Vísir - 28.12.1974, Blaðsíða 20
vísir
Laugardagur 28. desember 1974.
Það fer
að
verða
lúxus
að
hringja
Þaö fer aö veröa æöi dýrt aö
vera málglaöur maöur i sima á
tslandi. Hringiröu oftar en
þrisvar á dag, eöa 300 sinnum á
einum ársfjóröungi, máttu búast
viö aö þurfa aö borga aukagjald
til simans fyrir málæöiö.
Afnotagjöld slmans hækka 1.
janúar úr 1500 krónum i 2040
krónur, eöa 36%. Á Stór-Reykja-
vikursvæðinu verða aðeins 300
skref innifalin I afnotagjaldinu,
nú 400, þannig að hækkunin er
óbeint meiri en 36 prósentin segja
til um. Hvert umframsimtal
kostar þá kr. 5.30 en nú 3,90
krónur.
A gjaldsvæðum þar sem
notendur eru undir 20 þúsund, eru
teljaraskrefin fleiri, sem innifalin
eru i fastagjaldinu, eða 525
talsins.
Þeir heppnu, sem fá fá sima
lagðan inn til sín, þufa nú að inna
af hendi 13.600 krónur fyrir tækið
góða, en siminn kostaði áður 10
þúsund krónur sléttar. En með
þessum gjöldum er þó sagan ekki
sögð að öllu leyti. Rikissjóður
þarf sitt, og ofan á allar tölur
bætast 19% söluskattur.
Simskeytagjöld hækka og frá 1.
janúar eins og simaþjónustan. Þá
kostar orðið innanlands 6 krónur,
kostaði áður 5.30 kr.
Póstþjjónustan verður og
snöggtum dýrari. Þannig kostar
þaö 23 krónur I staö 17 króna áður
að koma bréfi til frænda okkar á
Norðurlöndum. Til annarra landa
hækkar gjaldið I 27 krónur úr 20
krónum. Póstkröfugjald hækkar
úr 30 krónum i 40. Póstávisana-
gjald hækkar úr 37 krónum I 50,
ábyrgöargjald úr 301 50 krónur og
giróþjónustugjald úr 20 krónum I
27. Buröargjöld fyrir innrituð blöö
og timarit breytast ekki. Gjöld
fyrir telex-tæki flytjast I sérgjald-
skrá og hækka þau og annar
sérbúnaður nokkru meir, segir I
frétt frá pósti og sima.
Góð tiöindi i lok fréttatil-
kynningarinnar: „1 undirbúningi
er lækkun gjalda fyrir langlinu-
samtöl með þvi aö lengja
skreftima”!
—JBP
EGILSSTAÐIR:
„Fírverkeríið heldur
hjálparsveitunum uppi
„Þetta selst allt
upp”, sagði Tryggvi
Páll Friðriksson, for-
maður Landssam-
bands hjálparsveita
skáta, þegar Visis-
menn litu inn á flug-
eldalagerinn hjá
Hjálparsveit skáta i
Reykjavík i gær. Birgð-
irnar eru vel vaktaðar <*,-«#■
enda ekki fýsilegt, að
eitthvað óvænt komi *
fyrir flugelda sem kosta
rúmar 10 milljónir
króna.
Sala flugelda hófst i gær-
morgun. Svo virðist sem
hjálparsveitir skáta og aðrar
björgunarsveitir hafi lagt undir
sig þennan sölumarkað. Til
marks um það nefndi Tryggvi
Páll, að á tveimur árum hefði
útsölustöðum flugelda fækkað
um 80 i Reykjavik.
Hjálparsveit skáta I
Reykjavik hefur 80% flugelda-
sölu I borginni, og byggir hún
afkomu sina á þvi að fólk kaupi
flugelda I útsölustöðum, sem
eru niu talsins.
Þaö sama er að segja um
Hjálparsveit skáta i Kópavogi.
Gunnsteinn Sigurðsson, for-
maöur sveitarinnar, sagði að
sveitin hefði fjóra útsölustaði I
bænum, og ykist ailtaf ár frá
ári, að Kópavogsbúar keyptu
flugelda sina hjá þeim.
1 Kópavogi, likt og I
Reykjavik, byggir hjálpar-
sveitin starf sitt á þvi, að
verzlunin með flugelda gangi
vel.
Fiskaklettur, björgunarsveit
slysavarnadeildarinnar i
Hafnarfirði, hefur ,búið enn
betur um sig en frændsveitir
hennar i Reykjavik og Kópa-
vogi. Hún hefur nefnilega alla
Stórir staflar af „fjjíHskyldupokum”, einni vinsælustu söluvörunni f fiugeldaútsölum hiálparsvelt-
anna. Sighvatur Blöndal, einn meðlima I Hjálparsveit skáta f Reykjavik, stendur viö hluta þessa
risastóra lagers, sem sveitin ætlar aö seija flugeldaglöðum Reykvikingum fyrir áramótin
Ljósm.: Bj.Bj.
flugeldasölu I Firðinum á sinum
snærum. Gizka sveitarmeðlimir
á, að Hafnfiröingar skjóti upp
flugeldum fyrir eina og hálfa
milljón króna á gamlárskvöld.
Hjálparsveitarmenn I
Reykjavlk gizka á, aö Reyk-
vlkingar skjóti upp flugeldum
fyrir 20 milljónir I ár.
Þess má geta, að Hjálparsveit
skáta i Reykjavík gengst fyrir
flugeldasýningum við Austur-
bæjarbarnaskólann kl. 16 og 211
dag og á morgun — ef veður
leyfir. -ÓH/JB
Flugvöllurinn lokaðist um
leið og lokið var að ryðja
Fóru á skíðum í
vinnuna, en jarðýta
bjargaði þeim heim
Flugvöllurinn var rétt
að komast i lag eftir há-
degið, þegar hvessti og
fór að snjóa”, sagði
Jóhann D. Jónsson, á
Egilsstöðum i gær-
kvöldi. „Það varð
allhvasst. komst i 30
hnúta (um 7 vindstig) og
varð ófært út á flugvöll.
Við, sem þar vorum,
fengum hjálp ýtu til að
komast heim nú i kvöld.
,,Um 50-60 farþegar biða eftir
flugfari að og frá Egilsstöðum,”
sagði Jóhann. „En það breytir
ekki miklu, þótt vél komist
hingað, meðan ástandið er eins og
nú, þvi að hér er allt gersamlega
ófært og farþegar kæmust ekki á
flugvöllinn, nema kannski þeir
fáu, sem eru hér á Egilsstöðum.
Það var byrjað að ryðja Fagra-
dal I morgun en varð að hætta við
það vegna veðurs, og hér I Héraði
eru allir vegir I einu orði sagt
ófærir. Þeir, sem fóru til starfa á
flugvellinum I morgun, urðu að
farafótgangandi, eða á skiðum.
Ég veitekki, hvað ég á að gizka á,
að jafnfallinn snjór hér sé djúpur,
en það er aldrei minna en einn til
einn og hálfur metri Skaflarnir
eru miklu dýpri og ruönmgarnir
úti á flugvelli voru orðnir vel á
aöra mannhæð.
Það sem háir okkur mest hér er
tækjaleysi til að ryðja snjónum.
Við lánuðum megnið af moksturs-
tækjunum til Neskaupstaðar og
höfum reyndar ekki of mikið hér
fyrir. Ég veit ekki, hvort maður
má segja það upphátt, en stund-
um hefur maður laumast til að
hugsa hvort einhver tæki, sem nú
eru á þéttbýlishorninu yrðu ekki
að meira gagni hér”.
A Egilsstöðum er nú viða hægt
að ganga af snjónum inn á þök
húsa, og margir húseigendur hafa
staöið I ströngu við að moka sér
leið út úr húsum sinum.
Veðrið á aðfangadag var slikt,
að þeir, sem búsettir eru vestan
Lagarfljóts en höfðu átt erindiá þar og urðu að gista á jólanóttina.
Egilsstöðum, urðu veðurtepptir -Sh.
Yfirlœknir heyrnardeildar:
„Beinlínis glœpsamlegt að
kasta kínverjum að fólki"
„Viö læknarnir fáum til
meöferöar marga, einkum börn
og unglinga, sem oröiö hafa fyrir
meira eöa minna heilsutjóni af
völdum ýmiss konar skrautelda
og sprenginga um þetta leyti
árs”, segir Erlingur Þorstéins-
son, yfirlæknir heyrnardeildar
Heilsuverndarstöövar Reykja-
vikur. Areiöanlega er ástæöa
fyrir ungmennni landsins aö
leggja eyrun viö þegar yfir-
læknirinn talar, og fara eftir
leiöbeiningum hans.
Erlingur heldur áfram: „Það
er stórhættulegt og beinlinis
glæpsamlegt að kasta „kinverj-
um’ og álika sprengjum að fólki.
Verði sprenging nærri eyra, má
búast við varanlegri heyrnar-
skemmd, jafnvel einnig gati á
hljóðhimnu. Flugeldar geta
sprungið, þegar i þeim er kveikt,
gætið þess að andlit eða hendur
lendi ekki i stróknum frá eld-
flaug. Blinda, brunasár og varan-
leg örorka hefur þráfaldlega
hlotizt af óaðgætni við tendrun
eldflauga og annars þess háttar.”
Skorar læknirinn á fólk að fara
varlega og hélzt að hafa ekkert
slikt um hönd.
„Margir hafa komið til okkar á
heyrnardeildina með skerta
heyrn og sködduð eyru á undan-
förnum árum.
Látum það ekki koma fyrir
okkur I þetta sinn,” segir Erling-
ur Þorsteinsson að lokum. -JBP-