Vísir - 06.01.1975, Side 4
4
Vlsir. Mánudagur 6. janúar 1975.
apUntEbR RGUN útlöndí morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd
Phuoc Binh
að falli komin sókn kommúnista
Sprengjuvörpur
kommúnista linntu
naumast skothriðinni i
gær yfir stöðvar
stjórnarhermanna inni
i bænum Phuoc Binch
i Suður-Vietnam.
Skriðdrekar voru
komnir inn i bæinn i
morgun og var þá
barizt á götunum.
i þessari síðustu þriggja daga
sennu hafa kommúnistar náð
umhverfi þessarar höfuðborgar
Phuoc Long-héraðsins á sitt
vald og hrakið stjórnarhermenn
inn I bæinn.
En með 300 manna liðsauka,
sem Saigonherstjórnin sendi i
þyrlum til Phuoc Binch á
laugardag, hefur tekizt aö verja
bæinn. — En það getur naumast
haldizt svo lengi, eins og sóknar
þungi kommúnista er mikill.
Ellefu þorp hafa fallið i hend-
ur kommúnista siðan friðar-
samningarnir voru gerðir i
Paris, og sex þeirra á siðustu
vikum. Ekkert þeirra er þó jafn
þýðingarmikið og Phuoc
Binhn, sem er miðstöð I Phuoc
Long.
Desember og janúar eru þeir
mánuðir, sem jörð er nægilega
þurr i Vietnam til þess að unnt
sé að athafna sig með
skriðdrekum og þyngri
hernaðartækjum, og sýnast
kommúnistar staðráðnir i að
nota þann tima vel að þessu
sinni.
Jafnvel höfuðborg Suður-
Víetnam, Saigon, hefur ekki
fariö varhluta af striðsað-
geröunum. Við útjaðar hennar
létu kommúnista 15 eldflaugum
rigna yfir aðalútvarpsstöð
Saigonstjórnarinnar i gær. 4
borgaralegir starfsmenn
hennar féllu og 6 særðust.
t bardögunum við Phuoc Binh
hefur orðið töluvert mannfall i
liði beggja. Yfirmaður varnar-
liðsins féll i gær, þegar
skriðdrekar skutu fallstykkjum
að byrgi herráðsins.
Óttazt er um tvær ný-
sjálenzkar nunnur, sem ráku
trúboðsstöð, hjúkrunarstöö og
skóla fyrir munaðarlausameðal
Ibúa i Montagnard-fjöllunum
um 120 km frá Phuoc Binh, en
þaö svæöi er nú á valdi
kommúnista. Hefur ekkert til
þeirra spurzt i viku. Þær höföu
neitað að yfirgefa svæðið.
Sögðust þær ekki fara, meðan
fólkið, sem þarna býr, hefði
ekkert að flýja sjálft.
Saigon hefur ekki farið varhluta af strfðsaðgerðunum að undan-
förnu. Stjórnarhermenn hafa átt i vök að verjast með að halda veg-
unum opnum fyrir umferö til og frá borginni, og sjást þeir hér á
þessari mynd leita aö jarösprengjum nokkrum kílómetrum utan
borgarinnar.
Vinur Liz Taylor sekt-
aður vegna bílabrasks
Henry Wynberg/ sem
hefur verið stöðugur fylgi-
nautur leikkonunna r,
Elizabeth Taylor, síðan
hún skildi við Richard
Burton, hefur verið
sektaður fyrir að hafa
breytt kílómetrateljurum í
notuðum bílum, sem
keyptir voru af honum,
þegar hann var bílasali.
Sektin nam 250 dollurum.
Wynberg (41 árs), sem er hol-
ienzkrar ættar, átti að mæta fyrir
rétti i dag, en málinu var flýtt og
hann kom fyrir dómarann á
föstudag. — Dómarinn breytti
ákærunni um fjóra meiriháttar
þjófnaði i ákæru um misferli.
Wynberg hafði verið sakaður
um að breyta kilómetrateljurum i
fjórum bilum, sem hann seldi i
júli 1972 og mai 1973. Meö þvi móti
tókst honum að spenna söluverð
þeirra hærra upp.
Það var leikarinn, Peter Law-
ford, sem kynnti þau Liz Taylor
og Wynberg 1973. Skömmu eftir
það hætti Wynberg bilasölunni. —
Hann og Liz ætluðu til Sviss um
helgina, þegar dómarinn lét Wyn-
berg vera frjálsan allra feröa.
Liz Taylor hefur átt viö bak-
veikindi að striða og að undan-
Liz Tayior hefur átt viö bak-
veikindi að striða, og gengur
hún til læknis i Los Angeies.
Hún er senn á förum til
Sovétrikjanna, þar sem hún
leikur i nýrri kvikmynd.
m-----------►
Bíiasalinn, Wynberg, hefur ver-
iö stööugur fylginautur Liz
Taylor. Hann hætti bilasölunni
skömmu eftir aö kynnin tókust
meö honum og Liz. — En gaml-
ar syndir hafa elt hann fram á
þennan dag.
förnu hefur hún gengið til læknis i
Los Angeles. Verður hún þar viku
til viðbótar af þeim sökum, áður
en hún fer til Sovétrikjanna, þar
sem hún á að leika i nýrri mynd,
sem heitir „The Blue Bird”.
Rockefeller
skol rann-
saka CIA
Menn búast við þvi, að
Nelson Rockefeller,
varaforseti, hefjist strax
handa við að rannsaka,
hvort CIA hafi stundað
ólöglegar njósnir heima
fyrir. —
Ford forseti fól vara-
forseta sinum að annast
þessa rannsókn, eftir
háværa gagnrýni
undanfarnar vikur á
CIA og ásakanir um að
leyniþjónustan hafi ver-
ið látin njósna um and-
stæðinga Nixonstjórnar-
innar.
Átta manna nefnd hefur verið
sett á laggirnar til þess að rann-
saka málið, og á meðal annarra
sætií henni Ronald Reagan, fyrr-
um rlkisstjóri Kaliforniu.
Eitthvert fyrsta vitnið, sem
þessi nefnd mun að likindum yfir-
heyra, verður trúlega Richard
Helms, sendiherra i tran, sem
staddur er i Washington i frii.
Helms var áður yfirmaður CIA.
Samkvæmt bandariskum lög-
um er leyniþjónustunni óheimilt
að stunda njósnir innan Banda-
rlkjanna. En ýmsir þingmenn
hafa haldið þvi fram, að þau lög
hafi verið brotin. — Krafði þá
Ford forseti William Colby, yfir-
mann CIA, um skýrslu um störf
CIA. Að loknum lestri hennar
taldi hann ástæðu til að láta fara
fram rannsókn á starfsháttum
leyniþjónustunnar.
Það hefur mælzt misjafnlega
fyrir meöal leiðtoga þingflokk-
anna, að Ford skyldi setja Rocke-
feller yfir rannsóknina.
William Proxmire þingmaður,
sem haldið hefur uppi hvað harð-
astri gagnrýni á CIA, benti strax
á, að Rockefeller hefði i 5 ár átt
sæti I ráðgjafaráði forsetans i
utanrikismálum, en það ráð á að
hafa umsjón með störfum CIA.
Taldi hann, að sú umsjón hefði
greinilega ekki veriö nógu gaum-
gæfileg.
Aðrir þingmenn hafa látið I ljós
þá skoðun margir hverjir, að
þingið ætti sjálft að skipa nefnd til
að rannsaka störf CIA.
Spiro Agnew fyrrum varaforseti. Fyrri sambönd hans koma féiaga
hans I kaupsýslunni aö góðum notum I milligöngu viö fjárfestingar er-
lendra aðila I Bandaríkjunum.
MIKIL UMSVIF
HJÁ SPIRO
AGNEW
Hefur keypt kolanámu með nýjum
félaga sínum
Spiro Agnew, sem slapp
við refsingu laganna með
því að segja af sér embætti
varaforseta Bandaríkj-
anna, stendur í umsvifa-
mikilli kaupsýslu með nýj-
um félaga sínum. Hafa
þeir nú keypt kolanámu
eina í Oklahoma.
William Dilbeck heitir félagi
Agnews og er hann jarðaspekú-
lant. Þeir hafa nær fest kaup á
annarri námu i Kentucky.
Dilbeck sagði fréttamanni
Washington Post, að þaö væru er-
lendir fjárfestingaraðilar — nán-
ar tiltekið frá Austurlöndum —
sem stæðu á bak við námakaupin.
— Hafa þeir Dilbeck og Agnew
fengið augastað á 14 námum til
viðbótar, sem þeim hefur veriö
falið að kaupa lika.
Lögfræðingur, sem á einn
þriðja námunnar i Kentucky, seg-
ir, að Dilbeck og Agnew hafi látiö
á sér skilja, að Japanir vildu
kaupa námuna fyrir nokkrar
milljónir dollara.
Dilbeck réöi Agnew til sin fyrir
100 þúsund dollara árslaun til að
hafa milligöngu um útvegun er-
lends fjármagns.