbók CIA” fer frjálslega með
nöfn manna. Nafnalisti er tekinn
saman I bókarlok, þar sem getið
er einstaklinga, samtaka og
sendimanna, mútuþega og upp-
vakninga CIA. Kaflinn um
Echeverria forseta byrjar svona:
„Mexikanskur ráðherra
(öryggismál rikisins) og siðar
forseti. Náinn samstarfsmaður
skrifstofu CIA i Mexikóborg. Dul-
nefni: Litempo-14”.
Bókin fjallar um þéttofinn
kóngulóarvef CIA og athafnir
leyniþjónustunnar i Suöur-
Ameriku, en þar starfaði
höfundurinn sjálfur á vegum
hennar. Hann var útsendari
hennar i Quito, Montevideo og I
Mexikóborg á árunum frá 1960 til
1968. Nú er hann orðinn heitur
kommúnisti, án þess þó að
kannast við það, og krefst
byltingar i þjóðfélaginu.
Höfundurinn heldur þvi einnig
fram, að fyrirrennarar
Echeverria forseta þeir Gustavo
Diaz Ordaz og Adolfo Lopez
Mateos hafi einnig starfað I þágu
CIA, þeirrar deildar, sem hafði
miðstöð I Mexikóborg, en það er
stærst útibú CIA á vesturhveli.
Höfundurinn segir að senor Diaz
Ordaz hafi átt virkan þátt 1
áætlun, sem gekk undir dulnefn-
inu „Litempo”. Fólst hún i þvi
að CIA styrkti öryggislögreglu
Mexikó með vopnum og þjálfun I
þvi skyni að stofna til vináttu-
sambands við hana, svo að unnt
væri að skiptast á upplýsingum
við hana.
Illlllllllll
UMSJÓN: GP
Lýsir Agee þvi, hvernig upp
kom sundurþykki, þegar Fulton
Freeman var settur sendiherra I
Mexikó, og rak sig á það að Diaz
Ordaz var meira I mun að halda
tengslum við yfirmann CIA I
Mexikóborg, heldur en við sendi-
herrann. Um aðgerðir CIA segir
höfundur meðal annars frá þvi,
að leyniþjónustan hafi látið
bendla sig við það, þegar
stúdentaóeirðirnar voru bældar
niður I Mexikóborg sumarið 1968,
en þá voru hundruð stúdenta
ýmist drepin eða hurfu sporlaust.
Útsendarar leyniþjónustunnar
komust að ráðagerðum verkfalls-
nefndar einnar og að dvalar-
stöðum kommúnista og fundar-
stööum öfgasinnaðra vinstri-
manna. „Afskipti CIA náðu há-
marki þegar þessum upplýsing-
um var komið áleiðis til öryggis-
lögreglunnar i gegnum Diaz
Ordaz” er fært inn i dagbókina.
Frásögnin er sett fram i dag-
bókarformi, þótt sú dagbók hafi
veriö skrifuð fyrir stuttu. Er hver
færsla skrifuð eftir minni, eftir
þvi sem höfundurinn rifjar þá
upp.
A meðan Agee var I þjónustunni
i Mexikó, lagði CIA (sem er
skammstöfun fyrir Central
Intellegence Agency) til nýjan
dulmálslykil og reglur um,
hvernig embætti Diaz Ordaz og
yfirvöld helztu borga i Mexikó
gætu haft samband við leyni-
þjónustuna. „Annað sameigin-
legt starf okkar og Mexikana laut
að eftirliti með ferðafólki, sima-
hlerunum og fyrirbyggjandi að-
gerðum”, segir dagbókin.
Meðal annarra þekktra nafna,
sem dagbókin getur um, er
George Meany, forseti Alþýðu-
sambands Bandarikjanna, sem
Agee segir vera á snærum CIA.
Getur hann ýmissa verkalýðs-
samtaka, innlendra og alþjóð-
legra, sem CIA eigi Itök i. Eina
þessara stofnanna A.I.F.: L.D.,
sem annast félagsfræðslu full-
orðinna, segirhann stjórna skipu-
lagningu andkommúniskra
verkalýðsfélaga erlendis.
Um þátt CIA i þvi að velta
Salvador Allende, heitnum, fyrr-
verandi forseta Chile, úr stóli,
segir Agee, að leyniþjónustan
hafi verið viðriðin tilraunir til
þess að spilla pólitiskum draum-
um þessa marxista allt aftur til
ársins 1964. Fyrir forsetakosn-
ingarnar það ár átti CIA i
Montevideo þátt i þvi að afla
escudos (mynt CHILE) til að
senda miðstöð CIA i Santiago. Fé
það átti að standa straum af
„stóraðgerðum”, sem koma
skyldu I veg fyrir, að Allende næði
kjöri. Þá var Agee i Montevideo.
Hann lætur ósagt, hvers konar
„stóraðgerðir” þetta hafi átt aö
vera, en viðast annars staðar i
bókinni lýsir hann starfsað-
ferðum CIA I Suður-Ameriku.
Meðal þeirra var áróðursstarf-
semi, sem fólgin var I þvi að sjá
fjölmiðlunum fyrir
andkommúniskum áróðri, undir-
róöursstarfsemi, þar sem mann-
orð stjórnmálamanna voru útötuð
auri, birting falsks áróðurs, sem
byltingarsinnum var eignaður,
þeim sjálfum til skaða. Skemmd-
arverk voru liður I þessu starfi,
efnahagslegar þvinganir,
stuðningur við herinn, skipu-
lagning samtaka hægrisinnaðra
stúdenta, eða hrekkir á borð við
að setja kláðaduft i stýri bifreiða,
sem voru I eigu pólitiskra and-
stæðinga, ólyktarsprengjur og
hvers konar refjar,-
Agee lýsir viðbrögðunum hjá
CIA eftir kosningarnar 1964 með
eftirfarandi dagbókarfærslu:
„Niðurstöður kosninganna i Chile
i dag leiða i ljós, aö Eduardo Frei
hefur unnið Allende með yfir-
burðum. Enn einn sigur fyrir
kosningaaðgerðir okkar. Engin
ógn mun stafa af Allende næstu
sex árin”.
Höfundurinn veltir vöngum yfir
þvi, hvort vörubilstjóraverkfallið
I Chile 1973 kunni að hafa verið að
undirlagi CIA. Það var taliö eiga
drjúgan þátt I þvi að koma efna-
hag landsins á kné, sem aftur
örvaði svo herforingjaklikuna til
að gera byltingu og hrifsa völdin
af stjórn Allendes.