Tíminn - 14.06.1966, Qupperneq 8

Tíminn - 14.06.1966, Qupperneq 8
8 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 14. jún| 1966 Helgi Haraldsson, Hrafnkelsstöðum: HJALP HALLÆRI N ú er það . mjög í tízku, að menn minnast afmæla þegar stendur rétt á tug. Meira að segja er það nærri algild regla að minn ast aðeins þess, sem er gleðilegt, þó það sé að líkindum oftar, held- ur einnig hins sem er eftirminni- legt á hinn veginn, og er þar skemmst að minnast frá þessu sumri, er Japanir minntust þess að 20 ár eru liðin frá einnverj- um mesta glæp, sem veraldarsag- an greinir frá. Það er þegar atóm- sprengjunni var varpað á Hírósima og jafnaði stórborg við jörðu. En einmitt í dag eiga sunn- lenzkir bændur að minnast 10 ára afmælis eins þess versta sumars sem um getur, og þess langversta sem núlifandi menn muna. Þegar ég var að hripa upp út- varpsiþátt fyrir 10 árum, í sept- ember, þá voru margir bændur á Suðurlandi ekki farnir að fá neitt af þurru heyi í hlöður og ástand- ið var svo ægilegt, að enginn þorði að hugsa þá hugsun til enda, hvað framundan væri. Svo skeði undrið sem menn minnast enn. Það kom góð þurrk- vika í miðjan september. Menn unnu nótt og dag og vélarnar full- komnuðu kraftaverið hvað mikil hey náðust á þessari einu viku. Þrátt fyrir þetta, var útlitið ægi- legt þetta haust. Ekkert þurrhey nema hrakið og úr sér sprottið og auðvitað líka af skornum skammti. Norðlendingar fengu þá eitt bezta siunar sem ndkkur mundi eftir, og hlupu mjög'drengi lega undir baggann með stéttar- bræðrum sínum fyrir sunnan og seldu þeim mikið af ágætu heyi, sem kom sannarlega í góðar þarf- ir. Talsverð opinber hjálp kom líka til, en um hana vil ég segja sem fæst, enda ekki ástæða til. Hvernig er svo ástandið nú 10 ár- um seinna. Það má segja að sköp- um sé skipt. Hafþök af hafís fyrir öllu Norðurlandi í vetur og fram á vor, með öllum þeim vandræð- um sem honum fylgja. Nú er eftir yðar hlutur — sunn- lenzkir hændur, að minnast nú eft- irminnilega 10 ára afmælis halþ ærisins 1955 og það svo að lengi verði í minnum haft. Það vill líka svo vel til að þetta sumar sem er að kveðja er jafn frægt að ágætum og hitt var að endemum, svo að vilji er allt sem þarf. Það hefur verið sagt um gríska skáldið Hóras að hjá honum mætti æfinlega finna texta til þess að leggja út af í ræðu. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson, gullsmiður, Bankastræti 12. Við íslendingar eigum líka okk- ar Ilóras sem alltaf má grípa til, og það er bók sem heitir Njála. Það fer enginn í geitarhús að leita ullar í þessu efni. Þegar Biblían er frátekin mætti segja mér að Njála komi næst. Nú ætla ég til gamans að nota nokkrar mínútur til þess að fræða menn um, hvað þessar ágætu bæk- ur ráðleggja í þessu vandamáli sem íslenzkri bændastétt hefur að höndum borið á því herrans ári 1966. Gef ég jþá höfundi Njálu orðið: „ f þann tíma kom hallæri mik- ið, svo að menn skorti bæði hey og mat, og gekk það um allar sveitir. Gunnar miðlaði mörgum manni hey og mat, og höfðu allir þeir er þangað komu meðan til var. Svo kom að Gunnar skorti bæði hey og mat. Þá kvaddi Gunn- ar Kolskegg til ferðar með sér og Þráin Sigfússon og Lamba Sigurðs son. Þeir fóru í Kirkjubæ og köllúðu Otkel út. Hann heilsaði þeim. Gunnar tók vel kveðju hans. Svo er háttað segir Gunnar, að ég er kominn að fala af þér hey og mat, ef til er. Hvorttveggja er til, segir Otkell, en hvorugt vil ég þér selja. Viltu gefa mér þá, segir Gunnar og hætta til hverju ég launa þér. Ekki vil ég það segir Otkell. Eftir það fara þeir heim. Þetta spurði Njáll og mælti: „Illa er slílct gjört að varna Gunnari kaups mun þar ekki öðrum góðs von er slíkir fá eigi.“ Hvað þarft þú margt um slíkt að tala, segir Bergþóra, og er miklu drengilegra að miðla hon- um bæði hey og mat, er þig skort- ir hvorki til. Þetta er dagsanna sagði Njáll og skal ég víst birgja hann að nokkru. Pór hann þá upp í Þórólfsfell og synir hans og bundu þeir hey á 15 hesta, en á 5 hestum höfðu þeir mat. Njáll kom til Hlíðarenda og kallaði Gunnar út. Gunnar fagnaði þeim vel. Njál! mœlti: Hér er hey og matur er ég vil gefa þér. Vil ég að þú leitir aldrei annarra en mín, ef þú þarft nokk- urs við. Góðar eru gjafir þínar, segir Gunnar, en meira þykir mér vert vinfengi þitt og sona þinna. Fór Njáll heim síðan“. Ég ætla mér nú ekki þá dul, að ég bæti um, þar sem höfundur Njálu segir frá. Hitt má fullyrða, að þessir þrír bændur sem sagan greinir frá hafa átt sina fulltrúa alltaf þegar hallæri hefur verið á íslandi. Nú gæti látið nærri að hallæri hafi verið tíunda hvert ár síðan land byggðist. Lætur nærri að fellir hafi orðið það oft eftir því, sem annálar herma. Það er aðeins eitt fellisár á þessari öld 1914. Þar hefur tækni nútímans bjargað en hitt er jafn víst að tíunda hvert ár á öldinni hefði orðið fellir á öllum öðrum öldum íslandsbyggðar. Þau getum við eldri menn talið á fingrunum. Nú er fróðlegt að vita eftir haustið í haust, hver þessara þriggja bænda, sem sagan greinir, á flesta fulltrúa á söguslóðum Njálu, sem er allt Suðurland fyrst og fremst. Hitt er hægt að fullyrða að óreyndu, að þeir sem fyrir ósköp- unum hafa orðið á Austurlandi, geta allir tekið sér í munn orð Gunnars. Það er vandalítið að verða hrif- inn af fallegri sögu. En að gera fallega sögu að veruieik, er ekki á allra færi, því eru þær svo sorg- lega fáar.* Hvað segir svo Lýrak hér um. Ég lofaði að vitna líka í Biblíuna og heyra hvað hún segir. Þar mun þessi setning standa. Ef þú ert beðinn að fylgja manni eina mílu, þá skalt þú fylgja honum tvær. Sjálfsagt finnst mörgum þetta fráleit krafa og telja sig hafa gert skyldu sína með því að gera ná- kvæmlega það sem krafizt er af þeim. En athugum þetta ofurlítið nánar. Ef enginn maður hefði gert meira en nákvæmlega það sem krafizt er, hvernig mundi þá heimurinn líta út í dag. Það eru mennirnir, sem fóru seinni míl- una, sem allar framfarir og upp- finningar byggjast á. Hvað haldið þið bœndur góðir að þið eigið að þakka mönnum sem fóru seinni míluna síðastlið- in 100 ár. Þegar feður okkar, sem nú er- um orðnir rosknir, voru að slá túnin sín, þá var ljárinn bund- inn í orfið með ól. Því kvað Bólu- Hjálmar. Skært þegar sólin skín á pólinn skurnar ól um spíkar þjó. Svo var það, að prestur að Klausturhólum í Árnessýslu fann upp það snjallræði að nota járn- hólk til þess að festa ljáinn í orf- ið. Það mætti segja mér að hann hefði kennt bændunum ekki síður á stéttunum en á stólnum, klerk- ur sá. Hann er sá fyrsti, sem leggur út á seinni míluna um hey- skapartímann. Svo rekur hvað annað og nú horfum við gömlu mennirnir á allar framfarirnar í hálfgerðri leiðslu. Þúfnakarginn, sem við vorum að berjast við alla ævi, þar sem jafnvel köttur gat fót- ibrotið sig, breytist nú óðum í egg- sléttan töðuvöll, sem vélar æða yfir og við þurfum ekki annað að gera en gæta þess að verða ekki fyrir. Allt er þetfa verk þeirra manna, sem fóru seinni míluna. Hvernig væri nú að sunnlenzk- ir bændur minntust þessara manna og strengdu þess heit að fara seinni míluna, á þessu hausti, því að það geta þeir vel. Menn eru beðnir að selja hey til Austurlands og fá fullt verð fyrir. Með því fara þeir aðeins fyrri míluna, sem það gera. En ef þeir gefa heyið, eins og Isjálfsagt er, undir þessum kring- umstæðum, þá hafa þeir gengið 1 seinni míluna eins og meistarinn i mikli bauð. Nú komi mér það ekki á óvart, að einhver teldj þetta sem nú er sagt aðeins fimbulfamb út í loftið og bændur hefðu engin efni á að gefa allt það hey, sem þarf, eða sem svarar 1000 kýrfóðrum. En ég fullyrði að það er miklu meira, en sem þessu nemur hvað hey er meira á því svæði sem til greina kemur, en nokkurn tíma hfur áður verið. Kýrfóðrið kostar nálægt 5000 kr. með því verðlagi sem talað er um og það géta menn gefið eða hluta af því, ef þeir vilja það heldur. í þrmur stærstu sýslunum Rang árvalla- Árnes- og Borgarfjarðar, hefur nýlega verið gert upp hvað jarðabótastyrkurinn er fyrir árið 1964 og hann er í öllum þessum sýslum yfir 20 þúsund á jarða- bótamann. Er það framibærilegt að bera það á borð fyrir nokkurn mann, að það sé ofætlun að gefa V* af þessari upphæð í eitt ár til þess að hjálpa stéttarbræðrum, sem eru óvenjulega hart leiknir bæði af grasleysi og óþurrkum? Til viðbótar má geta þess, að hérna hefur verið alveg fádæma góðæri hvað tíð snertir í 2 ár, annað talar maður nú ekki um. Svo á ríkið eða einhverjir aðr- ir aðilar að borga allan flutning á höfn fyrir austan. Það má ekki undir neinum kringumstæðum hjálpa þannig, að hjálpin verði hefndargjöf sem hún verður, ef það á að borga heyið, það vitum við, sem fengizt höfum við bú- skap, að það er útilokað að kaupa allt hey á haustnóttum í viðbót við allt annað. Svo er það ekkert annað en lífslögmál, að þeir, sem betur eru settir, verða alltaf að standa áveðurs við hina, sem ver eru settir. Ég veit að ríkið hefur í mörg horn að Hta. En hafi það efni á að gefa 19 milljónir einum stórút- gerðarmanni, þá er hart að geta ekki séð af fjórðungi þeirrar upp- hæðar eða rúmlega það til heils landsfjórðungs, sem í bili stendur höllum fæti. Svo má minna á það, hvað fékk ríkið í skatt af allri þeirri síld, sem barst til Aust- urlands síðastliðið ár. Því er stundum hreyft í blöð- um, að æskulýður íslands hugsi sér að leggja eitthvað af mörk- um til þess að útrýma hungri í veröldinni. Ekki ber að lasta þá hugsun, sem þarna liggur bak við. En er ekki fyrst að gera hreint fyrir sínum dyrum, áður en farið er að sópa í öðrum heimsálfum, og hvað getur ekki gerzt hér? Mér gremst oft þegar ég hlusta á menn, sem eru að gorta af ríki- dæmi íslendinga og telja að aldr- ei geti komið hér harðæri framar. Jafnvel mestu skrumarar allra alda telja sig geta tekið að sér hlutverk guðsins Freys og ráðið yfir regni og sólskini. „Um hvað reiddust goðin er hér brann hraunið er nú stöndum vér á“ sagði Snorri goði árið 1000. Hverjir sendu hafís til þess að loka höfnum á íslandi frá Horni til Seyðisfjarðar á því herrans ári 1964? Væri ekki sanni nær að hug leiða orð skáldsins, sem kvað: Strikum yfir stóru orwm standa við þau minni reynum Ég veit, að ég fæ að heyra það, að þetta geti ég sagt sem stend álengdar. Það er vandaHtið að vera ör á annarra fé en leggja ekkert til sjálfur. Við sem höfum fyllt sjöunda tuginn og jafnvel vel það, erum auðvitað orðnir í skutnum á þjóð- arskútunni. Við höfum aldrei rík- ir verið, aðeins eitthvað misjafn- lega fátækir. En gæti nú ekki einhverjum úr þeim hóp komið í hug orð Grett- is: Ekki skal skuturinn eftir verða ef vel er róið fram á.“ Langflesta munar ekkert um það, þó þeir hendi fimm þúsund króna seðlum, sem óstjóm undanfarinna ára hef- ur gert verðlausa, en gætu þó hald- ið Hfi í 20 kindum næsta vetur, ef sæmilega fellur. Ekki skal á mér standa, og það er aðeins til ánægju að geta rölt seinni miluna með bændunum, sem það vilja gera. Hvað ætU þið að vera margir með? Það er eng- in Keflavíkurganga það.. Það hefur oft verið vegið að bændum á und- anförnum árum. Þó Hklega aldrei af jafn mikiHi ósvífni og af jafn litlu viti og á þessu hausti. Það fer að þrengjast í skutnum á þjóð- arskútunni þegar búið er að gefa út bráðabirgðarlög um að þar á öll bændastéttin að vera. Hvað verður langt þangað til, að sú þjóð, sem þannig hagar sér, rekur sinn brothætta bát á blind sker í hafdjúpi alda. Látum svo skáldið okkar allra, Davíð Stefánsson, hafa síðasta orð- ið: Þeir sem akra yrkja auka landsins gróður eru í eðli tryggir ættjörð sinni og móður ryðja grýttar götur. gjafir landsins blessa bóndans starf er betra en bæn og sálumessa. Lifið svo öll heil. Helgi Haraldsson. I HLJÓMLEIKASAL Slávensku áttmenningarnir Segja má, I að maimánuður hafi átt met í tónleikahaldi á þessu vori. Stórsnillingur, og allt niður í liðtæka músíkanta, hafa komið fram á fjölmörgum tónleikum í þessum eina mán uði. Nú síðast ráku lestina Sló vensku áttmenningarnir" frá Ljublana í Jugóslavíu, og héldu samsöng í Gamla bíói, þ. 8. júní sl. fyrir milligöngu Péturs Péturssonar. — Þessi tvöfaldi kvartett er skipaður ágæt is raddavali. — Góð samræm ing radda innbyrðis svo og sér lega fallegar bassaraddir, ásamt ótæmandi sönggleði gera samsönginn lifandi þrátt fyrir einhæft verkefnaval. — Uppistaðan voru þjóðlög frá Mið-Evrópu, sem ýmislegt hafa til síns ágætis, en voru aftur á móti mörg í hugmynda snauðri raddsetningu. En þjóð Iög, eru vítt og breitt mis- jöfn sem þau eru mörg, og engan veginn einhlít gæða- vara. Það er því skiljanlegt, að þar sem slikur þjóðlagafjöldi skipaði öndvegi, hafi samsöng urinn i heild orðið heldur ein hæfur. — Þó vógu fjórar mótt ettur frá 16. öld þetta nokkuð upp, en þar var túlkunin óörugg ari og talsverð þreytumerki að finna hjá einsöngvurunum. „Þeir sungu sig vel upp“ er á sönginn leið, og í síðari hlut anum var að finna mörg „glans númer“. Listamönnunum var vel tekið þótt aðsókn væri dræm og hefði ég ekki að óreyndu trúað, að tvöLldur kvartett ætti ekki sína vísu áheyrendur. Unnur Arnórsdóttir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.