Vísir - 28.12.1974, Blaðsíða 17
Vlsir. Laugardagur 28. desember 1974
'VÖLD | í DAG | í KVÖLD | í DA
Utvarp sunnudag kl. 14.00:
„Rakari greifans", leikrit:
„Gömlu
meistararnir köfuðu
dýpra í sálarlífið"
Haraldur heitinn Björnsson, „Sá svarti senuþjófur”, fer meö
aöalhlutverkið i leikritinu „Rakari greifans”, sem er á dagskrá
útvarpsins á sunnudag. Þvi var áöur útvarpaö áriö 1959.
„Leikritið er mjög
skemmtilegt. Þótt
endirinn sé kannski
ekki ,,happy end”, þá
kunna þeir lag á þvi,
þessir gömlu
meistarar, að fá menn
til að sætta sig við
hlutina. Þeir köfuðju
dýpra i sálarlif
manneskjunnar en
höfundar gera yfirleitt
nú.” Þetta sagði Þor-
steinn ö. Stephensen,
sem er leikstjóri út-
varpsleikritsins
„Rakari greifans”,
sem verður flutt á
sunnudaginn eftir há-
degið.
„Þetta er mjög rússnesk
saga, samin af ágætum rúss-
neskum höfundi, Nikolaj
Ljeskoff. Sá mikli þýzki höfund-
ur Gunter Eich, hefur samiö
leikinn eftir sögu Rússlands.
Sagan gerist á keisaratimun-
um,” sagði Þorsteinn, „þegar
allt var krökkt af smákóngum,
greifum og öörum haröstjórum.
Rakarinn er hirörakari hjá
greifanum, og auðvitaö hefur
greifinn eigið leikhús. Stúlkan,
sem mest kemur við sögu, er
leikkona i einkaleikhúsinu. Hún
og rakarinn fella hugi saman,
en greifinn vill fá stúlkuna og er
ekki að súta þaö, þótt hún elski
annan mann. Elskendurnir
reyna að komast undan ofrlki
greifa og flýja.” Endirinn
veröur ekki rakinn hér.
Bjarni heitinn frá Hofteigi
þýddi leikritiö. Þvl var út-
varpaö áöur árið 1959. -HH.
17
Tö
*** *
Spáin gildir fyrir sunnudaginn 29. des.
spa
m
m
0
I
jÉ
Hrúturinn, 21. marz - 20. aprll.Fjölskyldumálin
krefjast mikillar athugunar þessa dagana, taktu
ekki ákvarðanir I þvi sambandi nema að vand-
lega íhuguðu máli. Hringdu I gamla kunningja.
Nautiö, 21. april - 21. mai.Vandræði eða heilsu-
far ættingja þins veldur þér áhyggjum. Ferðastu
ekki I dag, ef þú mögulega getur. Gættu þin að
lenda ekki I rökræðum.
Tviburarnir, 22. mai - 21. júni.Eyddu deginum i
það að bæta og fegra umhverfi þitt. Þú færð
óvænta hjálp. Maki þinn hefur meiri ábyrgðar-
tilfinningu en þú.
Krabbinn, 22 júnl - 23. júliTunglið I merki þinu
hvetur þig til dáða, en gerir þig heldur harðan
eða tilfinningarlausan ((n). Fylgdu ráðum
maka þins til að öðlast meiri ást.
Ljónið. 24. júlí - 23. ágúst. Þú ert önnum kafin(n)
við að ráðstafa fjármálun þinum nú um ára-
mótin. Leitaðu sátta hjá þeim, sem þú hefur
móðgað. Það getur verið, að þú sért eitthvað
niðurdregin(n) en það llður fljótlega hjá.
Meyjan, 24. ágúst - 23. sept. örlögin leika þig
grátt i dag, og setja skugga á llf þitt.
Einhleypir I þessu n erki hafa tilhneigingu til að
valda leiðindum I < ig. Reyndu að ná sáttum.
Vogin, 24. sept, — 23. okt. Þetta er góður dagur
til alls konar skipulagningar. Þér tekst vel að
sameina vinnu og ánægju og græða á þvl I
leiðinni. Kostgæfni þin vekur athygli.
Drekinn, 24. okt - 22. nóv. Abendingar, sem þú
færð, leiða þig á villigötur. Vertu þvl viss um að
þér sé sagður sannleikurinn. Taktu tillit til
skoðana annarra.
Bogmaðurinn 23. nóv,- 21. des.Farðu að athuga
nýjar leiðir, sem þú getur farið á nýja árinu,
mundu að ’75 verður mjög gott fyrir þig. Fyrri
hluti dagsins er góður til ferðalaga. Þú verður
fyrir töfum um kvöldið.
Steingeitin, 22. des. - 20. jan. Þú verður mjög
þreytt(ur) á afbrýðisemi eða eigingirni einhvers
i dag, en reyndu samt að skilja það. Fyrri hluti
dagsins er góður til andlegra umræðna.
Vatnsberinn 21. jan-19. febr.Reyndu að gera allt
sem þú getur fyrir aðra i dag. Hentug lausn á
einhverju vandamáli fæst fyrri hluta dagsins.
Fiskarnir, 20. febr. - 20. marz. Vertu ekki of
harður (hörð) I dag. sérstaklega við þá, sem
uppfylla ekki óskir þinar. Sýndu meiri skilning.
♦
X
IÍTVARP •
Laugardagur
28. desember
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Veðriö og við kl. 8.50:
Markús Á. Einarsson veð-
urfræðingur talar. Morgun-
stund barnanna kl. 9,15.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 íþróttir. Umsjón : Jón
Asgeirsson.
14.15 Að hlusta á tónlist, IX.
Atli Heimir Sveinsson sér
um þáttinn.
15.00 Vikan framundan
Magnús Bjarnfreðsson
kynnir dagskrá útvarps og
sjónvarps.
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir. Jólin okk-
ar I Kanada.Dr. Jakob Jóns-
son flytur minningar frá
prestskaparárum sinum
vestanhafs.
16.40 Tiu á toppnum. örn
Petersen sér um dægur-
lagaþátt.
17.30 Jólasaga og jólalag fyrir
börn og unglinga- „Litla
jólatréð” smásaga eftir
Ingólf Jónsson frá Prest-
bakka. Sigurður Karlsson
leikari les. Margaret Ponzi
syngur lög eftir Tómas
bróður sinn, sem leikur und-
ir á pianó.
18.00 Söngvar I léttum dúr
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
21.25 Hljómplöturabb.
Þorsteinn Hannesson
bregður plötum á fóninn.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Danslöj
Sunnudagur
8.00 Morgunandakt Séra Sig-
uröur Pálsson vigslubiskup
flytur ritningarórð og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir
8.15 Létt morgunlög Frægar
hljómsveitir leika.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr
forustugreinum dagblað-
anna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10.
Veðurfregnir). a. Frá tyrk-
neksa útvarpinu. Tyrkneska
rlkishljómsveitin leikur.
Einleikari á fiðlu: Suna
Kan. Stjórnendur: G.E.
Lessing og Walter Susskind.
1. „Silkistiginn”, forleikur
eftir Rossini. 2. Spánska
sinfónlan eftir Lalo. 3.
Dansar frá Anatoliu eftir
Erkin. b. Klarlnettukonsert
I A-dúr (K622) eftir Mozart.
Alfred Prinz og Fílharm-
óniusveitin I Vinarborg
leika; Karl Milnchinger
stjórnar.
11.00 Helgistund i útvarpssal
fyrir börn. Séra Arelius Ni-
elsson talar. Barnakór úr
Hliðaskóla syngur undir
stjórn Guðrúnar Þorsteins-
dóttur. Hörður Áskelsson
leikur undir.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
13.15 Um islenska leikritun
Sveinn Skorri Höskuldsson
prófessor flytur þriðja og
síðasta hádegiserindi sitt.
14.00 Leikrit: „Rakari greif-
ans” eftir Gunter Eichsam-
ið upp úr sögu eftir Nikolaj
Ljeskoff. Aður útvarpað
1959. Þýðandi: Bjarni Bene-
diktsson frá Hofteigi. Leik-
stjóri: Þorsteinn ö. Step-
hensen. Persónur og leik-
endur: Kamenskí greifi....
Haraldur Björnsson, Arkadl
Zljitz... Róbert Arnfinnsson,
Sergej Mihailovitsj....
Valdemar Helgason, Prest-
ur.... Valur Glslason,
Ljúba.... Margrét Guð-
mundsdóttir, Marfa.... Guð-
björg Þorbjarnardóttir,
Natasja.... Inga Þórðardótt-
ir, Drossida... Arndis
Björnsdóttir, Filippus...
Lárus Pálsson, Leikhús-
stjóri... Gestur Pálsson,
Ráðsmaöur Greifans...
Baldvin Halldórsson, Liðs-
foringi.. Brynjólfur Jó-
hannesson, Gestgjafi... Jón
Aðils. Aðrir leikendur:
Klemenz Jónsson, Arni
Tryggvason, Gisli Halldórs-
son, Steindór Hjörleifsson,
Nlna Sveinsdóttir, Anna
Guðmundsdttir, Lárus In-
gólfsson og Þorgrlmur Ein-
arsson.
15.20 Miðdegistónleikar
Promenade tónleikar Fil-
harmónlusveitarinnar i
NewYork! stjórnandi: Leo-
nard Bernstein. a. „Pomp
and Circumstance”, mars
eftir Elgar. b. Þáttur úr
„Amerikumanni i Paris”
eftir Gershwin. c. Forleikur
að þriðja þætti óperunnar
„Lohengrin” eftir Wagner.
d. „Carnival”, forleikur op.
92 eftir Dvorák. e. „Also
sprach Zarathustra”, inn-
gangur eftir Richard
Strauss. f. „Hebrideseyj-
ar”, forleikur eftir
Mendelssohn. g. Adagietto
úr Sinfóniu nr. 5 eftir Mahl-
er. h. Slavneskur mars eftir
Tsjaikovský.
16.00 Veðurfregnir. Fréttir.
16.20 Leiklistarþáttur örnólf-
ur Árnason fjallar um jóla-
verkefni leikhúsanna.
16.50 Tónlistarþáttur Jón Ás-
geirsson kynnir tónlistar-
viðburði um hátiðirnar.
17.20 Kór Menntaskólans við
Hamrahllð syngur lög frá
ýmsum timum. Söngstjóri:
Þorgerður Ingólfsdóttir.
17.40 Útvarpssaga barnanna:
„Anna Heiða vinnur afrek”
eftir Rúnu Glslad. Edda
Glsladóttir les (5).
18.00 Stundarkorn meö fiölu-
leikaranum Jascha Heifetz
Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 „Þekkiröu land?” Jónas
Jónasson stjórnar spurn-
ingaþætti um lönd og lýði,
Dómari: Ólafur Hansson
prófessor.
19.50 tslensk tónlist a. Guð-
mundur Jónsson syngur lög
eftir Ingólf Sveinsson,
Kristin Reyr, Sigvalda
Kaldalóns, Sveinbjörn
Sveinbjörnsson og Emil
Thoroddsen. Ólafur Vignir
Albertsson leikur á pianó. b.
Einar Markússon leikur
frumsamin lög á pianó: Im-
promptu um stef eftir Pál
ísólfsson úr laginu „Að baki
hárra heiða” og Etýðu.
20.35 „Nývöknuð augu” Saga
og ljóð eftir Ingólf
Kristjánsson. Þórhallur
Sigurðsson leikari les sög-
una „Konan i kránni” og
höfundur sjálfur flytur
frumort ljóð (hljóðritun frá
1969).
21.05 Hátiðartónverk Rlkisút-
varpsins á ellefu alda af-
mæli tslandsbyggðar „I
Call Itt”, tónverk fyrir alt
rödd, selló, pianó og slag-
verk eftir Atla Heimi
Sveinsson. — Þorsteinn
Hannesson kynnir.
21.35 Spurt og svaraö Svala
Valdimarsdóttir leitar
svara við spyrningum hlust-
enda.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Danslög
Heiðar Astvaldsson dans-
kennari velur lögin.
Eins og fram hefur komiö I
fréttum, eru á meðal fjögurra
umsækjenda um starf tónlistar-
stjóra við útvarpið þeir Þor-
steinn H. Hannesson og Atli
Heimir Sveinsson. Svo
skemintilega vill til, að þeir
„keppinautar” eru saman I
dagskrárlið i útvarpi á morgun,
sunnudag. Þá verður flutt
hátíðartónverk Rikisútvarpsins
á ellefu alda afmæli tsiands-
byggðar. Höfundur er Atli
Heimir (t.h.) en Þorsteinn
kynnir verkið.
♦MM-M+-M ♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦