Vísir - 06.01.1975, Page 8
Vlsir. Mánudagur 6. janúar 1975.
('J7VIenningarmál
Þjóðleikhúsið, litla sviðið:
HERBERGI 213 eða PÉTUR
MANDÓLÍN
Leikrit I þrem þáttum eftir Jökul
Jakobsson
Leikmynd gerði Jón Gunnár
Árnason
Leikstjórn: Kristbjörg Kjeld.
Pétur mandólín kom
áður við sögu 1 leikritinu
Dominó eftir Jökul
Jakobsson, sami maður
og þó ekki hinn sami og
nýja leikrit Jökuls er
kennt við. Allténd sama
nafnið. Og allténd
stendur nafnið fyrir eitt-
hvað svipað ef ekki
alveg hið sama i
Allt i kringum Pétur: GIsli Alfreðsson, Briet Héðinsdóttir, Guðrún
Alfreðsdóttir, Sigrlður Þorvaldsdóttir, Brynja Benediktsdóttir.
báðum leikritum:
kannski minningu um
æskuna sem óumflýjan-
iega er liðin og aldrei
kemur aftur, minningu
um draum.
Svo mikið er vist aö I Herbergi
213 fer Jökull Jakobsson með og
leikur sér I hálfkæringi að ýmsum
sama efnivið og hugmyndum og
áður komu fyrir bæði I Dominó og
Klukkustrengjum. Og hér er það
hálfkæringur hans sem einkum
setur svip á efnið. Eitt er nú
bríari eins og það að láta nýja
leikinn gerast á slóðum Klukku-
strengja I smábæ úti á landi þar
sem einatt koma góðir gestir að
sunnan, bæði afskaplega geðugur
ungur maður, sem pantaður'var
til að stilla kirkjuorgelið og svo
Möguleikar
þrnir
Nú fjölgar vinningum og heildarverömæti þeirra
hækkar um rúmlega 55.5 milljónir króna, og til
þess aö gefa hugmynd um þá stórfelldu breytingu
sem á sér staö, skal bent á að fiöldi 10 þúsund
króna vinninga fjórfaldast, fjölai 100 þúsund króna
Íjrefaldast og fjöídi 200 þúsund króna vinninga tvö-
aldast, og nú eru tveir milljón króna vinningar í
staö eins áöur.
Teningunum er kastað.
Nú er að vera með. Möguleikarnir
eru miklir og miðinn kostar aðeins
300 krónur.
Við drögum 10. janúar.
Happdrœtti SÍBS
Auknir möguleikar allra
var fenginn alveg spesielt einhver
maður að sunnan til að skrifa
leikrit handa fólkinu i bænum. En
hann var þó ekki hugmyndarikari
en svo að hann lét sér nægja að
skrifa heilt leikrit um orgelstill-
arann!
Farsinn og fólkið
Farsataktar af þessu tagi eru
sök sér, skemmtilegir það sem
þeir ná. Kannski sé i mesta lagi
lagt upp úr þeim hér, þótt sagan i
leiknum velti reyndar mikils til á
efninu um gestina góðu að sunnan
og myndir þeirra á veggjunum.
En annað er það að i rauninni má
sjá miklu nánari efnislikingu með
Herbergi 213 og Dominó: nýja
leikritið er fyrst og fremst ný til-
brigði við ýms stef hins fyrra
verks, afkáralegur farsi upp úr
efninu. En að visu breytist efnið I
þessum meðförum: fastheldni
Jökuls við efnivið sömu eða sam-
bærilegrar reynslu merkir nú
engan veginn að hann sé sifellt að
skrifa sama leikritið upp á nýtt.
Og þótt einkennilegt megi virðast
er svo að sjá sem farsagerð efnis-
ins, hin afkáralegu tilbrigði við
ljóðræn og angurvær stef úr
Dominó um æskuna, minninguna,
timann sem flýgur hjá og stendur
sifellt kyrr, veiti I Herbergi 213
höfundinum fangstað á nýjum
viðfangsefnum, dagsdaglegum
veruleika utan við einkaheim
leikjanna sjálfra,
Af þvi tagi er smábæjarsatiran
úr Klukkustrengjum sem einnig
hér er umgerð efnisins, lýsing
hinnar tilluktu borgaralegu stofu
þar sem ekkert gerist né getur
gerst. En segja má að fólkið sem
þessa stofu byggir móðir og
dóttir, eiginkona, systir og ást-
kona þess margumrædda Péturs,
dragi saman i eina afkáramynd
allskonar tiðkanlegt umræðuefni
um stétt og stöðu kvenna, það
mikla tiskuefni nú á dögum. Eins
og tiðkanlegt er um ýmiskonar
absúrdisma virðist leikurinn
öðrum þræði þurfa á einhverri
slikri „ráðningu” að halda, sem
„dæmisaga” til að efni hans
komist allt til skila, og er þá að
visu að þvi leyti frábrugðinn fyrri
leikjum Jökuls. En konurnar I
kringum Pétur lifa allar á og af
honum, og er að visu dálitið
skrýtið að sjá þessa blóðsugu-
lýsingu svo skömmu á eftir
Dauðadansi Strindbergs. Þegar
Pétur er úrsérgenginn og ónýtur
orðinn, hættur að sjá og heyra,
búinn að missa mál og minni
verða þær fyrir hvern mun að út-
vega sér nýjan pétur og dá og
dýrka, hjúkra og hlynna að
honum, og koma þá gestirnir að
sunnan i góðar þarfir.
Um veldi kvenna
Þannig séðmá lita á leiksöguna
i Herbergi 213 sem uppmálun
kvennaveldis, og verða þá konurn
ar fimm i leiknum hver um sig
tilbrigði einnar og sömu blóð-
sugulýsingar. En hinsvegar má
líka taka Herbergi 213 sem
hæðnislega úttekt á alls konar
arfhelguðum og viðteknum hug-
myndum um félagslegt og sál-
fræðilegt hlutverk kvenna, sem
alla tið skilgreina „stöðu
konunnar” I hlutfalli hennar við
karlmenn, alls konar Imyndir
karla, föður og sonar fyrirvinnu
og elskhuga, hugsjónaglóps
og framkvæmdafrömuðar. Það
er þvi ekki von að neinn venju-
legur Pétur eða Albert þoli þvi-
likt álag til lengdar!
Þannig má, ef menn vilja, sjá
og heyra leikinn um Pétur
'mandólin. Sá, er þá á meðal
annars munur hans og fyrri
leikja, að „dæmin” i Dominó eða
Klukkustrengjum ganga aldrei
endanlega upp, eins og hér gerist
i lokasetningum leiksins. Eri
skemmtunin af Herbergi 213 I
Leikhúskjallaranum stafar að