Tíminn - 14.06.1966, Page 14
ÞRIÐJUDAGUR 14. júní 1966
14
HITTG
JAPÖNSKU NITTO
HJÓLBARDARNIR
í flostum stærðum fyrirliggjandi
f Tollvörugeymslu.
FUÓT AFGREIÐSLA.
DRANGAFELL H.F.
Skipholti 35 — Sími 30 360
Véíahreíngerning
Vanir
menn.
Þægileg
fliólleg,
vönduð
| vinna.
Þ R I F —
I símar
41ÞS7 og
33049Í
SKÓR -
INNLEGG
SmíSa Orthop-skó og tnn-
legg eftir máli Hef einnig
tilbúna barnaskó með og
án innleggs.
Davíð Garðarsson,
Orthop-skósmiður,
Bergstaðastræti 48,
Simi 18893.
Klæðningar
Tökum að okkur klæðning
ar og viðgerðir á tréverki
á bólstruðum húsgögnum.
Gerum einnig tilboð í við-
hald og endurnýjun á sæt-
um í kvikmvndahúsum
félagsheimilum, áætlunar-
bifreiðum og öðrum bifreið
um i Reykjavík og nær-
sveitum.
Húsgagnavinnustofa
BJARNA OG SAMÚELS,
Efstasundi 21, Reykjavík,
Sími 33-6-13.
Einangrunargler
Framleitt einungis úr
úrvals gleri — 5 ára
ábyrgð.
Pantið tímaniega
KORKIÐJAN HF.
Skúlagötu 57 Snn* 23200.
ÞAKKARAVÖRP
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem sýndu mér
vinsemd á 95 ára afmæli mínu.
Lifið öll heil.
. Pálína Jóhannesdóttir, Mávahlíð 44.
Útför systur minnar
Guðrúnar Jónsdóttur
frá Skái,
áður kennslukonu við Landakotsskóla, verður gerð frá Kistskirkju
í Landakoti miðvikudaginn 15. iúní 1966, kl. 10 f. h.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á minn-
ingarsjóð Kristskirkju i Landakoti.
f. h.'vina og vandamanna.
Sigríður Jónsdótfir.
sa
Eiginmaður minn
Helgi Pétursson
fyrrv. framkvœmdastjórl
andaðist á sjúkrahúsi Hvítabandsins hinn 12. júni.
Soffía Björnsdóttir.
TÍMINN
ÁLYKTUN SÍS
Framhald af bls. 1.
og þá miklu erfiðleika, sem verð-
bólgan veldur landbúnaðinum.
Lögð var fram eftirfarandi til-
laga og samþykkt í einu hljóði:
„Aðalfundur Sambands íslenzkra
samvinnufélaga haldinn að Bif
röst 10.—11. júní 1966, beinir
þeim eindrengu tilmælum til
Seðlabanka íslands og viðskipta-
bankanna, að þeir hækki afurða-
lán vegna landbúnaðarafurða upp
í það hlutfall er gilti um þær á
síðastliðnu ári.
Bendir fundurinn á, að nú er
svo komið að ekki hefur öllum
mjólkurbúum reynzt unnt að
greiða að fullu reikningslega upp-
bót á mjólk innlagða 1965 og enn
fremur orðið aðlækkaútborguntil
bænda. Er einsætt hvílíkum vand-
ræðum slíkt hlýtur að valda bænda
stéttinni ekki sízt, þegar út af ber
með árferði, eins og nú hefur ver-
ið.“
Helgi Bergs, framkvæmdastjóri
tæknideildar flutti skýrslu um
rannsóknir sem Sambandið hefur
látið gera um hagræðingu og
Liklegasta leiðin til að stemma
stigu við verðbólgunni, telur fund
urinn að séu samstillt átök til
þess að mæta vinnuaflsskorti og
framkvæmdaspennu með meiri af-
köstum, aukinni tækni og bættu
framleiðsluskipulagi og ályktar að
brýnni nauðsyn beri nú en nokkru
sinni til þess að öll ábyrg þjóð-
félagsöfl sameinist. í voldugri sókn
gegn verðbólgunni.“
Tillagan var samþykkt í einu
hljóði.
Þá fóru fram kosningar. í stjórn
Sambandsins höfðu lokið kjörtíma
Jakoh Frímannsson, formaður og
Skúli Guðmundsson og Þórður
Pálmason. Voru þeir allir end-
urkjörnir.
í varastjórn voru kosnir: Björn
Stefánsson, Ólafur E. Ólafsson og
Ólafur Sverrisson.
Fundinum lauk um kl. 17.
VEGIR LOKAÐIR
Framhald af bls. 1
aðeins 10 stig í Reykjavík í dag.
Sunnanlands var víða rigning í
gær, og þar komst hitinn aldrei
yfir 11 stig. Á Norðurlöndunum
dreifmgu a foðurvörum. Urðu um
það mál miklar umræður og var
lögð' fram og samþykkt í einu
hljóði eftirfarandi tillaga:
„Aðalfundur Sambands ís-
lenzkra samvinnufélaga haldinn að
Bifröst 10.—11. júní 1966, skorar
á ríkisstjórnina að leyfa frjálsan
innflutning á fóðurvörum."
Á fundinum var samþykkt skipu
lagsskrá fyrir Menningarsjóð Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga,
sem stofnaður hefur verið. Tilgang
ur sjóðsins er að veita verðlaun
fyrir unnin afrek í málefnum sam-
vinnustefnunnar á íslandi og í
verklegum vísindum til hagsbóta
atvinnuvegum lands og þjóðar, að
veita fjárhagslegan stuðning
menningar og líknarstofnunum
þjóðarinnar og að veita fé til þess
að varðveita minningu forystu-
manna samvinnusamtakanna.
Þá mæjti Erlendur Einarsson
forstjóri fyrir tillögu, sem hann
og formaður Sambandsins, Jakob
Frímannsson fluttu, svohljóðandi:
„Aðalfundur Sambands ís-
lenzkra sanwinnufélaga, haldinn
að Bifröst 10.—11. júní 1966, telur
að sívaxandi verðbólga stefni nú
atvinnuvegum landsmanna og af-
komumöguleikum almennings í
bráðan háska. Framleiðslukostn-
aðurinn hefur sífellt farið hækk-
andi á undanförnum árum og er
nú þegar komið svo að hann er
í ýmsum greinum orðinn hærri en
það verð, sem fæst fyrir framleiðsl
una á mörkuðum erlendis.
Á sviði landbúnaðarins hefur
aukinn verðbólgukostnaður þegar
leitt til alvarlegrar tekjurýrnunar
hjá bændum. Með sama hætti lúta
nú fleiri og fleiri inníendar fram
leiðsluvörur í lægra haldi á inn-
lendum markaði í samkeppni við
vörur, sem framleiddar eru í öðr-
um löndum þar, sem framleiðslu-
kostnaður er stöðugri.
Fundurinn telur að tafarlausar
ráðstafanir séu nauðsynlegar til
þess að koma í veg fyrir að fram-
leiðslunni, og þá sérstaklega út-
flutningsframleiðslunni sé íþyngt
frekar en orðið er af völdum verð-
bólgunnar.
LAUGAVEGI 90-92
Stærsta úrval bjfreiða a
einum stað. — Salan er
örugg hjá okkur.
hefur verið hitabylgja síðustu dag-
ana, og í dag voru 26 stig í
Osló. Það er sama háþrýstisvæð-
ið, sem hefur haft þessi góðu
áhrif á veðráttuna bæði hér og á
Norðurlöndunum, en hingað
streymir heita loftið utar úr hring
háþrýstisvæðisins, heldur en það
loft sem vermir íbúa Norðurland-
anna.
Eins og skýrt hefur verið frá
hér í blaðinu, eru vegir víða lok-
aðir eða illfærir vegna aubleytu
eða snjóa. Nú hefur vegurinn yfir
Öxnadalsheiði bætzt í hópinn, en
þar hefur vatn víða runnið yfir
veginn. Vatn hefur leyst úr hlíð-
inni fyrir ofan veginn í svo stór-
um stíl, að ræsin hafa ekki getað
séð fyrir því. Þrátt fyrir þetta
hefur tekizt að halda veginum
opnum, en mönnum er ráðlagt að
fara þennan veg að morgni, eða
snemma dags til þess að forðast
leysingavatnið.
f Gufudal hefur vegurinn um
Barðastrandasýslu lokazt vegna
vatnavaxta. Rennur Gufudalsá nú
báðum megin við brúna, sem á
henni er.
SKRIÐUFALL
Framhald af bls. 1
og fór veghefill með ýtutönn af
stað frá Reykjavík. Var hann kom
inn á staðinn rétt fýrir klukkan
fimm á sunnudagsmorguninn og
biðu þá upp undir þrjátíu bílar
beggja megin skriðunnar. Höfðu
sumir bílarnir beðið þarna í næst-
um fjóra tíma og þar á meðal var
hópferðabíll á lcið upp á Akra-
nes. Bronco bíll brauzt yfir skrið
una og í kjölfar hans splunkunýr
Scout bfll. og fleiri fjórhjóladrifs
bflar á eftir. Myndin hér að ofan
var tekin um morguninn þegar
veghefillinn var kominn á vett-
vang til að ryðja skriðunni af veg-
inum, og sjást langeygir ferðalang
ar bíða þess í ofvæni að vegur-
inn verði fær. Tímamynd K.J.)
5000 TONN
Framhald af bls. 1
verk leiðslan verður grafin um
meter í jörðu niður og liggur víð
ast hvar í sendnum jarðvegi. Vatns
leiðslan verður lögð með brúnni
yfir Markarfljót og sennilegast
áfram niður Markarfljólsaura.
Leiðslan er úr asbesti og er inn
anmál hennar 250 millimetrar.
Fallhæð niður að sjó er um 200
m og er því ekki þörf á dælu. Þó
er gert ráð fyrir í framtíðinni að
sett verði upp dæla, þar sem
asbestleiðslan verður tengd við
plaströr, sem munu liggja á nafs-
botni á allt að 90 m dýpi.
Gert er ráð fyrir að leiðslan flytji
um 5000 toar af vatrá á sólar-
hring til Vestmannaeyja, en þar
mun vatninu safnað saman i þrn.
Núverandi vatnsþörf (il heimilis
nota í Vestmannaeyjum er um
1500 tonn.
Eftir er að kortleggja legu leiðsl
unnar, en gera má ráð fyrir að
hægt verði að hefjast handa við
lagningu hennar upp úr næstu
mánaðaimótum. Við skurðkröftinn
verður notuð traktorsgrafa.
SÍLLDIN
Framhald af bls, 16
in að kasta 250 mílur NA frá
Raufarhöfn.
Eftirtalin skip fengu afla um
helgina:
Hugrún IS 160, Loftur Bald-
vinsson EA 140, Ólafur Magnús-
son EA 135, Fákur GK 94, Akur-
ey RE 170, Faxi GK 114, Ásþór
RE 50, Ásbjörn RE 142, Jón
Finnsson GK 200, Helga RE 88,
Sigurður Bjarnason EA 95, Þor-
björn II GK 110, Guðrún Jóns-
dóttir, IS 120, Sólfari AK 167,
Vigri GK 96, Oddgeir ÞH 200,
Eldborg GK 67, Þorsteinn RE 110.
Dagfari ÞH 300, Ólafur Friðberts-
son IS 100, Bára SU 120, Jörund-
ur II RE 160, Haraldur AK 90,
Framnes IS 130, Þorleifur OF 50,
Skírnir AK 50, Ásþór RE 120,
Sigurður Bjarnason EA 170, Þórð-
ur Jónasson EA 290, Ingiber Ól-
afsson GK 210, Sunnutindur SU
160, Ólafur Sigurðsson AK 160.
HELGl PÉTURSSON
Framhald af bls. 16
ingsdeildar SÍS, sjötugur að aldri.
Hafði hann átt við vanheilsu að
stríða og legið á sjúkrahúsi lenest
af síðan í haust.
Helgl Pétursson vai* fæddur 11.
maí 1896 að Niipum í Aðaldal, S.-
Þing. Foreldrar hans voru þau
'hjónin Pétur Stefánsson bóndi að
Núpum og Helga Sigurjónsdóttir.
Gekk Helgi í Gagnfræðaskóla
Akureyrar brautskráðist þaðan ár
ið 1913 og stundaði síðan verzlun
arstörf á Akureyri fram til ársins
1919 að hann réðst í þjónustu S-am
bands ísl. samvinnufélaga og stund
aði skrifstofustörf hjá fyrirtækinu
í Reykjavík og Kaupmannahöfn
fraim til ársins 1924 að liann gerð
ist kaupfélagsstjóri í Borgarnesi,
og gegndi því starfi til ársins 1930
.Framkvæmdastjóri Síldareinka-
sölu íslands í Kaupmannahöfn var
hann um tíma, en árið 1933 gerð
ist hann fulltrúi í útflutningsdeild
SÍS og árið 1946 varð hann fram
kvæmdastjóri deildarinnar og
gegndi því starfi fram á árið 1962.
Á sama tíma átti hann sæti í
framkvæmdastjórn SÍS. Helgi átti
sæti í framleiðsluráði landbúnaðar
ins um tíma, í stjórn Osta- og
smjörsölunnar s. f. og var í mörg
um samninganefndum á vegum rík
isins um verzlunarviðskipti. Eftír
lifandi bona Helga er Soffía Bjöms
dóttir og varð þeim þriggja bama
auðið sem öll era á lífi, Björn,
Helga og Gunnlaugur.
Útförin mun fara fram á laugar
daginn.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Framhald af bls. 2.
sem verður einmitt vígt þennan
dag.
Leikferðir Þjóðleikhússins hafa
mælzt mjög vel fyrir, og hafa
flestar farandsýningar leikhússins
verið mætavel sóttar víðast hvar,
ekki síður leikrit alvarlegs efnis
en gamanleikritin. í fyrra var far
ið í leikför með leikritíð „Hver er
hræddur við Virginíu Woolf?“,
en í fyrri ferðum voru sýnd leik-
ritin Andorra, Horfðu reiður um
öxl, Faðirinn, Tópas, Horft af
brúnni o. fl. Nú hefur Þjóðleik-
húsið tekið til flutnings fjögur af
leikritunum eftir Henrik Ibsen,
Pétur Gaut, Brúðuheimilið, Villi
öndina og Afturgöngur.