Vísir


Vísir - 06.01.1975, Qupperneq 3

Vísir - 06.01.1975, Qupperneq 3
Vísir. Mánudagur 6. janúar 197S. 3 fœst ekki...' ,Ekkert til ef ýson — en nú fáum við nýjan fisk í soðið í dag og á morgun „Það er eins og venju- lega# það er ekkert til ef ýsan fæst ekki. Jafnvel þó að búðin sé full af öðru. En ýsan er víst þjóðarrétturinn okkar". Þetta varð fisksala ein- um f borginni að orði/ þegar við höfðum sam- band við þá nokkra í morgun til þess að for- vitnast um úrvalið# sem hægterað bjóða fólki upp á. Veörið hefur verið leiðinlegt eftir áramótin, eins og ekki hef- ur fariö fram hjá mönnum, og þvi litið um glænýjan fisk, en von er á slikum I dag eða á morgun. En fisksalar bjóða samt upp á saltfisk, gellur, siginn fisk og fleira, eins og okkur var tjáö i fiskbúðinni i Gnoðarvogi. bar var okkur lika sagt, að fólk væri gráðugt i nýjan fisk eftir kjötátiö um jólin og ára- mótin, og kannski engin furöa. En nú mega menn búast við nýjum fiski i fiskbúðir i dag eða á morgun. 1 Fiskbúð Hafliða á Hverfisgötunni var okkur tjáð að von væri á nýjum fiski i dag. Menn verða ef að likum lætur ánægðir með það, en fisksalar eru ekki jafn ánægðir með að ekki skuli vera búið aö ákveða fiskverðið, og biða spenntir eftir þvi. „Það er svo mikill seina- gangur á þessu”, varð einum að orði. —EA Gerð hefur verið fjögurra ára áœtlun um hafnamál — Verður lögð fram sem greinargerð með þingsályktun þar um Skipuð hefur veriö samstarfs- nefnd um málefni hafna við land- „Allir skulu fá eitt tœkifœri", segir dagskrárstjóri sjónvarpsins. Dýrara að endurtaka jólaefnið fyrir alla landsmenn ið. 1 henni eiga sæti Ólafur S. Valdimarsson, skrifstofustjóri, Guömundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og Gunnar B. Guö- mundsson, hafnarstjóri, og var hann tilnefndur af Hafnasam- bandi sveitarfélaga. Hinir voru tilnefndir af s.amgönguráðherra. Nefndinni er ætlað að fjalla um öll meiri háttar reksturs- og fjár- festingamál Hafnamálastofnun- arinnar og fylgjast með rekstri hennar og verkum. Hins vegar á hún að vera ráðgefandi um fjögurra ára áætlanir um hafnar- gerðir. Slik áætlun hefur verið gerð, og mun fylgja sem greinargerð viö þingsályktunartillögu um þessi mál, sem lögð verður fram á næstunni. Gert er ráð fyrir, að frá 1975 til 1978 verði þremur og hálf- um milljarði varið til hafna- framkvæmda, og eru þá lands- hafnir og Reykjavikurhöfn ekki taldar með. Reglugerð um hafnamál var undirrituð i samgönguráðu- neytinu 30. desember 1974, þar sem kveöið er á um deilda- skiptingu Hafnamálastofnunar rikisins og starfsemi hennar skil- greind. Jafnframt voru sett ákvæði, sem eiga að tryggja bet- ur en áður hvernig kostnaðar- skiptin við hafnaframkvæmdir skuli vera milli rlkissjóðs og hafnasjóða. -SH. „Hugmyndin var, að allir fengju tækifæri til að sjá „Jóla- stundina okkar,” sagði Jón Þórarinsson, dagskrárstjóri um fyrstu tilraun til landshluta- sjónvarps, sem sjónvarpið gerði i gær. 1 gærdag var jóladagskrá fyrir börn endurtekin I sjón- varpinu, en eingöngu þannig, að Norðlendingar og Austfirðingar höföu not af. Við viljum gera öílum jafnt undir höfði. Þeir, sem ekki áttu kost á að sjá dagskrána um jólin vegna bilana, fengu nú tækifærið. Hinir höfðu áður fengið sitt,” sagöi Jón Þórarins- son. „Þaö hefði ekki komið i sama stað niður að endursýna þáttinn fyrir alla landsmenn. Slikt reiknast sem endursýning en ekki frumsýning og hefur I för með sér aukagreiðslur til flytjenda,” sagði Jón, aö væri skýringin á þvi, að öllum sjónvarpsnotendum var ekki gefinn kostur á að sjá þáttinn I gær. Jón sagði, að ekki væru nein tæknileg vandamál að senda til einstakra landshluta, eins og gert var i gær. Full ástæða hefði lika verið til að reyna sllkar sendingar, þar sem Norðlendingar og Austfirðingar misstu oft af sjónvarpsefni vegna bilana. Aðspurður sagði Jón Þórarinsson, að ekki stæði til að endursýna áramótaskaupið I ár. -JB. Nú er aðeins einn símstjóri í borginni — Embœtti ritsímastjóra verður lagt niður en embœtti umdœmisstjóra stofnað í staðinn Stjórn simans I Reykjavik og ritsimans verður framvegis undir stjórn eins manns, sim- stjórans i Reykjavik. Jafnframt verður heitið Bæjarsiminn I R.eykjavik lagt niður. Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra, boðaði til olaöamannafundar, þar sem hann kynnti þessa breytingu, sem ákveðin var með reglugerð hinn 20. desember siðast liðinn. Jafnframt skal landinu skipt i póst- og simaumdæmi. Umdæmi I nær frá Skeiðarár- sandi að Gilsfiarðarbotni. Á þessum f undi var einnig gerð grein fyrir hækkuninni, sem varð á þessum þjónustuliö- um um áramótin. Við athugun á slðasta ári kom I ljós, að óger- legt var að halda pósti og sima gangandi með óbreyttum eigin tekjustofnum, en stofnunin hef- ur ekki notið neinna íramlaga rlkissjóðs i hálfan annan áratug. Var þvi hækkunin ákveðin. Fram kom, að Jón Skúlason, póst- og simamálastjóri telur að við búum við lægri slmagjöld en flest grannlönd okkar. Hann taldi útilokað, að næstu byggðarlög Reykjavikur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Seltjarnarness fengju að búa við sömu slmagjöld og þessar% byggðir. Þeirra samtöl færu öll um langlinustöðvar sem væru dýrari en bæjarsimstöðvarnar. - SH. ÞÝÐIR LÍTIÐ AÐ SETJA FROSTIÐ FYRIR SIG Menn létu lítið á sig fá frost og kulda I Bláfjöllum og Hveradölum I gær, enda voru veðurguðir frekar bliðir á manninn við skiðamenn- ina þar. En það er vist svo með skiðaiþróttina, að ef fólk kýs að leggja hana fyrir sig af kappi, þá þýöir ekkert að vera að setja fyrir sig hörkufrost, það fylgir bara þessari stöðugt vinsælli iþróttagrein. Ljósmyndarinn hann Bragi var einn af þeim sem brá undir sig betri fætinum og skeilti sér tii skiðafólksins I gær og tók þá þessar myndir. Þar reyndist talsvert um manninn og allmargar fjölskyldur eyddu sunnudeginum brunandi um fjöll og firnindi. —EA

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.