Vísir - 28.12.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 28.12.1974, Blaðsíða 8
8 Vlsir. Laugardagur 28. desember 1974. INNLENDAR FRÉTTAMYNDIR ÁRSINS I september var Auður Elr vlgð til þjónustu I Súgandafirði og er jafnframt fyrsta konan, sem vigð ertil prests á tslandi. Myndin var tekin við vlgsluathöfnina. Ljósm. B.G. ^Alþingi var rofið I mai eftir sögu- iegan aðdraganda, og fóru al- þingiskosningar fram um mitt sumar. Var I fyrstu reynt að koma á nýrri vinstri stjórn, en er þaðtókst ekki, var mynduð stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks undir forsæti Geirs Hallgrimssonar. Meðfylgjandi mynd var tekin I Alþingishúsinu, eftir að Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, hafði lýst þvi yfir á þingi, að stjórn hans ætti tveggja kosta völ: Að rjúfa þing eða segja af sér. Með honum á myndinni eru Bjarni Guðnason og Garðar Sigurðsson Ljósm.B.G. Það er eilífur bratti í efnahagssnatti Það hefur löngum verið venja margra að lita yfir farinn veg um áramót. Mjög er þá misjafnt eftir hverju fólk man. Sjálfur reyni ég að gera mitt besta i þvi, að lifa i nútiðinni og hugsa sem minnst um fortið og framtið. Þegar ég ætlaði þvi að fara aö rifja upp eitthvað af atburðum ársins, kom i ljós, að ég mundi svo sem ekki neitt af þeim. Ég tók þvi það ráð, til að gera eitthvað, að fara i visnasafn mitt og velja þar allt að þvi af handahófi nokkrar visur og smákvæði i þennan þátt. Gef ég nú sjálfum mér orðið. Eitt af þvi alskemmtilegasta sem heils- ar manni á nýbyrjuðu ári er framtals- eyöublaðið. Þvi er potað i póstkassann eins og hverri annarri ómerkilegri rukkun meö enn ómerkilegri undirskrift, stimplaðri, þvi að i hraða nútimans er ekki hægt að ætlast til þess að þeir sem bera hita og þunga dagsins hafi tima til aö skrifa nafniö sitt. Skattseðilinn eiga menn siöan að útfylla að viðlögðum drengskap sinum og senda skattheimtunni. Þaö er eilifur bratti i efnahags- snatti. Afrakstur sjá menn. nú vinnunnar sinnar. Enginn mig latti, ég laug undan skatti og lagði við drengskapinn konunnar minnar. Listahátið var haldin á árinu. Þar kom i ljós sem betur fer að við eigum listamenn og voru þar fremstir i flokki Jón Asgeirs- son og Sigfús Halldórsson. Nú stendur allt i ljóma á Lista- hátiðinni. Landinn finnur um vanga sina anda strjúka hlýjan. Ég get ekki jafnað það með jólaköku , minni, hve Jón er orðinn frægari en breska sinfónian. Hrifningin á eftir að hækka um nokkrargráður. Hjörtu margra gerast klökk við fögur ljóðastefin. Snillingarnir gera mesta lukku eins og áöur, þeir Askenasy, Fúsi Halldórs, Baren- boim og Prévin. þegar til kom gat ég ekki gert upp viö mig, hvar i flokki ég ætti að standa. Sjálfstæðið elska ég siðast og fyrst. Að sjálfsögöu er gaman i framsóknar- vist. Ég tilheyri efalaust alþýðu hér. Það er andskoti slæmt hve ég frjáls- lyndur er. Ég þarf ekki að hlusta á neitt pólitiskt pex. Ég pára við stafrófið all, — þetta x. Svo voru það borgarstjórnarkosning- arnar, og var mjög hamrað á þvi i þeim, aö einungis þýddi að kjósa þar tvo flokka. Ég er blankur, það er vegna þess, nú þjá oss hérna stöðug gengissig. ó, hve ég yrði ógurlega hress, ef einhver vildi segja ljótt um mig. Vilhjálmur Hjálmarsson vann sér það til ágætis að veita ekki vin i veislum. Það gott var hjá Vilhjálmi er vin rak hann út og að leyfa engum gestum að glingra við stút. Við fögnum þvi öll hin islensku þý, hve skelfing var hann hugaður. Skál fyrir þvi. Er útlendingar þeysa heim af þessum listum saddir, og þagnar allt i menningar og listar vorrar húsi, þá væru íslendingar i vondum vanda staddir, væru þeir ekki báðir islendingar, Jón og Fúsi. Þetta hafði þau áhrif á mig að ég fór að fást við tónsmiðar. Nú ætla ég að semja litið lag. Það liklega tekur ekki meira en dag. Ég á eitt stykki af firna fallegu Ijóði, svo fæ ég auðitað viðlag úr Viölagasjóöi. Sá atburöur sem setti einna skemmti- legastan svip á árið var kosningarnar. Nú hljómar borgin af áróðri alla daga, og eldgömul loforð um framkvæmdir stiga nú dans. En i sálum þeirra sem kjósa er haldiðtil haga hjartnæmum svikum stjórnmálaflokka vors lands. En nú skal ég berjast i horngrýtis habit, af móði með hita i kinnum, já mikið skal á sig lagt. Minn styrkur er falinn i gömlu og lélegu ljóði. Loforði um það að hér skuli ekkert sagt. Þetta fór að visu á annan veg, þvi að I borgarmálum öllum er tsleifur minn snar, — þótt ekkert geri i flaustri. Nú kjósa skal um græna stefnu i gráma fjárlægðar, — eða glundroðann i austri. Margt var gert á árinu i sambandi við þjóðhátið. Farið var að merkja sögustaði og var fjöður efst á merkinu en siðan nafn staðarins. Um sögustaði að segja ljótt, mér sýnist vera af og frá. Nú dunda menn við það dag og nótt aö draga fjöður yfir þá. Einnig tóku menn upp á þvi I tilefni þjóöhátiöar að kappræða um höfund Njálu. Þvi eru menn að kappræða um kempuna Njál l og karltetur það, sem ritaði bókina um hann, er ná má tali af allt að þvi sérhverri sál með samvinnu túlks sem forna norrænu kann. Ég er ekki viss um hvort vel þeir I himnunum heyri. Hitt veit ég, það er simi um Akureyri. Farið var að stefna mönnum fyrir meiöyrði. Meðan unnir gæla sælt við sand og sólvermd golan hlær á vorri kinn, þeir sem áður þurftu að verja land, þurfa nú að verja heiður sinn. Lögreglan var að sjálfsögðu i fréttun- um. Eítt sinn fyrir að hafa tekið bilstjóra, með grunsamlega ávísun, og sett i gæslu- varðhald. Mér finnst lögreglan okkar aldrei treg, ekki vil ég hana á nokkurn hátt lasta. En úr þvi að ávisunin var grunsamleg, af hverju tóku þeir hana þá ekki fasta. Einhverjum datt i hug að fara að setja út á verð kvikmyndar um Lénharð fógeta. Þótt sjónvarpið komist oftlega ekki hjá þvi að ausa út peningunum i stað þess að spara eru Magnús og Gunnar og Andrés Lénharðir á þvi að útvarpið kunni vel með seðlana aðfara. Þá er þættinum i raun og veru lokið, en sem eins konar eftirmála læt ég fljóta með smá visu, efnislausa, illa kveðna, og hún hefur þar að auki til að bera alla þá galla aðra, sem prýða að venju kveðskap minn. Nú er ég i vanda, ég vildi yrkja vandað kvæði, andann virkja. En það fer að vanda varla hjá þvi að verði talsverð vandkvæði á þvi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.