Vísir - 28.12.1974, Blaðsíða 1
vism
64.árg. — Laugardagur 28. desember 1974. — 262. tbl.
Skoteldar halda lífinu
í hjólparsveitunum
- Sjá bls. 20
Erlendar
fréttamyndir
ársins
Sjá bls. 4 og 5
Lúxus að
hringja
— Sjá bls. 20.
Flugvöllurinn
lokaðist um
leið og hann
var ruddur
— Sjá bls. 20.
Innlendar
fréttamyndir
ársins
Sjá bls. 6, 7 og 8
Verzlunin við útlönd: 12,3
meiri halli
milljörðum
en í fyrra
T'
■
smsii
s»l
*r m':
" • :r .• ;
& ■ ■ '' j
Við fluttum inn fyrir
hvorki meira né minna en
15/5 milljörðum meira en
við fluttum út fram til 1.
desember. Þetta er 12,3
milljörðum meiri halli á
vöruskiptajöfnuði en var á
sama tímabili í fyrra.
1 nóvember einum var hallinn
1,4 milljarður i ár en 0,8 mill-
jaröur I fyrra.
bað dregur nokkuð úr sárasta
sviðanum, jiegar tekið er með i
reikninginn, að við höfum flutt
, inn skip fyrir riflega hálfan mill-
jarð meira i ár en var i fyrra og til
álframleiðslunnar fyrir rúmlega
1,3 milljarði meira en þá var,
auk 465 milljóna aukningar á inn-
flutningi til Landsvirkjunar, að
mestu vegna Sigölduvirkjunar,
og um 135 milljónum meira tií
flugvélakaupa. En allt samanlagt
erþetta 2,5 milljörðum meira en i
fyrra, svo að eftir stendur 9,8
milljarða meiri halli en var á
sama timabili árið 1973.
Útflutningurinn var alls 29,4
milljarðar fram til 1. desember
og innflutningurinn rúmar 44,9
milljaröar, svo aö hallinn varð
yfir 15,5 milljarðar króna.
1 fyrra var hallinn á sama
timabili tæplega 3,3 milljaröar.
tJtflutningurinn nam þá 23,9 mill-
jörðum og innflutningurinn 27,2
milljörðum.
Útflutningur á áli og álmelmi
varð i ár 4,4 milljarðar en 4,1
milljaröur á sama tímabili i
fyrra, hvort tveggja fram til 1.
desember. —HH
TiTÁÐ
BRENNA
ÁRIÐ ÚT
Langar spýtur og stuttar,
kassar úr pappa, jafnt sem
timbri, vörupallar, divanar,
jólagreni, eggjabakkar og jafn-
vel erlent góðgæti.
Allt kemur að jafn góðum
notum i baráttu strákanna við
að gera brennurnar sinar sem
myndarlegastar. Þessir
strákar við Ægisiðu hafa
löngum átt vinninginn, og
brennan þeirra i ár ætlar að
verða hin myndarlegasta.
Þarna er hann Skúli, einn af
forsprökkum þeirra brennu-
manna, að læða stórum planka
upp til Ingvars, sem stendur
uppi á kestinum. Ljósm. Bj.Bj.
Sjá myndir frá brennunum á
bls 3.
Taylor fór ekki i jólaköttinn
Brezki landhelgisbrjóturinn,
Kichard Taylor, hefur nú
afplánað um 20 daga af
refsidómi sinum.
Hann situr i fangelsinu I Siðu-
múla og mun að likindum stutt i
það, að hann verði látinn laus.
Eins og kunnugt er, var
Taylor skipstjóri brezka
togarans C.S. Forester, sem
varðskipið Þór tók fyrstan
brezkra togara i landhelgi eftir
útfærzluna i 50 mllur. Að visu
var Forester fyrir innan Í2
milur, þegar hann var tekinn.
Þótt Taylor sæti i fangelsi um
jólin, fór hann samt ekki i jóla-
köttinn. Hjón nokkur færðu
honum sælgæti og flösku af léttu
vini i jólagjöf. Hann fékk að
halda sælgætinu, en vinið
verður geymt fyrir hann.
Einnig fékk Taylor heimsókn
skipverja af einu varöskipinu,
og færði sá Taylor lopapeysu aö
gjöf. Hápunkturinn á jóla-
haldinu i fangelsinu var sá, að
Taylor fékk að hringja I fjöl-
skyldu sina til Englands.
Hann hefur ekki viljað ræða
við blaðamenn.
-ÓH.
I